Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 3 Loðnuveiðin við Jan Mayen treg 27 þúsund lestum landað hér, 18 þús. í Færeyjum 18 bÚSUND lestir af loðnu hafa nú horizt á land hjá fiskimjols- verksmiðjunni Hafsbrún í Fu>?la- firði, Færeyjum, en á sama tíma í fyrra höfðu borizt þangað 32 þúsund lestir af loðnu. Loðnan, sem landað hefur verið þar. er veidd af dönskum ug færeyskum bátum á umdeilda veiðisvæðinu við Jan Mayen. Færri kaupa innlent kaffi INNLEND kaffibrennsla hef- ur tapað verulegri markaðs- hlutdciid á þessu og síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum könnunar Féiags íslenzkra iðnrekenda ok Hagstofu ís- lands. A öðrum ársfjórðungi i ár var hlutdcildin 78,8%, sem er tæpum 6 prósentustigum lægra en á sama tíma árið áður. Þá hefur markaðshlutdeild- in einnig minnkað, sé litið til næsta ársfjórðungs á undan, eða um tæplega 3% prósentu- stig. Sömu tilhneigingar gætir þegar markaðshlutdeildin er skoðuð á ársgrundvelli. Árið 1978 var markaðshlutdeild innlendrar kaffibrennslu 92,5%, árið 1979 92,2%, árið 1980 82,6% og fyrsta hálfa árið í ár var hún 80,2%. I málningariðnaði eru smá- vægilegar sveiflur í markaðs- hlutdeild innlendrar fram- leiðslu. Þannig vex hlutdeildin um rúmt prósentustig á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við fyrsta ársfjórðung, úr tæpum 64% í 65%. Mark- aðshlutdeildin hefur hins veg- ar minnkað um tæpt prósentu- stig, ef annar ársfjórðungur 1981 er borinn saman við sama tíma árið áður. Á ársgrund- velli hefur hlutdeildin verið eftirfarandi: árið 1978 65,6%, árið 1979 64,7%, árið 1980 66,2% og á fyrstu sex mánuð- um þessa árs er hún 64,3%. Þá kemur fram í niðurstöð- um könnunarinnar, að mark- aðshlutdeild innlendrar hrein- lætisvöruframleiðslu hefur greinilega minnkað undanfar- in ár. Árið 1978 var hún 72,0%, árið 1979 70,5%, árið 1980 67,3% og á fyrstu sex mánuðum þessa árs er hún 64,7%. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í Færeyj- um, hafa veiðarnar gengið treg- lega að undanförnu og sum skip- anna hætt þeim. Isafold reynir fyrir sér í Norðursjó og einhver skip hafa haldið á loðnuveiðar við Svalbarða og eitt færeyskt skip hefur reynt fyrir sér á kolmunna- veiðum austan Færeyja. I gær lönduðu Geysir, sem er danskt skip, 650 lestum, Skálafossur 600 og Turid 300 lestum hjá Hafsbrún í Fuglafirði. Veiðar íslenzku skipanna við Jan Mayen hafa einnig gengið treglega og er aflinn alls um 27 þúsund lestir. Tvö skip eru á leiðinni til lands með afla, Pétur Jónsson með 840 lestir og Svanur með 660 lestir. Pétur Jónsson er nú aflahæsta skipið með rúmlega 4.000 lestir. Mánárskriður: Vegurinn ekki opnaður í haust UNNIÐ hefur verið við nýjan veg yfir Mánárskriður i sumar en hann verður ekki tilbúinn i haust, enda var það ekki áætlað, að sögn Bjarna Snæbjörnssonar, umdæmisverkfræðings á Sauð- árkróki. Sagði hann að nú hefði verið unnið að því að breikka vegar- stæðið en það hefði gengið hægar en búizt hefði verið við vegna erfiðleika við sprengingar. Vegur- inn yrði því ekki tilbúinn í haust en stefnt væri að því að hægt yrði að opna hann næsta haust, þó framkvæmdum yrði væntanlega ekki lokið þá. Bjarni sagði einnig að það yrði veruleg samgöngubót af veginum er hann kæmist í gagnið, sérstaklega að vetrinum til. Þó að búizt væri við því að snjó festi nokkuð á veginum, skipti það ekki verulegu máli þar sem að- staða til moksturs yrði góð og að vegurinn væri nær láréttur og því ylli minni snjór ekki verulegum vandræðum eins og væri á gamla veginum vegna þess hve brattur hann er. JNNLENT Mæðginin sem fórust MÆÐGININ, sem fórust í um- ferðarslysi á Grindavíkurvegi á laugardag, hétu Jóna Auður Guð- mundsdóttir, 19 ára gömul og Viktor Sigurðsson, hálfs annars árs. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna: Leggur til að prófkjör f ari fram 30. nóv. og 1. des. STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavik ákvað á fundi sinum i fyrrakvöld, að leggja til við fulltrúaráðið. að prófkjör vegna borgarstjórnar- kosninganna að vori, fari fram 30. nóvember og 1. desember næstkomandi. Sveinn H. Skúlason fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðsins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að stjórnin hefði einnig samþykkt að leggja til að prófkjörið yrði opið, það er að öllum Reykvíkingum er styðja Sjálfstæðisflokkinn, verði heimil þátttaka, en ekki flokksbundnum sjálfstæðismönnum einum. Þá sagði Sveinn einnig, að stjórnin hefði lagt til að í prófkjörinu yrði krossað við nöfn þeirra frambjóð- enda er kjósendur vilja að skipi framboðslistann, en ekki að kjós- endur merki við frambjóðendur í númeraröð eins og gert var til dæmis í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu kosningar til Alþingis. Prófkjörið mun sem fyrr segir fara fram sunnudaginn 30. nóv- ember og mánudaginn 1. desember næstkomandi, svo fremi sem fund- ur fulltrúaráðsins samþykki til- lögu stjórnarinnar. Borgar- fulltrúar í Reykjavík eru nú 15, en þar af hafa sjálfstæðismenn 7. Rætt hefur verið um að núverandi borgarstjórnarmeirihluti muni leggja til að borgarfulltrúum verði fjölgað í 21 í næstu kosningum, og mun tillaga þess efnis væntanlega verða lögð fyrir. borgarstjórn. I fl 1 AKAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.