Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 Gyða Agústsdótt- ir - Minningarorð Fædd 22. septcmber 1906. Dáin 3. septcmbcr 1981. Góð kona er gengin. Þetta var það fyrsta, sem mér kom í hug, er mér barst fregnin um lát Gyðu Ágústsdóttur, vin- konu minnar og fyrrum barn- fóstru, sem lést aðfaranótt 3. september sl. Gyða var einkadóttir hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur og Ágústs Jónssonar, skósmiðs. Auk hennar áttu þau hjónin einn son, Jón, sem var málarameistari hér í bæ, en er látinn fyrir allmörgum árum. Þessi fjölskylda tengdist fjöl- skyldu minni sterkum böndum, sem hafa ekki slitnað fram á þennan dag. Þorbjörg, móðir Gyðu, var fjölmörg ár á heimili móðurforeldra minna, Lárusar G. Lúðvígssonar, skósmíðameistara, og Málfríðar, konu hans. Þau hjón áttu 10 börn, sem komust á legg, og mun Þorbjörg hafa átt mikinn þátt í umönnun og uppeldi þeirra allra, fyrstu árin. Gyða var einnig mikið á heimili þeirra sem barn og unglingur. Ágúst, faðir Gyðu, vann á skósmíðaverkstæði Lárus- ar svo til alla starfsævi sína. Kynnin milli fjölskyldnanna tveggja voru þvi mikil og náin. Fyrstu kynni mín af Gyðu eru þó bundin við mitt eigið bernsku- heimili, því að þegar móðir mín giftist og eignaðist börn, var Gyða fengin til að gæta okkar systkin- anna. Okkur þótti alltaf ákaflega vænt um Gyðu, enda var hún einstaklega barngóð. Hún var vin- ur okkar, lék við okkur og leið- beindi okkur. Ef eitthvað bjátaði á, fann Gyða ávallt einhver ráð til úrbóta. Síðast, en ekki síst, við fundum, að henni þótti vænt um okkur, eins og okkur þótti vænt um hana. Þegar Gyða var liðlega tvítug, lést móðir hennar, og tók Gyða þá við heimili föður síns. Ófá voru þau, sporin, sem við systkinin áttum upp á Hverfisgötu til Gyðu. Alltaf tók hún okkur vel, gaf sér tíma til að sinna okkur og baka handa okkur pönnukökur, spjall- aði við okkur og gerði að gamni sínu. Á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá litla húsinu þeirra við Hverfisgötu, ekki eingöngu frá bernskuárunum, heldur einnig frá því löngu síðar, en bernskuvináttan entist okkur alla ævina. Árið 1939 giftist Gyða Höskuldi Eyfjörð Helgasyni, ágætum manni, sem lést árið 1972. Þau Höskuldur eignuðust tvö börn, Þorbjörgu og Ágúst. Þorbjörg er nú orðin vel þekktur listmálari hér í Reykjavík. Hún er ógift og hefir alla tíð búið með móður sinni, nema þegar hún hefur verið erlendis að leita sér þekkingar í listgrein sinni. Ágúst var bygg- ingarfræðingur að mennt, en lést í blóma lifsins, aðeins 32ja ára, frá konu og tveim ungum börnum. Má nærri geta, hversu sárt það hefir verið fjölskyldunni allri að missa hann svo ungan, eftir langvarandi og erfið veikindi. En með Auði Hafsteinsdóttur, tengdadóttur sinni, var sem Gyða eignaðist aðra dóttur, og barnabörnin tvö voru að sjálfsögðu augasteinar ömmu sinnar. Er ég þess fuilviss, að Gyða var þeim öllum ómetanleg stoð, og þau voru henni ekki síður óendanlega mikils virði. Því að Gyða hafði alla tíð svo mikla þörf fyrir að gefa og gleðja, hjálpa og vernda. Eg minnist þess, að ég spurði Gyðu eitt sinn, hvort það hefði ekki verið erfitt fyrir Auði að bjarga sér með börnin svo ung, þegar Ágúst féll frá. „Við snerum bökum saman," svaraði Gyða og lýsir þetta svar vel samheldni fjölskyldunnar og æðruleysi Gyðu. Heimili Gyðu var alltaf hlýlegt og vistlegt, bæði á Hverfisgötu og síðar að Efstasundi 98. Þangað var gott að koma, því að allir voru þar velkomnir og vel tekið á móti þeim, sem komu. Gyða safnaði ekki auði á þessa heims mælikvarða og barst ekki mikið á. En auðlegð hjartans var óþrjótandi, og af þeim auði veitti hún öllum, sem hún átti samleið með, af gjöfulum huga. Ég vil að síðustu votta litlu fjölskyldunni hennar Gyðu inni- lega samúð. Ég mun ávallt minn- ast Gyðu með þakklæti, og svo veit ég að er um fjölmörg frændsyst- kin mín. Guðrún Arnalds Kveðja til „ömmu Gyðu“ Með þessum fátæklegu kveðju- orðum langar mig að þakka Gyðu Ágústsdóttur fyrir okkar kynni. Þessari rausnarlegu konu, sem ómeðvitað varð amma allra barna er kynntust henni. Þó söknuður sonarbarna henn- ar, Hafsteins Höskuldar og Auðar Gyðu, sé skiljanlega mestur, þá er stór hópur barna sem saknar „ömmu Gyðu“, sem þeim fannst þau eiga eitthvað í. Þar á meðal eru mín börn en þeim var hún sem hin þriðja amma. Alltaf tilbúin að hlusta á þau og skoða það sem þau þurftu að sýna henni. „Hún amma Gyða er sko algjör prjónari," sagði litla dóttir mín eitt sinn er henni hafði áskotnast listilega útprjónuð húfa, og það voru orð að sönnu. Gyða var listakona með prjóna og garn og lét alla í kring um sig njóta þess, en þó tók því aldrei að þakka fyrir, því að hennar sögn var þetta bara gert úr afgöngum. En þeir voru drjúgir „afgangarnir" hennar Gyðu því þeir entust í heilu flíkurnar. Nú hefur „amma Gyða“ kvatt þennan heim. Hún er farin til að hitta eiginmann sinn og son. Blessuð sé minning þeirra allra. Ilulda Hafsteinsdóttir „Nei, það er ekkert að. Ég fæ mér bara vatnssopa og þetta líður | hjá,“ voru síðustu orð kærrar vinkonu minnar, þegar dóttir hennar kaliaði til hennar og spurði hvort nokkuð væri að, þar sem hún heyrði að móðir hennar var á stjái um nótt. Að svo mæltu hné hún niður örend. Þessi síðustu orð Gyðu Ágústs- dóttur voru dæmigerð fyrir hana. Öllum sínum vildi hún gott gera og það var hennar mesta ánægja að geta snúist í kringum þá, en fannst aldrei að hún þyrfti á aðstoð að halda. Gyða Ágústsdóttir var fædd í Reykjavík 22.09. 1906 og hefði þvi orðið 75 ára þann 22. næstkom- andi. Hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur og Ágústs Jónssonar sem lengst af var skósmiður hjá Lárusi Lúðvíkssyni. Einn bróður átti Gyða, Jón Ág- ústsson, sem var málarameistari hér í bæ. Þau voru aðeins tvö systkinin og alla æfi mjög sam- rýnd. Jón er nú látinn og einnig kona hans, Helga Þorbergsdóttir, en þau áttu tvö börn, Þorbjörgu og Gunnar. Gyða giftist 17. júní 1939 Hösk- uldi Helgasyni, ættuðum frá Ak- ureyri og eignuðust þau tvö börn. Höskuldur og Gyða voru ákaflega samhent um að hlúa vel að börnum sínum og aðstoða þau á allan. hátt. Höskuldur lést árið 1972, um það leyti sem Þorbjörg dóttir þeirra hélt sína fyrstu málverkasýningu, þá nýkomin frá námi í Danmörku. Hann var okkur öllum sem þekktum hann harmdauði. Ég kynntist Gyðu árið 1963, þegar Auður dóttir mín trúlofað- ist Ágústi syni þeirra hjóna. Síðan hafa þessar tvær fjölskyldur hald- ið hópinn og átt saman ótal gleðistundir en einnig sárar stundir örvæntingar og saknaðar, þar sem Ágúst tók sjúkdóm sem leiddi hann til dauða aðeins 32ja ára að aldri. Barnabörnin okkar sefuðu þá sárasta sviðann. Ekkert var of gott fyrir.þau og alltaf var Gyða að prjóna og hekla eitthvað handa þeim — bæði föt og leikföng. Hún var dverghög, allt sem hún vann í höndum voru sannkölluð lista- verk. Ekki lét hún sitja við að vinna föt handa þeim barnabörn- um sem við áttum sameiginlega, en lét sig ekki muna um að senda hinum átta sem ég átti í viðbót fallegar húfur, vettlinga og ýmis- legt annað. Eins var um barna- börn Jóns bróður hennar. Af öllum þessum börnum var hún æfinlega kölluð „amma Gyða“ og þeim þótti ósköp vænt um hana. Það var gaman að koma í Efstasund því þar var gleðin alltaf ríkjandi. Gyða var ákaflega bók- elsk og var yfirleitt með bók við raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tifkynningar Tónlistarskóli Mosfellsshrepps Innritun fer fram dagana 7. —11. sept. í síma 20881, milli kl. 14.00—18.00. Skólastjóri. Leiklistarskóli Helga Skúlasonar. Kennsla hefst um miöjan september. Innritun og allar upplýsingar í síma 19451. Skólastjóri. Tilkynning til íbúa á Akranesi. Vegna gerlamengunar í vatnsbóli Akurnesinga, er fólki ráðlagt aö sjóöa allt neysluvatn fyrst um sinn. Heilbrigöisnefnd Akraness, Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Hestur í óskilum Brúnn hestur sennilega 6 vetra er í óskilum að Kiðafelli Kjós. Var á flækingi í Kjósinni síðastliðinn vetur. Uppl. í síma 66096 eftir kl. 5 á daginn. Vátryggingar neytendaþjónusta miövikud. til föstud. kl. 10.00 — 12.00 Tryggingaeftirlitiö, Suðurlandsbraut 6, Sími: 85188. tilboö — útboö ® ÚTBOÐ Tilboð óskast í stálþil og fylgihlyti (Ca. 650 tonn af stáli) fyrir Reykjavíkurhöfn. Útboös- gögn verða afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 20. október kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 fundir — mannfagnaöir Aðalfundur T.B.K. Aðalfundur Tafl- og bridgeklúbbs Reykjavík- ur verður haldinn fimmtudaginn 24. sept- ember að Hótel Sögu (Bláa sal) kl. 20:30. Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna. Stjórnin. Norðurland Eystra. Alþingismennírnir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal veröa á eftirtöldum fundum í kjör- dæminu: Laugardaginn 12.. Grenivík kl. 16, Sunnudaginn 13. Hrísey kl. 15. Sunnudag 13. Árskógsströnd. Aöalfundur kl. 20.30. Aörir fundir augl. sér. Aðalfundur Sjálfstæðis- félagsins Varðar í A-Hún., veröur haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 12. september og hefst kl. 21. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Pálmi Jónsson landbúnaöarráöherra mætlr á fundinn, og ræöir stjórnmálaviöhorfiö. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Málfundafélagið Óðinn heldur félags- og trúnaöarmannaráösfund fimmtud. 10. sept. '81 kl. 20.30 í Valhöll Háaleitisbraut 1. Fundarefni: 1. Kosning 2ja manna í uppstillingarnefnd. 2. Kosning 2ja manna í stjórn styrktarsjóös. 3. Kosning fulltrúa á 24. landsfund Sjálf- stæöisflokksins 4. Magnús L. Sveinsson formaöur VR ræöir um kaup og kjarasamninga. Stjórn Óðins Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi Breiðholti heldur almennan fund fimmtudaginn 10. sept. 1981 kl.20.30 aö Seljabraut 54. Oagskrá: 1. Kjör fulltrúa á 24. landsfund Sjálfstæöisflokksins. 2. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.