Morgunblaðið - 06.09.1981, Side 14
g2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
Willem van Blijderveen:
„Ekki komin
pylsusala
við hvern foss“
Hollendingurinn,
Willem van Blijder-
veen, heldur hér á
bókinni sem hann hef-
ur skrifað um ísland.
„I>að sem fyrst vekur athyKÍi
útlendinKs. sem kemur til ís-
lands er landslagið. J>að cr
sihreytileiít. ólíkt öllu öðru,“
sejfir Willem van Blijdcrveen,
íslandsvinur frá Ilollandi. cn
hann hefur nú nýlokið við að
skrifa fcrðamannahandbók
fyrir IIollendinKa. scm lcKKja
leið sina til íslands. Mhl. átti
við hann stutt spjall.
„Það er vaxandi áhugi fyrir
íslandi í Hollandi. Um það vitna
tölur um fjölda ferðamanna.
Sjálfur hef ég komið hingað
þrisvar. Áhugi minn á landinu
vaknaði fyrir nokkrum árum, en
þá var ég kennari í Hollandi og
einn af nemendum mínum átti
íslenskan föður (Jón Kristins-
son, arkitekt). Ég veit ekki
hvernig á því stendur að áhugi
fyrir landinu fer vaxandi í Hol-
landi en líklega er það vegna
þess að landið er ennþá ósnortið,
og ekki komin pylsusala við
hvern foss. Mikið af greinum
hafa verið skrifaðar um Island í
hollensk blöð og þeir sem hafa
komið hingað í sumarfrí eru
ánægðir.“
— Hvernig safnar þú upplýs-
ingum í bókina?
„Það var aðallega með því að
ræða við Islendinga, bæði hér og
í Hollandi og einnig las ég mikið
af bókum um landið á ensku og
þýsku. Ferðamálaráð Islands var
mjög hjálplegt og vildi ég koma
á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem veittu mér aðstoð við
gerð bókarinnar.
Myndirnar tók ég sjálfur að
mestu leyti, en ég hef mikinn
áhuga á ljósmyndun og hef
unnið við að myndskreyta bæk-
ur.
I bókinni reyni ég að íþyngja
ekki lesandanum með tölulegri
nákvæmni heldur vek athygli á
því sem er sérstakt við hvern
stað. Annars er það merkilegt
við ísland hvað það getur komið
manni stöðugt á óvart, gagn-
stætt Finnlandi til dæmis sem er
alltaf fallegt en alltaf eins.
Ég skipti bókinni í þrjá kafla.
Fyrst gef ég yfirlit yfir jarð-
fræði, gróðurfar, dýralíf, mat-
arvenjur, þjóðina og ýmislegt
fleira. I öðrum hluta eru til-
greindir helstu staðirnir sem
vert er að sjá. Tilgangurinn með
því er að vekja athygli á hlutun-
um svo að fólk keyri ekki
framhjá þeim. Staðirnir eru þó
ekki skráðir niður í ákveðinni
röð og fylgja ekki ákveðinni leið.
Ég gef aðeins nokkra punkta,
sem fólk getur moðað úr. Það
verður aldrei skemmtileg ferð ef
fólk ekur blint eftir vegahand-
bók, stoppar aðeins þar sem
merkt er við í bókinni og sér
ekkert annað. Ekur með aðra
hendi á stýrinu og bókina í hinni
hendinni.
í þriðja hlutanum eru ýmsar
handhægar upplýsingar um
hvernig hægt er að komast til
landsins, og hvaða ferðamátar
eru mögulegir, þegar hingað er
komið. Sagt er frá því hvernig
klæðnaður er nausynlegur hér.
Hér er oft rok og rigning, sem
ferðamenn ættu að vita af.
ísland er það áhugavert land að
það ætti ekki að skaða ferða-
mannastrauminn þótt fólk vissi
af verðráttunni. í bók minni eru
líka myndir af rigningunni. Ég
vil ekki gera glansmyndabók.
Það er hluti af upplifuninni að
finna fyrir rigningunni og rok-
inu.
Fólk sem kemur hingað er
ekki að sækjast eftir stöðugri
sól. Það er ennþá eitthvað
óþekkt, ævintýraljómi, yfir land-
inu og allt að því landvinninga-
bragur á þeim ferðamönnum,
sem leggja leið sína hingað.
Ferðamennirnir koma hingað til
að nema landið í annað sinn. Ég
held þeir hafi það á tilfinning-
unni.
Ég tel að það eigi ekki að
reyna að auðvelda ferðamönnum
um of að komast á afskekkta
staði, heldur láta þá sjálfa um
erfiðið. Þannig minnkar ágang-
urinn. Aukinn ferðamanna-
straumur þýðir aukin eyðilegg-
ing og landið þolir ekki ofbeit
eins og þið vitið. Annars hef ég
ekki trú á því að ferðamennirnir
séu verstir í umgengni við land-
ið. Það eru til dæmis ekki
ferðamenn sem skemmta sér við
að spyrna á jeppum upp grasi-
grónar hlíðar.
Slæm umgengni stafar oft af
fáfræði og víða eru leiðbein-
ingarskilti aðeins á íslensku þeg-
ar svo auðvelt væri að hafa
enska þýðingu með,“ segir Will-
em.
Bókin verður tekin til sölu í
stærstu bókabúðum hér á landi
auk bókabúða í Hollandi. Willem
reynir nú að finna bókaútgef-
anda sem myndi gefa bókina út í
enskri þýðingu. í síðustu ferð
sinni til íslands staldraði van
Blijderveen við í mánuð og gekk
þá um hálendið ásamt kunningj-
um sínum. Hann er nú kominn
til Hollands aftur.
PENNASTUÐ
á nýju skólaári
DAGANA 30. ÁGÚST TIL 7. SEPT.
Hvaö þaö
veröur veit nú
enginn...
Nú er allt iðandi af lífi og fjöri í öllum
verslunum Pennans. Troðfullar búðir af öllu
sem til skólans þarf; þar er allt frá strokleðrum
upp í skólatöskur, frá blýöntum til bóka, — og
að sjálfsögðu allt þar á milli.
Fyrr má
nú Penna
en tússpenna
Drífiö í því aö
ná í límmiöa,
stundaskrár
o.fl.
Allir Pennavinir eru hjartanlega vel-
komnir í Pennastuðið okkar.
Kennarar,
muniö eftir
teiknibólunum
Umferöarráð mælir
meö skólatöskunum.
Scöut
Öryggi í umferð.
Missiö ekki af leiknum
Aston Villa — Valur
Laugardalsvöllur 30.
september.
Hallarmúla 2, Laugavegi 84, Hafnaratiali 18.
Bráðabirgðalög
um gengisfell-
ingu gefin út
BRÁÐABIRGÐALÖG ríkis-
stjórnarinnar um ráðstafanir
vegna ákvörðunar Seðlabanka
íslands um breytingu á gengi
íslensku krónunnar. sem voru
gcfin út þann 28. ágúst. hafa
verið hirt í Stjórnartíðindum. t
rökstuðningi með lögunum seg-
ir að forsætisráðherra hafi tjáð
forseta íslands, að brýna nauð-
syn hafi borið til að gera
ráðstafanir til þess að bæta
stöðu Verðjöfnunarsjóðs fisk-
iðnaðarins og gera honum
kleift að þjóna markmiðum
sínum og gæta hagsmuna
þeirra sem hlut eiga að máli:
Lögin eru svohljóðandi:
1. gr.
Þá er skilað er til banka gjald-
eyri fyrir útfluttar sjávarafurð-
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\l GLYSING \
SIMINN ER:
22480
ir framleiddar fyrir 1. septem-
ber 1981, skal hann greiddur
útflytjanda á því kaupgengi,
sem í gildi er, þegar útflutn-
ingsskjöl eru afgreidd í banka
við gjaldeyrisskil að frádregn-
um 2,286% gengismun.
Ríkisstjórnin kveður nánar á
um, til hvaða afurða þetta
ákvæði skuli taka og eru ákvarð-
anir hennar þar að lútandi
fullnaðarúrskurðir.
Gengismun, sem myndast
samkvæmt ákvæðum 1. málsgr.,
skal eingöngu verja til að bæta
stöðu Verðjöfnunarsjóðs fisk-
iðnaðarins og rennur hann
óskiptur til hlutaðeigandi deilda
sjóðsins.
Áður en umræddu fé er ráð-
stafað, skal greiða af því hækk-
anir á flutningskostnaði og öðr-
um sambærilegum kostnaði við
útflutning vegna þeirra afurða,
sem þessi lög taka til.
2-gr.
Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
er heimilt að veita ríkisábyrgð
fyrir lánum til Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins. Liggi ríkis-
ábyrgð fyrir, er sjóðsstjórn
Verðjöfnunarsjóðs heimilt að
taka lán í því skyni að gerá
einstökum deildum sjóðsins
kleift að standa við skuldbind-
ingar sínar. Lán þessi mega þó
aldrei nema samtals meiru en
70% af heildarinnistæðu í Verð-
jöfnunarsjóði hverju sinni.
3. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að
setja með reglugerð eða á annan
hátt nánari fyrirmæli um fram-
kvæmd laga þessara.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.