Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 + Faöir okkar og tengdafaöir. INGVARÞORVARDARSON, múrarameistari. lést aö Hrafnistu 5. ágúst. Jón Ingvarsson, Auöbjörg Siguröardóttir, Ingveldur Ingvarsdóttir, Ársæll Kjartansson, Astríöur Ingvarsdóttir, Kristján Guömundsson, Fríöa Ingvarsdóttir, Ólafur Jónasson, Magnea Ingvarsdóttir, Magnús Jónsson, Sigríöur Ingvarsdóttir, Jón P. Ragnarsson. Ingibjörg V. Ingvarsdóttir. t Fööursystir mín, MARÍA SALOMONSDÓTTIR, lést 2. ágúst. Tryggvi Hjörvar. t Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaðir, SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON, andaðist 31. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. ágúst kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna. Kriatjana Jónadóttir, Jón Ingvar Sveinbjörnaaon, Jóhanna Brynjólfadóttir, Brynjólfur Brynjólfsaon. t Eiginmaöur minn og faöir, HALLGRÍMUR SIGURÐSSON, Dvergabakka 8, er lést í Borgarspítalanum 1. ágúst, veröur jarösunginn frá Skagastrandarkirkju, laugardaginn 8. ágúst kl. 14. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnarfélag íslands. Qddný Jóhann.d6ttir, Siguróur Hallgrimsson. t Sonur okkar, ÞORSTEINN INGÓLFSSON, Þórufelli 14, sem lést 30. júní veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 7. ágúst kl. 4.30. Ingólfur Jónsson, Elín Þorsteinsdóttir. t Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, HELGU KÁRADÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 27, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 3 e.h. Jón Sigurjónsson, Lilja Jónsdóttir, Gylfi Jónsson, Ester Jónsdóttir, Elísa Jónsdóttir, Þórdís Jónsdóttir, Kóri Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson. tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Krókatúni 1, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, laugardaginn 8. ágúst kl. 13.30 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför HELGA MARÍSAR SIGUROSSONAR, Stígahlíð 34, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, kl. 3 e.h. Sigþrúöur Guöbjartsdóttir, Þóröur Helgason, Hulda Þóröardóttir. t GUÐNÝ GUDMUNDSDOTTIR, Noröurbrún 1, veröur jarösungin frá Neskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Guöríöur Guöjónsdóttír, Ólafur Thorarensen. Guðný Guðmunds- dóttir — Minningarorð Fædd 29. april 1890 Dáin 30. júli 1981 Guðný var fædd í Glóru á Kjalarnesi fyrir rúmu 91 ári. Ung missti hún föður sinn, og þá um leið leystist heimili hennar upp. En uppvaxtarár sín dvaldi hún að mestu með móður sinni. Var mjög kært með þeim. Um tvítugt giftist hún Benedikt Eyvindssyni, slökkviliðsmanni í Reykjavík, góðum og traustum dreng. Sambúð þeirra varð góð, en ekki löng. Hann dó úr lungnabólgu á unga aldri. Þeim varð ekki barna auðið, en fósturdótturina Rögnu ól Guðný ein upp frá unga aldri. En Ragna dó í blóma lífsins frá góðum eiginmanni og börnum. Þegar- ég kynntist Guðnýju fyrst, stóð hún á fimmtugu. Vinir útveguðu okkur þessa ágætis konu til þess að sjá um heimilið og börnin meðan ég væri að ná mér eftir erfiðan sjúkdóm, er ég hlaut eftir barnsburð. Þá áttum við heima í Hruna í Árnessýslu. En Guðný ílengdist og dvaldist í heimili okkar eftir þetta á þriðja tug ára, fyrst í sveitinni, svo í Reykjavík. Eftir að mér batnaði, vann hún út á við, en var okkur ávallt innan handar, þegar með þurfti. Margs er að minnast, þegar þessar línur eru ritaðar. Hvað það var gott að hafa þessa traustu og ágætu konu til þess að annast heimilið, þegar verst gegndi. Guð- ný var mikil myndarkona, kunni til allra verka. Ágætis saumakona var hún einnig, og fór allt vel úr hendi, sem hún saumaði. Listsaum iðkaði hún alls konar á efri árum og bjó til margt listrænna muna. Trygglynd var Guðný í bezta lagi og vinföst. í fyrravor, 29. apríl, þegar hún varð 90 ára, stóðu nokkrir vinir hennar fyrir því að halda henni veglegt samsæti, sem um 200 manns sóttu. Þetta gladdi hana afar mikið, og hún var þakklát og sæl og lifði á þessum indælu minningum. Sjálf þakkaði hún vinum sínum með ágætri ræðu. Ég sagði við hana á eftir: „Ertu ekki orðin þreytt, Guðný mín?“ Hún svaraði að bragði: „Ég hef ekki ætlað mér að verða þreytt." Ég hygg, að þetta lýsi henni töluvert. Hún vildi standa fyrir sínu. Guðný var alla tíð heilsugóð, ung í anda og létt á sér, þótt þyþbin væri. Fróð var hún og minnug, og mikið kunni hún af skemmtilegum vísum og gátum, og vísur gat hún sjálf gjört. Ég vil minnast þess hér, að Guðný Guð- mundsdóttir var stofnfélagi í Kvenfélagi Neskirkju, stofnað 1941, og heiðursfélagi þar og tók þátt í félagsstarfinu frá fyrstu tíð. Þegar svo kvenfélagið fékk félags- heimili í kirkjunni ári áður en Neskirkja var vígð, en hún var vígð árið 1957, hafði Guðný þann starfa á hendi að hella á kaffi- könnuna við öll tækifæri, smá og stór, og tækifærin voru mörg. En aldrei vantaði Guðnýju. Fyrir tæpum 10 árum fluttist hún að Norðurbrún 1. Þar leið henni mjög vel og þótti gott að vera. Fram að því síðasta hugsaði hún að mestu um sig sjálf. Fyrir stuttu síðan, á sólbjörtum sumar- degi, kom Guðný óvænt í heim- sókn til okkar með frænku sinni, sem ók henni. Drukkið var kaffi á svölunum, og bjart var yfir. Ekki grunaði okkur þá, að þetta væri í síðasta skipti, sem við sæjum hana. En Guðný veiktist snögg- lega og var flutt á Landakotsspít- ala, en dvaldist þar aðeins 2 sólarhringa, þar til yfir lauk. Ég og fjölskylda mín þökkum Guðnýju áratugatryggð og velvild. Góður Guð blessi hana og gefi henni sinn frið. Blessuð sé minn- ing hennar. Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen í dag kveðjum við hinstu kveðju góða vinkonu og félagssystur, frú Guðnýju Guðmundsdóttir, Norð- urbrún 1, hér í borg. Margar góðar minningar eru tengdar þessari góðu og dyggu félagskonu kvenfélags Neskirkju. Hún var ein af þeim sem starfaði í félaginu allt frá stofnun þess, og alit fram á síðustu ár. Og þó hún flytti burt úr sókninni, kom hún á fundi okkar og aðrar samveru- stundir félagsins, þegar kraftar leyfðu. Neskirkja og Kvenfélagið áttu hug hennar þó vík væri á milli vina. Hversu oft munum við ekki minnast hennar sístarfandi í eld- húsi félagsins, alltaf að hugsa um hag okkar hinna, allt ætti að vera sem best, ekkert mætti á vanta. Stundum sagði hún okkur sögur og ýmislegt skemmtilegt, fróðlegt eða lærdómsríkt. Hún sagði okkur einnig skorinort, hvað henni fynd- ist og hvað hún meinti um þetta eða hitt. Hún var hrein og bein, en svo var líka málið afgreitt frá hennar hálfu. Að starfi sínu gekk hún glöð í lund með áhuga og starfsþreki svo af bar. Alltaf var hún komin, löngu á undan okkur öllum með það eitt í huga að geðjast og gleðja — allar skyldum við vera glaðar og ánægðar. Hún stóð við sitt, því mátti treysta, hennar verk voru unnin með trúmennsku. Hún gladdist svo innilega fyrir hvert lítilræði sem fyrir hana var gert. Við finnum til þess núna, að við gerðum of lítið, svo verður ætíð þegar leiðir skilja, að þeir sem eftir sitja finna með söknuði til þess að þeir gerðu ekki nógu mikið fyrir látinn vin. Eitt af því síðasta sem hún minntist á, en síðan er nú nokkur tími liðinn, var það hvað henni þætti gaman að ferðast. Hún ætlaði endilega að fara í safnaðar- ferðina, en í þær fór hún yfirleitt örugg. í þetta sinn verður sætið hennar autt,. Hún hefur lagt upp í aðra ferð sem verður henni mun dýrmætari en nokkur safnaðar- ferð hérna megin grafar. Við samgleðjumst henni að umskiptin urðu snögg, hún slapp við að liggja lengi hjálparvana, og einhvern veginn er það svo að líklegt er, að það hafi verið henni að skapi að flytja fljótt. Tíminn var kominn, eftir engu var að bíða. Kvenfélagskonur þakka löng og góð kynni og biðja algóðan Guð að blessa Guðnýju sína. Við vottum innilega samúð öllum þeim sem henni voru kærir, og nú sjá á bak ástkærri vinkonu. Friður sé með Guðnýju okkar. Blessuð sé minning hennar. Vinarkveðjur frá Kvenfélagi Neskirkju. Astríður Guðrún Eggertsdóttir — Kveðja Fædd 24. nóvember 1894. Dáin 29. júlí 1981. Stórbrotin kona hefur kvatt þessa jörð eftir langan og viðburð- arríkan lífsferil. Margs er að minnast frá samvistunum við hana og mikið að þakka. Okkur sem tengdumst henni á einhvern hátt og nutum hennar við er hollt að íhuga hve ótal margt hún gaf af andlegum þrótti sínum og þroska. Hún var sannfærð um jákvæðan tilgang lífsins og guðspekin var hugðarefni hennar. Svo mikil var sjálfsstjórn Ástríðar að aldrei sá ég hana reiðast. Engin þurfti að biðjast fyrirgefningar. Hún gerði kröfur til sjálfrar sín og þá um leið til þeirra sem meira máttu sín. Hinum sem erfiðlega gekk á lífsbrautinni reyndi hún að leið- beina og hjálpa. Þau voru mörg hvatningarorðin hennar ömmu. Svo rík af visku, samúð og skiln- ingi. Bréf hennar til mín skrifuð frá annarri heimsálfu, skilja eftir óendanlega mikinn fjársjóð fyrir unga sonardóttur hennar í fram- tíðinni. Við mæðgurnar sendum elskulegri ömmu blessunaróskir yfir móðuna miklu og minnumst hennar með virðingu og þökk. Ragnheiður Pálsdóttir Eftirtalin ráöuneyti Stjórnarráösins veröa lokuð eftir kl. 14.00 6. ágúst vegna jaröarfarar Magnúsar Kjartanssonar, fyrrv. ráöherra. Félagsmálaráöuneyti Iðnaðarráöuneyti Fjármálaráðuneyti Fjárlaga- og hagsýslustofnun Ríkisendurskoöun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort lj(>ð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.