Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 5 Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Gengisþróun og afkoma frystingar Gengisþróun Á þessu ári hafa orðið miklar sviptingar á gjaldeyrismörkuðum aðalviðskiptaþjóða okkar. Meginbreytingin er þó styrking dollars gagnvart öllum öðrum myntum, eða sem nemur 14% til 15% gagnvart japönsku yeni og svissneskum franka, en 20% til 22% gagnvart t.d. sterlingspundi og þýskum mörkum. I gengis- skráningu hér á landi kemur þetta fram með þeim hætti að krónan hefur lækkað gagnvart dollar um 23% en hinsvegar hefur hún styrkst gagnvart ýmsum Evrópu- gjaldmiölum, þannig að útflytj- andi sem selur vöru sína í sterl- ingspundum fær nú aðeins kr. 13,50 fyrir hvert pund en fékk kr. 14,89 í byrjun ársins. Samkeppnis- aðstaða hefur því stórlega versnað á þessum markaði, en hinsvegar batnað mjög í útflutningi til Bandaríkjanna og mörkuðum sem greiða í dollurum. Þessi þróun hefur leitt til batnandi viðskipta- kjara, þar sem meginhluti útflutn- ings er seldur í dollurum en meginhluti innflutnings greiddur í Evrópumyntum. Þetta hefur gefið óskhyggju byr undir báða vængi og telja ýmsir að vandamál launa- samninga og fiskverðsákvörðunar séu leyst af sjálfu sér. Því miður er hætta á að of mikið sé gert úr þessum gengisþróunarhagnaði og þá sérstaklega þegar til lengri tima er litið. Hér er þó ekki verið að gera því skóna að þróunin snúist við og dollarinn lækki eins og átti sér stað á síðasta ári, þegar vextir í Bandarikjunum lækkuðu um helming á skömmum tíma, eða úr 18% í apríl niður í 9% í júlí. Nú er ekki búist við að þetta endur- taki sig jafnvel þótt vextir lækk- uðu eitthvað, þar sem fleiri atriði renna stoðum undir styrkleika dollarans gagnvart öðrum mynt- um eins og t.d. minni verðbólga, hagstæður viðskiptajöfnuður og jákvæð þróun ríkisútgjalda. Það er því ljóst að meginþungi aðlögunar að þessum breyttu verðhlutföllum gjaldmiðla mun fyrst um sinn hvíla á framleiðend- um og útflytjendum, og ekki verður komist hjá því að þetta ástand skapi umrót í allri mark- aðsstarfsemi. Fyrstu og augljós- ustu áhrifin eru erfiðleikar og samdráttur í framleiðslu þeirra fyrirtækja sem framleiða fyrir Evrópumarkað, eins og þegar hef- ur komið greinilega í ljós. En fleira kemur til. Umtalsverður hluti af viðskiptum okkar í dollur- um er til landa utan USA. Þessi lönd sætta sig ekki við þá hækkun sem óbreytt dollaraverð þýðir á heimamarkaði. Þegar sölusamn- ingar eru endurnýjaðir þá kemur fram verðlækkun í dollurum, eins og nú þegar hefur gert, t.d. í sölu saltsíldar og saltfisks. Þegar um er að ræða vöru sem er gjaldgeng bæði á USA- og Stjórnarfund- ur hjá Flug- leiðum í dag STJÓRNARFUNDUR vcrður hjá Flugleiðum í dag og verður þar fjallað um þau málefni, sem efst eru á baugi nú. Þar verður meðal annars fjallað um þá erfiðleika, sem skapazt hafa vegna verkfalls flugumferð- arstjóra í Bandaríkjunum og um styrkveitingar hins opinbera til Flugleiða, en í því máli hefur mikið verið unnið að undanförnu innan félagsins. Evrópumarkað, þá á sér stað aðlögun í framleiðslu, þannig að framboð á USA-markað eykst, en samdráttur verður á framleiðslu fyrir Evrópumarkað. Þetta leiðir til verðlækkunar á USA-markaði, eða hækkunar verðs á Evrópu- markaði, en að sjálfsögðu getur hvort tveggja gerst, þangað til jafnvægi næst á ný. Hver niður- staðan verður fer eftir markaðs- aðstæðum. Dæmi um þetta er verðþróun á fiskblokkum á USA- markaði undanfarið. Það hefur engin verðhækkun orðið í Evrópu en öll aðlögun hefur komið fram í verðlækkun í USA. T.d. lækkuðu þorskblokkir í síðustu viku um 3 cent hvert enskt pund, en ýsu-, ufsa- og marningsblokkir um 5 cent hvert pund. Frá síðustu áramótum hefur þorskblokk þá lækkað um 12 cent hvert pund, eða rúmlega 10%, og ýsublokk um 20 cent, eða rúm 17%. Þessi aðlögun tekur nokkurn tíma en af fram- ansögðu ætti að vera ljóst, að beinn hagnaður af þessari gengis- þróun er fjarri því að standa í réttu hlutfalli við dollaraverð- mæti útflutnings. Afkoma frystingar Við ákvörðun fiskverðs í byrjun júní og eftir vísitöluhækkun kaups var skilið við frystihúsin þannig að mati Þjóðhagsstofnunar, að tapið nam um 2Vfe% af veltu og var þá miðað við gildandi geng- isskráningu, eða kr. 7,38 í dollar. Yfirleitt hefur verið skilið við þennan reikning á núlli undir slíkum kringumstæðum, nema að vonast væri eftir verðhækkun á mörkuðum, eða að gengissig hafi verið fyrirhugað. Þá hefur verið gert ráð fyrir því til að koma í veg fyrir að heildarreikningurinn kæmi út með hagnaði. Hér var þó hvorki búist við verðhækkun né gengissig fyrirhugað og ekki mun Þjóðhagsstofnun hafa séð fyrir áframhaldandi styrkingu dollar- ans, heldur er skýringin sú, að saltfisk- og skreiðarvinnsla var talin skila nokkrum hagnaði og með því ættu frystihúsin að jafna tapið. Ljóst er þó, að aðstaða fyrirtækja er mjög misjöfn til að nýta þessa möguleika, auk þess sem ýmsir telja sig þurfa að taka tillit til atvinnusjónarmiða við framleiðsluna. Þar sem framund- an er vísitöluhækkun launa 1. september og síðan fiskverðs- ákvörðun 1. október, þá er ekki úr vegi að athuga hvernig þessi reikningur kemur til með að líta út eftir hagstæða gengisþróun. Hér eru þó engan veginn öll kurl komin til grafar, eins og t.d. endurnýjun sölusamninga utan USA. Frá því fiskverð var ákveðið hefur gengi krónunnar gagnvart dollar lækkað um 4% og ef miðað er við að 75% komi til skila í betri afkomu (en það er of hátt metið þegar litið er til lengri tíma) þá ætti afkoma frystihúsanna að hafa batnað um 3% og hagnaður að vera xk%. Því miður er þetta ekki í reynd, því að þær lækkanir á blokkaverðum sem áður er getið svara til um 2% lakari afkomu. Þá hefur hækkun krónunnar gagn- vart Evrópugjaldmiðlum leitt til sem svarar 1% lakari útkomu heildarframleiðslu. Það er með öðrum orðið staðið í sömu sporum. Það hefur enginn bati orðið og raunar hefur staðan versnað þeg- ar tekið er tillit til samdráttar í framleiðslu, sem nú nemur um 6000 tonnum eða 10%. Þetta segir þó heldur ekki alla söguna, því allur samdrátturinn kemur fram á framleiðslu neytendapakkninga í þorski fyrir USA. Þetta svarar til 40% samdráttar í þeirri fram- leiðslu sem hefur verið hagstæð- ust fyrir frystihúsin. Ástæða til þessa er m.a. sú, að besta hráefnið verður ekki bæði notað í vinnslu neytendapakkninga og 1. fl. salt- fisks. Aftur á móti er blokkafram- leiðsla óbreytt, en þar hefur orðið veruleg verðlækkun og er nú svo komið að framleiðsla á þorskblokk skilar tæpast breytilegum kostn- aði, en vinnsla á ýsublokk er svo vonlaus að tapið eykst eftir því Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson sem meira er framleitt. (Kanada stjórn mun nú hafa lagt fram verulegt fjármagn til að frystihús- in þar geti haldið áfram vinnslu á ýsu.) Frystihúsamenn telja að tapið sé meira en áætlun Þjóðhags- stofnunar sýnir, eða sem nemur 2% til 3% og þá aðallega vegna þess að vaxtakostnaður sé vantal- inn í áætlun Þjóðhagsstofnunar, þannig að við núverandi aðstæður væri nær að tala um 5% tap. Frá næstu mánaðamótum tekur ný kaupgjaldsvísitala gildi og má áætla kauphækkun 8% til 9% sem svarar 2’Á% af veltu frystihús- anna. Það er ljóst að útflutnings- atvinnuvegirnir geta ekki tekið á sig þessa hækkun nema hún verði bætt með gengissigi. Þess vegna væri fróðlegt að fá upplýst hvaða atvinnugreinar geta greitt þetta án hækkunar vöru eða þjónustu. fKENWOOD Túrbó Hi-Fi ' ■ • ' ' ■■ m i - - I 0 5is fl -3 n II *. 11 -• 1 j . sc “tH’íssr f . D O O u*~m~rssr «*« y Ný háþróuð tækninýjung SK3MA NEWHISPEED KENWOOD Couplinp SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá þar sem hátalaraleiðslurnar eru nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum. Ný áður óþekkt aðferð til stjómunar á starfsemi hátalaranna og tryggja lágmarksbjögun í hljómtækjunum. Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram- farir í þeim efnum eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct- j, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic. Það nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm samtenging magnara við hvem hátalara með fjómm leiðslum, tækni- nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega tonblæ hátalaranna og heildarbjögun. BJÖGUN ARTÖLUR ERU TÓMT BULL ... Þegar aðrir magnaraframleiðendur gefa upp afburða bjögunar- tölur eins og 0.005%, er mikið sagt að þeir ljúgi allir fullum hálsi — og aðeins KENWOOD SIGMA DRIVE magnarinn geti sýnt og sannað bjögunartöluna 0.005%. Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% — eins og SIGMA DRIVE magnarinn mælist með. En slík bjögunarmæl- ing er alls ekki marktæk því hún er framkvæmd án viðtengdra hátalara við magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara- leiðslur að hátölurum, mælist bjögunin í KENWÖOD SIGMA DRIVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðrum framleið- endum sýna aðeins bjögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist. Kenwood KA - 800 2 x 50 RMS WATTS/0.009% THD: 4.150 kr. Kenwood KA - 900 2 x 80 RMS WATTS/0.005% THD: 5.600 kr. KenwoodKA- 1000 2 x 100 RMS WATTS/0.005% THD: 8.300 kr. Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA DRIVE mestan kraft og beztan árangur. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.