Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. AGUST 1981 17 140 manna hópur frá Bretlandi: Útvarpsráð: Reisti t jaldbúðir á f riðlýstu svæði í Hvannalindum EKÍIsstödum. 11. áKÚst. í SUMAR hefur borið meira á svokölluðum rannsóknarleiðangrum hér en áður. Koma menn viða að til alls kyns rannsókna á landi og gróðurfari, með leyfi islenskra yfirvalda þar til. Nýlega kom hingað ti lands 140 manna hópur frá Bretlandi, og voru í hópnum jarðfræðingar, jurtafræðingar, líffræðingar og fleiri, en mestur hluti hópsins er þó skólafólk. Er förin eins konar skólaferðalag, sem þó þjónar þeim tilgangi að örva áhugann á nátt- úruvísindum. Fréttir bárust af því niður á Hérað, að hópurinn hefði tjaldað á friðlýstu svæði í Hvannalindum, og fóru því tveir menn, þeir Völundur Jóhannsson og Steinþór Eiríksson, til móts við Bretana. Var þeim gerð grein fyrir því að þeir mættu ekki tjalda á þessum stað, þó að á öðrum svæðum í Hvannalindum sé það heimilt. Leiðangursstjórinn reyndist vera dæmigerður kurteis Breti af gamla skólanum, og tók hann þessum ábendingum af ljúf- mennsku og kurteisi, enda hafði hann ekki vitað að tjaldbúðirnar höfðu verið reistar á ólöglegum stað. Sá hann þegar til þess að þær voru færðar. Þetta vekur á hinn bóginn þær spurningar, hvort ekki þurfi að standa betur að leyfum til útlend- inga, og einkum hvort ekki þurfi að hafa heimamenn með í ráðum, er vel þekkja til staðhátta. Væru heimamenn með í ráðum mætti oft koma í veg fyrir atvik á borð við það er áður greinir. Margt fleira þarf annars að hafa í huga varðandi þessi mál, svo sem að talsvert brögð eru að því að rannsóknarmenn komi of snemma sumars, þannig að ekki er gerlegt áð komast um án þess að spilla gróðri með ökutækjum. Því þarf að breyta. Fréttaritari Sjötta Evrópumót íslenzkra hesta: 2 til 3 hundruð Islendingar munu fylgjast með mótinu SJÖTTA Evrópumót íslenzkra hesta fer fram i Larvik í Noregi dagana 28.. 29. og 30. ágúst og eru það Norðmenn sem bera veg og vanda af mótinu að þessu sinni. Landslið sjö íslenzkra knapa ásamt hestum var valið i Evrópuúrtöku á Mánárgrund núna um helgina, en alls tóku 30 hestar þátt i keppninni. Alls eiga 10 þjóðir aðild að Evrópusambandi eigenda islenzkra hesta og eru það auk Norðurlandanna Ilolland, Belgia, Þýzkaland, Austurríki og Frakkland. „Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé góður hugur í mönnum," sagði Magnús Ingv- arsson í samtali við Mbl. „Ég held ailavega að við, sem fylgzt höfum með undirbúningi þessa Evrópumóts, getum verið sam- mála um að ekkert Evrópumót ísienzkra hesta hafi verið undir- búið með öðrum eins myndar- skap og núna. Norðmenn hafa lagt í þetta alveg geysilega vinnu. Mér sýnist á öllu að það muni fara einhvers staðar á bilinu 2 til 3 hundruð íslendingar tii að fylgjast með mótinu í Noregi. Norðmenn reikna með að um 5000 gestir muni koma á mótið alls.“ Að loknu mótinu verða ís- lenzku hestarnir, sem til þess fara, seldir. Ekki treysti Magnús sér til þess að gizka á hversu mikið fengist fyrir þá, en sam- kvæmt heimildum er Mbl. hefur aflað sér, mun ekki ólíklegt að söluverð hvers hests verði á bilinu 70 til 100 þús. krónur. Tvístrandaði Norski rækjutogveiðibáturinn, sem tvístrandaði á Skut- ulsfirði síðastliðinn laugardag, á strandstað við flug- brautarendann. Ljósmynd Úlfar. Gunnar Kvaran og Ingibjörg Þorbergs hlutu flest atkvæði í GÆR var fundur í út- varpsráði þar sem meðlim- ir ráðsins veittu umsögn sína varðandi stöðuveit^ ingar annars vegar í fréttamannastarf og hins vegar varadagskrárstjóra- starf. Atkvæði féllu þannig að Gunnar Kvaran hlaut 6 atkvæði en 1 sat hjá. Aðrir umsækjendur voru Birna Þórðardóttir, Gunnar Finnsson, Hallur Valur Leopolds- son, Kristín Ástgeirsdóttir, Páll H. Hannesson og Tryggvi V. Lín- dal. I stöðu varadagskrárstjóra hlaut Ingibjörg Þorbergs flest atkvæði, eða fimm. Guðrún Guð- laugsdóttir hlaut 1 atkvæði og Silja Aðalsteinsdóttir 1. LITASJONVORP QQ” Verð kr. 9.750 - með hjólastelli Verð kr. 10.900.- með hjólastelli c Sænsk hönnun ★ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ HLJÓMTÆKJADEILD ffijp KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Utsolustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Patróna Patreksfirði — Eplið Isafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Bókav Þ S Húsavík — Hornabær Hornafirði — M M h/f. Selfossi - Eyjabær Vestmannaeyjum. MITSUBISHI ST/ERSTA OG FJÖLHÆFASTA FYRIRTÆKI JAPANS Colt-inn hefur hlotiö alþjóöa viöurkenningu, — ekki eingöngu fyrir sérstaka sparneytni heldur og fyrir útlit sitt, aksturs- eiginleika, frábæra hljóðeinangrun, vandaðan frágang, og fullkominn innri búnaö. Ennfremur er Colt-inn tæknilega háþróaður, framhjóla- drifinn blll og býöur upp á aksturseíginleika sport- bílsins og hagkvæmni fjölskyldubllsins. Þetta eru háttstemdar fullyrðingar, en þvl ekki aö koma, skoða hann og reynsluaka Coltinum. IhIh L?__gjLaug EKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 212 40 MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.