Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 19 eins og allir vissu var Kristjana frábær húsmóðir og mann- kostakona. Hún átti einnig því láni að fagna að njóta góðra kennara, sem voru henni sam- hentir um að gera skólann að fyrirmyndar heimili. Gerðu og Halldóri varð ekki barna auðið, en hún gekk dóttur Halldórs, Steinunni, í móðurstað. Elskaði hún þessa kjördóttur sína, sem hún væri hennar eigið barn. Taldi hún það sitt mesta lán þegar litla Steinunn var færð henni og sá ekki sólina fyrir litla barninu, sem henni var trúað fyrir. Eftir rúma tvo áratugi fluttu þau hjón til Akureyrar og Halldór gerðist starfsmaður hjá Jóni Halli hús- gagnabólstrara og síðar hjá Skó- verksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Settust þau að í litlu húsi út undir Glerá, sem Sólvellir heitir. Þar naut Gerða sín vel. Gamalt, mált- æki segir: Enginn lofar einbýlið, sem vert er. A Helgastöðum var hún þegar best lét í tvíbýli, nú hafði hún eignast sér heimili fyrir sig og sína. Ég heimsótti Gerðu að Sólvöll- um. Þá hafði fundum okkar ekki borið saman í mörg ár. Við og við höfðu mér borist kærkomin bréf að norðan, sem sjálfsagt var að svara, svo sambandið slitnaði ekki. Frá Akureyri lá svo leiðin suður og eignuðust þau brátt hús í Kópavogi. Hlýlegt var að heim- sækja þau þar eins og fyrir norðan. Heimilið var með snyrti- brag og gestum fagnað þegar inn var komið. Svo lánlega vildi til, að dóttir þeirra, Steinunn, sem þá var gift, bjó í sama húsi. Það var því auðvelt að rétta hjálparhönd ef á þyrfti að halda en um það snerist hugurinn, að vera henni og börnum Steinunnar sem mest stoð og stytta. Þegar hér var komið, stóð heilsa Halldórs höllum fæti. Annaðist Gerða mann sinn af mikilli nær- færni. Gerða hafði stórt og heitt hjarta. Hún unni manni sínum af heilum huga. Gerða sem var hagmælt sendi Halldóri eitt sinn þessa vísu: hu^sa til þín mert hlýju hjartka ri vinur minn. í hrosinu þínu hjarta hirtist mcr huKur þinn.“ Halldór lést í desember 1967. Eftir að Gerða missti mann sinn var hún sárum harmi lostin og biðu hennar nú erfið ár og sífelldir flutningar. Flutti hún til Reykja- víkur með fjölskyldu dóttur sinnar. Því næst lá leiðin norður og svo var flutt suður aftur. Þá var heilsu hennar tekið mjög að hnigna. Síðast fékk hún inni á Fannborg 1 í Kópavogi. Hún andaðist, sem fyrr segir, á höfuð- daginn. Ég heimsótti Gerðu nokkrum dögum áður en kallið kom. Var hún þá mikið veik, en gleðiglampa brá fyrir í svip henn- ar er hún sá mig. Hún sagði að pabbi sinn væri hjá sér, en amma sín nýfarin. Augljóst var hvert stefndi. Þegar ég hallaði mér að henni til að kveðja hana, fann ég að hún þekkti mig og rifjaði upp smáatvik úr lífi okkar. Og nú hefur síðasti flutningurinn farið fram. Ég sakna vinar í stað. Þakka henni trygga og langa vináttu. Gerða var merkiskona og vinátta hennar fölskvalaus, en þoldi hún illa brigðmælgi og ég tala nú ekki um, ef hún heyrði að svik væru i tafli. ÖIl rangindi, þótt sumum þætti smávægileg, lögðust þungt á hana. En hún gladdist innilega þegar betur fór. Síðustu árin beindist öll umhyggja hennar að heimili Steinunnar. Það var hennar heim- ur. Enga ósk átti hún heitari en að dótturbörnin, sem virtust vel af Guði gerð, yrðu heiðarlegar mann- eskjur. Um leið og ég sendi Steinunni og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur vona ég að heitar bænir móður hennar verði þeim öllum til blessunar. — Innilegár samúðarkveðjur sendi ég Hall- grími bróður Gerðu og þakka gömlu árin. I Guðs friði. Hulda Á. Stefánsdóttir i rvtsiu vmu u'uim pu VERIÐÁMIA/HI! Hvernig vœri að bregða undir sig betri íœtin- um og heimsœkja sólina á Miami? Flugleiðir íara 7 sérstakar sólskinsíerðir til Florida á nœstu þremur mánuðum. Brotttarardagar eru: 18. og 27. september, 18. og 31. október, 14. og 28. nóvember og svo sérstök jólasólskinsíerð 19. desember. Allar íerðirnar em 3ja vikna langar, en þú heíur möguleika á að stytta þœr eða lengja. Verðið er írá 8.298 krónum. Gist verður á úrvals hótelum á ameríska visu, - hótelum eins og Chateau, Konover, Konover Flamingo og Sheraton Bal Harbour. Maturinn er stórtínn, drykkjarvatnið er gott og tungumálið skilja llestir. Auðvitað verður svo íslenskur íararstjóri á staðnum. Má bjóða þér meira? Á heimleiðinni er boðið upp á nokkurs konar ábót. Helgardvöl í alheimsborginni New York (þessari sem aliir segjast elska!). Þú þarít engar áhyggjur að haía, og allra síst al því hvernig þú átt að eyða tímanum. Hann bók- staílega hleypur írá þér. Þú kemur heim í sólskinsskapi! FLUGLEIÐIR Sr Traust fúlk hjá góóu félagi M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.