Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 Myndbönd í bíl- um Austurleiðar í júlímánuði bættusf tveir myndarlegir langferðabílar i flota Austurleiðar hf. Báðir eru þessir bílar af Mercedes Benz- gerð. Annar tekur 41 farþega og hefur verið notaður í hinar vin- sa'lu Fjallabaksferðir. en hinn er 60 farþega með 250 hestafla vél. Báðir eru þessir bílar búnir sjónvarpstækjum og myndsegul- bandi, svo að þegar útsýni er takmarkað er fyrir hendi að sýna og útskýra landslagið, sem ferðast er um af myndsegulbandi. — Yfirbyggingarnar á þessi veglegu farartæki eru smíðaðar í Belgíu, en settar á grindurnar hér heima. — Hinum daglegu ferðum í Þórs- mörk er lokið á þessu sumri og svo er og um Pjallabaksferðirnar, en það færist í aukana að íslendingar nota sér þessar ódýru og áhyggju- lausu óbyggðaferðir, þar sem traustir menn eru við stýrið. Sérleyfi Austurleiðar hf. 'í Hvolsvelli er eitt það lengsta á landinu, nær allt til Egilsstaða og niður á firðina þar eystra. — Austurleiðarmenn kappkosta að hafa góða bíla á sérleyfum sínum og fylgjast vel með í þeim efnum. Og til nýjunga í langferðabílum má það teljast að í nýja Horna- fjarðarbílnum er sjálfskipting. Verið er að reisa i Ólafsvik þrjú timburhús, kiædd með múrsteini að utan og á þaki. Þau eru danskrar gerðar og kosta fullbúin 620 þús. krónur með öllum innréttingum, teppum og öðru siiku. Mikið af þvi, sem byggt hefur verið að undanförnu á ólafsvik, hefur einmitt verið svona tilhúin hús af ýmsum gerðum og kemur það kannski helst til af þvi að það sparar tíma að reisa þess konar hús, auk þess sem erfitt er að fá smiði. Efnahagsörðugleikar í Nígeríu: Gætu haf t áhrif á skreiðarútflutning Vvju langferðabílar Austurleiðar I.jósm. SÍKurAur II<tksmhi. þó þess gæti ekki enn, segja útflytjendur Hátíðarguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju HúAardal. Á undanförnum árum hefur farið fram gagnger viðgerð á kirkjunni að Kvennabrekku i Dölum. en hún hafði látið mjög á sjá. Hún hefur nú verið klædd og einangruð að utan og innan og öll færð í besta stand. Nú er þessari viðgerð lokið, og verður tímamót- anna minnst með hátíðarguðs- þjónustu í kirkjunni sunnudaginn 13. september klukkan 14. Prófasturinn séra Ingiberg J. Hannesson predikar, en sóknar- presturinn, séra Friðrik J. Hjart- ar, þjónar fyrir altari. Gísli Þor- steinsson syngur einsöng. Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffidrykkja fyrir kirkju- gesti. — Kristjana. NÍGERÍA stendur nú frammi fyrir alvarlegum fjárhagslegum vanda vegna minnkandi oliusölu og gæti það haft áhrif á innflutn- ing til landsins. Að sögn ís- lenzkra fiskútflytjenda, sem flutt hafa skreið og þurrkaða hausa til Nígeríu að undanförnu, hefur ekki gætt neins samdráttar enn sem komið er, en slíkt gæti þó komið til ef um áframhaldandi fjárhagsvandræði yrði að ræða þar í landi. Vandi Nígeríumanna stafar af því að þeir hafa selt olíu sína á 40 dollara tunnuna, sem er nokkuð hærra en hjá öðrum olíuútflytj- endum. Hafa þeir gert ráð fyrir því í fjárlögum sínum að fram- leiða og selja um 2 milljónir tunna á dag á þessu verði, en nú er framleiðslan komin niður í 700.000 tunnur á dag og verðið hefur verið lækkað niður í 36 dollara og er tapið reiknað á 3,5 milljarða dollara. Olíutekjur Nígeríu nema um . 93% af gjaldeyristekjum þeirra eftir að hefðbundinn út- flutningur hefur að mestu lagst niður. Því standa Nígeríumenn frammi fyrir því að þurfa að draga úr ríkisútgjöldum og gæti það haft áhrif á innflutning til landsins, eða að taka erlend lán til að jafna mismuninn. Vegna þessa hafi blaðið sam- band við nokkra aðila, sem flutt hafa skreið og þurrkaða hausa til Nígeríu. Að sögn Árna Þórs hjá íslenzku umboðssölunni hefur þetta ástand ekki haft áhrif á útflutning fyrirtækisins og reikn- aði hann með því að ástandið þar syðra lagaðist nú með lækkuðu olíuverði. Sagði hann að nú væri framundan útskipun á 20 til 30 1100-2200 kr. í benzín að aka hringveginn Benzínkostnaður ökumanns á venjulegum fólksbíl. sem eyð- ir um 10 lítrum benzins á hverja 100 kílómctra hringinn í kringum landið. cn það eru liðlega 1400 kílómetrar. er um 1100 krónur eftir síðustu hækk- un á benzínverði. Fyrir hækkun kostaði það sama okumann um 060 krónur. Bcnzinlítrinn hækkaði eins og skýrt hefur verið frá í frcttum Mbl., úr 6,85 krónum hvcr lítri í 7,85 krónur. Eyði bíllinn hins vegar 15 lítrum benzíns á hverja 100 kílómetra, er kostnaðurinn eftir hækkun um 1650 krónur, en var fyrir hana um 1440 krónur. Ef bíllinn er svo mjög eyðslu- frekur og eyðir um 20 lítrum benzíns á 100 kílómetra, er kostnaðurinn eftir hækkun um 2200 krónur, en var fyrir hana um 1900 krónur. Hyggist menn bregða sér til Þingvalla og til baka, kostar það á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á hverja 100 kílómetra, eftir hækkun um 86 krónur, en kostaði fyrir hækkunina um 75 krónur. Eyði bíllinn á þessari leið um 15 lítrum, kostar það eftir hækk- un um 130 krónur, en kostaöi fyrir hana um 113 krónur. Ef bíllinn eyðir um 20 lítrum á hverja 100 kílómetra, kostar það viðkomandi í benzínkostnaði um 175 krónur eftir hækkun, en kostaði um 150 krónur áður. Það kostar um 710 krónur að aka frá Reykjavík til Akureyrar og til baka á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á hverja 100 kílómetra, eftir hækkun, en það kostaði áður um 615 krónur. Eyði bíllinn á þessari leið um 15 lítrum benzíns á hverja 100 kílómetra, kostar það eftir hækkun um 1060 krónur, en fyrir hana um 925 krónur. Eyði billinn á þessari leið um 20 lítrum, þá er benzínkostnað- urinn eftir hækkun um 1415 krónur, en var fyrir hana um 1230 krónur. þúsund pökkum af skreið og ein- hverju magni að hausum á vegum íslenzku umboðssölunnar og því væri ekki um samdrátt hjá henni að ræða. Magnús Friðgeirsson hjá sjáv- arafurðadeild Sambandsins sagði, að þar sem olía væri aðalútflutn- ingur Nígeríu væri það vissulega alvarlegt mál, að samdráttur hefði orðið og yrði svo til frambúðar gæti það haft í för með sér samdrátt í innflutningi til lands- ins, en slíkra áhrifa væri ekki farið að gæta enn. Sagði hann að fyrir 5 árum hef'ðu olíutekjur Nígeríu numið 96% af þjóðartekj- um landsins og 1978 hefði vöru- skiptajöfnuður landsins verið óhagstæður, en hins vegar hag- stæður um 8 milljarða dollara 1979 og væri það nær 13-faldur útflutningur íslands. Árið í fyrra hefði einnig verið hagstætt svo það gæti verið að þeir ættu væna sjóði til að fleyta sér yfir erfiðleik- ana nú. Stuldurinn frá Bílaleigu Akureyrar; Málið enn óupplýst Þjófnaðarmálið á Akureyri, þeg- ar stolið var tæplega 140.000 krónum frá Bilaleigu Akureyrar, er enn óupplýst, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Daniel Snorrasyni, rannsókn- arlögreglumanni á Akureyri. í samtali við Morgunblaðið sagði Daníel, að enn hefði ekkert það komið fram, sem bent gæti á þann eða þá sem að verki hafa verið. Sagði Daníel að enginn hefði verið hnepptur í gæsluvarð- hald vegna þessa máls, en stöðugt væri unnið að rannsókn þess. II UTSALA-LEIKFONG 40% afsláttur í 4 daga. Notið þetta einstæöa tækifæri til aö gleöja yngstu kynslóöina. Aöeins þessa viku. Leikfangaver, Klapparstíg 40, sími 12631.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.