Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 UOTALEGT AO FÁ MORCáUNVEKÐlNN AN SER i KÚM)6> STÖKU SINKiUM, SAGOI HANN MáR AOSOrA&AKA \ ELDHUSINUÚ’ Svona er það d hverju ári /nyar /xiu fara í sumar- fríið! Er uppmælingtaxti þeyar þið aðeins leitið að bilun- inni'! HÖGNI HREKKVÍSI /Avr/ ú A,'4A//v óTarAx /... Kratar í klípu: „Geta ekki komið sér saman um útgáfu á vesælum f jórblöðungi“ Kæri Velvakandi! Eg vil eindregið brýna fyrir lesendum Morgunblaðsins að verða sér úti unj eintak af síðasta Helgarpósti. Meðal annars efnis í því blaði er yfirlit yfir þá grát- broslegu flokkadrætti í Alþýðu- flokknum og fullljóst er af þeim skrifum, að mönnum sem geta ekki komið sér saman um útgáfu á vesælum fjórblöðungi er tæplega treystandi fyrir hagsmunamálum þjóðarinnar. Mér er nokkuð sárt að kyngja þessari staðreynd, þar sem ég hef að undanförnu gefið Alþýðuflokknum atkvæði mitt og batt miklar vonir við framsókn flokksins árið 1978. Nú verð ég að horfast í augu við að hún var umfram allt upphlaup ábyrgðar- lausra framagosa, sem villtu al- menningi sýn með innantómum fagurgala. En það er fleira í Helgarpóstin- um að þessu sinni. Á ég þar við framúrskarandi viðtal við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæð- isflokksins. Margt misjafnt hefur maður heyrt og séð á prenti um þann mann og á tímabili virtist vera í tízku að eigna honum allar vammir og skammir í íslenzkum stjórnmálum. Einkum var honum gefið að sök að skorta hörku og leikarahæfileika, en slíkur skortur virðist geta verið alvarlegri en skortur á málefnum og heiðar- leika. í þessu viðtali var líka færra um slagorð og stóryrði en í fyrrnefndi grein um Alþýðuflokk- inn. Geir birtist lesendum sem einarður en sáttfús foringi, mann- legur og launkíminn. Mér leið vel eftir þennan lestur og fannst sem þjóðin væri ekki heillum horfin, en slíkt hef ég oft haft á tilfinn- ingunni eftir þau fáránlegu sjón- arspil sem átt hafa sér stað á stjórnmálasviðinu síðustu misseri. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn beri gæfu til að standa þétt við bakið á foringja sínum og ekki mun þá standa á liðveizlu minni og annara, sem fylgst hafa með málum að undanförnu. Gamall krati Af skallatónmennt og pönki: „Finnast hér betri hljómsveitir en Englaryk, Tóti tíkarrass Hér kemur mjög svo síðbúið svar frá mér við bréfi ónafn- greinds aðila þann 8. júlí sl. En þar sem ég hef verið erlendis síðastliðinn mánuð hef ég ekki getað svarað þessu fyrr. í fyrsta lagi hef ég aldrei lagt Bítlana að jöfnu við BCR — ég met BCR meira en svo. Mér kemur það hinsvegar spánskt fyrir sjónir að jafn harðsoðinn Punk/New wave aðdáandi og ónafngreindur geti dáðst að Bítlunum og Engla- ryki í sama béfinu, þar sem þessar hljómsveitir nálgast ekki hvor aðra er snertir tónlist, hljóðfæra- leik o.fl. í bréfi sínu minnist ónafngreindur á Sham 69, sem minnir mig á það að einhvesstaðar las ég viðtal við Jimmy Pursey (Sham 69) þar sem hann gerði varla annað en að gefa skít í Bítlana og sagði m.a. að þeir hefði ekki gert neitt allan sinn feril. Ég legg nú engan dóm á þessi um- mæli Purseys þar sem hann hefur alltaf verið óvenju kjaftfor náungi og hefur m.a. sagt að Sham 69 sé besta hljómsveit í heimi. Ónafngreindur þakkar Bubba & Co. hina „fersku bylgju í íslenskri popptónlist". Ég held því miður að það sé Iítið að þakka fyrir þar sem það finnast miklu þetri hljóm- sveitir hér heldur en Englaryk, Tóti tíkarrass o.fl. þ.h. þó svo að Englaryk & Co. njóti mun meiri athygli fyrir lélega pönktónlist, því með Sex Pistols dó pönkið. Clash vildu ekki kannast við að hafa nokkurntíma verið pönkarar, sömuleiðis Stranglers. Sham 69 eru nú aðeins skugginn af sjálfum sér og nú vilja gamlir breskir pönkarar bara Stray Cats eða Duran Duran o.fl lítt skárri en pönkið. Ónafngreindum o.fl. skalla- poppshöturum bendi ég á að hlusta á lög eins og „Set the fashion" og „This is your life“ af nýju Rollers-plötunni „Ricochet" áður en þeir fara að röfla eitthvað á móti mér, en ef þeir þykjast hinsvegar ekki hafa þor í það þá vil ég biðja þá að útskýra orðið skallapopp fyrir mér og í leiðinni mega þeir sýna fram á tengslin á milli „Ricochet" og „Sleikjó", því ég sé þau ómögulega a.m.k. ekki þegar ég hlusta á plötuna. Ilr.Flinkur The Rollers '79.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.