Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 „Ilinn sigursæli her opnar gluggann mót umheiminum“ Innrásir Rússa hylltar á nýjum frímerkjum í „SEVERSKÉ listy“, riti. sem landflótta, tékkneskir andófsmenn í Svíþjóó Kefa út, var ný- le>?a frá því sagt, að út va*ri komin í Sovétríkjun- um mjoK athyglisverð frí- merkjasería ok hér á eft- ir fer þýðinK á ummælum andófsmannanna um þessa nýju útjíáfu: „Sovéskir heimsvalda- sinnar kunna ekki þá list að skammast sín. Nú hef- ur verið gefin út í Rúss- landi frímerkjasería, þar sem innrásir Rauða hers- ins víða um heim eru hafnar upp til skýjanna. „Hinn sigursæli, sovéski her opnar gluggann mót umheiminum" heitir serí- an og í forgrunninum er ávallt sovéskur skriðdreki en baksviðið er ólíkt: Búdapest, Prag og Kabúl.“ ^nom4cccp4Kon? S V'V'1- '.W.'L'i Því meirí kröfur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hefur allt það til að bera, sem krafist er af góðri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru til um meiraen 17 ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst í fjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu máln- ingarvöruverslunum landsins. málninghf Afganir ráðast yfir landamærin Islamahad. 8. sept. AP. STJÓRN Pakistans mótmælti í harðorðri orðsendingu í dag tveimur árásum Afghana yfir landamærin á undanförnum þremur döKum og varaði við „alvarlegum afleiðingum“ ef slíkir atburðir endurtækju sig. Forseti Pakistans, Mo- hammed Zia Ul-Haq hershöfð- ingi, sagði að með árásunum vildi stjórnin í Kabul sýna mátt sinn og beita stjórn Pakistans þrýstingi. Hann sagði að varúðarráð- stafanir hefðu verið gerðar, en þó væri ógerningur að koma í veg fyrir að árásirnar endur- tækju sig þar sem landamærin væru 2.252 km löng. Sendifulltrúi Afghanistans var kvaddur í utanríkisráðu- neytið þar sem honum var afhent mótmælaorðsendingin. Önnur árásin var gerð á þorp í suðvesturhluta Pakistans, 1,6 km frá landamærunum. Vopn voru tekin herfangi, en ekkert manntjón varð. Tveimur dögum áður gerðu afghanskar MIG-flugvélar árás á landamærastöð í sama héraði, Balukistan, og fimm særðust. Zia sagði að það sem virtist vaka fyrir Afghönum væri að neyða Pakistana til að viður- kenna stjórnina í Kabul og knýja fram samningaviðræður um Afghanistanmálið. James L. Buckley, varautan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í dag til Islamabad til viðræðna um hergagnasend- ingar, en Zia kvað árásirnar ekki standa í sambandi við heimsóknina. Forsætisráðherra Afghanist- ans, Sultan Ali Kishtmand, setti nýlega fram ný skilyrði fyrir viðræðum um Afghanistanmálið og Zia kvað þau sýna „talsverð- an sveigjanleika“. Næsta skref eru fundir Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra SÞ, með utanríkisráðherrum Pakistans og Afghanistans síðar í þessum mánuði. Utanríkisráðherra Afghanist- ans, Shah Mohammad Dost, kom til Kabul í dag eftir eins dags heimsókn til Nýju Delhi þar sem hann ræddi við Indiru Gandhi forsætisráðherra og fleiri indverska ráðamenn. Guatemala rýfur tengsl við Breta (iuatcmalahorK. 8. sopt. AP. GUATEMALA hefir slitið stjórnmálasamhandi við Bret- land til að mótmæla þeirri ákvörðun brezku stjórnarinnar að veita nýlendunni Belize i Mið-Ameríku (áður Brezka Honduras) sjálfstæði 21. sept. Stjórn Guatemala hefir einn- ig lokað landamærunum að Bel- ize. Guatemala hefir í tæpa öld gert kröfu til Belize, sem er byggt 150.000 manns, aðallega blökkumönnum. Stjórnin lýsti því eitt sinn yfir að hún mundi „neyðast til að hefjast handa" ef nýlendan lýsti einhliða yfir sjálfstæði. En þrátt fyrir þessa dulbúnu hótun um innrás hefir Fernando Romeo Lucas Garcia Guate- malaforseti síðan lýst því yfir að þótt stjórn hans muni ekki viðurkenna sjálfstæði Belize muni hún ekki gera innrás í landið. Bretar kunngerðu nýlega þá ákvörðun sína að hrinda í fram- kvæmd fyrirætiunum sínum um að veita Belize sjálfstæði, þótt viðræður við Belize og Guate- mala um griðasáttmála hefðu farið út um þúfur. Samkvæmt slíkum sáttmála hefði Guate- mala fallið frá kröfu sinni til Belize, en fengið í staðinn að- gang að höfnum Belize við Karíbahaf og á eyjum undan ströndinni. Guatemala sleit stjórnmála- sambandi við Bretland 1963 til að mótmæla fréttum um að Bretar neituðu að taka á móti sendinefnd frá Guatemala er fór til Lundúna að ræða landakröf- ur til Belize. Fullu stjórnmálasambandi hefir aldrei verið komið á aftur síðan, en brezka ræðis- mannsskrifstofan hefur verið opin og viðskipti milli landanna hafa verið með eðlilegum hætti. Það er því raunverulega ræð- ismannssambandi er nú hefir verið slitið milli landanna. Yamani situr við sinn keip Jidda. 8. sopt. AI*. OLÍURÁÐIIERRA Saudi Arabíu. Ahmed Zaki Yamani. sagði í viðtali i dag að sam- ræma ætti verð OPEC og ákveða það lægra en 34 doll- ara tunnuna og gaf í skyn að samtökin mundu leysast upp ef verðinu yrði haldið eins háu og að undanförnu. Ilann varði stefnu Saudi- Arabíu i oliuverðlagsmálum á þeirri forsendu að hún væri í „beztu þágu“ efnahagskerfis- ins í heiminum. Á fundi OPEC í Genf í síðasta mánuði hauðst Yam- ani til að minnka framleiðslu Saudi-Arabíu og hækka verð- ið úr 32 í 34 doílara olíufatið ef öll 13 aðildarríki OPEC lækkuðu verð sitt í 34 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.