Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 19í 27 ingu. Þetta er sanngjörn krafa ef geymsluþolsrannsóknir, þar sem notað er skynmat jafnhliða gerla- fræðilegu mati, sýna að mjólk geymd við réttar aðstæður þolir ekki lengri sölufrest. Aftur á móti myndi slík niðurstaða skapa ýmsa erfiðleika þar sem verslanir eru lokaðar bæði á laugardögum og Pétur Sigurðsson sunnudögum á sumrin og nokkr- um sinnum á hverju ári þrjá daga í röð. Stimplun síðasta söludags breytir að sjálfsögðu engu um geymsluþol vörunnar og verður að teljast óeðlilegt þegar sölufrestur er lengdur um helgar vegna lokun- ar verslana. Sú tillaga samstarfs- hópsins að stimpla bæði geril- sneyðingardag og síðasta söludag er rökrétt þar sem það mun auðvelda neytendum að meta hvaða vöru þeir kaupa. Stimplun gerilsneyðingardags jafnframt síðasta söludags mun verða tekin upp hjá mjólkursamsölunni fljót- lega. Forhitun Samstarfshópur heilbrigðisráð- herra treystir sér ekki til að taka afstöðu með eða á móti forhitun mjólkur, en bendir einungis á að kanna þurfi þessi mál betur áður en opinberir aðilar taki afstöðu til hvort hún skuli leyfð. Á meðan heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa velt þessu máli fyrir sér hafa aðrar þjóðir nær undantekn- ingarlaust viðurkennt að forhitun mjólkur eigi fullan rétt á sér, bæði fyrir vinnslumjólk og neyslu- mjólk. Ég vil í þessu sambandi benda sérstaklega á sameiginlegt álit helstu sérfræðinga Alþjóða mjólkurfræðistofnunarinnar í þessum málum, þar sem eindregið er mælt með því að blönduð 4ja eða 6 mála mjólk sem geymd er ómeðhöndluð í mjólkursamlagi frá einum degi til þess næsta sé forhituð. í Noregi og Svíþjóð, þar sem aðstæður allar eru hvað líkastar og hér, er forhitun leyfð, og í Noregi er mjólk sem flutt er á milli mjólkursamlaga til og með tvígerilsneydd. Tankvæðing hjá mjólkurframleiðendum hefur leitt til mjög bættrar kælingar á mjólk, en það hefur gert úreltar hérlend- ar kenningar um skaðsemi forhit- unar mjólkur. Enda gerði Heil- brigðiseftirlit ríkisins réttilega ráð fyrir því í tillögum sínum að nýrri mjólkurreglugerð árið 1979 að forhitun yrði heimiluð. Fúkalyí Nokkur umræða hefur orðið að undanförnu um eftirlit með fúka- lyfjainnihaldi í mjólk. Án þess að ég ætli að blanda mér of mikið í þær umræður vil ég þó benda á nokkur atriði því viðkomandi. Ég hef reynt að grennslast fyrir um það hjá læknum hvort þeir hafi orðið varir við ónæmi fyrir fúka- lyfjum meðal landsmanna, en ekki fengið nein svör sem benda til þess að svo geti verið. Enginn sem hefur með heilbrigðismál að gera virðist hafa séð ástæðu til að gripið yrði til aðgerða að þessu tilefni, eða að þessi mál yrðu rannsökuð nánar. Þetta virðist því ekki vera talið vandamál í dag. Á' hinum Norðurlöndunum hefur eft- irlit með fúkalyfjum í mjólk verið aukið verulega allra síðustu ár án þess þó að fyrirskipað hafi verið regluþundið eftirlit eða verðfell- ing mjólkur vegna þessa. Aftur á móti hafa einstök mjólkursamlög, eins og t.d. mjólkursamlagið í Osló í Noregi, tekið upp eigin reglur. Ef fúkalyf finnst í mjólk frá fram- leiðenda fær hann ekkert greitt fyrir mjólkurinnlegg þess dags. Mjólk frá einstökum framleiðend- um er þó eingöngu rannsökuð er grunur leikur á að hún innihaldi fúkalyf. Á sl. ári var rannsakað fúka- - lyfjainnihald í nokkur þúsund sýnum af mjólk á svæði Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og Mjólkursamlagsins á Akureyri. Sýni þessi voru flest af mjólk einstakra framleiðenda en einnig úr flutningabílum og geymslu- tönkum í mjólkurstöð. Af þessum sýnum reyndust um 0,5% inni- halda fúkalyf, en í mjög litlum mæli, eða sem samsvarar broti úr alþjóðaeiningu af penisillini pr. ml. Hefur sýnum með mælanlegu fúkalyfi fækkað verulega frá því að þessar rannsóknir hófust fyrir nokkrum árum. Mjólkurreglugerðin Reglugerð um mjóik og mjólkurvörur sem nú er í gildi er frá árinu 1973. I júlí 1979 sendi Heilbrigðiseftirlit ríkisins Heil- brigðis- og tryggingarmálaráðu- neytinu tillögur sínar að nýrri reglugerð, en einhverra hluta vegna hefur dregist í tvö ár að ganga endanlega frá henni og staðfesta. í þessum reglugerðar- drögum eru margar mjög jákvæð- ar breytingar, enda hefur margt breyst á öllum framleiðslustigum mjólkurinnar á undanförnum ár- um. Þessar miklu umræður um mjólkurmálin verða vonandi til þess að frágangi reglugerðarinnar verði hraðað. Hvítþvegnir mjólkurfræðingar Ég get ekki stillt mig um að lýsa undrun minni á yfirlýsingum Mjólkurfræðingafélags Islands varðandi þessi mál, enda á ég bágt með að trúa því að þar standi hinir almennu félagsmenn að baki. Lýsingin á píslargöngu full- trúa félagsins á fundi hjá Heil- brigðiseftirliti ríkisins, sem hafði með höndum endurskoðun mjólkurreglugerðarinnar, er grát- brosleg. Má ég minna mjólkur- fræðinga á að það var Heilbrigðis- eftirlit ríkisins sem sá um endur- skoðun reglugerðarinnar og hafði við það aðeins samráð við ýmsa aðila. Heilbrigðiseftirlitið gat því ráðið hvaða tillögur samráðsaðila það notaði eða hafnaði. Mjólkurfræðingar drógu því ekki fulltrúa sinn út úr neinni endurskoðunarnefnd, heldur hættu að fylgja sjónarmiðum sín- um eftir við Heilbrigðiseftirlitið. Hefur mjólkurfræðingum ekki dottið í hug að þau rök sem þeir færðu fram með tillögum sinum hafi, með hliðsjón af öðrum að- stæðum, ekki þótt nægilega þungvæg? Tillögurnar voru að ýmsu leyti ágætar, en ekki má gleyma að verið var að semja reglugerð og því ekki hægt að einblína á ýtrustu kröfur án tillits til annarra aðstæðna. Mjólkur- fræðingar virðast kenna forráða- mönnum mjólkursamlaganna um: að 6 vetrarmánuði fer nær allt mjólkurmagn frá um 1.100 framleiðendum á svæðinu frá sunnanverðu Snæfellsnesi að Lómagnúpi í Vestur-Skafta- fellssýslu beint í neyslu á höfuðborgarsvæðinu. að nær 60% af heildarsölu nýmjólkur í hverri viku fer fram á aðeins tveimur dögum, þ.e. fimmtudögum og föstudög- um, en framleiðslan er jöfn alla daga vikunnar. að verslanir skulu vera lokaðar á laugardögum og sunnudögum og stundum þrjá daga í röð, og að almennir launþegar eru ófúsir að vinna um helgar, og þá aðeins á uppsprengdu kaupi. Ég vil biðja mjóikurfræðinga að setja dæmið upp aftur með hlið- sjón af þessum stáðreyndum og gjarna reikna út um leið þann viðbótarkostnað sem fylgir þeirri lausn, en hann verða neytendur að sjálfsögðu að greiða, eða skiptir það ef til vill engu máli? Það má ekki gleymast að engin grein matvælaiðnaðar í landinu er undir eins ströngu eftirliti, og starfar eftir jafn strangri reglu- gerð, og mjólkuriðnaðurinn, jafn- framt hefur engin grein matvæla- iðnaðarins jafn vel menntaöa fag- menn, alla vega hef ég talið að svo væri. Lokaorð Það er augljosl þ.'gar litið er á mjólkurmálin í heild og það seir> fram hefur komið á sl. vikum að margt þarf að bæta í meðferð mjólkurinnar á leiðinni frá „kúnni til kúnnans". Það er einnig aug- ljóst að sú úttekt sem gerð hefur verið var tímabær. Vonandi leggj- ast nú allir aðilar á eitt um að lagfæra það sem hægt er að nýta krafta sína til að koma nauðsyn- legum umbótum í framkvæmd en ekki til að þjarka i fjölmiðlum. Hversvegna er ekki hægt að leyfa hundahald í Hafnarfirði? eftir Siguró Þórðarson Þann 30. júní sl. samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar breyttar reglur um hundahald, sem ganga í þá veru að rýmka verulega heimildir bæjarbúa til að hafa hunda. Samþykkt þessi geng- ur þvert á þær reglur, sem í gildi hafa verið og þær tillögur, sem voru í drögum að reglugerð um lögreglusamþykkt fyrir Hafnar- fjörð. Þegar nefnd reglugerð var til umræðu og ákvarðanatöku hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar virðist fylgismönnum aukins hundahalds hafa verið mikið í mun að fá þær samþykktar. Fengu tillögurnar hvorki faglega umfjöllun né var bæjarbúum gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt á þeim. Vitað er, að mjög skiptar skoðanir eru hjá íbúum Hafnarfjarðar um mál sem þetta og ætla ég að meirihluti bæjarbúa sé mótfallinn hunda- haldi í Hafnarfirði. Því má spyrja hvað hafi vakað fyrir tillögu- mönnum, voru þeir kannski að þjóna eigin hagsmunum og áhuga- málum? Hvers vegna á ekki ab leyfa mönnum hundahald í þétt- býli? Er ekki verið að skerða eðlilega umgengni manna við dýr með því að banna hundahald? Núverandi ástand Er nokkuð annað verið að gera með samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í svonefndu hunda- máli, en að staðfesta núverandi ástand þessara mála? Samkvæmt þeim reglum, sem í gildi eru í Hafnarfirði um hunda- hald, hafa einungis lögregluyfir- völd eða hjálparsveitir heimild til að hafa hunda til löggæslu og/eða leitarstarfa. Þá er blindu fólki leyft að hafa hunda að fenginni ráðleggingu læknis. Þegar núver- andi reglur voru samþykktar fyrir 10 árum voru í bænum 20—25 hundar og ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar gegn vilja heil- brigðisvalda, að þessir hundar fengju að telja daga sína í Firðin- um en ekki skyldi leyfa frekara hundahald. I dag er ljóst að nokkrir bæjar- -búar hafa sniðgengið þær reglur, sem í gildi eru og hafa tekið til sín hunda í leyfisleysi. Heilbrigðisyf- irvöld hafa margoft mælst til þess við umrædda aðila að þeir færu eftir settum reglum og fjarlægðu hunda sína úr bænum. Því miður hafa ekki allir umræddir aðilar orðið við þeim óskum og tilmælum og vitað er, að þó nokkur fjöldi hunda er í Hafnarfirði í dag og hefur þeim fjölgað mjög nú hin síðustu árin. Mikilvægur þáttur þess að ekki hefur tekist að framfylgja settum reglum er að lögregluyfirvöld hafa ekki haft þann vilja sem skyldi til að framfylgja þeim. í því sam- bandi er vert að íhuga, hvort svo er komið i þessu landi, að sett lög nái ekki yfir hundaeigendur og Þeim aðilum, sem hafa hunda í leyfisleysi, verði veittur frestur til næstu áramóta til að losa sig við þá. Þannig að Hafn- firðingar geti fagnað nýju ári með hundlaus- um bæ. hundahald. Ekki hefur heyrst að lögregluyfirvöld hafi ekki getað framfylgt því að sækja menn inná heimili sín til þess að fjarlægja þá til styttri eða lengri dvalar í fangelsum þessa lands. Ennfrem- ur hefur ekki heyrst að lögregluyf- irvöld gangi þar um til að gera eigur manna upptækar. En aftur á móti þegar hundar eiga hlut að máli, eru allar dyr lokaðar og lögregluyfirvöld gersamlega vilja- laus til að framfylgja settum reglum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa lögregluyfirvöldum í Hafnarfirði borist á árinu 1980 120 kærur og kvartanir vegna hunda, svarar þetta til þess, að embættinu hafi borist þriðja hvern dag kæra vegna hunda. Árið 1980 eru kærur og kvartan- ir vegna hunda 120, árið 1979 76, árið 1978 82 og árið 1977 107. Af þessum fjölda kæra má sjá hversu stórt vandamál hundahald er í Hafnarfirði þrátt fyrir bann og er undravert að lögregluyfir- völd telji bestu lausn þessa máls vera að opna allar dyr upp á gátt. Vandi samfara hunda- haldi í þéttbýli Það, sem einkum skapar vanda- mál hundahalds í þéttbýli, er: í fyrsta lagi er aukin slysa- hætta samfara hundahaldi. Reynslan hefur sýnt að hundar hafa ráðist á menn og hafa valdið líkams- og sálartjóni. Þá er mikil sjúkdóms- og smithætta samfara þessum dýrum. í öðru lagi er mikill óþrifnaður af hundum. Eigendur virðast nota götu og opin svæði til að geyma saur þessara dýra. Hér má minna á, að talið er að í mörgum stórborgum erlendis sé þetta eitt stærsta óleysta þrifnaðarvanda- mál, sem yfirvöld eiga við að glíma. 1 þriðja lagi er flestum þessum dýrum óeðlilegt að lifa í þéttbýli, og virðist það í mörgum tilvikum gera þau árásargjarnari en ella. Betra ástand með nýjum reglum Sú dæmalausa hundalógik, sem talsmenn rýmkaðra heimilda um hundahald í Hafnarfirði bera fyrir, er að með nýjum reglum sé verið að búa til ákvæði, sem líklegra sé, að fólk virði. Bent er á, að ekki hafi tekist að framfylgja núverandi reglum. Hef ég gert grein fyrir því hér að framan hver sé aðalástæðan fyrir að núverandi reglum er ekki framfylgt. í hinni nýju reglugerð er einmitt tekið á þeim atriðum, sem flestar kvart- anir hafa borist út af, vegna þeirra hunda, sem eru í leyfisleysi. I 5. tl. nefndrar reglugerðar segir svo: „Leyfi fyrir einstökum hund- um er jafnan háð því, að þeir raski ekki ró bæjarbúa og séu hvorki þeim né öðrum, sem um bæinn fara, til óþæginda." Ef öll ákvæði í framtíðinni verða álíka rökviss og ofangreint ákvæði og álíka við- miðunarreglur notaðar samfara ákvörðunartöku í bæjarmálum verður hinum almenna bæjarbúa ekki ljóst hvort hugsunin á bak við sett ákvæði sé að bæta og fegra bæinn og mannlífið eða skapa missætti og vandamál hjá bæjar- búum. Því miður ber þessi samþykkt þannig með sér dæmigerðan mála- tilbúning svonefndra pólitíkusa, þar sem menn eru að kaupa sig frá því að taka óþægilegar ákvarðan- ir, og þá með því að færa hlutina í snarvitlausan búning og ætla síð- an öðrum að framfylgja þeirri endaleysu. Þá hefur það heyrst, að þessar reglur séu settar til reynslu og bæjarstjórn geti afturkallað þær. Það þarf ekki neinn reynslutíma til að sjá máttleysi þeirra, ef menn vilja sjá aðeins útfyrir bæjarmörkin og athuga hvernig til hefur tekist í Garðabæ í þessu máli, en þar er í gildi leyft hundahald með takmörkun, er veldur miklum vandamálum hjá fjölmörgum íbúum þar í bæ. Ilvað ber að gera? Heilbrigðisyfirvöld í Hafnar- firði hafa óskað eftir við bæjar- stjórnina, að hún taki mál þetta til endurskoðunar og haldi sér við upphaflegar tillögur, sem voru í drögum að lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjörð. Ef meirihluti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar er það ógæfusamur að fallast ekki á þær tillögur er það skýlaus krafa að mál þetta verði lagt fyrir bæjar- búa í almennri skoðanakönnun samfara sveitarstjórnarkosning- um á næsta ári. Þeim aðilum, sem hafa hunda í leyfisleysi, verði veittur frestur til næstu áramóta til að losa sig við þá. Þannig að Hafnfirðingar geti fagnað nýju ári meö hundlausum bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.