Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Hugleiðing um landbúnað, náttúru- vernd og sumarbústaði í sveitum eftir Finnboga G. Lárusson Allt frá |)ví á landnámsöld hcfur landbúnaður verið stundað- ur á Islandi, en oft við erfið skilyrði af ýmsum orsökum. Náttúruöflin hafa þó t;et;num aldirnar valdið mestum erfiðleik- um í landhúnaði svo sem eldgos oj; ísar svo nokkuð sé nefnt. Forfeður okkar börðust harðri baráttu við erfið skilyrði en í;áfust ekki upp, hvað sem yfir dundi. Þá voru heldur ekki j;erðar háar krofur til lífsins, [>að þótti gott að >;eta haft í si>; o>; á. Mart;ir áttu við mikla fátækt að stríða ot; liðu mikinn skort, voru bæði vannærð- ir ok klæðalitlir. Maruir urðu að Kera sér að kóöu að þÍKKja af sveit ok voru þeir kallaðir sveitaróma|;ar. Nú orðið þekkist þetta ekki sem betur fer, ok samskiptin eru orðin svo mikil á öllum sviðum að ekki verður með orðum lýst. Nú þurfa ekki bændur né aðrir landsmenn að þræla eins ok áður fyrr. Véltæknin léttir störfin, ok þar hefur verið stit;ið stórt skref hvað landbunað snertir. Bændur hafa ekki látið sitt eftir lÍRtíja með að taka véliæknina í þjónustu sína á öllum sviðum búskapar má setya. Þá eru húsakynni fólks ok fénaðar orðin reisulet; ok vistlet; í sveitum landsins, ok hafa orðið straum- hvörf á því sviði síðasta áratut;inn oK er það vel. Allar þessar framkvæmdir í landbúnaði kosta mikið fé. I þessu IÍKt;ur mikil fjárfestint;. Bændur þurfa þvi að hafa mikla fram- leiðslu til að t;eta staðið straum af þeirri fjárfestint;u, sem þeir hafa laut í, enda hafa þeir líka latít ka|)|) á að auka framleiðslu búvara sem mest á undanförnum árum og verið hvattir til þess af forráða- monnum landbúnaðarins. Að mín- um dómi má það teljast eðlilet; þróun, þótt nú sé svo komið að landbúnaðarframleiðslan sé orðin of mikil ok bændum nú skammtað í askana. Kk held að að bændur hafi almennt tekið þessum aðt;erðum með jafnaðart;eði ot; láti ekki huj;fallast þótt í móti blási fremur en oft áður, þegar erfiðleikar hafa dunið yfir þá. K(; efast heldur ekki um að forráðamenn hændanna t;era sitt besta til að leysa vandann, þótt þar sé við erfiðleika að etja, en mikið má ef vel vill. Nú er mikið ritað ok rætt um aukabút;reinar svo sem loðdýra- rækt og fiskeldi svo nokkuð sé nefnt, en það tekur sinn tíma að athut;a þau mál ok koma í krinj;. Áríðandi er að hver ný búgrein sé vel athuf;uð ok staðsett þar sem skilyrði teljast best hverju sinni. Ef vel tekst til með þessar nýju búgreinar, mun það vissulega geta bjart;að miklu. Ekki skulum við halda að sú offramleiðsla, sem nú virðist vera á landbúnaðarafurð- um, standi mjöf; lengi. Það er vonandi stundarfyrirbrigði því allt er svo breytilegt í þessum heimi. Sú skömmtun, sem nú hefur verið tekin upp í landbúnað- arframleiðslu, hlýtur óumflýjan- lega að hafa neikvæð áhrif á afkomu bænda og tí*ti orðið til þess að bændum fækkaði og jarðir færu í eyði, en það væri illa farið ef svo tækist til og gæti orðið óbætanlegt tjón fyrir þjóðina, því bvggdin í sveitum landsins má ekki grisjast. Það myndi hafa slæmar afleiðingar að mínum dómi, þó það hljómi sjálfsagt vel í eyrum þeirra manna, sem vilja íslenskan landhúnað dauðan og telja hann vera bagKa á þjóðinni OK því beri að h'KKjn hann niður. Eg held að þeir menn sem slíku halda fram viti ekkert hvað þeir eru að segja. Eg vil s()yrja: Hvað ætti að gera við bændur og búalið og allt það fólk sem vinnur við búvörufram- leiðslu? Varla mætti setja allt þetta fólk á sjóinn til að drepa fisk sem ekki má veiða. Það yrði þá líklega helsta úrræðið að flytja þetta fólk til útlanda, til að auka útflutninK og flytja inn landbún- aðarvörur í staðinn. Nú er það svo að þeir, sem í þéttbýli búa, leita út í sveitirnar í fríum sínum á sumrin til að hvílasl ok skoða þá miklu náttúru- fegurð, sem okkar land hefur upp á að bjóða. Þetta fólk þarf að hafa samneyti við sveitafólkið á ýmsum sviðum, ok fá hjá því margháttaða fyrirKreiðslu. Ég veit að þetta fólk er ávallt velkomið í sveitina og allir eru mjög fúsir að greiða fyrir því á allan hátt. Þetta segi ég af eigin reynslu því í sveit hef ég dvalið allan minn aldur. Ég held að það mundi grípa fólkið, sem ferðast um landið, ömurleg til- finning ef sveitir landsins færu þannig í auðn og ekki sæist þar lifandi maður, hundur, né nökkur kvik skepna, aðeins húsarústir, horfnar kirkjur og æpandi auðn. Ég vil ekki hugsa þá hörmunK til enda, svo hrollvekjandi finnst mér það vera. Þá vil ég minnast á börn og unKlinKa, sem fara á sveitaheimili til sumardvalar úr þéttbýlinu á hverju sumri. Það er stór hlutr barna, sem dvelur á sveitaheimil- um á sumrin, en færri komast í sveit en vilja, því miður. Flest börn, sem búin eru að vera í sveit „Gæti orðið óbætan- legt tjón fyrir þjóð- ina, ef bændum fækk- aði og byggðin í sveit- um landsins grisjað- ist.“ eitt sumar, þrá að komast þangað aftur. Þetta veit ég af eigin reynslu, því að svo mörg börn hafa verið í sumardvöl hjá mér. Fjöldi barna eru fleiri sumur á sama heimili og eignast þá kindur, og húsdýrin og önnur dýr, sem þau umgangast, verða þeirra vinir, sem þau þrá sífellt að vera með. Ekki er skólanum fyrr lokið á vorin en þau hraða sér í sveitina ef þau eiga þess kost. Ég held a flestir foreldrar, sem koma börn- um sínum á sveitaheimili á sumr- in kunni vel að meta það við fólkið sem tekur af þeim börnin. Ekki hef ég orðið var við annað, og í gegnum þetta skapast kunnings- skapur og vinátta milli viðkom- andi fólks. Það er foreldrum barnanna og öðrum ljóst, hversu göfgandi og þroskandi það er fyrir börnin að umgangast dýrin og komast í snertingu við móður náttúru og allt sem í henni býr. Lengi muna börnin, segir máltækið og fullorð- ið fólk bæði karlar og konur minnist lengi veru sinnar í sveit- inni þegar það var börn og heim- sækir oft það fólk, sem það hefur dvalið hjá. Ég held að sumardvöl barna og unglinga í sveit sé sá þáttur í þjóðlífi okkar, sem er svo dýrmætur fyrir börnin að ekki sé hægt að meta það sem skyldi. Þá er það stór þáttur í að auka kynningu og samvinnu sveita- og kaupstaðafólks. Það væri öm- urlegt að hugsa til þess að slíkt hyrfi úr sögunni og óbætanlegt að margra dómi. Ég hef hér drepið á fátt eitt af því, sem mundi miður fara í okkar fagra landi ef sveitirnar legðust í auðn, en það er svo margt að ekki er hægt upp að telja. Nú vil ég fara nokkrum orðum um sumarbústaði í sveitum. Langt er nú orðið síðan þéttbýlisfólk fór fyrst að hafa áhuga á því að koma sér upp sumarhúsum í sveitum og hefur það aukist jafnt og þétt enda fjárhagur fólks batnað. Margir bændur hafa leyft vensla- fólki, vinum og kunningjum að b.vggja sumarhús á landi sínu hafi þeir fengið tilskilin leyfi hjá viðkomandi aðilum samkvæmt lögum og hefur þó verið um leigulóðir að ræða um lengri eða skemmri tíma. Ég sé ekkert við þetta að athuga en þó tel ég ekki heppilegt að leigutíminn sé lang- ur. En svo koma félagasamtök til sögunnar, sem sækjast eftir því að fá land undir sumarbústaði í sveitum og þá í sumum tilfellum undir sumarbústaðahverfi og hafa þá keypt land í því skyni. Ráðamenn landbúnaðarins og allir sem að landbúnaði vinna hafa orðið áhyggjur af þessari þróun og telja hana stórhættulgea og ekki síst þegar litið er fram í tímann. Þá eru sveitastjórnir dreifbýlisins farnar að sjá hvað er að gerast og hamla á móti eftir getu að slíkt hendi, þó hitt sé til að sveitarstjórnarmenn séu blindir í þessu efni, því er nú ver. En vonandi vakna þeir sem sofa fyrr en þeir vakna við vondan draum. Þarna verður, að mínum dómi, að spyrna fast við fótum, ef ekki á illa að fara. Jarðir mega alls ekki fara undir sumarbústaði. Jarða- lögin frá 1976 áttu að tryggja það að jarðir yrðu í eigu og ábúð bænda og koma í veg fyrir að þær lentu í höndum þeirra manna, sem ekki hefðu áhuga á landbúnaði, og er það vel. En jarðalögin sem og önnur lög eru haldlaus, ef ekki er eftir þeim farið, en með lögum skal land byggja. Ég get búist við að einhverjir segi að jarðir megi fara úr ábúð og bændum fækka vegna offram- leiðslu landbúnaðarvara sem nú er. I þessu sambandi vil ég benda á að ég tel það óheillavænlegt spor að láta byggilegar jarðir fara forgörðum og undir sumarbústaði þótt nú sé offramleiðsla á land- búnaðarvörum. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og vel gæti það gerst að vöntun yrði á landbúnaðarvörum eftir fá ár. En það vitum við vel að þær jarðir, sem fara í eyði og undir sumarbú- staði, lægju ekki á lausu til búskapar aftur þótt tímarnir breyttust til betri vegar á sviði landbúnaðar. Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Ég fór til Noregs bændaför sumarið 1978 og þar var okkur sagt að stjórnvöld þar kappkost- uðu að þrauka við að halda öllum sveitabýlum í ábúð, hversu smá sem þau nú væru og gert væri svo vel við bændurna að þeir gætu verið kyrrir. Ég held að íslensk stjórnvöld ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Þó að ég sé ákveðinn á móti því að jörðin fari undir sumarbústaði þá má ekki skilja orð mín svo, að ég vilji ekki neina sumarbústaði í sveitum. Það er ekki mín meining. Ég vil að þéttbýlisfólki sé gefinn kostur á að koma sér upp sumar- húsum í sveitum landsins, en það má ekki taka jarðir undir slík hús. Það þarf að taka frá viss svæði í úthaga, jafnvel í hverri sveit, sem hentug teljast, skipuleggja þau fyrir sumarhús, en gæta þess vel um leið að það rýri ekki búskapar- hæfni viðkomandi jarða. Ég tel heppilegt og eðlilegt að jarðanefndir, hver á sínu svæði, hafi forgöngu um val þessara svæða í samráði við ábúendur viðkomandi jarða, Landnám ríkis- ins, Náttúruverndarráð og aðra þá aðila, sem um þessi mál eiga að fjalla svo að vel takist til. Er þetta í raun einn þáttur í landvernd og náttúruvernd. Það er svo margt í náttúru okkar, sem við þurfum að vera vel vakandi fyrir að vernda, ef vel á að fara. Náttúruverndarráð hefur unnið þar mikið og gott stai f, þótt á það sé litið misjöfnum augum eins og gengur, en sifeílt stækkar sá hópur fólks, sem skilur þýðingu þess starfs réttilega með framtíð landsins fyrir augum. Við megum ekki látaþað sem við teljum eigin stundarhagsmuni villa okkur sýn, né láta það sitja í fyrirrúmi fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Við getum öll hjálpast að með að verja náttúru okkar landspjöll- um, ef sterkur vilji er fyrir hendi. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska öllum náttúru- og landvernd- armönnum heilla í starfi. Ég veit að forráðamenn okkar í landbúnaði, sem nú sitja, vilja gera sitt besta til að halda við byggð í sveitum landsins með þeim ráðum sem tiltæk eru. Það er ósk mín og von að þeir menn, sem verða fyrstir hverju sinni til að hafa forgöngu í landbúnaðarmálum, megi bera gæfu til að standa vel á verði og að þeim megi takast að vinna þar heillaríkt starf fyrir þjóðina svo að í landi okkar haldist blómleg byggð. Að lokum vil ég taka mér í munn orð Jóns Thoroddsens úr kvæði hans um fósturjörðina: „blessuð vertu fagra fold, og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold, og glóir nokkur stjarna". Finnbogi G. Lárusson „Hvítþvegnir mjólkurfræðingar“ Athugasemd frá formanni Mjólkurfræðingafélags Islands „Pétur Sigurösson heldur því fram, að enginn grein mat- væíaiðnaðar sé undir eins ströngu eftirliti og mjólkuriðnaður- inn. Ef svo væri, þá hefðu slysin frá því í sumar ekki átt að eiga sér stað. Þarna er einmitt pottur brotinn og á það jafnt við um innra eftirlit mjólkursam- laganna sem og eftir- lit opinberra aðila.“ Ritstjórn Morgunblaðsins Fimmtudaginn, 6. agúst sl. birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Pétur Sigurðsson, mjólkurverk- fræðing, „Mjólkurmálin í hnot- skurn". í einum kafla greinarinn- ar, „Hvítþvegnir mjólkurfræð- ingar", er fjallað mjög frjálslega um þá gagnrýni sem Mjólkurfræð- ingafélag íslands (sk.st. MFFÍ) hefur sett fram á ástand mjólkurmála. Vegna mjög villandi ummæla Péturs, óska ég undir- ritaður að taka fram: í upphafi er gefið í skyn, að aðeins minnihluti félagsmanna MFFÍ styðji sjónarmið stjórnar félagsins i þessu máli. Þetta er mjög rangt og má minna á þá staðreynd, að samþykkt var sam- hljóða af öllum fundarmönnum á aðalfundi félagsins vorið 1979, að taka fulltrúa félagsins úr starfs- hópi sem vann að endurskoðun núgildandi mjólkurreglugerðar. Þetta var gert þar sem ekki var tekið tillit til neinna þeirra til- lagna sem félagið lagði fram, nema þeirra sem féllu algerlega að tillögum mjólkursamlaganna. Jafnframt gagnrýndi félagið Heil- brigðiseftirlit ríkisins fyrir lítið frumkvæði. Allt tal um að MFFÍ hafi hætt að fylgja eftir sjónar- miðum sínum er því út í hött, það var ekki hlustað á fulltrúa okkar í starfshópnum og ekki tekið tillit til sjónarmiða félagsins. Því var það að aðalfundur félagsins ákvað, að firra sig frekari ábyrgð á reglugerð þeirri sem fulltrúar mjólkursamlaganna réðu mestu um. Greinarhöfundur féllst á, að tillögur MFFÍ hafi verið ágætar, en þar sem verið var að gefa út nútímalega reglugerð, þá hafi bara ekki verið hægt að gæta ýtrustu krafna. En hverjar voru þá þessar tillögur sem ekki var hægt að fallast á? Tillögurnar gerðu flestar ráð fyrir auknu eftirliti og meiri gæðakröfum. MFFÍ hefur alltaf verið andvígt forhitun á neyslu- mjólk, en setti fram þá skoðun, að ef leyfa mætti forhitun á vinnslu- mjólk, þá yrði jafnframt að fylgj- ast með fjölda hitaþolinna gerla og verðfella mjólkina eftir inni- haldi þeirra. Þetta töldum við grundvallaratriði en mjólkur- samlögin réðu og var því gert ráð fyrir í drögum að nýrri mjólkur- reglugerð, að forhitun allrar mjólkur skyldi skilyrðislaust leyfð og jafnframt að ekkert eftirlit yrði haft með fjölda hitaþolinna gerla. Einnig má nefna tillögu um að mjólk yrði verðfelld ef hún innihéldi pencilin. Jafnframt bentum við á þá hættu sem fælist í oftrú á rafkælingu og þá hættu sem stafaði af því að mjólk er sótt svo sjaldan til bænda eins og nú er. Einmitt nú í sumar kom í ljós að þessi varnarorð áttu rétt á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.