Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 AÖalfundur Stéttarsambands bænda: Samþykkt óbreytt ástand í framleiðslutakmörkun- um á landbúnaðarafurðum AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda lauk aðfaranótt sunnuda^s með kosninnu nýrrar stjórnar. Stjórnin var kosin óbreytt frá þvi sem hún áður var nema að i stað Gunnars Guð- bjartssonar fráfarandi formanns kom inn MaKnús SÍKurðsson bóndi á Gilsbakka í Hvitársiðu i BorKarfirði. Hlaut hann 45 at- kvæði scm þýðir að ailir fulltrúar kusu hann. Daginn eftir kom nýja stjórnin saman í fyrsta skipti og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar- innar var kosinn Ingi Tryggvason formaður Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Það voru alls rúmlega 40 tillög- ur lagðar fram á fundinum. Þar var m.a. tillaga er kvað á um að haldið skuli áfram þeirri stefnu í Prestar þinguðu í Grundarfirði (•rundarfirAi. 7. .septembor. IIÉRAÐSFUNDUR Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis var haldinn i Grundarfirði sunnudaginn G. sept- ember si. og hófst fundurinn með messu i Grundarfjarðarkirkju. Séra Guðmundur Karl Ágústsson, soknarprcstur i ólafsvik predikaði, og séra Jón Þorgeirsson i Grund- arfirði þjónaði fyrir altari. Prófasturinn séra Ingiberg J. Hannesson frá Hvoli setti siðan fundinn í safnaðarheimili Grundar- fjarðarkirkju kl. 13.30. Aðalmál fundarins, auk venjulegra héraðs- fundarstarfa, var stofnun jöfnun- arsjóðs fyrir prófastsdæmið, sem vafalaust mun marka tímamót um margvíslega starfsemi innan próf- astsdæmisins. Þá var fjallað um samræmingu sóknargjalda innan prófastsdæmisins, rafmagnsverð til kirkna, starfsreglur fyrir sóknar- nefndir og annað starfsfólk kirkj- unnar og skýrslur safnaðarfulltrúa. Þá var fjallað um kirkjukórahátíð í tilefni kristniboðsafmælis. Séra Gísli H. Kolbeins í Stykkis- hólmi flutti fróðlegt erindi um Þorvald víðförla Goðráðsson og Friðrik biskup í tilefni kristniboðs- árs. Fróttaritari. framleiðslustjórnun, sem mörkuð hefur verið með beitingu kjarnfóð- urgjalds og kvótakerfis. Var sú tillaga samþykkt samhljóða og kom ekki til mikilla umræðna um hana á fundinum. Framleiðslu- stjórnunin var, að mati þeirra sem lögðu orð í belg um hana, slæmur hlutur en nauðsynlegur. Þá var samþykkt tillaga þar sem aðalfundurinn taldi ástæðu til að ætla að mjólkurframleiðslan hæfði nokkurn veginn þörfum þjóðarinnar, og lagði því fundur- inn áherslu á að þörf væri á aðgerðum til að tryggja að hug- sanleg bústofnsskerðing komi fremur niður á sauðfé en mjólkurkúm. Aðalfundur Stéttarsambands bænda ítrekaði fyrri ábendingar aðalfunda um að enn er all margt aldrað fólk í landi nú sem ekki nýtur lífeyrissjóðsréttinda og skoraði fundurinn á ríkisstjórnina að standa viB fyrirheit um bætta réttarstöðu þess fólks. Aðalfundurinn lýsti yfir þung- um áhyggjum yfir auknum lax- veiðum í sjó í landhelgi nálægra landa og skoraði því á landbúnað- arráðherra og ríkisstjórn íslands að gera allt sem mögulegt er til að vernda þá íslensku hagsmuni sem hér kunna að vera í hættu. Samþykkt var tillaga um að stjórn Stéttarsambandsins beytti sér fyrir breytingum á lögum um lífeyrissjóð bænda, sem tryggi jafnan rétt hjóna auk þess sem athugað verði hvort tímabært sé að lækka aldursmarkið og miða þá við lífeyrissjóð sjómanna. Aðalfundurinn samþykkti að beina því til stjórnunar Stofnlána- deildar landbúnaðarins að stór- hækkuð verði lán til jarðarkaupa þannig að lán fari í 60% af matsverði viðkomandi jarðar. Þá var samþykkt tillaga um að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna áð því að gert verði öflugt átak í að kynna almenningi ítar- lega hlutverk landbúnaðarins, starfshætti hans og gildi fyrir þjóðarheildina. Ennfremur benti fundurinn á þá bráðu hættu sem nú steðjar að ýmsum byggðarlög- um verði um frekari grisjun byggðar að ræða og skoraði því á stjórnvöld að hefjast þegar handa um áætlanagerð í jaðarbyggðum er orðið geti traust undirstaða alhliða aðgerða til að festa byggð í sessi. Nokkrar umræður snerust um tillögu þar sem segir að aðalfund- ur Stéttarsambands bænda telji brýnt að settar verði reglur um hámarksstærð búa á öllum sviðum búrekstrar í landinu. Segir í til- lögunni að fundurinn telji æski- legast búrekstrarform séu fjöl- skyldubú, einnar eða fleiri fjöl- skyldna. Felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að leita sam- starfs við Búnaðarfélag íslands um gerð tiilagna á þessu sviði. Voru menn ekki á eitt sáttir um hvar setja ætti markið við há- marksbú eða iágmarksbú en á endanum var þessi tillaga sam- þykkt samhljóða. Eins og áður sagði voru sam- þykktar rúmlega 40 tillögur, þessa þrjá daga sem fundurinn stóö en hann fór fram með allra rólegasta móti og voru allar tillögurnar samþykktar samhljóða. Hin nýja stjórn Stéttarsambands bænda á sinum fyrsta fundi. Talið frá vinstri: Guðmundur Ingi Kristjánsson, Böðvar Pálsson, Magnús Sigurðsson á Gilsbakka á Hvítársíðu í Borgarfirði en hann kom inn i stjórnina í stað fráfarandi formanns Gunnars Guðbjartssonar. Ingi Tryggvason hinn nýi formaður Stéttarsambandsins, Hákon Sigurgrimsson framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, Gísli Andrésson, Þórarinn Þorvaldsson og Þorsteinn Geirsson. Ljósmynd: Julius Danielsson. 11 kip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell ...... 23/9 Arnarfell ...... 7/10 Arnarfell ...... 21/10 ANTWERPEN: Arnarfell ....... 10/9 Arnarfell ...... 24/9 Arnarfell ....... 8/10 Arnarfell ...... 22/10 GOOLE: Arnarfell ....... 21/9 Arnarfell ....... 5/10 Arnarfell ...... 19/10 LARVÍK: Helgafell ....... 22/9 Hvassafell ...... 28/9 Hvassafell ..... 12/10 GAUTABORG: Helgafell ....... 23/9 Hvassafell ...... 29/9 Hvassafell ..... 13/10 KAUPMANNAHÖFN: Helgafell ....... 10/9 Helgafell ....... 24/9 Hvassafell ...... 30/9 Hvassafell ..... 14/10 SVENDBORG: Hvassafell ....... 9/9 Helgafell ....... 11/9 Helgafell ....... 25/9 Hvassafell ...... 1/10 Dísarfell ....... 9/10 Hvassafell ..... 15/10 HELSINKI: I Dísarfell .......... 2/10 HAMBORG: Dísarfell ....... 30/9 GLOUCESTER, MASS: Jökulfell ....... 10/9 . Skaftafell ......... 30/9 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ....... 14/9 Skaftafell ....... 2/10 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Hljómflutningstækin þín venða aldrei betvi en hátalaramír sem þú tengir við þau! OSA Bose 301 hátalarasett Kr. 3.662.- (Gungl 28.5.'81) Yfirburðir Bose felast í fullkomnu samspili beinna og endurkastaðra tóna. Það er næstum því sama hvað tækin þín heita - Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips, Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast mest megnis upp á hátölurunum. Auðvitað skiptirtalsverðu máli hversu góð tækin eru, en þó er miklu mikilvægara hvaða hátalara þú notar. Þess vegna ber öllum „stærri spámönnum” saman um að verð hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði samstæðunnar. Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose, því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af áhugamönnum sem atvinnumönnum. Komdu og kíktu á okkur - og Bose Sérstök hljómskyggnusýning í verslun okkar að Sætúni 8 segir þér allan sannleikann um Bose. Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.