Alþýðublaðið - 08.06.1931, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.06.1931, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðnflokkariim og skattamálaihaldið. 1. Aðstaða flokkaona 1927. Þegar íhaldsflokkurinn réð imestu hér í landi og hafði stjóm- arvöldin, í ráðherratíð Jóns Þor- lákssonar og fyrirrennara hans, var uppáhaldskenning þeirra í skattamálum sú, að taka sem mest af rikissjóðstekjunum með hátollum af nauðsynjavörum ai- mennings, en hlífa eftir því sem hægt væri hreinum tekjum fram yfir þurftarlaun og eignum manna, og varast að ná fé í rík- issjóð með einkasölum eða at- vinnurekstri arðvænlegum fyrir landið. Sömu stefnu fylgir Sjálf- stæðisíhaldið enn og nefnir þetta „íslenzku skattamálastefnuna", er eigi að auka fjársafn í höndum atvinnurekendanna og verði það atvinnurekstri öllum til hags- muna. Út frá þessu sjónarmiði hlóð íhaldið hátollaklyfjum á al- þýðuna, en hlífði þeim, sem mestar tekjur og eignir höfðu, afnumdi lanidsverzlun með tóbak o. fl. Gegn þessum ófögnuði reis smám saman meginhluti alþýð- unnar í landinu. Alþýðufiiokkur- inn berst fyrir algerlega and- stæðri skattamálastefnu, þeirri, að skattarnir skulu lagðir á eft- ir efnum og ástæðum á þá, sera breiðust bökin hafa. Afnumdír sku’lu tollíarnir á nauðsynjum al- þýðunnar, sem eru þyngstir á stærstu og fátækustu heimilun- um, og harðast koma niður á verkalýðnum við sjóinn, er lifir að öllu lieyti af aðkeyptum varn- ingi. Reinu skattarnir skulu jafn- framt hækka'ðir, en þurftartekjur alþýðunnar undanþegnar, og komáð skal á einkasölum til að afla ríkissjóði aukinna tekna, því að jafnaðarmenn, sem vilja láta mdkið vinna, -þurfa auknar tekjur í ríkissjóð og góðan fjárhag hans. Framsóknarflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni lækkun tolla, hækkun beinna skatta og einka- sölur, og víst var það, að hugur kjósenda hinna tveggja and.stöðu- flokka íhaldsins fylgdi þeim fast í skattamálunum. Mátti því búast við aligóðri samvinnu um þau, er Framsóknarstjórnin tók völd- in, eftir kosningaósigur íhaldsins 1927. Var hlutleysi jafnaðar- manna ekki minst bygt á von- um um góða samvinnu í lausn skattamálanna tii sameiginliegra hagsmuna 'alþyðunnar við sjóinn og í aveitum landsins. 2. Skattamálin á þingi 1928 Áhrif Alþýðuflokksins. A þinginu 1928 var fyrsta tækifærið fyrir rikisstjórn og þingflokk Framsóknar, einmitt þá mennina, sem til þess voru sér- staklega kosnir ásamt jafnaðar- mönnum, að sýna nú hug sinn í þessum málum. Jón Þorláks- son og fhaldsflokkurinn höfðu skilið við fjárhag landsins í mestu óreiðu, með 700 þús. kr. tekjuhalla fyrir árið 1927. Búist var við erfiðu ári framundan, árinu 1928, og mundi nýja ríkis- stjórnin bera fram tekjuauka- frumvörp og jafnframt gera til- lögur um breytingu á allri skatta- löggjöfinni samkvæmt kosninga- loforðum sínum. íhaldsflokkurinn virtist í þing- byrjun gera það að flokksmáli að skila tekjuhalla á fjárlögum og fá með því Framsókn til að stöova allar opinberar fram- kvœmdir, sem jafnaðarmönnum var hugleikið að fá, svo sem Sundhöll, Landsspítala o. fl. Stjórnin kom þá með tekjuauka- frumvörp, er eftir því er henni skýrðist frá áttu að gera mögu- legar opinberar framkvæmdir og varna tekjuhalla, en kvaðst ekki hafa unnist tími til gagngerðrar breytingar á löggjöfinni. En tekjuaukafrumvörpin voru öll í sömu átt, hœkkanir á tollmn, á vörutolli á kolum, sálti, kornvör- um og tunnum um 400 þús. kr., framlenging gengisviðauka á toll- u'm, framlenging um 2 ár á hækkun á verðtolii um 460 þús- und, engin einkasala, enigin- hækkun á beinum sköttum, eng- in tollalækkun. Alþýðuflokknum var það þeg- ar ljóst, að þetta var ekki efni- leg byrjun til að koma lagi á skattamál landsins samkvæmt stefnu hans og óskum meginhluta kjósenda. Að vísu var mjög æski- legt að auka opinberar friam- 'kvæmdir í lar.dinu og því rétt að hjálpa Framsiókn um einhverja nýja tekjustofna í þeim tilgangi, en svo varð frá málunum að ganga, að sýnt yrði hvert stefndi i skattamálunum og að minsta kositi trygður yrði undirbúningur að fullkominni skattaiöggjöf í réttlátu horfi. Alþýðiuflokkurinn beindi öllum áhrifum sínum á þingi í þessa átt og við það vanst: tollhækkunin á kornvör- um féll, salttollurinn var lækkað- ur, og námu þessar lækkanir frá frumvörpum stjórnarinnar 100 þúsundum, en auk þess knúði Al- þýðuflokkurinn fram með harð- neskju, og raunverulega móti vilja meiri hluta Framsóknar, að gengisviðaukinn 25o/0 á kaffi og sykri var feldur niður með öllu — og nam sú tollalækkun 200 þús .kr. Þá bar Alþýðuflokkurinn fram og fékk samþykta laga- heimild um hækkun eigna- og tekju-skatts, á tekjum, er væru yfir 4000 kr., um fjórðung, en aft- ur var frumvai'p flokksins um einkasölu á tóbaki, er hefði gef- ið um 200—250 þús. kr. tekjur og gert mögulegt að lækka enn rne.ira tollana fyrir Framsókn, ekki samþykt af hienni, ekki út- rætt. Loks bar Alþýðuflokkurinn fram þingsályktunartillögu um skipun milliþinganefndar í skattamálum til að undirbúa nýtt og réttlátt skipulag þeirra, og var hún samþykt. Að vísu var samþykt á þinginu hækkun á kola- og tunnu-toíli og ti!l 2 ára framlenging og hækkun verð- tolls, en dfskifti Al-þijduflokksins urdu til lœkkunar á kaffi- og sgkur-tolli, salttolli og kornvöru- tolli, heimild um hcekkun á beinu sköttunum og undirbúnings nýrr- ar löggjafar. íhaldið fylgdi sinni gómlu stefnu og lagðist móti öli- um tillögum Alþýðufíokksins, en Framsókn vildi augsýnilega gera siem allra minst annað en þiað, er íhaldið óskaði, án þess þó að gera sig bera a'ð þessu. 3. Framsókn hallast. í ársbyrjun 1929 átti ríkis- stjórnin að nota heimild sína um hækkun beinu skattanna. Árferð- ið hafði þá mikið batnað og var augsýnilega hægt að létta af toll- um til muna, ef þessari heiim- ild var beitt. En hvað skeður? Tryggvi Þórhallsson, sem ekki var einu sinni fjái'málaráðherra, semur á bak við tjöldin við Ól- af Thors og aðra íhaldsmenn um að nota ekki heimildina. Var þetta gert í sambandi við milli- göngu Tryggva í kaupdeilu milli sjómanna og útgerðarmanna og virðist svo sem Tryggvi hafi með þessu þózt kaupa lausn málsins, en í fullri óþökk sjómanna og jafnaðarmanna, enda voru sam- tökin sterk og fyllilega einfær um að vinna kröfum sínum sigur. Var af þessu sjáanlegt að for- sætisráðherra Framsóknar skeytti ekki mikið um þingviljann og rétta stefnu skattamálanna. Á þinginu 1929 ber Aiþýðu- fiokkurinn enn þá fram tóbaks- einkasölu, en Framsókn vísar henni frá í þinginu með rök- studidri dagskrá ásamt íhaldinu. Eins voru efndirnar þar. 4. Framsókn fylgír íhaldinn. Á þinginu 1930 koma þó end- anlega fram svik Framsóknar við hiennar eigin stefnu og kosninga- loforð um. þessi mál. Verötollur- inn kemur þá enn til framleng- ingar og gengur Alþýðufiokkur- inn á móti framlengingunni, en Framsókn og íhald (nú „Sjálf- stæðisflokkur") samþykkja hana í einu hljóði. Þá koma frumvörþ skattamálanefndar. Haralidar Guðmundsson var þar fulltrúi Al- þýðufloklísins, Magnús Guð- miundsson Sjálfstæðisflokksinisi og Halidór Stefánsson Framsóknar, Menn skyldu hafa haldið að Magnús hefði staðið einn um í- haldsstefnuna í skattamáium, en Haraidur og Halldlór orðið sam- mála um lausn þeirra máia eftir stefnu Aiþýðuflokksins eða kom- ið með mjög skyld álit. En hvaða undur ske? Halldór og Magnús, Framsókn og Sjálfstœði, homn med sameiginleg frumvörp sam- kvœmt stefnu íháldsins um ó- breytta toll.a að öðru lieyti en að breyta vörutolii líka í verðtoll og þó töluverða tollahœkkim við það, en að eins ómerkilegar breytingar á tekju- og eigna- skatti og ekki til hækkunar. Har- aldur flutti aftur á móti frum- vörp um al Imikla hækkun á jhá~ tekjum og stóreignum, afnám meginhluta tolianna eða stórfeLdía lækkun, um hækkun sikatta á. lóðum og löndum eftir verðmati og verðhækkunarskatt. ALþýöu- fiokkurinn fylgdi þar stefnu sinni, Framsókn snérist alveg í lið imeð íhaidinu þegar á iá. Að vísu bar Halldór fram með Haraldi frumvarp um tóbaks- einkasölu, en Framisókn, siem þóttist ekki geta gengið móti þessu sínu gamla stefnuskrár- máli, gat komið því fyrir kattar- nef á þann hátt, að þegar komið var að endanlegri samþykt þess, ein umræða eftir, gerdi Fram- sókn og Sjálfstœdid samkomulag um ad slíta pinginu í snatri svo ad pad yrdi ekki afgreitt. Er ekki gott að gera upp á málli hvort er vítaverðara, óítinn við að sýna sig fyrir alþjóð, eða svikin við 'stefnuna og kjósendurna. Allir flokksmenn Framsóknar og Sjálfstæðis greiddu hinum sameinuðu íhaldsfrumvörpum þeirra atkvæði, en þau komust. ekki fram samt vegna þess, að. þessir flokkar komu sér saman 'um ad eklcert lœgi á um af- greidslu skattamálanna. Fram- sókn og Sjálfstœdi urdu pannig á pinginu 1929 einn flokkur í skattamálunum, íhaldsflokkur stóratvinnurékenda i bæjum og sveitum, fjandsamlegur kröfum allrar alþýðu. Alþýðuflokkurinn stóö einn um réttláta lausn þeirra mála. Ein höfuðástæðan fyrir hlutleysi Alþýðuflolcksins við Framsókn var þvi burtu íallin. Á þinginu 1931 sýndi þetta sig enn berar, því að þá ætluðu þessir sameinuðu íhaldsflokkar að isamþykkja þenna bræðing sinn, til pess ad purfa ekki ad deila innbyrdis um skattamálin vid nœstu kosningar. Fraimsókn fékst nú ekki einu sinni til að bera fram tóbakseinkasölufrum- varpið, og það fékk dauft hljóð úr þeirri átt, er Alþýðuflokkurinn bar það fram enn einu sinni. En af turgönguf rumvörp íhal danna beggja sigldu hraðbyri gegnum þingið imeð samhljóðia atkvæð- um þeirra flokka, þrátt fyrir megna andstöðu Alþýðuflokksins. og varð þeim ekki lokið af tit- viljun, sem ekki kom þeim mál- um við. Þingrofið drap þau eins og önnur þingmál. ihöldin bæði vildu halda hinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.