Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Blaðadeilunni er lokið í Danmörku Frá lh Hjornhak. íréttaritara Mhl. í kaupmannahofn. 12. áKÚst. BLAÐADEILUNNI í Danmorku er lokið! í da« samþykktu ba>ði hlaðamenn ok útj?elendur sam- komulaK. sem náðst hafði eftir 10 stunda linnulausa fundar- setu. Mikill meirihluti blaða- manna samþykkti samkomulaj?- ið otf oll hhið í Danmörku munu því koma út eins og venjuleKa. Þar með er lokið stríði útgef- enda, fyrst við prentara og síðan blaðamenn. Prentarar hófu verk- fall þann 26. marz síðastliðinn. Ileiit var um innleiðingu nýrrar tækni og prentarar kröfðust tr.VKK'ntíar fyrir því, að þeir héldu störfum sínum. Þegar sam- komulag náðist loks við prentara fóru blaðamenn í verkfall og kröfðust betri kjara. Þó 70% blaðamanna hafi sam- þykkt hið nýja samkomulag, voru háværar óánægjuraddir meðal blaðamanna um samkomulagið og forusta samtakanna var harð- lega gagnrýnd. í félagi danskra blaðamanna eru 4500 manns. Almennt er talið, að blaðamenn hafi samþykkt samkomulagið vegna þess að ekki sé grundvöllur fyrir frekari launahækkunum vegna slæmrar fjárhagsstöðu dagblaðanna, ekki síst vegna langvarandi vinnudeilna. Hvetur Rússa til stillingar ALEXANDER M. Ilaig, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna. hvatti ráðamenn í Sovétríkjun- um í raðu á þriðjudag til að gæta nú stillingar á vettvangi heimsmála. svö að betra sam- band gæti tekist milli Sovct- ríkjanna og Bandarikjanna. Ilann sagði. að tími væri kom- inn fyrir þá. sem tala um frið. að sanna orð sín í verki og sýna stillingu. Hingað til hafa embættismenn stjórnar Ronald Reagans verið mjög harðorðir í garð Sovétríkj- anna, en Haig lagði áherslu á, hvað má gera til að bæta sambúð landanna í ræðunni. Hann sagði, að bætt sambúð myndi koma Sovétmönnum vel og benti á nokkur atriði í því sam- bandi. Hann sagði, að Bandaríkja- menn myndu minnka spennuna, sem reynist báðum löndunum dýr, ef sambúðin lagast. Hann sagði þá bjóöa „diplómatíska valkosti" í stað snöggra breytinga og sann- gjarnar samningaviðræður um vopnatakmarkanir. Og hann sagði, að Sovétríkjunum gætu staðið viðskipti og tækniþekking Vesturlanda til boða, ef þeir gæta stillingar í heimsmálum. Haig sagði, að Bandaríkjamenn hefðu þegar tekið skref í sáttaátt við Sovétríkin. Hann minnti á bréf, sem Reagan hefur skrifað Leonid Brezhnev, forseta Sovét- ríkjanna, þar sem hann segir, að Bandaríkin séu hlynnt góðu sam- bandi landanna. Haig sagði, að spennan milli landanna væri fyrst og fremst vegna afskipta Sovét- ríkjanna af málum annarra landa. Hann sagði, að án þess að lausn yrði fundin þar á myndi samband- ið ekki batna og hann skoraði á Sovétríkin að viðurkenna mistök- in, sem þeim urðu á, þegar þau réðust inn í Afganistan og studdu innrás Víetnama í Kambódíu. ERLENT írönsku námsmöramn- um skilað til Svíþjóðar Frá íréttaritara Morxun- hlaösins í Osló. 12. áifúst. ÍIÍÖNSKU námsmönnunum. sem hertóku íranska sendiráðið í Osló í fimm tíma á þriðjudag. var ekið að landamarum Sví- þjoðar í fyrrinútt. Þar tók lög- reglan við þeim. en þeim var sleppt úr haldi eftir stuttar yfirheyrslur. Námsmennirnir vildu með hertöku sendiráðsins benda Norðmönnum á, að hryðjuverka- stjórn færi með völd í íran. Þeir sögðu, að Khomeini erkiklerkur væri Hitler vorra tíma. Yfirvöld í Noregi drógu enga dul á það í dag, að þau vildu losna við námsmennina úr landi sém fyrst til að tryggja, að ekki yrði gripið til mótaðgerða gegn Norð- mönnum í Iran. Castró í Mexíkó — Fidel Castró, forseti Kúbu, var fyrir skömmu í Mexíkó og ræddi við José Lopez Portillo. forseta Mexikó (sitjandi). Castró lagði hart að Portillo, að Kúbu yrði boðið á efnahagsráðstefnu Amerikurikja i Mexikó i september næstkomandi, en fréttaskýrendur segja, að byltingarleiðtoginn hafi ekki haft erindi sem erfiði. Blóðugir bardagar í Suður-Líbanon Boirút. Tol Aviv. 12. áicúst. AP. BLÓÐUG átök urðu milli sveita vopnaðra borgara í Suður-Líban- on í dag. Sjö manns fórust og fimmtán slösuðust. Átökin urðu milli meðlima Amal-flokksins, sem er hlynntur stjórnvöldum í íran, og meðlima kommúnista- flokksins. Til átakanna kom i ha num Nabatyeh, sem er 12 km norðvestur af landamærum ísrael. Vopnafriður hefur haldist milli ísraels og Palestínuskæruliða í 19 daga. Dagblað í Líbanon sagði í dag, að reynt hefði verið að mæla til móts Hafez Assads, forseta Sýrlands, og Ronald Reagans, for- seta Bandaríkjanna, undanfarna daga. Haft var eftir ónafngreind- um heimildum, að Assad hefði verið boðið til fundar með Reagan í „hvaða landi öðru en Bandaríkjun- um“. Líklegt þykir, að Philip Hab- ib, sendiboði Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, hefði flutt Assad skilaboðin á síðustu ferð hans til Damascus. Haft var eftir heimildum í Washington, að stjórnvöld þar gerðu sér fulla grein fyrir, að friður tækist ekki fyrir botni Miðjarðarhafs, nema rætt væri við fulltrúa beggja deiluaðila. Talsmaður Menachem Begins, forsætisráðherra ísraels, sagði í dag, að Begin myndi heimsækja Reagan í Washington í næsta mánuði þrátt fyrir að stjórn Reag- ans hefði dregið að afhenda Israel- um 10 F-16- og 2 F-15-herflugvélar. Talið er, að Reagan muni ákveða í næstu viku, hvort senda eigi vél- arnar til Israel eða ekki. Rigningar á Italíu Fenoyjum. 12. ágúst. AP. MIKIÐ hvassviðri og rigningar gengu yfir Norður-Italíu þriðja daginn í riið á miðvikudag. Lestarferðir töfðust <)g alvar- legar skemmdir urðu á uppskeru í héruðum í kringum Feneyjar. Hagléi gekk yfir Ploesine-dal- inn. Það snjóaði í Alpafjöllum og hitastig lækkaði mikið. í síðustu viku varð 40 stiga hiti í Norður- Ítalíu. Þyrlumóðurskipið Leningraa Umfangsmestu flotaæfíngar Sovétmanna á Eystrasalti haupmannahofn. 12. ágúst. AP. SOVÉSKA þyrlumoðurskipið Leningrad sigídi í dag um donsku sundin inn á Eystrasalt. I.eningrad heldur inn á Eystra- salt ásamt heitiskipinu Isamhen- kov. tundurspilli og olíuflutn- ingaskipi. Skipin halda inn á Eystrasaltið til að taka þátt í umfangsmcstu flotaa-fingum Sovétmanna á sva'ðinu, en um 50 Um 50 sovésk herskip, sum komin alla leið frá Kyrrahafi, taka þútt í flotaæfingunum sovésk herskip taka þátt í æfing- unum. Flugmóðurskipið Kiev liggur nú ásamt flotadeild við ankeri í Eystrasalti, og bíður að því er virðist komu Leningrads. Meðal skipa í Eystrasalti er landgöngu- skipið Isaac Rogov, fullkomnasta landgönguskip sovéska flotans. Landgönguliðar æfðu landgöngu í Lettlandi, skammt fyrir norðan pólsku landamærin, en talsmenn í Washington og höfuðborgum Evrópu sögðu að sú landganga virtist aðeins liður í umfangs- meiri æfingum, sem fyrirhugaðar Heimildir í Pentagon sögðu, að ekki virtist samband milli ótryggs stjórnmálaástands í Pól- landi og æfinganna á Eystrasalti nú. Á ferðinni væru venjulegar flotaæfingar. í æfingunum taka þátt herskip úr Eystrasaltsflota Sovétríkjanna, Kyrrahafsflotan- um, Svartahafsflotanum og norð- urflotanum, sem hefur aðsetur í Murmansk. Fæddist á 70 mílna hraða Vallejo. Kaliforníu. 12. áxúst. AP. FJÓRTÁN ára drcngur tók á móti hraustlcgum syni fra nku sinnar i aftursætinu á bíl ömmu sinnar i Kaliforniu í gær. Hann þurfti að segja ömmu sinni til vegar á sjúkrahúsið, þar sem hún var í heimsókn hjá dóttur sinni. Hún lét það þó ekki á sig fá og ók eins geyst, og hún gat og var komin á 70 mílna eða 112 km hraða, þegar barnið fæddist. Móðurinni og barninu líður vel. Pilturinn tók þessu með jafnaðargeði og sagðist hafa lagt barnið á maga móðurinn- ar, eftir að það fæddist, og „pakkað því inn í nokkur hand- klæði".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.