Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 31 Jóhanna Daðey Gísla- dóttir — Minning Fædd 17. janúar 1908 Dáin 3. júli 1981 „Hin lan^a þraut er lidin nú loksins hlauztu fridinn. ok allt er ordiA rótt. nú sæll er sírut unninn ok sólin björt upp runnin á bak viA dimma dauöans nótt.“ (Vald. Briem) Að morgni föstudagsins 3. júlí andaðist Jóhanna Daðey Gísla- dóttir á Landspítalanum í Reykja- vík, en þangað hafði hún verið flutt sjúk tæpum tveimur vikum áður. I fyrstu var hún þjáð en síðan virtist svo sem hún væri á batavegi. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Áður en varði sofnaði hún sínum hinsta svefni og fékk hvíld og frið. Jóhanna Daðey var fædd á ísafirði 17. janúar 1908. Foreldrar hennar voru Gestína S. Þorláks- dóttir og Gisli Þorbergsson sjó- maður. Eignuðust þau 11 börn en nú lifa einungis 3 þeirra, Gunnar, Sigurbaldur og Svanfríður. Manni sínum, Páli Jónssyni, kynntist Jóhanna Daðey á Isa- firði. Páll var fæddur 12.12. 1903 í Hnífsdal. Foreldrar hans voru Jónfríður Jónsdóttir (d. 1912) og Jón Jónsson frá Botni í Mjóafirði í N-ísafjarðarsýslu (d. 1905), en fósturforeldrar hans voru þau Sesselja Jónsdóttir og Jens Jens- son skipstjóri frá Tungu í Önund- arfirði. Segja má, að Jóhanna Daðey og Páll hafi því bæði verið af sjó- mönnum komin. Enda átti sjó- mennskan eftir að haldast í ætt- inni. Fyrsta barn þeirra, Guðmunda, fæddist á ísafirði 1927. Næstur kom Sigurður, fæddur á Þingeyri 1930, þá kom Páll, fæddur 1932 í Reykjavík, og fjórða barnið, Þór- dís, fæddist svo 1933 á Þingeyri. Páll var dugmikill sjómaður og Jóhanna Daðey sá um börnin og heimilið af eljusemi og ástúð. Þau áttu línuveiðarann Fjölni og Páll stýrði honum sjálfur til ársins 1943. Þá keypti hann vélbátinn Hilmi, en fórst með honum aðeins mánuði seinna. Hann varð hverj- um manni harmdauði og þótti mikill missir að þessum dugmikla skipstjóra. Nú kom í hlut ömmu Döddu aö hugsa ein um börnin fjögur. Hún lét ekki bugast en hélt áfram að gera út Fjölni. Ekki fór þó betur en svo að hann fórst í apríl 1945. Með Fjölni missti hún bróður sinn, Gísla. Mikil hlýtur sorgin að hafa verið á Þingeyri á þessum árum, er hafið minnti svo ræki- lega á sínar skuggahliðar. En öllu þessu tók amma með því æðruleysi sem íslenskar sjó- mannskonur hafa á öllum tímum 9. W&S þurft að sýna í svo ríkum mæli. Hún hélt áfram að vera börnunum góð móðir og bjó þau undir lífið sem best hún gat. Hún þurfti nú að bæta á sig aukavinnu og það gerði hún mikið með því að taka menn í fæði meðan börnin voru ung. Um 1955 byrjaði hún svo að vinna í frystihúsi. Börnin voru þá að tínast að heiman, synirnir fluttust suður á bóginn en dæt- urnar ílengdust á Þingeyri. Guð- munda bjó á Þingeyri allt þar til í vetur er hún fiuttist suður. Páll er útgerðarmaður í Grindavík og Sigurður er sveitarstjóri í Hvera- gerði. Á Þingeyri bjó amma með dóttur sinni, Þórdísi, allt þar til er Þórdís fluttist suður í Garðabæ. 1972 fluttist amma suður og bjó hjá börnum og barnabörnum, mest þó hjá Þórdísi og Jóhönnu Daðeyju, dótturdóttur sinni. Árið 1976 fluttist hún svo á Hrafnistu og bjó þar til dauðadags. Eiginlega má segja, að ég hafi fyrst kynnst ömmu almennilega eftir að hún fiuttist til Reykjavík- ur, þó svo að ég muni vel eftir ýmsum smáatriðum, svo sem góða rúgbrauðinu hennar og fleiru frá því er hún var amma á Þingeyri. Á Hrafnistu skapaði hún sér hlýja og notalega vistarveru þar sem hún bauð gestkomandi iðulega upp á kaffi og kökur. Alltaf var hún jafn hress og dugnaðurinn skein af henni. Hún var mjög dugleg kona og helst vildi hún alltaf vera að vinna. Hún hnýtti spyrðubönd, prjónaði sokka, vettlinga og fleira á barnabörnin, en var umfram allt. góð amma og góð kona. Alltaf var jafn gott að koma til hennar og alltaf tók hún manni jafn vel. Hún var fljót að taka ákvarðanir og það gat komið sér vel, til dæmis þegar ég stöku sinnum hringdi í hana og bað hana að koma með mér eitthvert út í buskann. Þá þurfti hún aldrei að hugsa sig um tvisvar, hún þurfti ekki að vera búin að skipuleggja allt langt fram í tímann þegar svo bar undir. Hún var vestfirsk inn að beini og fáan íslenskan mat veit ég betri en kæstu skötuna sem hún kenndi mér að matbúa á ekta vestfirskan máta. Hana borðuðum við stund- um saman á Þorláksmessu og til þeirrar máltíðar var hægt að hlakka allt árið. Á Hrafnistu eignaðist hún marga góða vini sem allir reynd- ust henni vel. Ég held, að við höfum öll lært mikið af ömmu. Hún var sjálfstæð og dugmikil kona sem snemma hafði lært að bjarga sér. Vinnan var sjálfsögð, enginn komst neitt áfram nema með því að vinna. En þrátt fyrir það hafði lífið sínar björtu hliðar sem líka átti að njóta. Hún eignaðist fjögur heilbrigð börn, barnabörnin eru orðin 19 og barnabarnabörnin eru orðin 13. Afkomendurnir eru því 36 að tölu nú við andlát hennar. Hennar hinsta ósk var að fá að hvíla við hlið systur sinnar, Guð- mundu, sem lést ung af barnsför- um. Með Guðs hjálp var hægt að verða við þessari bón og hvílir hún nú í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Nú, þegar hún er farin, stöndum við hér hljóð og skilningsvana. Eitthvert tómarúm hefur mynd- ast og það verður seint fyllt. Þó getum við geymt þar myndina af henni, myndina sem hún hefur gefið okkur með lífi sínu. „Fyrst sÍKur sá er íenKÍnn. íyrst sorKar þraut er KenKÍn. HvaÖ Ketur Krætt oss þá? Oss þykir þunKt ad skilja. en þad er GuAs aA vilja. ok K»tt er allt. sem GuAi' er (rá.“ (Vald. Briem) Hafi hún þökk fyrir allt. Margrét Púlsdóttir Bridge Gmsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bikarkeppni BSÍ Dregið hefur verið í átta liða úrslit og spila eftirtaldar sveitir saman; Sverrir Kristinsson — Örn Arnþórsson Óli Grétar Ólafsson eða Árni Guðmundsson — Tryggvi Bjarnason Guðmundur Hermannsson — Arnar Hinriksson Egill Guðjohnsen — Þorgeir Eyjólfsson Þessum leikjum á að vera lokið fyrir 31. ágúst. Sumarbridge, Hótel Heklu 36 pör mættu á 9. spilakvöld sumarsins, eða töluvert færra en verið hefur. Það virðist einsýnt, að jafnvel bridgearar fari í sumarfrí. Spilað var í 3 riðlum. Úrslit: A-rjðill: 1. Ásgerður Einarsd. — Rósa Þorsteinsd. 188 2. Ólafía Jónsdóttir — Ingunn Hoffmann 183 3. Sigurður B. Þorsteinss. — Helgi Sigurðsson 182 4. Aldís Schram — Soffía (Theódórsd.?) 181 B-riðill: 1. Óli Már Guðmundss. — Sigtryggur Sigurðsson 200. 2. Ómar Jónsson — Jónas P. Erlingsson 188 3. Stefán Pálsson — Aðalsteinn Jörgensen 187. 4. Þorlákur Jónsson — Egill Guðjohnsen 178 C-riðill: 1. Steingrímur Jónass. — Magnús Aspelund 102. 2. Guðm. Sveinsson — Helgi Jóhannesson 96 3. Ester Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 88 Meðalskor 156 í A- og B-riðli, 84 í C. Keppnisstjóri var Her- mann Lárusson. Og enn breytist röðin i heild- arstigakeppninni: stig: Jónas P. Erlingsson 13,0 Þórir Sigursteinsson 12,5 Sigríður S. Kristjánsd. 10,0 Bragi Hauksson 10,0 Spilað verður næstkomandi fimmtudag, í kjallara Hótel Heklu. Spilarar athugi, að riðl- um er startað uppúr kl. sjö (19) svo spilamennska í C- (eða síðasta) riðli hefst i seinasta lagi kl. hálfátta (19.30). t Útför móöur okkar, KRISTÍNAR BJORNSDOTTUR, Móvahlíð 44, verður gerö frá Dómkirkjunni á morgun föstudaginn 7. ágúst kl. 1.30. Orri Gunnarsson, Gyöa Irmer, Nana Kristensen. t Utför móöur okkar, RANNVEIGAR E. HERMANNSDOTTUR, Kleppsvegi 134, fer fram frá ísafjaröarkirkju föstudaginn 7. ágúst, kl. 2.00 e.h. Kristín Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Gunnþórunn Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURÐUR HJALMARSSON, Langageröi 66, er andaöist á sjúkrahúsinu á Akranesi 29. júlí. veröur jarösunginn 7. ágúst kl. 1.30, frá Fossvogskirkju. Auður Hannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginkonu, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTU FINNBOGADÓTTUR. Pétur Eiríksson, Þórunn G. Pétursdóttir, Guðbjörn Pétursson, Sigríður E. Pétursdóttir, Sigurfinnur Þorsteinsson, Elísabet Pétursdóttir, Þór Jónsson, Eiríkur Pétursson, Ingibjörg Jóhannesdóttir Finnbogi Pétursson og barnabarn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför, BOTHILDAR HELGADOTTUR, Njálsgötu 33 B. Aslaug Helgadóttir, Geir Jón Helgason, María Helgadóttir, Kéri B. Helgason. t Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför HAUKS ERLENDSSONAR, Barmahlíö 19. Ágústa M. Ahrens, Ingi Hrafn Hauksson, Georg Hauksson, Ingibjörg Þórisdóttir, Erlendur Hauksson, Kristín Helgadóttir og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og Vináttu viö andlát og útför, INGÞÓRS J. GUÐLAUGSSONAR, lögregluþjóns é Selfossi. Sérstakar þakkir flytjum viö lögreglu Selfoss, nágrönnum og vinum hins látna. Kristjana Sigmundsdóttir og dætur, Maria Guömundsdóttir, Guölaugur Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigmundur Bergur Magnússon, systkini og tengdafólk. t Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa. GUNNARSJONSSONAR, Hæðargarði 6. Sigrún Hjartardóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Þorgeir Sigurösson, Hjörtur Gunnarsson, Sigríður Markúsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir til allra, er auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför, JÓNS ST. JONSSONAR, Selvogsgötu 4, Hafnarfirði. Systkini hins létna og aörir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.