Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Stór stund í lífi fjölskyldunnar — Rabbað við Ragnar Olafsson íslandsmeistara í golfi EÐLILEGA var Ragnari ólafssyni ákaft fagnað þexar hann hafði tryggt sér íslandsmeistaratitilinn i solfi á sunnudaginn. Foreldrar, ættingjar, vinir. kunningjar og jafnvel hörðustu andstæðingar hans föðmuðu meistarann að sér ok óskuðu honum innileKa til hamingju. Allir virtust sammála um að þessi skemmtilegi íþróttamaður væri vel að sigrinum kominn, þar bar hvergi skugga á. — Það var kominn tími til að mér tækist að vinna titilinn, sagði Ragnar í samtali við Morgunblað- ið. — Ég hef tvisvar orðið númer 2 í Islandsmótinu og þrisvar sinnum í þriðja sæti, svo nú var annað- hvort að duga eða drepast, sagði Ragnar. Faðir hans, ólafur Bjarki Ragnarsson, var í fremstu röð kylfinga um árabil, en honum tókst þó aldrei að verða íslands- meistari, ekki enn að minnsta kosti, en hins vegar varð hann fjórum sinnum í 2. sæti. Golfið hefur ailtaf átt ríkan þátt í fjölskyldu hans og því ekki nema von, að sigur Ragnars væri stór stund í lífi fjölskyldunnar. — Ég byrjaði seint að æfa goifið í vor, ég fékk mér ekki æfingabolta fyrr en rétt áður en við fórum á Evrópumótið á St. Andrews. Hins vegar hef ég lært meira inn á sjálfan mig í sumar og hef spáð í golfið öðruvísi en áður. Þá kom ég mjög vel likamlega undir golftimabilið búinn, beint úr handboltanum með HK. Þar lærði ég líka ýmislegt sálfræðilegt af Steina þjálfara, sem komið hefur að gagni í golfinu. Ég hef gjör- breytt æfingunum frá því sem áður var og æfi talsvert minna, en þegar ég var grimmastur við þetta, en einhvern veginn er ég farinn að fá meira út úr þessu og sjálfum mér um leið og ánægjan hefur aukizt. — Ég er bara ánægður með spilamennskuna mína á þessu móti. Ég reiknaði með Hannesi, Björgvin og Sigga Pé. sem hörð- ustu keppinautunum og svo heimamönnum af Suðurnesjum, en góða veðrið hefur kannski sett þá út af laginu. Jón Haukur Guðlaugsson kom mér þægilega á óvart, ég hélt ekki að hann hefði úthald í svona strangt mót, en hann efldist með hverjum degin- um. — Framundan? Ekki veit ég það. Undanfarin ár hefur ís- landsmeistaranum verið boðið annaðhvort á World Cup- eða Fiat-keppnina á Ítalíu og stundum á bæði þessi mót. í ár er hins vegar ekki um neitt slíkt að ræða og sannast sagna eru verkefnin erlendis alltof fá og tilviljana- kennd, því miður. Að vísu er möguleiki á að Islendingum verði boðið að vera með í SAAB- keppninni i Svíþjóð. Ef það verður ekkert til að stefna að i golfinu í haust sný ég mér að handboltan- um og lít ekki á golfsettið fyrr en næsta vor, sagði Ragnar Ólafsson að lokum. Þess má geta að síðastliðið vor var hann hækkaður úr 2 í forgjöf í 3, þar sem hann hafði ekki skilað nógu góðum árangri í fyrrasumar. Ragnar sá að við svo búið mátti ekki standa og á EM í St. Andrews spilaði hann snilldarlega og var lækkaður i forgjöf, að þessu sinni niður í 1 og hefur enginn islenzkur kylfingur lægri forgjöf. • íslandsmeistararnir í golfi Ragnar Ólafsson og Sólveig Þorsteins- dóttir bæði í GR óska hvort öðru til hamingju. • Hörður Hilmarsson á skotæfingu hjá liði sínu, AIK í Stokkhólmi. Hörður er lengst til hægri á myndinni og hefur spyrnt knettinum i átt að marki. Stærð knattspyrnuvallarins sést vel á myndinni, en hann rúmar rösklega 50 þúsund manns, og er aðalleikvangur sænska landsliðsins og heimavöllur AIK. Myndina tók Anders Hansen. Hörður Hilmarsson fær enn lofsamlega dóma í Svíþjóð: Sænsku blöðin segja hann einn sterkasta miðjumanninn í sænsku knattspyrnunni HÖRÐUR Hilmarsson og félagar hans hjá sænska fyrstu deildarliðinu AIK unnu góðan sigur um helgina gegn Átvitaberg, sigruðu með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli AIK i Solna, útborg Stokkhólms. Er AIK nú i 4. sæti sænsku fyrstu deildarinnar, Allsvenskan. Gamia liðið hans Teits Þórðar- sonar, öster, er enn í efsta sæti deildarinnar, með mikla yfirburði. Norrkjöping er í öðru sæti, og Brage í fjórða. — Aðeins eitt stig skilur nú á milli AIK og Brage, hefur Brage 18 stig, en AIK 17 stig. Liðin mætast í næstu umferð Allsvenskan um næstu helgi, þannig að verði áframhald á velgengni Harðar og félaga, á lið hans möguleika á að verða í 3. sæti að lokinni þeirri umferð. Verður það að teljast góður árang- ur hjá liðinu, sem vann sig í fyrrahaust upp úr annarri deild, að vísu eftir aðeins eins árs veru þar. AIK hefur gengið mjög vel að undanförnu, einkum á heimavelli. Veikleiki liðsins hefur á hinn bóginn verið sá, að því hefur ekki tekist að vinna mikilvæga sigra á útivelli í sumar, en á heimavelli hefur aðeins öster gengið betur. Eftir leikinn um helgina fékk Hörður Hilmarsson mjög góða dóma í sænsku blöðunum, meðal annars í Expressen, Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter. Sagði Expressen meðal annars að hann hefði borið af á miðjunni í leiknum, og jafnframt var sagt að miðja AIK væri líklegast sú sterkasta í Svíþjóð. í viðtali við Dagens Nyheter sagði Rolf Zett- erlund, þjálfari AIK, að hann væri mjög ánægður með leik Harðar, sem nú virðist vera í betra formi en nokkru sinni áður. Sem fyrr segir, leikur AIK gegn Brage um næstu helgi, en í gær, miðvikudagskvöld, var einnig mik- ið um að vera hjá liðinu. Þá var haldið upp á 90 ára afmæli AIK, Almánna Idrottsklubben, og liðið mætti hinu heimsfræga Lundúna- liði Arsenal á leikvanginum í Stokkhólmi. • Að lokinni verðlaunaafhendingu. Þrir fyrstu í meistaraflokki karla á íslandsmótinu í golfi. Frá vinstri: Jón II. Guðlaugsson NK, Hannes Eyvindsson GR, íslandsmeistarinn Ragnar ólafsson GR og lslandsmeistarinn í kvennaflokki Sólveig Þorsteinsdóttir GR. ... a .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.