Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 15 Þannig var umhorfs í bortfinni Lubango í Angola eftir árás Suður-Afríkumanna á dögunum, að sogn angólsku upplýsingaþjónustunnar. Stjómarkreppu spáð í Finnlandi herra, er talið benda til þess að Miðflokkurinn vilji ekki lengur stjórnarsamstarf vinstri- og mið- flokka. Hægrimenn velta því nú fyrir sér hvort baráttan um for- setaembættið komi hér við sögu. Stefnt virðist vera að því að víkja Koivisto, sem hefur haldið vin- sældum sínum, og mynda í staðinn minnihlutastjórn Miðflokksins. Ahti Karjalainen er æ oftar nefndur sem hugsanlegur forsæt- isráðherra. Hann er nýkominn úr heilsubótarferð í Evrópu og er nú sagður mjög vel á sig kominn. En Koivisto er ekki á því að hætta. Hann sér í gegnum hina pólitísku refskák og vill að ríkisstjórnin sitji áfram við völd, að minnsta kosti þangað til þing kemur sam- an í lok mánaðarins. Ástandið verður nú rætt í stjórnarflokkunum og á fimmtu- dag kemur stjórnin saman til fundar til að taka afstöðu til þeirra tillagna sem væntanlega verða lagðar fram. Þá munu ráðherrarnir komast að því hvort þeir geta náð samkomulagi um fjárlögin eða ekki. Pekkala fjár- málaráðherra lét á sér skilja í dag að hann gæti aðeins sætt sig við einróma ákvörðun. Annars segði hann af sér. Mannvíg í heimabæ látins hungurfanga Frá llarry (íranherg í Helsingfors. KLOFNINGUR er kominn upp í finnsku ríkisstjórninni. Sam- komulag hefir ekki náðst um fjárlagafrumvarpið og Mauno Koivisto forsadisráðherra er svartsýnn á horfurnar. Fjögurra manna ráðherranefnd undir forystu Koivisto náði sam- komulagi í síðustu viku eftir langar viðræður, en á fimmtudag- inn tók leiðtogi Miðflokksins, Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra afstöðu gegn samkomulag- inu. Forsætisráðherrann hótaði því að láta fara fram atkvæða- greiðslu í ríkisstjórninni um fjár- lagafrumvarpið. Miðflokkurinn vill hækka veltu- skatt um 0,7% og draga úr fyrirhuguðum lánum um 200 milljónir marka. Vinstri flokkarn- ir og Sænski þjóðarflokkurinn vilja aftur á móti ekki hækka veltuskatt. í staðinn vilja þeir auka félagsleg útgjöld vinnuveit- enda og taka ný lán að upphæð 300 milljónir marka til að standa undir viðbótum við fjárlagafrum- varpið, sem komið hafa fram í viðræðum flokkanna og enn hefir ekki verið skýrt frá. Frumkvæði Váyrynens, sem beinist gegn hans eigin flokks- manni, Ahti Pekkala fjármálaráð- Brifast. 8. scptombor. AP. ILLA útleikin lík tveggja ungra lögregluþjóna, sem trski lýðveld- isherinn (IRA) vó úr launsátri. lágu í alia nótt. þar sem þeir féllu við sveitaveg. Bifreið lögregluþjónanna þeytt- ist út af veginum af völdum jarðsprengju, sem var fjarstýrt frá þorpi, þar sem einn hinna 10 hungurfanga í Maze-fangelsi átti heima. Lögreglumenn og hermenn, sem rannsökuðu sprengjuna, neyddust til þess að vera á staðnum fram á morgun, þar sem hætta lék á að fleiri sprengjum hefði verið komið þar fyrir. Lögreglan segir að í sprenging- unni hafi myndazt stór gígur á veginum í Cappagh í County Tyrone, 20 km frá landamærum Irska lýðveldisins. Þorpið var heimabær IRA- mannsins Martin Hurson, sjötta hungurfangans af 10, sem hafa svelt sig í hel í Maze-fangelsi. IRA sagði í yfirlýsingu í Belfast að lýðveldisherinn hefði drepið lögregluþjónana. Áður hafði fréttarit IRA varað við því að „brezku stjórninni yrði svarað í sömu rnynt" vegna dauða hinna 10 hungurfanga og tuga kaþólskra stuðningsmanna, sem hafa fallið í götubardögum þá sex mánuði sem fastan hefur staðið yfir. Þrjátíu og tveir menn úr örygg- issveitum hafa beðið bana á Norður-írlandi á þessu ári, þar af 16 lögregluþjónar. Sex menn eru enn í hungurverk- falli, en fimm hafa hætt föstu, fjórir þeirra fyrir tilstilli ætt- ingja, sem báðu um læknishjálp, en einn vegna magasárs. Þrátt fyrir bjartsýni Breta um að hungurverkfallið sé að fjara út er það spá kaþólska prestsins síra Denis Faul, sem heimsækir fang- ana reglulega og syngur messu í Maze á sunnudögum, að ef stjórn- in sé staðráðin í að vinna algeran sigur muni fastan dragast í tvo, þrjá eða fjóra mánuði og enda með ásökunum er sá muni fræjum annars hungurverkfalls. í Dyflinni ræðir Hugh Carey, ríkisstjóri í New York, Norður- írlandsmálin við James Dooge, tilvonandi utanríkisráðherra, og aðra írska ráðamenn. Samkvæmt góðum heimildum leggur Dooge hart að Carey að biðja Ronald Reagan forseta að beita áhrifum sínum gagnvart Margareth Thatcher forsætisráð- herra, að hún sýni meiri sveigjan- leika. \f/ ERLENT Útgefandi Tony Permo Ltd. Dreifing FALKIN N © s. 84670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.