Alþýðublaðið - 08.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðuflokkurlnn og skattamálaihaldið. 1. Aðstaða fiokkanna 1927. Þegar íhaldsflokkurinn réð tmestu hér í landi og haf ði stjóra- arvöldin, í ráðherratíð Jóns Þor- lákssonar og fyrirrennara hans, var úppáhaldskenning þeirra í skattamálum sú,. að taka sem mest af rikissjóðstekjunum með hátollum af "nauðsynjavörum al-' mennings, en hlifa eftir því sem hægt væri hreinum tekjum fram yfir þurftarlaun og eignum manna, og varast að ná fé í rik- issjóð með einkasölum eða at- vinnurekstri arðvænlegum fyrir laridið. Sömu stefnu fylgir Sjálf- sitæðisíhaldið enn og nefnir petta „íslenzku skattamálastefnuna", er eigi að auka fjársafn í höndum atvinnurekendanna og verði það atvinnurekstri öltum til hags- muna. Ot frá þessu sjónarmiði hlóð íhaldið hátoKlaklyfjum á al- þýðuna, en hlifði þeim, sem miestar tekjur og eignir höfðu, afnumdi landsverzlun með tóbak o. fl. Gegn þessum ófögnuði reis smám saman meginhiuti alþýð- unnar í landinu. Alþýðuflokkur- inn berst fyrir algerlega and- stæðri skattamálastefnu, þeirri, að skattarnir skulu lagðir á eft- ir efnum og ástæðum á þá, éean breiðust bökin hafa. Afnumdir skulu tollarnir á nauðsynjurn al- þýðunnar, sem eru þyngstir á stærstu og fátækustu heimálun- um, og harðast koma niður á verkalýðnum við sjóinn, er lifir að öllu leyti af aðkeyptum varn- ingi.''Beinu skattarnir skulu jafn- framt hækkaðir, en þurftartekjur alþýðunnar undanþegnar, og komið skal á einkasöíum til að afla ríkissjóði aukinna tekna, þvi að jafnaðarmenn, sem vilja láta mdkið vinna,'þurfa auknar tekjur í ríkissjóð og góðan fjárhag hans. Framsóknarflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni lækkun tolla, hækkun beinna skatta og einka- sölur, og víst var það, að hugur kjósenda hinna tveggja andistöðu- flokka íhaldsins fylgdi þeim fast í skattamálunum. Mátti því búast við allgóori samvinnu um þau, er Framsóknarstjórnin tók völd- in, eftir kosningaósigur íhaldsins 1927. Var hlutleysi jafnaðar- manna ekki minst bygt á von- um um góða samvinnu í lausn skattamálanna til sameiginlegra hagsmuna Wþýðunnar við sjóinn og í sveitum landsins. 2. Skattamalin á öingi 1928 Áhrif Aiftýðuflokksins. á þinginu 1928 var fyrsta tækifærið iyrir ríkisstiórn og þingflokk Framsóknar, einmitt þá mennina, sem til þess voru sér- staklega kosnir ásamt jafna-ðíir- mönnum, að sýna nú hug sinn í þessum málum. Jón Þorláks- son og íháldsflokkurinn höfðu sikilið vib fjárhag landsáns 5 mestu óreiðu, með 700 þús. kr. tekjuhalla fyrir árið 1927. Búist var við erfiðu ári framundan, árinu 1928, og mundi nýja ríkis- stjórnin bera fram tekjuauka- frumvörp og jafnframt gera til- lögur um breytingu á allri skatta- löggjöfinni samkvæmt kosninga- loforðum sínum. Ihaldsflokkurinn virtist í þing- byrjun gera það að flokksmáli að skila tekjuhalla á fjárlögum og fá (imeð því Framsókn til að stöðva allar opinberar fram- kvœmdir, sem jafnaðarmönnum var hugleikið að fá, svo sem Sundhöll, Landsspítala o. fl. Stjórnin kom þá með tekjuaukar frumvörp, er eftir því er henni skýrðist frá áttu að gera mögu- legar opinberar framkvæmdir og varna tekjuhalla, en kvaðst ekki hafa unnist tími til gagngerðrar 'brieytingar á löggjöfinni. En tekjuaukafrumvörpin voru öll í sömu • átt, hœkkanir á tolhan, á vörutolli á kolum, sálti, kornvör- um og runnum um 400 þús. kr., framjenging gengisviðauka á toll- u'm, framlenging um 2 ár á hækkun á verðtolli um 460 þús- und, engin einkasala, engin- hækkun á beinum sköttum, eng- in tollalækkun. Alþýðuflokknum var það þeg- ar ljóst, að þetta var ekki efni- leg byrjun tii að koma lagi á skattamál landsins samkvæmt stefnu hans og óskum meginhluta kjósenda. Að visu var mjög æski- legt að auka opinberar fram- 'kvæmdir í landinu og því rétt að hjálpa Framsókn um einhverja nýja tekjustofna í þeim tilgangi, en svo varð frá málunum að ganga, að sýnt yrði hvert stefndi í skattamálunum og að minsta kosti trygður yrði undirbúningur að fullkominni skattalöggjöf í réttlátu ho'rfi. Alþýðiufiokkuránn beindi öllum áhrifum sínum á þingi í þessa átt og við það vanst: tollhækkunin á kornvör- um;féli, salttallurinn var lækkað- ur, og námu þessar lækkanir frá frumvörpum stjórnarinnar 100 þúsundumv en auk þóss knúði Al- þýðuflokkurinn fram með harð- neskju, .og raunverulega móti vilja meiri hluta Framsóknar, að gengisviðaukinn 25o/o á kaffi og sykri var feldur niður með öllu — og nam sú tollalækkun 2(J0 þús .kr. Þá bar Alþýðuflokkurinn fram og fékk samþykta laga- heimild um hækkun eigna- og tekju-skatts, á tekjum, er væru yfir 4000 kr., um fjórðung, en aft- ur var frumvarp flokksins run einkasölu á tóbaki, er hefði gef- ið um 200—250 þús. kr. tekjur og gert mögulegt að lækka enn meira tollana fyrir Framsókn, eltki samþykt af henni, ekki út- rætt. Loks bar Alþýðuflokkurinri fram þingsályktunartillögu um skipun jmiiliþinganefndar í skattamálum til að undirbúa nýtt og réttlátt skipulag þeirra, og var hún samþykt. Að vísu var samþykt -á þinginu hækkun á kola- og tunnu-toíli og tíl 2 ára framlenging og hækkun verð- tolls, en afskifti Alpýðuflokksíns wou til lœkkunar á kaffi- og sykur-tolli, salttolli og kornvöru- tqlli, heimild um hœkkun á beinu sköttunum og undirbúnings nijrr- ar löggjafar. Ihaldið fylgdi sinni gömlu stefnu og lagðist móti öll- um tiilögum Alþýðuflolíksins, en Framsókn .vildi augsýnilega gera sem allra minst annað en það, er íhaldið óskaði, án þess þó að gera sig bera að þessu. 3. Framsókn hallast. 1 ársbyrjun 1929 átti ríkis- stjórnin að nota beimild sína um hækkun beinu skattanna. Árferð- ið hafði þá mikið batnað og var augsýnilega hægt að létta af toll- um til muna, ef þessari beim- ild var beitt. En hvað skeður? Tryggvi Pórhallsson, sem ekki var einu sinni fjármálaráðherra, semur á bak við tjöldin við 01- af Thors og aðra íhaldsmenn um að nota ekki heimildina. Var þetta gert í sambandi við milli- göngu Tryggva í kaupdeilu milli sjómanna og útgerðarmanna og virðist svo sem Tryggvi hafi með þessu þózt kaupa lausn málsins, en í fuliri óþökk sjómanna og jafnaðanmanna, enda voru sam- tökin sterk o g fyllilega einfær um að vinnakröfum sínum sigur. Var af þessu sjáanlegt að for- sætisráðherra Framsóknar skeytti ekki mikið um þingviljann og rétta stefnu skattamálanna. Á þinginu 1929 ber Alþýðu- flokkurinn enn þá fram tóhaks- einkasölu, en Framsókn vísar henni frá í þinginu með rök- studdri dagskrá ásamt íhaldinu. Eins voni efnddrnar þar. 4. Framsókn fylgir íhaldína. Á þinginu 1930 koma þó end- anlega fram svik Framsöknar við hennar eigin stefnu og kosninga- loforð um. þessi mál. Verðtoilur- inn kemur þá enn til framleng- Ingar og gengur Alþýðuflokkur- irin á móti framlengingunni, en Framsókn og íhald (nú „Sjálf- stæðisflokkur") samþykkja hana í éinu hljóði. Þá koma frumvörrí skattamálanefndar. Haraldur Guðmundsson var þar fulltrúi Al- þýðufloklísins, Magnús Guð- miundsson Sjálfstæðisflokksins og Halldór Stefánsson Framsóknar, Menn skyldu hafa haldið að Magnús hefði staðið einn um í- haldsstefnuna í skattamáfum, en Haraldur og Halldör orðið sam- mála um lausn þeirra mála eftá" stefnu Alþýðuflokksins eða kom- ið með mjög skyld áiit. En hvaða undur ske? Hálldór og Magnús, Framsókn. og Sjálfstœoi, koma með sameiginleg frumvörp sam- kvœmt stefnu íhatdsins um ó- breytta tolla að öðru Leyti en að breyta vörutolli líka í verðtoll og: þó töluverða tollahœkkim við- það, en að eins ómierkilegar breytingar á tekju- og eigna- skatti og ekki til hækkunar. Har- aldur flutti aftur á móti frum- vörp um allmikla hækkun á há- tek]um og stóreignum, afnám meginhluta tollanna eða stórfalda lækkun, um hækkun skatta á. lóðum og löndum eftir verðmati og verðhækkunarskatt. Alþýðu- flokkurinn fylgdi þar stefnu sinni,, Framsókn snérist alveg í lið omeð íhaldinu þegar á lá. Að vísu bar Halldór fram með Haraldi frumvarp um tóbaksn einkasölu, en Framsiókn, siem þóttist ékki geta gengið mótí þessu sínu gamla stefnuskrar- máli, gat kornið því fyrir kattar- nef á þann 'hátt, að þegar komið var að endanlegri samþykt þess, ein umræða eftir, gerdi Fram- sókn og Sjálfstœdid samkomulag um, ad slíta pingimi i snatri svo- ¦ ao pad yrdi ekki áfgreitt. Er ekki gott að gera upp á milli hvort er vítaverðara, óttinn við að .sýna •sig fyrir alþjóð, eða svikin við 'stefnuna og kjósendurna. Allir flokksnienn Framsóknar og Sjálfstæðis greiddu hinum sameinuðu íhaldsfrumvörpum/ þeirra atkvæði, en þau komúst. ekki fram samit vegna þess, að-.. þessir flokkar koma sér saman 'um ud ekkert Jcegi á um af- greiðslu skattamálanna. Fr\am- sókn og SJálfstœdi urou pannig á pinginu 1929 einn flokkur í skattamálunum, íhaldsflokkur stóratvinnurékenda í bæjum og sveitum, i fjandsamlegur kröfum allrar alþýðu. Aiþýðuflokkurinn- 'StóÖ einn um réttláta lausn þeirra mála. Ein höfuðástæðan fyrir hlutleysi Alþýðuflokksins við- Framsókn var því burtu fallin. Á þinginu 1931 sýndi þetta sig enn berar, því að þá- ætluðu þessir sameinuðu íhaldsflokkar að isamþykkja þenna bræðing sinn, til pess ad purfa ekkh ad deila ¦ innbyrdis um skattamálin víd nœstu kosningar. Framsókn fékst nú ekki einu sinni til að ; bera fram töbakseinkasölufrum- varpið, og það fékk dauft hljóð úr þeirri átt, er Alþýðuflokkurinai bar það fram enn einu sinni. En afturgöngufrumvörp íhaldanna. beggja sigldu hraðbyri gegnum þingið með samhljóðia atkvæð-r: um þeirra flokka, þrátt fyrir megna andstöðu AlþýðufJokksins.. 'og varð þeim ekki lokið af-tóif viljun, sem ekki kom þeim mál- um við. Þingrofið drap þau eins og önnur þingmál. Ihöldin bæði vildu halda binu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.