Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 17 Viðskipti iðnaðardeildar SÍS og Seðlabanka: Hafa notfært sér lán til fullnustu og ekki staðið á upplýsingum - segja Sambandsmenn vegna yfirlýsinga iðnaðarráðherra „ÞETTA er misskilningur hjá Iljörleifi. Hann er að tala um rekstrarlán iðnaðarins, sem eru þau lán sem eru lánuð út af framleiðslu sem ekki fellur út á framleiðslulánakerfið, það eru rekstrarlán út á þá framleiðslu sem ekki fellur inn í afurðalána- kerfið. Iðnaðardeildin hefur nýtt sér þessi lán til fullnustu og ekki staðið á neinum upplýsingum til Seðlabanka þar að lútandi," sagði Sigurður Friðriksson aðstoðar- framkvaemdastjóri iðnaðardeildar SIS á Akureyri í viðtali við Mbl. í gaer, en hann var spurður álits á yfirlýsingum Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra um að iðnaðardeildin hafi ekki fyrr en nýverið nýtt sér fyrirgreiðslu sem henni stóð tii boða í Seðlabankan- um og að staðið hefði á upplýsing- um frá henni til að slík fyrir- greiðsla fengist. „Varðandi tilvitnuð ummæli Hjörleifs Guttormssonar iðnað- arráðherra er mér ekki kunnugt um að staðið hafi á neinum upplýsingum af hálfu iðnaðar- deildar," var svar Erlendar Ein- arssonar forstjóra SÍS er sú hin sama spurning var borin undir hann. Þorskaflinn meiri en á sama tima í fyrra: Ekki verður breytt stefnu stjómvalda - segir Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var þorskaflinn fyrstu átta mánuði þessa árs 372.238 tonn, en var á sama tíma í fyrra 343.438 tonn. Munar því tæpum 29.000 tonnum, og lét starfsmaður Fiskifélagsins hafa eftir sér i fjölmiðlum að það stefndi í 500.000 tonna afla með sama áframhaldi, en viðmiðunartala stjórnvalda er nú 430.000 tonn. Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis- ins, sagði aftur á móti í samtali við Mbl. i gær, að það næði engri átt að tala um 500.000 tonna þorskafla; 450.000 væri nær lagi, og ekki myndi breytt útaf þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa hingað til fylgt varðandi takmörkun þorskaflans. Heildarfiskaflinn fyrstu átta mánuði ársins var samkvæmt bráðabirgðatölunum 769.518 tonn, en var á sama tíma i fyrra 927.240 tonn, og ræður þar stórum minni loðnuafli i ár, en hann er rúmum 200.000 tonnum minni en í fyrra. — Það er langt í frá, sagði Jón Arnalds, að aðgerðir stjórnvalda til takmörkunar þorskaflans hafi farið úr böndunum. Aflinn núna er um 28.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, og veldur þar miklu þorskveiði loðnubáta, og af bráðabirgðatölunum má ætla að aflinn, heildarþorskaflinn á árinu, verði í kringum 450.000 tonn. Það er því ekki ætlunin að bregða út af þeirri stefnu stjórnvalda um tak- mörkun þorskveiða, sem þau hafa þegar mótað og fylgt eftir. Heildaraflinn í ágústlok, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lagsins, er semsé 769.518 tonn, en var 927.240 tonn á sama tíma í fyrra. Af loðnu hafa veiðst 187.643 tonn, en 392.546 á sama tíma í fyrra; botnfiskafli bátanna var 259.869 tonn, togaranna 294.986 tonn eða alls 554.855, en var í fyrra 506.080 tonn, og hafði því aukist um 48.775 tonn. Þorskafl- inn skiptist svo á milli báta og togara, að bátar veiddu 211.654 tonn en togararnir 160.584 tonn. Þá hefur rækjuveiði dregist tölu- vert saman fyrstu átta mánuði ársins, frá því sem var í fyrra, en kolmunnaveiði og síldveiði aukist nokkuð. Misjafnt nugtak ... PYSJUTÍMINN var óvenju seinn I Eyjum í ár, og sumarið reyndar erfitt hjá ungviðinu og talsvert drapst af fuglinum áður en hann komst á legg vegna skorts á æti. Krakkarnir í Eyjum halda sér þó alltaf við pysjuþáttinn og gleyma meira að segja fótboltanum stutta stund ef pysjurnar eru annars vegar. Það voru mikil tilþrif hjá lundapysjukrökkunum þegar Sigurgeir Ijósmyndari hitti þau á dögunum og ekki siður hjá pysjunum i öðru alvöruflugi þeirra. en reyndar var „flugtakið" hjá þeim misgott. í baksýn má sjá Stórhöfða og Alsey fjær. en á þessu svæði er hvað mestur friður fyrir skúmnum. sem annars er aðgangsharður við pysjuna og drepur mikið af henni. Trúnaðarmannaráð VR: Lýsir stuðningi við meginstefnu 54 manna nefndar Tómas Árnason úrbætur eingöngu fyrir Samband- ið, heldur fyrir alla sem hlut eiga að máli. — Teljið þið að það þurfi að gera úrbætur fyrir SIS? Það hlýtur að vera eina fyrirtækið af þessum, sem eiga í vandræðum, sem stendur á sama tíma í slíkum fjárfestingum. Ég hef nú ekki skoðað það mál allt. Hvað þeir þurfa að leggja út af peningum í sambandi við þessi kaup. — Það kom fram á blaða- mannafundi í gær, að það væru til nægir peningar til kaupanna í sérsjóðum SÍS. Já, það er gott. En ég held, að Sambandið hafi ekki farið á undan öðrum atvinnugreinum með að biðja um aðstoð. — Hvað með fundinn fyrir norðan og hvassar yfirlýsingar forráðamanna SÍS í garð ríkis- stjórnarinnar? Jú, jú, það var haldinn stór fundur, en yfirleitt hefur Sam- bandið ekki farið á undan í þessum efnum. Mér finnst þetta vera tvö mál, sem þarna er um að tefla. Annars vegar er fjárfesting og hins vegar rekstrar- og greiðsluvandi. — Þannig að þú lítur á Sam- bandið sem aðskildar heildir, en ekki eitt fyrirtæki? Já, ég geri það og ég álít, að það eigi að haga rekstrinum þannig. Það á ekki að vera ein stór „púlía". — Tap á einum hluta þess á þá ekki að koma niður á öðrum, að þínu mati? Nei, ég álít, að það eigi ekki að vera. Ég held, að það sé ekki heilbrigt. Ég held, að það verði að líta á þessar greinar hverja fyrir sig. — Nú kæmist einkafyrirtæki ekki upp með að haga hlutunum þannig. Ja, einkafyrirtæki eru yfirleitt ekki eins stór og Sambandið og ekki í eins mörgum greinum og Samvinnuhreyfingin er. — Hvað með Flugleiðir, ekki telst það lítið fyrirtæki? Nei, en Flugleiðir er eingöngu í flugbransanum, en Sambandið í mörgum greinum. Það er í verzl- un, sjávarútvegi, fiskvinnslu, sigl- ingum, tryggingum og öllu mögu- legu. Þetta er stórt og myndarlegt fyrirtæki, Sambandið. Ég álít, að það sé eðlilegt að þarna séu greinarnar reknar sér, en ekki hver með annarri. — Væri þetta þá ekki hentugt rekstrarform fyrir einkafyrirtæki einnig? Hafa fjárfestingar sér og rekstrarþætti sér. Myndi það ekki minnka hættuna á gjaldþroti hjá þeim? Ég held, að það sé ekkert fyrirtæki á íslandi sem jafnast á við eða er sambærilegt við Sam- bandið. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur: Fundur í trúnaðarmannaráði Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, haldinn 8. september 1981, lýsir yfir stuðningi við þá megin- stefnu, sem fram kemur í sam- þykkt 54 manna nefndar ASÍ, þann 31. ágúst sl. Fundurinn leggur áherzlu á, að VR ljúki sem fyrst við endanlega kröfugerð. Við samningagerðina verði tekið mið af samningum sambærilegra starfshópa. Þá er nauðsynlegt, að taka tillit til þess, að störf verzlunar- og skrifstofu- fólks gefa yfirleitt ekki möguleika á launahvetjandi kerfi. Trúnað- armannaráð VR telur nauðsyn- legt, að horfið verði frá þeirri stefnu, að nota hina almennu launataxta sem reiknitölu fyrir bónus- og ákvæðisvinnutaxta. Slíkt heldur niðri launatöxtum þeirra félaga, sem ekki búa við launahvetjandi kerfi. VR mun, eins og jafnan áður, verða með sérkröfur, sem félagið fylgir eftir í sérviðræðum við vinnuveitendur. Fundurinn leggur hins vegar áherzlu á áhrif félagsins í sam- stöðu við ASÍ um mikilvæga málaflokka, sem hljóta að vera sameiginleg mál allra launþega, eins og t.d. kaupmáttartrygging. Fundurinn telur, að félagið verði á hverjum tíma, að vera vakandi yfir því, að velja þá leið, við samningagerðina, sem líkleg- ust er til að skila félagsfólki mestum árangri í kjarabarátt- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.