Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 21
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 69 Skref framávið Það verður að sexjast að Bob Dylan er loksins farinn að fikra sig áfram eftir tvö skref aftur á bak (Slow Train Coming og Saved). Þó er enn þó nokkuð i land, ef hann ætlar að ná gæðum bestu platnanna, eins og „Blood on The Tracks“, „John Wesley Harding", „Freewheel- in'“, „Street Legal", „Blonde on BIonde“ o.s.frv. „Gospel“-hljómurinn er enn sterkur, enda orgel og svartar söngpíur mikið notaðar í kallkórum. Fyrsta lagið, titillagið, byrjar einmitt þannig. En í öðru laginu, „Heart of Mine“, rennir Dylan sér yfir í „New Morning“-stílinn en lagið vinnur mjög á með aukinni spilun. Dylan svarar þeim sem gagn- rýndu hann fyrir „endurfæðing- una“ með beinskeyttum texta líkt og í gamla daga í laginu „Property of Jesus“ sem er nokkuð gott. „Lenny Bruce“ heitir ballaða um háðfuglinn Lenny Bruce, sem Dustin Hoffman lék um árið. Lagið er ljúft og þægilegt en verður varla eitt af hans klassísku lögum. „Watered-Down Love“ er með þungum Dylan-takti og vinnur á. „Deadman, Deadman" er með svipuðum takti og „Hurricane". Nokkur reggae-keimur er af lag- inu, sem er eitt hið líflegasta á plötunni. Dylan vekur upp gamlar minningar þegar hann byrjar með munnhörpuleik lagið „In The Summertime". Hann syngur lagið í sínum gamla góða „nefstíflustíl" og undirleikurinn er sparlegur. Kassagítarinn, munnharpan og söngur Dylans í þessu lagi væri nóg ástæða til að fá sér þessa plötu! „Trouble" er „rafmagnsblús" eins og Dylan hefur oft gert vel og gerir hér líka, en lokalagið er samt betra. „Every Grain of Sand“ er í þessum gamla góða sögustíl Dyl- ans með sparlegu en smekklegu undirspili. „Shot of Love“ er skrefi framar en „Slow Train Coming" og „Saved". Jim Keltner og Tim Drummond eru enn til staðar, tveir frábærir hljóðfæraleikarar. Söngkonurnar fjórar, Clydie King, Regina McCrary, Carolyn Dennis og Madelyn Quebec standa fyrir sínu, en það eru þær fyrst og fremst sem skapa anda plötunnar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Ben- mont Tench (Tom Petty & The Heartbreakers) á orgel, Steve Ripley (gtr), Fred Tackett (gtr), Steve Douglas (sxs), Carl Pick- hardt (pnó), Danny Kortchmar (gtr), William Smith (orgel), Ringo Starr (trm), Duck Dunn (bs) og Ronnie Wood (gtr). Ástarsöngvar Cliff Richard „Love Songs“ fyrsta sætis breiðskífa Cliff Richards, hefur verið gefin út hérlendis af Fálkan- um. Eins og nafnið bendir til eru þetta Ijúfustu lög Cliffs, eins og „Carrie“, „12th Of Never“, „The Next Time“, „We Don't Talk Any- more", „When The Girl In Your Arms Is Thc Girl In Your Ileart". „Constantly", „Visions" og „Thc Minute You’re Gone“ sem eru bara 8 af 20 lögum á plötunni sem geymir Ijúfustu lögin hans frá „A Voice In The Wilderncss" sem kom út í janúar 1900 til „A Little In Love“ sem kom út í nóvembcr 1980. Þess má geta að ný lítil og ný stór plata eru væntanlegar frá Cliff á næstu vikum sem heita báðar „Wired For Sound“: Fálkinn hcfur lika gcfið út fyrstu plötu „Duran Duran“ sem hefur verið í cfstu sætum breska listans síðustu vikur. Innan tíðar er svo nýjasta plata Rolling Stones, „Tattoo You“, vænt- anleg. „Bestu kveðjur” „Bestu kveðjur" með Leo Sayer er nokkuð sérstök plata að því leyti til, að ísland er eina landið þar sem þessi plata er opinberlega gefin út. „Bestu kveðjur" inniheldur 24 vinsælustu lög Sayers á tveim plötum, í einu albúmi. Ferill Leo Sayers á vinsældalistunum hófst með „The Show Must Go On“ í desember 1973. Næsta lag sem gerði lukku var lagið „One Man Band“ sem náði 6. sæti í Bretlandi í júlí 1974 og síðar sama ár kom „Long Tall Glasses", og Roger Daltrey gerði annað lag eftir hann vinsælt, „Giving It All Away“, sem Leo tók upp ’74. „Moonlightin’" kom síðan 1975. 1976 kom „You Make Me Feel Like Dancing" sem náði toppnum í Ameríku, en öðru sæti í Bretlandi. 1977 slógu lögin „When I Need You“ (1. sæti bæði í Ameríku og Bretlandi), „How Much Love“ og „Thunder in My Heart“ í gegn. 1978 kom „Raining in My Heart“, 1979 „Train“ og 1980 „More Than I Can Say“. Auk allra þessara laga eru lög sem slógu ekki í gegn en eru sum engu að síður í sama gæðaflokki. Tónlist Leo Sayers er þægileg poppmúsík eins og hún gerist hvað best og mörg laga hans perlur. Jakob spilar með Þursunum Jakob Magnússon er staddur á landinu þessa dagana ásamt hljóm- borðsleikara að nafni Alan Howarth. Munu þeir vera á leið til Evrópu að spila, en dvelja hér í tvær vikur og spila a.m.k. á þrennum hljómleik- um ásamt Þursunum. Á hljómleik- um þessum kemur Bubbi Morthens fram ásamt þeim Jakobi og Alan og flytja þeir efni eftir Bubba, við undirleik tveggja hljómborða og kassagítars sem Bubbi leikur á, og ef til vill mun Tómas Tómasson leika á bassa og hljómborð. Jakob mun einnig taka upp nýja hljómborðs- plötu hér og verða allir textar á henni sungnir í gegn um „Vocoder". Svipmyndir úr Skemmunni á Akureyri Það hefur sárasjaldan gerst að vtöhöfum verið með myndir utan af landi í Slagbrandi, en hér eru þó þrjár skemmtilegar sem teknar voru á hljómleikum í íþróttaskemmunni á Akureyri fyrir nokkru. Eru myndirnar af þrem af framsæknari hljómsveitunum í dag, Þursunum, Þey og Bara Flokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.