Morgunblaðið - 06.09.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
55
í stöðvarhúsinu er unniö að því að koma fyrir annarri aflvélinni, og
ganga frá þeirri fyrstu, sem byrjar að mala rafmagn 1. nóvember.
nýtast bændum til beitar. Og
samvinnan er góð.
Aðbúnaður starfsfólks hefur
batnað með hverri virkjun. Það
sáum við fréttamenn Morgun-
blaðsins, sem heimsóttum virkj-
unarstaðinn sl. þriðjudag. Stefnt
er að því að allir geti verið í eins
manns herbergi í framtíðinni, að
því er Sigurður Þórðarson, aðstoð-
arstaðarverkfræðingur tjáir
okkur. Ennþá gera það aðeins þeir
sem eru allt árið, hinir eru í gömlu
tveggja manna skálunum. Lands-
virkjun á skálana, sem eru norskir
frá Moelen, og leggur til búðir
fyrir alla. Elstu skálarnir hafa
verið í notkun allt frá Búrfells-
virkjun, notaðir þar, við Vatnsfell,
Sigölduvirkjun og nú við Hraun-
eyjafossvirkjun, auk þess sem
stóra bragga var hægt að flytja
frá Sigöldu í heilu lagi, því ekki
eru göturnar þröngar á hálendinu
eða staurar í veginum. Nýju skál-
arnir eru grænir á lit og betri. Það
eru einingar, sem hægt er að hlaða
saman og tengja í röð, eins og í
íbúðabúðunum, eða hlaða þeim
hverjum ofan á annan eins og
legokubbum, svo sem gert hefur
verið í skrifstofuhúsnæðinu.
Landsvirkjun er þannig búin að
koma sér upp aðstöðu, og á búnað
fyrir starfsfólk.
Auk þess rekur Landsvirkjun
mikla sameiginlega þjónustu. Sér
t.d. um símakerfi og telexþjónustu
fyrir alla, kvikmyndasýningar
1—2svar sinnum í viku, snjóruðn-
ing á vetrum og vegaviðhald
neðan frá Búrfelli, auk samræm-
ingarverkefna fyrir alla þessa
verktaka, sem er mun meira
verkefni en áður var, þegar verk-
takar voru fáir og stórir. Hafa
þarna starfað hjá Landsvirkjun
sjálfri 50—80 manns, og á þeirra
vegum 3 mötuneyti nú. Þurfti í
sumar að setja upp það þriðja í
gestahúsinu. Það er varanleg
bygging, sem notuð verður í fram-
tíðinni fyrir vélstjóra og aðra sem
þurfa að vinna tímabundið við
virkjunina. Mötuneyti eru nú höfð
færri og smærri, þar sem það
þykir félagslega hollara, að því er
talið er á Norðurlöndum. Og að
sjálfsögðu eru Norðurlönd elt hér
sem í öðru í þessu landi.
Sama Tungnaár-
vatnið virkjaö
Landsvirkjunarmenn hafa eftir-
lit og reka stíft á eftir hverjum
verkþætti, svo hvergi tefji einn
fyrir öðrum og framkvæmdir fari
úr skorðum. Staðarverkfræðingur
er Páll Ólafsson, sem hefur verið á
hálendinu við allar stórvirkjanir
allt frá Búrfelli, þá við Vatnsfell
vegna Þórisvatnsmiðlunar, og
staðarverkfræðingur við Sigöldu-
virkjun og nú Hrauneyjafossvirkj-
un.
Virkjun Tungnaár við Hraun-
eyjafoss er mikið stórvirki. Það
sjáum við þegar við förum um
svæðið nú, áður en vatnið hylur
þessi geysilegu mannvirki og
menn keppast við að loka flóðgátt-
um, þétta aðveituskurðinn með
steypulagi, loka haftinu við stífl-
una, setja saman aflvélarnar tvær
í stöðvarhúsinu, ganga frá tengi-
virkjunum þar inni og ljúka
þröskuldi til að hemja ána í
frárennslisskurði. Við verkið hef-
ur þurft að „víkja“ henni Tungnaá
til og bylta fram og aftur, sem er
ekkert smáviðfangsefni, vatns-
massinn 100—150 rúmmletrar á
sekúndu og getur farið upp í 500
rúmm. Því sjáum við nú mann-
virkin, að hún er ekki þar komin
aftur á sinn stað. Tungnaá er
virkjuð um 5 km frá Sigöldu og
mun lónið ná langleiðina þangað.
Þetta er sama vatnið, sem virkjað
er, og því nýtist Hrauneyjafoss-
virkjun allt það sem búið er að
gera við Sigöldu og þar fyrir ofan.
Tungnaá er hér virkjuð þar sem
hún rennur í norðurátt. Hún hefur
áður komið ofan úr Vatnajökli,
rekist á þröskuld á móts við
Landmannalaugar og tekið vinkil-
beygju, en hraunin frá Heklu
haldið áfram að veita henni við-
nám, þar til hún er komin svo
norðarlega og heldur síðan eftir
SJÁ NÆSTU SÍÐU