Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Mjólkurmálin í hnotskum eftir Pétur Sigurðsson mjólkur- verkfrœöing Það hefur varla farið fram hjá ncinum að Mjólkursamsalan í Reykjavík átti fyrri hluta júlí- mánaðar í verulegum erfiðleikum vegna lítils geymsluþojs nýmjólkur og undanrennu. Borið hefur á þessu vandamáli áður, sérstaklega yfir sumartímann og eftir langar helgar eins og jól og páska, en samt aldrei í neinni líkingu við það sem nú átti sér stað. Niðurstöður ncfndar Mjólkursamsölunnar Þriggja manna nefnd sem Mjólkursamsalan skipaði strax 8. júlí fann fljótlega orsök þess, sem skeð hafði þessa afdrifaríku júlí- daga en auk árstíðarbundinna erfiðleika voru það að hluta til mannleg mistök, veila í eftirlits- kerfi og bilun í gerilsneyðingar- tæki. Var skýrt frá þessu í frétta- tiikynningu frá Mjólkursamsöl- unni þ. 20. júlí. Nefndin lagði einnig fram ákveðnar tillögur um ráðstafanir sem grípa yrði til strax, sömuleiðis tillögur um fyrirbyggjandi ráðstafanir til lengri tíma. Strax skyldi gripið til eftirfar- andi ráðstafana. 1. Mjólkurgerilsneyðingartæki í Mjólkurstöðinni í Reykjavík skyldi tafarlaust aftengt og ekki tekið í notkun fyrr en fullvíst þætti að ekki væri lengur um eftirsmit frá því að ræða. 2. Þegar skyldi breytt þvottaað- ferð í mjólkurstöð fyrir geymslutanka og pökkunarlínur fyrir gerilsneydda mjólk. 3. Við sendingar á mjólk frá Sel- fossi og Borgarnesi til Reykja- víkur skyldi undantekningar- laust tekin sýni til reduktase- prófunar, þannig að fyrstu niðurstöður lægju skilyrðislaust fyrir áður en mjólkinni er dælt inn í geyma mjólkurstöðvarinn- ar. 4. Mjólkureftirliti samlaganna skyldi þegar í stað beint með auknum þunga að þeim fram- leiðendum sem oft hafa skilað annars og þriðja flokks mjólk. 5. Flutningum mjólkur til Reykja- víkur skyldi hagrætt á þann veg að tryggt væri að ávallt fengist til pökkunar besta fáanlega hráefnið á svæðinu. Mjólkursamsalan ákvað þegar í stað að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og hafði reyndar þeg- ar gert það að hluta til. Til lengri tíma litið lagði nefnd- in til eftirfarandi: 1. Verðfellingamörk verði hert og athugað verði með hvetjandi greiðslukerfi fyrir úrvals- mjólk. 2. Eftirlit með kælingu í heimil- istönkum verði eflt, og flutn- ingar verði skipulagðir í sam- ráði við bændur, þannig að mjólk sé ekki tekin of nærri mjaltatíma (byrjað er að setja tæki í mjólkurflutningabíla á Selfossi, og fyrirhugað í Borg- arnesi, sem gera bílstjórum viðvart ef mjólk yfir ákveðnu hitastigi er dælt í geyma bíl- anna). „Ileíur mjólkurfræðing- um ekki dottið í hug að þau rök sem þeir færðu fram með tillögum sín- um hafi, með hliðsjón af öðrum aðstæðum, ekki þótt nægilega þung- væg?“ 3. Teknar verði upp fjöldarann- sóknir á „cellutölu" í mjólk frá framleiðendum. 4. Athugað verði hvort ástæða sé til að taka upp flutninga á mjólk frá bændum annan hvern dag yfir sumarmánuð- ina. 5. Bílstjórar verði gerðir virkari í eftirliti með því að auðsjáan- lega gallaðri mjólk verði ekki dælt inn á bílana. 6. Komið verði á skipulegu eftir- liti með þvotti á flutningatækj- um. 7. Komið verði á námskeiðum fyrir tankbílstjóra og fræðslu- starf fyrir framleiðendur aukið og gert virkara. 8. Tekið verði upp samræmt gæða og hreinlætiseftirlit í öllum samlögunum. 9. Stefnt verði að því að mögu- leikar til aðgreiningar á mót- tekinni mjólk í samlögunum verði auknir. 10. Kæling á forhitaðri og geril- sneyddri mjólk verði aukin (þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að úr þessu verði bætt). ll.Birgðum af mjólk í Reykjavík verði ávallt haldið í lágmarki miðað við aðstæður á hverjum tíma. Þessar tillögur nefndarinnar voru þegar teknar til umræðu á samstarfsnefndarfundi mjólkur- bússtjóra á 1. sölusvæði og í athugun er á hvern máta þeim verður fylgt eftir. Niðurstöður sam- starfshóps heil- brigðisráðherra Fimm manna samstarfshópur embættismanna sem heilbrigðis- ráðherra skipaði þ. 16. júlí til þess að rannsaka þessi mál öll á breiðum grundvelli skilaði niður- stöðum sínum til ráðherra þ. 28. júlí. Samstarfshópurinn hafði þá rætt við fjölda aðila sem tengjast mjólkurframleiðslu, vinnslu og dreifingu mjólkur á 1. sölusvæði. Jafnframt höfðu þeir kynnt sér skýrslu nefndar Mjólkursamsöl- unnar og farið í vettvangskönnun í mjólkursamlög og til nokkurra framleiðenda. Niðurstöður hópsins, sem send- ar hafa verið fjölmiðium, voru mjög á sama veg og nefndar Mjólkursamsölunnar og mjög margt tekið beint úr skýrslu hennar. Þó voru þær nokkuð víðtækari í einstaka atriðum, enda voru verkefnin ekki alveg þau sömu. Þrjú atriði í niðurstöðum sam- starfshópsins vil ég taka fyrir sérstaklega, þ.e. geymsluþols- rannsóknir, dagstimplun og for- hitun. Geymsluþolsrannsóknir I niðurstöðum samstarfshóps ráðherra segir að árið 1980 hafi 44% sýna af nýmjólk frá mjólkurstöðinni í Reykjavík, sem rannsökuð voru hjá Matvæla- rannsóknum ríkisins, verði slæm eftir 3 sólarhringa og 50% sýna það sem af er yfirstandandi ári. Ekki er gerð nein grein fyrir því að hér er átt við að heildargerla- fjöldi í sýnunum hafi farið yfir 50.000 pr. ml. en ekki að bragð, lykt eða útlit hafi verið aðfinnslu- vert. Þessi viðmiðun, að telja mjólk slæma ef heildargerlamagn hefur farið yfir 50.000 pr. ml. á síðasta söludegi er af Alþjóða mjólkurfræðistofnuninni (I.D.F.) talin óhóflega ströng. í Noregi er leyfilegt heildargerlamagn í nýmjólk ekki bundið í reglugerð, en mjólkursamlögin miða við að það skuli vera undir 50.000 pr. ml. á öðrum degi eftir gerilsneyðingu, og undir 5.000.000 pr. ml. á síðasta neysludegi. í Svíþjóð skal neyslu- mjólk innihalda minna en 100.000.000 gerla pr. ml. á síðasta neysludegi. I reglugerð um mjólk og mjólkurvörur segir að ekki megi bjóða til sölu mjólk með hærra gerlainnihaldi en 50.000 pr. ml. Hér er að mínu áliti átt við gerlafjöldann strax eftir geril- sneyðingu, en ekki ótímabundið eins og ^latvælarannsóknir ríkis- ins vilja meina. Þessi viðmiðun sem nefndin síðan notar við niður- stöður sínar um dagsstimplun er því, eins og tölurnar frá Svíþjóð og Noregi sýna, óeðlilega ströng. Dagstimplun Samstarfshópur ráðherra legg- ur til að allar undanþágur frá reglugerð varðandi dagstimplun verði felldar niður. Þ.e.a.s. að öll nýmjólk verði merkt síðasta sölu- degi þrjá daga eftir gerilsneyð- Símakerfið endurbyggt frá Höfn til Djúpavogs Hringnum lok- að á næsta ári MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir á símakerfinu á Suðaustur- landi þar sem er verið að endur- hyggja símakerfið milli Ilafnar og Djúpavogs á þessu ári. í fram- haldi af því verður á næsta ári endurbyggt langlinukerfið til Reyðarfjarðar og Egilsstaða og þar sem langlinukerfi frá Reykja- vík til Egilsstaða og til Ilafnar hafa verið hyggð á undanförnum árum. verður þar með komið hringkerfi með tengingunni Höfn-Egilsstaðir. — Slikt hring- kerfi um landið skapar aukið öryggi, sagði Ólafur Tómasson hjá Landsímanum. sem veitti Mbl. um þetta upplýsingar. — Því þá tengjast stærstu simstöðvarnar i báðar áttir í hringnum til Reykja- vikur og verða þvi ekki sam- handslausar þótt bilun verði á einum stað, en stuttan tima tekur þá að heina næstum allri símaum- ferð á þá leið sem opin er. Flokkar símamanna eru í þessu verkefni í sumar. Vegna lagningar nýrra háspennulínu, á SA-landi, svo sem sagt var frá hér í biaðinu fyrir skömmu, verður að gera margháttaðar breytingar á síma- línum vegna truflana og öryggis. Línustæði háspennulínunnar er t.d. hentugast þar sem símalínur liggja nú yfir Lónsheiði. í stað kostnaðar- samra bráðabirgðalagna í formi þverana og línuflutninga, var því ákveðið með tilliti til legu há- spennulínunnar að hraða áætlaðri framtíðarbyggingu símakerfisins. Og verður símakerfið milli Hafnar og Djúpavogs endurbyggt í ár. Dreifikerfið verður lagt að mestu leyti með jarðstrengjum beint frá símastöðvum eða í gegn um fjöl- rásakerfi, að því er ólafur út- skýrði. Jafnframt tengjast notend- ur á þessu svæði sjálfvirka síma- kerfinu í ár eða því næsta. Aðallanglínukerfið verður byggt með radíóörbylgjutækjum með 960 talrása flutningsgetu og hliðar- greinum úr því með 30—120 rása flutningsgetu, ýmist með radíó eða jarðstrengjum ásamt fjölrása- tækjabúnaði, sem myndar talrás- irnar sjálfar. í byrjun tengjist hver endasímastöð við aðalstöðvarnar í Höfn eða Reyðarfirði með 24 rás- um, en hægt verður að fjölga rásum eftir þörfum. Á millistöðv- um utan símstöðva verða sett upp lítil verkstæðisbyggð hús fyrir tækjabúnað nema á Stokksnesi og Hvalnesi, þar verður notuð aðstaða í vitum Vitamálastofnunar, en við hlið þeirra reist möstur með loft- netum. Heildarkostnaður við þess- ar framkvæmdir 1981 er áætlaður 8,5—9,5 millj. kr. En við þetta eru í vinnu tugir fólks. Við að koma niður jarðstrengjum, tengja, setja upp möstur og loftnet, reisa hús, plægja fyrir línum o.fl. Til Egilsstaða á næsta ári I framhaldi af þessum fram- kvæmdum verður á næsta ári langlínukerfið til Reyðarfjarðar og Egilsstaða endurbyggt með 960— 480 talrása flutningsgetu. Á und- anförnum árum hafa verið byggð langlínukerfi frá Reykjavík til Eg- ilsstaða að norðan og til Hafnar að sunnan, sem geta flutt fjölda tal- rása. Og með samtengingunni milli Hafnar og Egilsstaða á þessu og næsta ári myndast hringkerfi, sem fyrr er sagt. Sadat vill að réttur PLO verði virtur Lundúnum. 4. ágú.st. AP. ANWAR SADAT, Egyptalands- forseti, hélt í dag áleiðis til Washington frá Lundúnum. Á fundi með fréttamönnum i Lund- únum í dag. hvatti Sadat Banda- ríkjamenn til þess að viðurkenna rétt Palestinumanna, þar með talin PLO, frelsissamtök Palest- ínu, i friðarviðræðum. Sadat hvatti riki Efnahagsbandalags Evrópu og Bandaríkin til að stilla saman strengi sina til þess að ná fram heildarlausn i Mið- austurlöndum. Sadat sagði, að byggja mætti á „viðburðinum mikla" sem hann kallaði svo. Það er vopnahléð í Libanon milli ísraela og Palest- ínumanna. Hann sagði, að með vopnahléinu hefðu Bandaríkin, svo og ísrael viðurkennt í orði rétt Palestínumanna. „Á engan hátt er réttlætanlegt að ýta Palestínu- mönnum út úr myndinni í friðar- viðræðum," sagði Sadat. Banda- ríkin hafa ávallt neitað að eiga nokkur samskipti við PLO. Þeir halda því fram, að samtökin séu hryðjuverkasamtök. Sadat átti í gær viðræður við Magréti Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og einnig Carr- ington lávarð. Sadat sagði við fréttamenn í Lundúnum, að hann myndi leggja áherzlu á tvo megin- þætti í för sinni til Washington. Annars vegar að Bandaríkin ættu að halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð var með Camp David- samkomulaginu og hins vegar að Bandaríkjunum beri að taka tillit til Palestínumanna í viðræðum um lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. endurbyggja kerfið að Djúpavogi og á næsta ári verður hringnum lokað með tengingu til Egilsstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.