Morgunblaðið - 06.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 65 Súrrealisminn var ríkutega kynntur. Hér sjáum viö tvær myndir eftir þá frægu menn Marhcel Duchamp og Róne Magritte. Mörgum þykir Henri Matisse eé besti af þeim stóru mélurum aldarinnar. Hann var síteiknandi úti í náttúrunni og hér sést hann í vinalegu umhverfi, garöinum sínum, og mun hann hafa teiknaö nær hverja einustu plöntu þar. Augu Picasso þóttu undur aldarinnar enda stóöust þau féir, allra síst veikara kynið. Með hverri nýrri éstkonu breytti hann um stíl og stílbrigöin er fri pentskúf hans runnu uröu æöimörg svo sem allir vita. jafnframt, hví var settur punktur við ártalið 1957? Illar raddir gætu staðhæft, að það sé vegna þess, að á þeim tíma missti Parísarskólinn frumkvæðið úr höndum sér í myndlistum, t.d., og í hönd fóru ár merkilegrar íhaldssemi og þrjósku. Mér var tjáð, að mikið kapp- hlaup hafi verið við að ljúka uppsetningu sýningunnar síðustu dagana og hafi ýmsu verið breytt eftir opnunina, m.a. á stór nazistafáni að hafa hangið uppi á forhlið safnsins ásamt með öðru frá hernámsárunum, en verið tek- inn niður. Og óneitanlega er sýn- ingin á köflum nokkuð ruglingsleg í skipulagi, gesturinn uppgötvar máski, að hann er í annað eða þriðja skiptið i sama salnum og svo hins vegar allt í einu, að honum hefur yfirsést heilu deild- irnar, en þetta eru yfirstíganlegir byrjunarörðugleikar. Hvereinasta risasýning er í eðli sínu þannig, að það tekur nokkurn tíma að mynda sér heildaryfirsýn yfir sýn- ingargripina. Allar stórsýningar eru því marki brenndar, að þegar þær hafa verið opnaðar, koma ýmsir vankantar í ljós, sem mönnum hafði yfirsést og sniðnir eru af þeim eftir mætti eftir á. Ekki er til betra heiiræði handa þeim, er slíkar sýningar skoða, en að fara hratt yfir í fyrstu umferð, meta stærð og kosti sýninganna og fara svo aftur yfir það, sem vekur mestan áhuga þeirra. Sýningunni París/París er svo sannarlega ekki hægt að lýsa í almennri blaðagrein, til þess þyrfti heila bók eða skrælþurra upptalningu, eingöngu er hægt að rekja útlínurnar og tjá þau miklu áhrif, sem hún hefur á skoðendur. Hinn iðandi mannfjöldi á sýning- unni dregur athygli að sér ekki síður en sýningin sjálf og maður stendur sig að því að vera að rannsaka viðbrögð fólks við hinum ýmsu þáttum sýningarinnar ekki síður en sýninguna sjálfa. Maður er líkast því að vera í biðsal risastórrar flughafnar, þar sem getur að líta fólk frá öllum heimshornum. Er inn í sýningarhöllina kemur, reka menn augu á risastór leik- tjöld Picassos niðri í eins konar sýningarþró hinnar miklu forhall- ar. Munu leiktjöldin vera eins konar tákn sýningarinnar og voru gerð fyrir leikhús fólksins árið 1936. Hér fer meistarinn á kostum og stílbrögðin og krafturinn sem undanfari og boðberi þess, sem á eftir kom, m.a. í hinni miklu Guernica-mynd. Og uppi á fimmtu hæð er heill heimur af fróðleik um myndlistir, bókmenntir, leiklist, kvikmynda- list, ljósmyndalist, tízkuhönnun, iðnaðarhönnun, styrjaldir og hvunndaginn í 30 ár. Á sjöttu hæð er svo mikill veitingasalur, þar sem menn geta hvílt sig og fengið sér hressingu. Hér var mér bent á hinn fræga, danska teiknara Hans Bendix, sem vafalítið hefur verið að brynna sér af „Hvíta hestinum" eftir litaraftinu að dæma. Hann reit svo fjörlega grein í Politiken um sýninguna og segir í lokin: „Á sýningunni var margt fagurra skilta, er vísuðu gestum veginn um salina, og eftir að hafa skoðað þessa risasýningu, sem útheimti mikla líkamlega og andlega áreynslu, sem m.a. stuðlaði að menningarbólgu í fótunurr^ verður manni það skilti máski kærast, er á stendur „Sortie", útgangur ...“ Maður nokkur sagði við mig eftir að hafa séð sýninguna: „Ég hef séð hér inni allt, sem málað hefur verið á Islandi á síðustu áratugum." Ætli hann hafi ekki haft lög að mæla, en þó er ég jafn handviss um, að sumt er gert hefur verið á íslandi, myndi skera sig úr hér, svipað og þýsk og rússnesk samtímalist skar sig úr list heimamanna á sýningunum París/Berlín og París/Moskva. Allt er áhrifum háð og víxlverkun- um, en rismikill persónuleiki brýt- ur þau undir vilja sinn og skap- gerð og bætir þannig alin við það, sem áður hefur verið gert. Og það er einmitt það, sem máli skiptir. Er við Tryggvi Ólafsson vorum að fara út af sýningarsvæðinu á lokunartíma í fyrra skiptið, eða um 10-leytið að kvöldi, varð fyrir okkur eins konar kveðju-mynd- band. Á því sást Edith Piaf vera að syngja af yfirskilvitlegri innlif- un og tilfinningu. Það var líkast því, sem þessi smágerði og veik- byggði líkami, sem farinn var af notkun vímuefna af öllu tagi, væri persónugervingur Chanson-tón- listarinnar. Hún strauk rafmögn- uðum höndum sínum upp og niður líkama sinn og samsamaðist tón- rænni túlkuninni af lífi og sál. Frá henni stafaði svo tónræn útgeisl- an, að ég var gripinn mögnuðum áhrifum, svo að við lá, að hrollur færi um mig. Á leiðinni niður stigann varð mér hugsað til þess, hvort hún hefði máski verið að syngja: „No, Je ne regrette rien“, ég iðrast einskis. Ef svo væri, vonaði ég, að skipuleggjendur sýningarinnar gætu tekið undir. Eitt er víst og það er, að þessi sýning og sýningarnar allar á undan hafa aukið skilning millj- óna á gildi listar og menningar. Bragi Ásgeirsson Nicolas de Stöel og Serge Poliakoff þóttu béðir frébærir málarar. Þjóöhátíöardagur Frakka er 14. júlí og þá er dansaö á götum úti í takt viö blakka nótt og tónlist þjóðarsálarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.