Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 11 Magni Kristjánsson, útgerAarstjóri i brúnni á Bjarti í höfn á Neskaupstað. áður en haldið var til Grænhöfðaeyja. Ljósmynd Ásueír. Öll hús vlö Brekkubyggö Garöabæ hafa og veröa máluö meö PERMA-DRI utanhúss — olíulímmálningu Þetta er einsdæmi á íslandi ad 75 hús öll vid sömu götuna séu málud med sömu utanhússmálningu, enda er þetta í samræmi viö 15 ára endingu og reynslu fyrir PERMA-DRI á íslandi. Aðstoðin við Grænhöfðæyj- ar gengur vel Frekari langtímaskipulagningar er þörf, segir Magni Kristjánsson, útgerðarstjóri „Þetta hefur gcngið nokkuð vel hjá okkur að undanförnu o« nú hafa stjórnvöld á Grænhöfðaeyj- um óskað aðstoðar okkar fram til ársloka 1985, en það hefur ekki verið samþykkt cnn hér heima. Við höfum fundið þokklex to«- veiðimið ok unnið að kortlaxn- inKum, hitamælinKum ok öðrum rannsóknum ok mér virðist að ekki verði mikið um aðra veiði- möKuleika en trollið, þó annað «eti enn komið í Ijós," saicði MaKni Kristjánsson. útKerðar- stjóri hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands á Gra*nhöfðaeyj- um, er MorgunblaðiA ræddi við hann un gang mála þar syðra. „Við höfum nú verið þarna niður frá í 18 mánuði og rekstur- inn hefur gengið ágætlega að undanförnu. Við vorum á trolli fram á vorið frá því í vetur, þó við værum nokkuð vanbúnir af veið- arfærum og búnaði, og það er alveg ljóst að þarna er hægt að fiska þó nokkuð í trollið og er þá um að ræða fiskitegundir, sem við þekkjum ekki hér heima. Síðan fór mánuður í slippferð til Kanaríeyja og að því loknu vorum við nær óslitið í tveggja mánaða makríl- leit, en hún bar engan árangur. Jafnframt því vorum við í ýmsum rannsóknum, hita- og straummæl- ingum og og mér virðist að skilyrði í sjónum þarna bendi ekki til þess að svona fisk sé að finna þar. Það eru engir straumar eða hitaskil, sem svona göngufiskur laðast að.“ Hvert verður svo framhaldið? „Nú, ég er að hætta í haust, upphaflega átti þessi aðstoð að standa til 1. september, en hefur verið framlengd til áramóta. Eg var aðeins í frí þennan tíma frá Síldarvinnslunni á Neskaupstað, en þó gæti hugsazt að ég yrði eitthvað áfram við þetta, verði þess óskað. Nú er svo verið að hætta makrílleitinni og við þurf- um að koma okkur upp betri aðstöðu í landi áður en haldið verður heim. En þá stendur einnig til að fara á tilraunaveiðar á línu og net með, til að sjá hvað komi út úr því. Líklega munu þær tilraunir standa út október og þá verður farið að tygja bátinn til heimferð- ar. Þá hef ég þær hugmyndir að nauðsynlegt sé að selja þennan bát og láta smíða nýjan, sem henti betur til þessara veiða og verði þá byggt á fenginni reynslu. Þá yrði um minni bát en Bjart að ræða, en notadrýgri. Hann yrði þá miðaður við allar aðstæður þarna syðra. Hann gæti einnig verið gott sýnis- horn af því sem við getum gert hér í innlendri skipasmíði. Það hefur einnig mikið að segja að vera með nýjan bát við þetta vegna þess hve iila íbúar eyjanna eru staddir með viðgerðarþjónustu. Þó að ég telji Bjart ekki hentugt skip, er hann enn góður til síns brúks og auð- seldur, svo þar fengist mikill hluti byggingarkostnaðar nýja skipsins. Þá er það næst á dagskrá að stokka þetta upp og vega og meta þá reynslu, sem fengizt hefur. Nú þegar er byrjað að frumhanna nýja bátinn og reikna má með að smíði hans taki um 10 mánuði, svo nægur tími ætti að vera til frekari skipulagningar, sem verður að vera vandvirknislega unnin þar sem um langtímaáætlun yrði að ræða,“ sagði Magni. Vlach er stofnandi kvartetts, sem ber nafn hans og hefur starfað í 30 ár, ferðast um víða veröld og leikið á fjölmargar hljómplötur. Þetta hlýtur að vera dálítið óvenjulegt framtak einstaklinga í músíkheiminum og því höldum við áfram að spyrja þær stöllur hvort þetta sé upphafið að hljómsveit, hvernig fyrirtækið sé fjármagnað o.s.frv. — Við fórum bara út í þetta vegna ánægjunnar og til þess að þjálfa okkur, sögðu þær og hlógu. Viljum halda áfram þessu starfi, ekki að við séum beint að stofna hljómsveit. En möguleikar svona hóps eru óendanlegir, hægt að minnka hann og stækka, og ekkert að vita hvernig hann þróast. Við fáum ekkert borgað og sjáum ekkert fram á það í náinni framtíð að fá það. Við fengum svolítinn styrk úr menntamálaráði til að fá hljóm- sveitarstjórann hingað. Hann býr í íbúð, sem kostar okkur ekkert og við vonum að fá upp í kostnaðinn á tónleikunum, svo við stöndum á jöfnu. Allir hafa lagt okkur lið, sem við höfum leitað til, bókstaflega allir. Þá erum við búin að hafa upp úr þessu ánægjuna og læra óskaplega mikið, sögðu þær. Hjá Josef Vlach skipta allir einstaklingarnir og öll hljóðfærin í hljómsveitinni jafn miklu máli. Hann hefur einstaka hæfileika til að laða fram með elskulegheitum og yfirvegun það besta hjá hverjum og einum. Við höfum æft 6 tíma á dag í hálfan mánuð. Og þetta er stórkostleg músíkölsk upplifun fyrir okkur öll. En hvað svo? — Svo fara sumir aftur til útlanda, en aðrir verða eftir og spila hér og kenna, svara þær Helga og Rósa. Þessi hljómsveit er kannski fyrir þá, sem hafa verið og eru úti að læra, tæki til að tengjast músíklifinu á íslandi og upplifa það. Josef Vlach segir okkur að í Prag hafi tónlistarfólkið haft það þannig að koma saman einu sinni í viku, músísera saman og fara svo út að skemmta sér saman, til að kynnast betur og ná samstöðunni. Það sé mikilvægt. Eitt er víst, að andinn á þessu námskeiði hjá okkur hefur verið óskaplega góður, allir hjálpast að með allt, hvort sem þarf að ljósrita nótur, hella upp á könnuna eða hvað sem er. Svo vonum við bara að fólk vilji hlusta á okkur þótt ekki sé þetta kannski heppilegasti hljómleikatíminn á Is- landi. E.Pá. PEKMA-DKI hentar vel bæði á ný og gömul steinþök, bárujárn og asbestklædd. MÁLNING í SÉRFLOKKI, HINNA VANDLÁTU. Sendi í póstkröfu, Siguröur Pálsson, byggingam., greiðsluskilmálar. Kambsvegi 12, Reykjavík. Símar 34472 — 38414. Bankastrætí7 Sími 2 9122 A6alstræti4 Símí 150 05 TlLBOÐ Bjóöum staka jakka og buxur á sérstöku tilboösverói. Stendur aóeins í nokkra daga. _ 7.151 wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.