Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 29

Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ymtfmPfimi'u it Vinstrímeirihlutanum verður ágengt: „Hér tíðkast líka sósíalískir lífshættir“ ÁKacti Velvakandi. Oveðrið sem gerði sl. sunnu- dag minnti mann óþægilega á að nú líður að hausti og veður fara senn að ókyrrast. Það minnti mig á málefni sem ég hef oft ætlað að koma á framfæri en þó ekki látið verða að — strætisvagnabið- skýlin (eða strætisvagnabið- skýlaleysið) hér í borginni. Þó þúsundir manna ferðist með strætisvögnum á degi hverjum eru þessi mál í algerum ólestri eftir því sem ég best fæ séð. Hver sem vill getur t.d. séð hvernig ástandið er í Lækjar- götu, þar norpar fólk daglangt og bíður eftir síðbúnum strætisvögnum, án þess svo mikið sem að komast undir þakskegg til að skýla sér fyrir rigningunni. Hins vegar við götuna er búið að byggja útitafl (sem verður hugsanlega notað nokkrum sinnum á ári) fyrir eina millj. nýrra króna. Svona vel hugsar vinstri- meirihluti borgarstjórnar fyrir þörfum almennings — þeir eiga allir bíla þessir herrar og frúr, og þurfa ekki að híma eftir strætó dagsdag- lega. Það er því ekki von að þeir skilji þetta, og ekki var það í þeirra valdatíð sem ákvörðun var tekin um að reisa biðskýlin á Hlemmtorgi og við Lækjartorg. Nú er fjármunum borgarinnar sóað í „þarfari" verkefni 6 útitöfl og tjarnarbryggjur, og hver veit nema þeir hafi fleiri skemmti- legar hugmyndir í pokahorn- inu t.d. að dubba upp Fjala- köttinn fyrir nokkrar milljón- ir. Og einn veturinn enn á fólk að standa í hríðarkófinu í Lækjargötunni og skjálfa sér til hita. Strætisvagnabílstjór- arnir eru skammaðir fyrir að vera á eftir áætlun, þó allir viti að þeir hafi alltof lítinn tíma til að keyra sína áætlun þegar göturnar eru glerhálar og umferðin þung. Kommún- ista forkólfar og vinstripeð ásamt Tyrfingum, ættu að labba sér niður í Lækjargötu einhvern óveðursdaginn þegar fólk hímir þar í höm blátt af kulda. „Já, þetta er bara alveg eins og í Rússlandi — eða næstum því,“ — gætu þeir sagt við hvorn annað og brosað svona í kambinn. Vissulega hefur þeim orðið svolítið ágengt hérna líka þrátt fyrir allt. Hann Svavar gæti haft með sér mynd af þessu þegar hann á erindi til Kreml næst og leyft „vildarvinum" okkur þar að skoða. Já, það er víðar aumingjaskapur en í Sovét- ríkjunum og hér tíðkast líka sósíalískir lífshættir þó í litlu mæli sé — það skulum við muna þegar kosið verður næst í borgarstjórn. Einstæð móðir og híllaus. Þessir hríngdu Hækkið auglýsinga- gjöld — ekki afnotagjöld Þ. Ólafsson hringdi og vildi koma á framfæri athugasemd við bréf í Velvakanda í gær um hljóðvarpið og afnotagjöld þess: „Ég er alls ekki sammála Birni um að það beri að hækka afnotagjald af útvarpi," sagði hann. „Það er heldur ekki víst að dagskráin myndi skána neitt, jafnvel þó það yrði gert. Björn talar um að afnotagjöld hafi verið hærri hér áður fyrr og tekjur útvarpsins því meiri. Þetta er út í hött. Hér áður fyrr voru þeir sem greiddu afnota- gjöld miklu færri, ekki var nema eitt útvarp á hverju heimili og var jafnvel ekki á öllum heimilum. — En svo ég komi mér nú að aðalefninu þá held ég að einfald- asta leiðin fyrir útvarpið til að komast út úr fjárhagskröggum sínum sé að hækka auglýsinga- gjöld. Jafnframt mætti gera út- varpsauglýsingar líflegri, setja inn í þær músík og gera þær meira aðlaðandi. Það er hryllilegt hvern- ig þulir eru látnir buldra auglýs- ingarnar í belg og biðu, þannig að maður fær gæsahúð og hleypur til að slökkva á útvarpinu. En hvað lélega dagskrá varðar þá held ég að hún myndi varla skána neitt verulega þó útvarpið hefði meiri peninga. Það hefur einhvern vegin dagað uppi — ef til vill vegna þess að það skortir alla samkeppni eins og talað var um í Velvakandabréfi fyrir skömmu. Lausnin er kannski einmitt sú að leyfa annarri útvarpsstöð að taka til starfa, þá yrði ríkisútvarpið annað hvort að taka sig á eða detta uppfyrir." Hjartans þakkir til allra, nær oy fjær, er i/löddu m i</ á nírædisafmæli mínu 17. áyúst sl. Guö blessi ykkur öll. Áyústa ÞórÖardóttir. Þakkir Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig meö heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á SO ára afmæli mínu 17. ágúst. Guö blessi ykkur öll. Beryur A rnbjörnsson. B V / Hef opnað nýtt stilli- verkstæði Fullkomin tölvubúin stillitæki. Bílastilling Birgis, Skeifan 11, sími 37888. Krossaóu vió eftirfarandi kosti Spsih SX2000 rafeindakveikibúnaóarins’ sem þú metur mikils 02P SIG&A V/öGA C uLVtRAK Örugg gangsetning 9 minni innsogsnotkun \M betri gangur vélar n aukinn kraftur 9 mun minni bensín- eyðsla (þú vinnur upp verðið á skömm- um tíma) m ending á kertum, platínum, startara og rafgeymi eykst til muna \M skiptirofi (þ)ófavöm) 19 2ja ára ábyrgð 9 hentar í alla bíla (4—8 strokka) m nijög auðveld ísetn- ing Bensinsparnaöurinn einn er jafnvel næg ástæða til að kaupa SPARKRITE SX2000 i bilinn SPARAÐU OG NOTAÐU SPARKRITE Sölustaðir: • Bílanaust Siðumúla 7—9 R • Citroén viðgerðir Súðarvogi 54 R • Velsmiðjan Þór Isafirði • Höldur s.f. Fjölnisgötu 1 Akureyri • Vélaverkstæðið Foss Husavík Islenskur bæklingur á sölustöðurr Sími 91 77348

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.