Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 13 Fyrir tuttugu árum földu kommúnistar sig á bak við múr úr steinsteypu Minnismerki við múrinn. Vestur-Berlínarbúar láta í Ijós reiði sína 1961 ar umdeild viA?Hr.t; fóllí“ oe' „kaupir frelsi" handa allt að 1.500 austur-þýzkum föngum á ári ok ítreiðir allt að 50.000 pund fyrir hvern fanjía. Raunar eru andófs- menn arðsamasta útflutninfjsvara Þýzka alþýðulýðveldisins: Ríkið fær harðan gjaldeyri, sem mikill skortur er á, það losnar við kostnað sem fylgir föngum, það losnar við „vandræðaöfl", en í þeim hópi eru ýmsir sem verða harðir gagnrýn- endur vestur-þýzku ríkisstjórnar- innar sem keypti þá frjálsa, og ríkið losnar við tugi njósnara og ótíndra glæpamanna auk pólitískra fanga. „Nú orðið er bezta leiðin til að brjótast gegnum múrinn að fara í fangelsi," segir eðlisfræðingur af fiyðingaættum. Hann gerði sjálfur ráðstafanir til að lenda í fangelsi með því að sækja formlega um leyfi til að efna til mannréttinda-mót- mæla. Hann var handtekinn nokkr- um dögum síðar. Eftir eins og hálfs árs fangavist var hann „keyptur" til Vesturlanda. Annar ungur Austur-Þjóðverji, sem hafði hvað eftir annað fengið synjun þegar hann sótti um leyfi til að flytjast úr landi, skrifaði innanríkisráð- herranum hátíðlegt bréf til að tilkynna honum að hann ætlaði að flýja land. Hann gekk síðan upp að múrnum og sagði furðu lostnum landamæravörðum að hann væri að leita að holu í múrnum. Hann var líka handtekinn og dæmdur í eins árs fangelsi fyrir aö „þykjast ætla að fremja f?læp“. Níu mánuð- um síðar hóf hann nýtt líf á Vesturlöndum. Austur-þýzka stjórnin varð ugg- andi út af þessari þróun og fann eru mpðal annarra einhverjir fær- ustu og framtakssömustu hinna 17 milljóna íbúa Austur-Þýzkalands. Furðustór fjöldi beztu listamanna Austur-Þjóðverja snýr ekki aftur þegar þeim er leyft að ferðast ofr koma fram á Vesturlöndum. „Hvaö er strengjakvartett?" spyr Aust- ur-Þjóðverji annan Austur-Þjóð- verja. „Austur-þýzk hljómsveit eft- ir hljómleikaferð á Vesturlöndum." „Ef múrinn væri rifinn niður væri Austur-Þýzkaland ekki Austur-Þýzkaland," segir ungur tölvufræðingur. „Það væri allt ann- að ríki.“ Austur-þýzkir kommún- istaleiðtogar mundu ekki treysta sinni eigin þjóð jafnvel þótt þeir liætu það. Það er eins ólíklegt að múrinn verði rifinn og að ritskoðun verði afnumin eða leynilögreglan lögð niður. Harðnandi stefna Skrifstofustjórn Honecker hefur hert taumana vegna friðsamlegrar byltingar í Póllandi og upplausn- aráhrifa „slökunar“ í sambúð þýzku ríkjanna í heilan áratug. í fyrrahaust voru landamærin að Póllandi raunverulega lokuð Austur-Þjóðverjum og straumur vestur-þýzkra gesta stórminnkað- ur. Múrinn er hjarta Austur-Þýzka- lands. Afstaða Austur-Þjóðverja til Múrsins er prófsteinn á afstöðu þeirra til alls ríkisins, rétt eins og hollustueiðar á fyrri tímum. Dygg- ir flokksmenn verða ekki aðeins að kyngja múrnum og öllu því hroða- lega skrunti sem honum fylgir. Opinberlega er aldrei hægt að nefna hina sönnu röksemd fyrir Berlínarmúrinn hlaöinn. Unnið viö smíöi múrsins rétt hjá Brandenborgarhliðinu. þeir telja sig geta treyst) kemur fljótt í Ijós að reiðin hefur ekki minnkað á 20 árum. Þýzka alþýðu- lýðveldinu hefur oftar verið líkt við fangabúðir í slíkum samtölum í Austur-Berlín en í Vestur-Berlín. Oft brýzt innibyrgð reiðin fram í beiskum, magnvana bröndurum, sem menn heyra í öllum alræðis- ríkjum. Landamærahermaður segir við annan landamærahermann: „Hvaða álit hefur þú á Austur- Þýzkalandi?" „Sama álit og þú.“ „Þá er ég hræddur um að ég verði að handtaka þig.“ Smáauglýsing í Berlínarblaði: „Skipti í boði á stórri íbúð og holu í múrnum." Flestir Austur-Þjóðverjar fá að fara til Vesturlanda í fyrsta skipti þegar þeir eru komnir á eftirlaun — þegar karlmenn eru orðnir 65 ára og konur 60 ára. Ef þeir ákveða síðan að verða um kyrrt í Vestur- Þýzkalandi hefur alþýðulýðveldið lítið á móti því: þá þarf að greiða einum verkamanni eða bónda færra eftirlaun. „Hver er lengsta á í heiminum?" spyr Austur-Þjóð- verji nokkur. Ekki Mississippi, heldur Saxelfur, hljóðar svarið, því að það tekur 60 ár að komast frá Dresden til Hamborgar. Erfiðara að flýja Margir eru ekki reiðubúnir að bíða svo lengi. Möguleikar á því að brjótast yfir landamæri þýzku ríkj- anna minnka með ári hverju eftir því sem víggirðingarnar verða „fullkomnari". Árið 1980 tókst að- eins 424 að brjótast út úr Þýzka- landi inn í Þýzkaland. Þremur þeirra tókst þetta í hjarta Berlínar — steinsnar frá eftirlitsstöðinni Checkpoint Charlie. Árið 1979 tókst tveimur framtakssömum fjölskyldum að fljúga yfir bæ- versku landamærin í heimagerðum loftbelg. Skömmu síðar var sala á svifdrekum bönnuð í Austur- Þýzkalandi. Algengara er að fólk reyni að flýja um önnur austantjaldslönd þar sem landamærin eru ekki eins hættuleg, frá Tékkóslóvakíu eða Ungverjalandi til Austurríkis til dæmis. Á síðari árum hefur fólk flúið þannig í trausti þess að jafnvel þótt það náist hafi það góða möguleika.á að komast til Vestur- landa eftir eitt eða tvö ár í fangelsi því að vestur-þýzka stjórnin stund- ráð gegn henni. Til að minnast 30 ára afmælis hins sósíalíska föður- lands í október 1979 var flestum 5.0(K) föngum landsins veitt sakar- uppgjöf. Sér til skelfingar uppgötv- uðu þeir að þeir komust ekki út úr paradís verkamanna. „Ef múrinn hryndi á morgun, hvað mundurðu gera?“ Algengasta svarið við þessari spurningu er „Eg mundi fara í langt ferðalag. En ég mundi koma aftur." Samt mundu margir flýja. Talið er að fyrsta árið eftir að Þýzka alþýðulýðveldið und- irritaði Helsinki-samninginn (þar sem haldið var fram ferðafrelsi og öðrum grundvallarmannréttind- um) hafi milli 100.000 og 150.000 manns sótt um leyfi til að flytjast úr landi. í þessum hópi, alveg eins og í hópi þeirra sem tekst að flýja. múrnum, einu röksemdina fyrir honum, þ.e. að tilgangurinn (kommúnismi) helgi meðalið (morð). Eins og nú horfir verður múrinn k.vrr og ennþá ógnvænlegri en hann er nú eftir 20 ár. Og árið 2001 munu flokksbroddarnir enn skála fyrir hinum hetjulegu aðgerðum 13. ág- úst 1961 og hylla ógeðslegustu landamæri heimsins sem „varn- armúr" gegn vestur-þýzkum „fas- istum", hornstein deténte, vígi frið- ar í heiminum — i fáum orðum sagt minnisvarða mannúðarstefnu. Eins og Lúther sagði, lygi er eins og snjóbolti sem hleður utan á sig og verður stærri og stærri því lengra sem hann rennur. (Sunday TrloKraph)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.