Alþýðublaðið - 08.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÖ á Svo langt gengur „Tíminn" í blekkingum til þess að reyna að véla alþýðuna frá því að kjósa hennar eigin lista — A-listann, að á laugardaginn kemur hann með falsiSkýringu á undirstöðuatriði hlurfallskosmnga. Hann segir, að þeir, isem kjósi Sigurjón, hafi ekki nema hálft atkvæði. Þessa vísvitandi falsskýringu birtir blaðið með svörtu letri til frek- 'ari áherzlu, í von um, að alþýðan í Reykjavík sé svo ófróð, að hún viti ekki, að öll atkuœdi, sem A- listinn fœr fram yfir páð, sem parf til pess að Héðinn Valdi- marsson sé kosinn, korna að full- um notum til pess að koma Sig- urjóni að. , Þessi aðferð „Timans" til að reyna að villa alþýðukjósendur minnir mjög á aðfarir Filiste- anna, sem „Tíminn" mintist stundum á á yngri árum sínum — manna, sem reyna að blekkja hrekklaust fólk til pess að skrifa tupp á víxla fyrir þá, er síðan verða að lúkast af þeim, sem Fil- isteunum tekst að veiða, eins og sá, , sem lætur narra sig til að ónýta atkvæði sitt, verður siðár að gjalda þess að hami hefir látið vélast af andstæðingum sín- m En alþýðan í Reykjavík er ekki eins óþroskuð og „Tíminn" ætlast til. Það mun hún m. a. sýna núna við kosriingarnár. Hún veit það vel, að þau litlu fríð- indi, sem „Framsókn" þakkar sér að hafa fært henni, eða ætla að færa henni, Þórsfisk og Gefjunax- föt, ætla „Framsóknar"f orsprakk- arnir henni að greiða með kaup- lækkun, ef flokkur þeirra fengi að fáða, svo að hún væri ver sett eftir en áður. Hún veit það einnig, að „Frams6knar"listinra> í Reykjavík er kominn fram til þess að styrkja kauplækkunarfé- laga „Framsóknar"imanna, Magn- ús fyrrum dósent, við i kosning- arnar, og sést það bezt á því, að „Framsókn" reynir méð öllií móri að veiða atkvæði frá Alþýðu- flokknum, en gerir enga tilraun til að draga atkvæði frá íhaldinu. Sjálfir vita „Framsóknar"for-. sprakkarnir vel, að þeir geta ekki komið manni að í Reykjavík; Til- gangurinn er sá einn að rey'na að ónýta atkvæði alþýðumanna með því að freista með flátt- skap og falsskýringum að véla þá til að kjósa lista, sem engum getur komið að, — til þess að tryggja kosningu Magnúsar fyrr- um dósents, sem „Tíma"menn vita vel, að er þeim sammála um að kaup verkalýðsins eigi að lækka. Karlmannaskðr stórt og fjölbreytt úrval. HraiERbergsbræðnr. forna fyrirkomulagi Ihaldsflokks- ins á skattamálunum, hátolla og jafnvel töluvert hækkaða, verð- toll « V«, 11 7« og 21 7* °/o, par af tvo hina fyrri af lífsnauðsyrij- um fólksins, en enga hækkun á hátekjum né stóreignum, engar ieinkasölur til að afla ríkissjóði tekna. Alþýðufiokliurinn vildi aftur lækka mikið toilana, setja verðtollinn allan í li/2%, en hækka tekjuskatt mákið á tekj- um umfram 8000 kr. og eignar- skatt, ná í verulega hluta verð- hækkunar lands og lóða og koma á tóbakseankasölu. í þinglok vár flokksfundur hjá Framsóknarmönnum víðs vegar af landinu. Vihstri armur flokks- ins, yngri mennirnir, voru reiðir svikunum hjá þingmönnunum og heimtuðu iðrun og yfirbót. Sam- þyktu þeir enn þá kosningalpf- ord, lækkun tolla, hækkun beinna skatta og leinkasölur. Hægri arm- ur Framsóknar og þingm'enn hennar létu samþykkja þetta alt. Þeir vissú hvað þeir sungu. Eins og þeim væri vandara um að svikja pessi kosníngaloforð eftir kosningar 1931 heldur en eftir kosningar 1927! Enda er ölhrm gömlu þingmönnunum stilt í þau kjördæmi Framsóknar, sem viss- ust' eru, svo að íhaldsframtíð flokksins í skattamálum er jafn- viss eins og hún var fyrir flokks- þingið. 5. Alpýðuflokkarmn einn á móti ðlla íhaldi. En alþýðan í landinu' er loks farin að greina á milii loforða og éfnda, stefnufestu og stefnu- svika. Verkalýðurinn og jafnað- armenn hafa fylgst með baráttu Al.þý'ðuflokksins fyrir málstað hennar í skattariiálum sem öðr- um málum. Alþýðan í sveitunum og vinstri armur Framsóknar hlýtur að skilja það, að menn geta að eins þeim flokki veitt kjörfylgi, er fylgir fram stefnu- imálum manns sjálfs, að ríkis- sjóðstekna sé aflað með sköttum eftir efnum og ástæðum, en ekki níðst á þeim efnaminni, en hin- um hlíft. En að kjósa Framsókn ©r í þessum málum að kjósa i- haldið. Jafnvel þeir Framsókn- armenn, sem nú lofa fögru í skattamálunum, munu fylgja flokki sínum á þingi eins og und- anfarin fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki breytt um stefnu í þessum mál- um. Hann er fjandsamlegur Al- þýðuflokknum og stefnu hans og mun ávalt verða það. Barátia Alpýðuflokksins er gegn öllu í- haldi, hvort sem pað nefnit sig Framsóknar- eða Sjálfstceðis- flokk, og fyrir réttlœti í skatta- málum eins og öðrum landsmál- um. Þess vegna fylgir ' alþýðan sameinuð flokki sínum einulm við kosuingarnar, "Alþýðufiokknum. Héðinn Valdimarsson. Flöttamaflnrinn ðr Fljðtshlið. „Tíminn" hefir eins x>g að -und- anförnu synt alþýðu framan í þingmannaefni sín. Fylgja þar með ýmsar fleiri nytsamar upp- lýsingar, sem ætlast er til að geti orðið mönnum til glpggvunar í hinum vandasömu þjóðmálefn- um, t. d. yfirbragð (sbr. lýsingu á Þóri Steinþórssyni) og háralit- ur (sbr. do. viðvíkjandi Sveini í Firði). Verður ekki annað sagt, en að hér sé gripið til þess, er mestu ljósi varpar á röálin! Af hirðuleysi við vissa kjósend- ur er þessara grundvallaratriða ekki gætt við suma frambjóð- endur. Séra Sveinbjörn Högnason er á meðal þeirra. Er fylgibréf hans að öllu leyti svo ófullkomið, að hér verður að bæta nokkuð um. Séra Sveinbjörn þótti á náms- árum sínum ekki að öllu óefni- legur maður, duglegur til mál- fræðináms, umgengilegur í dag- fari og talsverður málxófsmaður í hópi víðsýnna manna. Þóttist hann þá um skeið standa allnærri ' kommúnistum og lét vígalega í þeirra hópi. Þó mun , hinum glöggskygnari vart hafa dulist, að lítil heilindi fylgdu, en skóla- vinátta olli, að þeir fengust lítt um. Þessi staðreynd olli því, að um það bil; sem séra Svein- björn lauk námi, átri hann í hópi yngri manna nokkra menn, sem töldu þaðv skyldu sína við hinn gamla Hafnar-félaga að fara um hann vinsamlegum orðum. Juku þeir þá nokkuð hróður hans, því sjálfur hafðd hann ekkert lát- ið eftir sig um þær mundir, en samábyrgð skólavináttunnar barði í bresti hálflyndisins. Séra Sveinbjörn gerðist svo prestur í Laufási, þótti klerkur dágóður, en engihn afreksmaður til fræði- né rit-starfa, og tók brátt að eiga vingott við borgara í ilaumi. Vinir hans, kommúnlstar, munu þá hafa tekið að ugga mjög um heilindi hans, en Sig- urður skólameistari Guðmunds- son fékk á honum dálæti mikið að sama skapi. Gagnvart kom- múnistum og jafnaðarmönnum yfirleitt lét Sveiribjörn það jafn- an í veðri vaka, að óbréyrtur væri hugur sinn til hinna róttæk- ari stefna, en sálusorgaraskyldur þrýstu sér til ógeðfelds samneytis við íhaldið, en^a tæki hann slíkt nærri sér. Eigi að síður féll borg- urum vel sá afheimur danskr- ,ar íhaldsguðfræði, sem er uppi- staðan í mentun hans, og mun ýinsum þeirra hafa verið farið að hugsast þá, að séra Sveinbjörn myndi vonum bráðar hverfa frá villu síns yegar. Séra Sveinbjörn flyzt nú suður um land og verður prestur á Breiðabólstað. Bfátt varð það ljóst, að Framsóknarstjórnin taldi hann sér alldýrmætan þrátt fyrir hinar „róttæku" skoðanir og hlynti að honum með nefndar- skipun o. fl. Einnig er það al- kunna, að stjórnin lagði afar- mikið kapp á að koma honum að við Flensborgarskóla sl. haust og naut til þess m. a., aðstoðar í- haldsmanna og annar, sem æfla má að hafi þózt gera þar allgóð mannkaup fyrir sína stefnu. Sú skipun mæltist ýmisiega fyrir. Maðurinn var ókunnugur skóla- málum, hafði ekki sýnt neinn á- huga á þeim málum, ekkert rit- að þrátt fyrir ágæta aðstöðu, nema eina ómerMlega grein, þar sem tilraun var ger til þess að bræðá saman íhaldssama trít- fræði og náttúruvísindi nútímans, og varð sú grein að athlægi meðal fræðimanna, ekki ritað staf um uppeldis- eða æskuíýðs- mál né við þau fengist Er sann- leikurinn sá, að fyrir ofríki kenslumálaráðherrans í þessu máli og fagurgala Sveinbjarnar lét skólanefnd undan síga og fól honum starfið, enda mun hafa verið látið í veðri vaka, að vart myndi fást fé til skólans ella. En séra Sveinbirni nægði ekM að láta troða sér í þetta starf og hafa prestsskap sinn jafnframit til ígripa og tekjuauka. Kom hálf- Uyndi hans fram í því, að hann lét jafnan svo við jaffiaðarmenin sem^ væri hann þeirra. ffekks- maður, en æðra tillit til skólans (sbr. sálusorgaraskyldurnar) geri það að yerkum, að viturlegast væri að hann stæði utan sam- takanna. En stýðja myndi hann þá jafnan. Nokkru áður en fram- boðsfréstur var útrunninn var það' orðið sýnt, að Sveinbjörn myndi, nú fara að verða að inna af hendi fósturlaun og umhyggju. Framsoknar. Var það þá tvívegjs- á hann borið af rrúnaðarmönnum iafnaðarmanna, að hann myndí \fera í þann veginn að snúasit til fullrar andstöðu við þá. Kom þá enn á ný fram hálflyndi þessa. manns,. Hann bar fast á móti því! Nokkrum dögum síðar er framboð hans komið fram! Kosn- ingabeitur hefir séra Sveinbjöra margar. T. d. lofar hann því, ef

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.