Alþýðublaðið - 09.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID llna ©n wegtuii. ST. EíNINGIN nr. 14 og st. í- þaka nr. 194 halda sameigin- legan fund í G.-T.-húsinu við Templarasund annað kvölid kl. 8V2. St. Þóra Borg og br. Brynjólfur Jóhannesson sýna smáleik (Kunningjar). £1 hnsaleigan á Freyjugötunni nokkuð ódýr- ari í húsum Guðjóns Benedikts- sonar en í öörum hústim? Þessu íangar mig itil að Alp.blaðið svari. Verkarnad,ur. Svar: Blaðinu er ókunnugt um þetta, en býst við að húsaleigan hjá Guðjóni sé eitthvað lík og hjá öðrum. Halldórskonið, Allmargir hafa notað sér af pví að fá korn þetta til reynslu. Enn er samt eftir nokkuð, sem hægt er að láta, og ættu þeir, sem ætla sér að fá kornið, að gera það sem fyrst, því það þarf að koma því sem fyrst í jörð- ina. Leikhúsgrunnur eða verkamanna- bústaðir. Jakob Möller er aðalmaðurinn í leikhússjóðsstjórninni, sem þaut í það að byggja leikhús- grunninn fyrir 200 þús. kr. til þess að hindra það, að féð yrði notað til verkamannabústaða. Heyrt hefi ég kunnuga menn segja, að ýmsir íhaldsmenn hafi verið á móti leikhúsbyggingunni, en aftur á móti hafi sumir þeirra verið mjög ákveðnir með henni til þess að hindra að féð færi til verkamannabústaða, t. d. Magnús f. dósent. S'.oert. disveinadeildin fór á sunnudagsmorguninn austur aö Þingvöllum í skemti- för eins og til stóð. — Var farið í mörgum bílum austur, enda voru um hundrað sendisveinar meö í förinni. — Á ÞingvöIIum var farið í knattleik, sem var mjög spennandi og haldinn við mikla aðsókn. — Fór leikurinn mjög friðsamlega fram. í Valr höll var drukkið kaffi. Lét Jón Guðmundsson í Valhöll menn fá kaffi fyrir lítið endugjald og ýmsir velunnarar félagsins höfðu ýmist gefið eða selt kaffibrauðið vægu verði — og eiga þeir þakk- ir skyldar fyrir það. — Að kaffi- drykkjunni lokinni fór umsjón- armaður Þingvalla, Guðmundur Davíðsson, með mönnum um sögustaðinn og skýrði frá hin- um ýmsu atburðmn, sem þar hafa gerst. Vorum við honum þakklátir fyrir það, þar sem okk- ur langaði alla að vita meira en áður um frægasta stað lands- ins okkar. Sigurður bilstjóri sagði okkur sögi'.r og skrítlur, sem okkur þótti mjög gaman að. — Ferðin tókst ágætlega og vor- um við allir ánægðir með hana. Enginn meiddist, og brotnaði að eins ein tönn úr einum á allri leiðinni. Fararstjórar voru þeir Valgarður Stefánsson og Gísli Sigurbjörnsson. G. F. Kjósendafundurinn í kvöld í „porti“ barnaskólans gamla byrjar kl. 8. Listaverk. Höggmyndir eftir hínn unga listamann, Sigurjón Ölafsson frá Eyrarbakka, eru til sýnis i skemmuglugga Haralds, Kosningaskrifstofa A-listans er í Edinborgarhúsinu, sími 1262. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund kl. 8 annað kvöld i alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Þar verður rætt um síldveiðaT og at- vinnuhorfur og um kosnmgarn- ar. Aliir sjómenn, sem eru í landi, ættu að sækja fundinn. Leirmunir Guðmundar Einarssonar frá Miödal fást nú aftur í Listvina- húsinu við Skólavörðuna. Nokkr- ir munanna eru til sýnis í glugg- -um skartgripaverzlunar Árna B. Björnssonar við Lækjartorg. A-listinn er I i.sti verklýðsféiaganna. Kosningarnar. 1 gærkveldi voru um 1300 manns búnir að kjósa hér í Rieykjavík. Þar með eru taldir þeir, sem kosningarrétt eiga ann- ars staðar á landinu. Með „Dettifossi“ í gær kornu frá Englandi Hall- dór Kiljan Laxness og íismundur Sveinsson listamaður. -Hinn „stéttvisi" Guðjón brigziaði engum alþýðumanni á fundinum á sunnudaginn um það, að hafa þegið af bænum. Guðjón er að læra og verða betri maður. ( a. Skðverksmiðju hefir Eiríkur Leifsson sett á stofn við skóverzlun sína á Laugvegi 25. Eru þar búnir til inniskór og leikfimiskór; en til- ætlun hans er að auka síðar við verksmiðjuna, og verði þá gerð- ar fleiri skótegundir. í leikfimi- skónum er yfirleðrið islenzkt sauðskinn í stað þess, að í er- lendu skónum, sem hér hafa ver- ið notaðir, er sá hluti .þeirra sttrigi. Inniskór eru búnir til í verksmi&junni úr íslenzku sel- skinni, en aðrir úr erlendu skinni og er yfirleður þeirra hests.kinn. Skórnir eru smekklegir og lík- legir til að endast vel. Þeirn, sieim fótkaldir eru, eru selskinns- TllKYknlNtÁR frá itelniiéPL Goðsieiim Eyjóifssoi Klðæavezlun & saumastofa. Laujjavegi 34, — Simi 1301. Rykft akkarnir iangþ áðu og ódýru era komnir. Mikið úrval skórnir vafaUius.t sérlega hag- kvæmir. Gerir Eiríkur ráð fyrir, að unnið verna sem mest úr inn- lendu. eini, eftir því, sem fyrir- tækið eflist. - . Starfsfólkið er alt íslenzkt, niemia kennarinn, sem er danskur. Vinnum fyrir A-listann. Alþýðuflokksfóik, sem vill styðja að kosningagengi Alþýðu- flokksins með því að vinna við kosningarnar á kjördegi, er beð- ið að skýra kosningaskrifstofu A- listans frá því, helzt sem fyrst, — Skrifstofan er i Edinborgar- húsinu, sími 1262. — Vinnum að miklum kosningasigri A-listans. Kjósið A-listann. lnai es° alí frétta ? Nœturlœknir er í nótt Ólafur Jónsson, sími 959. Kimttspijrnan i geerkveldi fór þannig, að „K. R.“ vann „Val“ tmeð 2 gegn 0. Leikurinn var fjör- ugur. Voru bæði mörkin sett sið- fcist í'fyrra hálfleik. Næst verður kept annað kvöld kl. 81/2- Þá keppa „Fram“ pg „K. R.“ _ Togararnir. „Þórólfur“ kom af veiðum í gær og „Skallagrímur“ í nótt með 100 tunnur lifxar hvor, í, morgun „Egill Skallagrímsson" með 70 tn. og „Otur“ með 75 tn. lifrar. Ármenningar! Glímuæfing verður í kvöld kl. 7 í nýja barnaskólanum. Mætið vel! . Skipafréttir. „Deítifoss“ kom í gærkveldi frá útlöndum. „Esj- ALÞÝÐUPRENTSMIÐJÁN,. Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon ar tækifærisprentun svo sem ertiijjó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. an“ fór í gærkveldi austur um land í hringfierð. „!sland“ fer I kvöld vestur um land í Akur- eyrarför. „Gullfoss" kemur í Kvöid frá útlöndum. Varv.Hkipfó „óóirirí1 fer héðan í kvöld norður á Húnaflóa og verður þar í sumar við mæl- ingar. Hjónabönd. Á laugardaginn gaf séra Bjarni Jónsson saman í hjónaband Gíslínu S. Þórðar- dóttur og Guðmund Jóhannsson blikksmið. Heimili þeirra er á Laugavegi 27. — Sama dag voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Ólafssyni ungfrú Svafa Ól- aísdóttir og Jökuil Pétursson. Heimili þeirra er á Lindargötu 8 B. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 8 stiga hiti í Reykjavík. Otlit hér við Faxaflóa: Norðan-gola eða -kaldi. Skúraleiðingar sunnan til síðdegis. Útvarpid í dag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Hljómleikar (E. Th.). Kl. 20,45: Erindi (Vilhj. Þ- Gís’ason mei tari). Kl. 21: Veð- urspá. Fréttir. Kl. 21,25: Hljóm- leikar (Þ. G., E. Th.). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.