Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Neyðarástandið á húsaleigumarkaðinum VEGNA plássleysis í Morgunblaðinu í gær var ekki unnt að birta nema eitt viðtal við fólk í húsnæðisleit. Hins vegar var rætt við mun fleiri og verða viðtölin birt í Morgunblaðinu í dag og næstu daga. — segir Haukur Magnússon „Að sækja um leiguíbúð er eins og að fara á uppboð“ Spjallað við Dóru Kondrup, sem nýlega flutti heim frá Frakklandi „Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að lenda í öðru eins,“ sagði Haukur Magn- ússon, sem um nokkurt skeið hefur verið að leita sér að leiguhúsnæði í Reykjavík. Hauk- ur sagðist vera fæddur og uppal- inn í Reykjavík og járnsmiður að mennt. „Ég vann í smiðju í þrjátíu ár, „Það cr ein.s og fólk þori ckki að lcigja íhúðir sínar af ótta við að það gcfi þa of mikinn rctt frá scr.“ sagði Dóra Kondrup scm nýlega flutti til íslands eftir að hafa húið i Frakklandi í tíu ár. I)óra cr búin að vcra að leita að íbúð fyrir sig og fimm ára son sinn síðastliðna tvo mánuði. „Á meðan ég leita mér að húsnæði bý ég hjá vinkonu minni, en sonur minn er ennþá úti. Ég er búin að senda þó nokkuð mörg tilboð, en hef ekki fengið svar við neinu. Vonandi verð ég ekki landflótta vegna húsnæðisvand- ræða, þótt margt bendi nú í þá átt. Að sækja um leiguíbúð líkist því einna helst að fara á uppboð. Þar er fyrst og fremst leitað að þeim sem getur boðið best, sem kannski er eðlilegt. Það er eins og ekki sé gert ráð fyrir fólki sem þurfi að leigja íbúðir á íslandi, allavega ekki til lengri tíma. Hér tekur fólk bara lán cg kaupir. Mjög sjaldgæft virðist vera að fólk þurfi að leigja út frá sér. Oftast er það eldra fólk sem gerir slíkt og þá oft fremur til að fá félagsskap en peninga. Hins veg- ar held ég að það séu alltaf fleiri og fleiri, sem ekki hafi vilja né bolmagn til að byggja og vilji frekar búa í leiguhúsnæði. Þessu fólki gengur mjög illa að fá leiguhúsnæði til langframa og ég er þeirrar skoðunar að bærinn verði að fara að byggja leiguíbúð- ir fyrir borgarbúa. Annað gengur ekki eins og dæmin sanna. Ég held að það sé allt of mikið um það að húsnæði standi autt, og eigendur þori ekki að leigja það af ótta við illa umgengni. Mér finnst sorglegt til þess að hugsa að örfáir skemmdarvargar hafi jafnvel orðið til þess að fjöldi manns gangi um húsnæðislaus.“ Herbergið, sem Haukur borgar 800 krónur á mánuði i leigu fyrir. Herberginu fylgir aðgangur að salerni, sem er snyrtilegt, eins og sjá má á myndinni. en þegar heyrnin var farin að gefa sig lærði ég matreiðslu og hef verið kokkur til sjós í um það bil tuttugu ár. Fyrir fimm árum missti ég konuna mína, en við bjuggum í eigin íbúð í Vestur- bænum. Þá vildi ég gera upp við börnin og seldi ég íbúðina til þess. Ég fékk þá strax íbúð á leigu og borgaði tvö og hálft ár fyrirfram. Um jólaleytið í fyrra var ég staddur á Egilsstöðum hjá dótt- ur minni og barst mér þangað sú frétt að íbúðina, sem ég hafði á leigu, yrði ég að losa innan þriggja mánaða, enda var þá umsamið leigutímabil liðið. Bróðir eigandans þurfti á íbúð- inni að halda, en hann gekk vissulega fyrir. Ég byrjaði þá strax að leita mér að öðru húsnæði, en lítið gekk. Loksins fékk ég inni hjá fjölskyldu, sem bjó í leiguhúsnæði og vildi leigja út frá sér. Þeirri fjölskyldu var hins vegar sagt upp leigu í maí síðastliðnum og var ég þá aftur húsnæðislaus. Síðan hef ég unnið að því að leita mér að húsnæði, og hef ég þurft að taka mér frí frá vinnu til þess, því á meðan ég er úti á sjó er erfiðara um vik í þeim efnum. Ég er búinn að tala við ekki mjög félagsmálastofnun og borgaryf- irvöld og biðja þá um að útvega Haukur Magnússon l.josm. Mbl. Kristján. mér húsnæði, en ekkert gengur. Ég er hins vegar ekki að biðja um neina ölmusu, aðeins þak yfir höfuðið. Dætur mínar eru búnar að skrifa fyrir migíjöldann allan af tilboðum, en ég veit ekki til þess að neinu hafi verið svarað. Börnin mín hafa boðið mér að búa hjá sér, en ég kæri mig ekkert um að leggjast inn á þau á meðan ég er fær um að sjá um mig sjálfur. Ég vil fá að vera útaf fyrir mig í lítilli íbúð með mínum eigin húsgögnum, þannig að ég geti tekið á móti börnum og barnabörnum í heimsókn og heimsótt þau þegar mig langar til. Á meðan ég hef átt í þessum vandræðum hef ég getað geymt dótið mitt í bílskúr hjá fóstur- dóttur minni. Síðastliðnar vikur hef ég búið í einu litlu kjallar^- herbergi í gamla bænum. í leigu fyrir það borga ég 800 krónur á mánuði. í þann stutta tíma sem ég hef búið í þessu herbergi er búið að brjótast tvisvar inn til mín. Stolið var frá mér pening- um og því sem ég átti af silfurmunum. Einnig var rótað í öllum mínum pappírum, en eig- andi húsnæðisins hefur krafið mig um greiðslu á þeim skemmdum sem unnar voru. Um helgar er ógjörningur fyrir gamlan mann að dvelja þarna vegna óláta. I þessum kjallara eru leigð út níu herbergi, en mitt herbergi er það eina sem er með glugga. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þær aðstæður, sem þarna eru, séu ólöglegar. Samt er töluverð eftirspurn eftir þessu húsnæði, sem hlýtur að sýna hversu mikil neyð fólksins er.“ Dora Kondrup LFwm. MU.: Kmill«. „Ég er ekki að biðja um neina ölmusu, aðeins þak yfir höfuðið“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.