Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 33 fclk í fréttum Brúðkaups- ferð á Britanniu + Hjónin Karl Bretaprins og Diana prinsessa af Wales eru nú á tveggja vikna sigiingu um Miðjarðarhafið um borð í Brittaniu, sem er 5.769 tonna lystiskip. Þau lögðu af stað í brúðkaupsferðina frá Broadlands-höll í Suður-Eng- landi, en þar dvöldu einnig konungshjónin Elisabet og Filipus prins fyrst eftir brúðkaup þeirra 1947. Herskip hennar hátignar mun fylgja brúðhjónun- um. Hér sjáum við mynd af skipinu og einni af mörgum setustofum sem standa farþegum til boða. Eins og sjá má er ágætlega búið að brúðhjónunum. Brúðhjónin veifa til mannfjöldans er þau leggja af stað í brúðkaupsferð sína. Bergman hœttur Rita Hayivorth + Hinn virti kvikmynda- leikstjóri Ingmar Bergman sagði í ávarpi við banda- rískan háskóla nýlega að hann hefði ákveðið að snúa sér alfarið að leikhússtörf- um því kvikmyndun freist- aði hans ekki lengur. „Kvikmyndin er heillandi listform, en ég hef ákveðið að snúa mér að leikhúsinu og starfa við það, þau ár sem ég á eftir.“ Ætlar Elisabet að skilja? + Óstaðfestar fréttir herma að Elísabet Taylor hyggi á skilnað frá eigin- manni sínum, John Warner, öldungadeildar- þingmann, enda sé hún búin að fá sig full sadda af „leikaraskapnum" sem fylgir því að vera eigin- kona stjórnmálamanns. „Ég þoli ekki lengur öll þessi samkvæmi, þar sem yfirborðsmennskan er allsráðandi", er haft eftir henni. Allt bendir því til að sjöunda hjónaband Elisabetar sé senn á enda. + Rita Hayworth, leikkon- an fræga frá kvikmyndum eftirstríðsáranna er orðin elliær og er ekki lengur fær um að sjá um sig sjálf. Rita, sem er aðeins 62 ára gömul þjáist af hrörnunar- veiki, sem sækir á heilann og veldur því að fólk verð- ur ósjálfbjarga fyrir aldur fram. Dómstóll í Los Ang- eles ákvað að Rita skyldi framvegis vera í umsjá dóttur sinnar Yasmin Khan, prinsessu. Yasmin Khan er dóttir Aly Khan, prins, en Rita var gift honum um skeið. Önnur dóttir Ritu er Reb- ecca Welles, dóttir Orson Welles. Rita var gift þrisv- ar sinnum auk þessa. Sjónvarpið í ágúst - Létt yfir dagskránni DAGSKRA sjónvarpsins, sem hefur útsendingar að nýju 8. ágúst, verður með léttu yfir- hragði út ágústmánuð að því er Hinrik Bjarnason, forstöðu- maður Lista- og skemmtideild- ar tjáði Mbl. Eins og kunnugt er verður brúðkaup þeirra Karls Breta- prins og lafði Díönu á skjánum á laugardaginn og einnig verður sýnd myndin „The Pink Panth- er“, Bleiki pardusinn, þar sem Peter Sellers, David Niven og fleiri gamalkunnir leikarar leiða saman hesta sína. Sagði Hinrik að þessi mánuður ætti, þegar á heildina væri litið að reynast bitastæður hvað kvikmyndir snertir. Mætti þar nefna mynd- ina „Irma la Duce“ með Shirley Maclaine og Jack Lemmon í aðalhlutverkum, og „These are the Damned", sem Joseph Loos- ey gerði árið 1963. Þá verður einn vestri á boðstólum, „Doc“, þar sem m.a. Faye Dunaway fer með stórt hlutverk. Dallas og Harold Lloyd verða á sínum stað og sunnudaginn 9. verður sýndur fyrsti þáttur af sex í breskum myndaflokki, sem ber heitið „Second Chance“. Börnin geta svo rifjað upp kynni við gamla kunningja því Emil í Kattholti og Múmínálf- arnir mæta aftur til leiks og Tommi og Jenni verða á sínum stað í dagskránni. Norræna húsið: Næst síðasta opna hús sumarsins OPIÐ HÚS í Norræna húsinu verður í næst síðasta skipti á þessu suntri, fimmtudagskvold- ið 6. ágúst kl. 20:30. Þá mun dr. Sigurður Þórarinsson prófess- or flytja erindi með litskyggn- um um eldvirkni á íslandi. Ilann flytur það á sænsku og nefnir „Islands vulkaner“. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens „Surtur fer sunnan", sem tekin var 1963 á tímabilinu þegar Surtsey var að myndast. Kaffistofa og bókasafn verða opin. í anddyri er ennþá sýning á íslenskum steinum, sem Nátt- úrufræðistofnun íslands hefur sett upp. Sumarsýningin í sýningarsöl- um er opin daglega kl. 14—19 og fer senn að ljúka, en síðasta sýningarhelgin er 15.—16. ágúst. (Fréttatilkynning.) Burt Reynolds í einu atriðanna í myndinni „Reykur og bófi koma aftur“. Laugarásbíó frumsýnir: Reykur og bófi koma aftur - með Burt Reynolds í aðalhlutverki í DAG hefur Laugarásbíó sýn- ingu á myndinni „Reykur og bófi koma aftur“ (Smokey and the Bandit Ride Again), sem er eins konar framhald af hinni vin- sælu mynd „Reykur og bófi“ sem kvikmyndahúsið sýndi hér fyrir nokkru. Myndin, sem er í gamansöm- um dúr, segir frá kosningabar- áttu í einu suðurríkja Banda- ríkjanna. Burt Reynolds fer með aðal- hlutverk í myndinni, en með önnur hlutverk fara Jackie Gleason, Jerry Reed og fleiri ágætir leikarar. Framleiðandi er Hank Moonjean. Brotnaði á báðum fótum: Varð fyrir bremsu- lausri vinnuvél NÍTJÁN ÁRA gamall piltur brotnaði á báðum fótum i alvarlegu vinnuslysi sem varð i Njarðvík á fimmtudaginn. Slysið varð með þeim hætti að traktorsgrafa var notuð við lag- færingar á gangstétt í Njarðvík, en vél þessi hafði verið fengin að láni hjá einkaaðilum. Pilturinn var að aðstoða við lagfæringarn- ar og stóð hann við grindverk og var vélin á leið í áttina til hans. Reyndist þá vinnuvélin bremsu- laus og rann hún á piltinn og klemmdist hann á milli vélar- innar og grindverksins, með þeim afleiðingum að hann brotnaði á báðum fótum og var annað beinbrotið opið. Pilturinn var fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík og síðan til Reykjavíkur. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Kefla- vík var vinnuvélin algerlega ónothæf vegna bilana og hefði alls ekki átt að vera í gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.