Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 32
Valur 60 Aston Villa eftir 21 dag 5 krónur eintakid MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 1 • t / V 'W'V 1 eru aðeins fyrir fjár- sterkar blokkir“ _K(i IIKLD art þart só cins K«tt íyrir hina opinhcru sj«Ai art hatta aó iána fc til atvinnuta'kja scm þcir tdja art scu ckki vcrtha f. cn kaupin a nyju skipi fra SlippstoAinni á Akunyri stoðvast «k cru úr sok- unni vrgna skilmála um fastcÍKna- vcrt,- saiiái Krlintc Pctursson skip- 'tjori «k aflaklo í Vcstmannacyjum i samtali við Mhl. um fyrirhujcuú kaup hans «k annars útvcKshúnda í Kyjum á nýjum fiskiskipum frá Slippst(á>inni scm húiú var að scmja. cn málið skilaði scr ckki í kcrfinu. Oskar Þórarinsson skipstjóri sem hut;ðist kaupa annan hátinn kvaðst tclja málið aftjreitt á neikvæðan hátt o(í væri það sornletct að mónnum væri settur stóllinn fyrir Iðnaðardeild SÍS fjárfestir í Glæsibæ IÐNAÐARDEILD Sambands ísl. samvinnufclatca hcfur ný- vcrið fest kaup á 100 fcr- mctra húsnæði í verzlunar- miðstöðinni Glæsibæ í Rcykjavík. Utibú frá verzluninni Herraríki, sem SÍS rekur við Snorrabraut, verður væntan- lega opnað í húsnæði þessu um miðjan mánuðinn, að sögn Sigurðar Friðrikssonar fram- kvæmdastjóra iðnaðardeildar SÍS á Akureyri. Sigurður sagði aðspurður að sér væri ekki kunnugt um kostnaðarverð húseignarinnar. dyrnar í eðlilegri uppbyggingu ís- lcnzks fiskiskipaflota. „Afgreiðsla málsins stöðvaðist á veðatriðum í sambandi við Byggða- sjóð og fleiri, við erum ekki nógu sterkir fjárhagslega til að ráða við kljúfa skilyrðin, 2,6 millj. í pening- um og 2,7 millj. í fasteignaveði samkvæmt útreikningum bankans. Ég var búinn að tryggja 2,1 millj. kr. éigið fé og vantaði því aðeins 500 þús. kr., en í fasteignaveði hef ég moguleika á 1 millj. kr. með þvi að veðsetja upp í topp og ég var til í það,“ sagði Erling Pétursson, „en reglur ríkisins eru ekki til að eiga við nema fyrir fjársterkar blokkir sem standa í rekstri. Mér finnst satt að segja furðulegt að hinir almennu sjóðir skuli ekki taka hærra veð í atvinnutækjunum sjálfum, að ég tali ekki um ný og fullkomin skip. Byggðasjóður lánar 10% í dæminu og iðnaðarlán er um 5%, og eðli- legast væri að 2,2 millj. kr. veð vegna þeirra væru tekin í skipunum sjálfum. Það er ekki Utvegsbanki íslands sem stöðvar þetta frá mín- um bæjardyrum séð, heldur Byggða- sjóður og hliðaraðilar sem láta sig engu skipta hvort við sem stöndum í því að sækja sjóinn viljum fórna okkur í þennan rekstur og taka áhættuna sem þjóðfélagið sjálft hefur þó fyrst og síðast hagnað af.“ Aðspurður um það hvað væri framundan sagðist Erling ekki vera búinn að gera það upp við sig: „Hér hef ég ekkert að gera ef ég fæ ekki skip,“ sagöi hann, „en ætli það sé ekki hyggilegast að fara upp á land, til dæmis í Hveragerði í blómarækt. Stjórnvöldum þykir ekki lengur neinn fengur í því að afla fiskjar og hví skyldi maður vera að berja höfðinu við steininn." Silfur hafsins Ljósm. Sigurgeir Síldinni hefur ávallt fylgt sérstök stemmning í íslenzku útvegslííi og þcir sem koma nálægt sildveiðum og sildarvinnslu bera meiri virðingu fyrir þeim fiski en öðrum sem teljast til nytjafiska hér við land. Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum af sildarlöndun úr Jóhanni Friðrik ÁR i Vestmannaeyjum i gær, en þeir lönduðu 200 tunnum til flökunar «g frystingar «g Árni úr Görðum VE landaði 100 tunnum. Hörð gagnrýni menntamálaráðherra á SÍS: INGVAR Gislason, menntamála- ráðherra. gagnrýnir forystu- menn Samhands ísl. samvinnufé- laga harkalcga í viðtali við Akur- eyrarhlaðið Dag. sem út kom í gær. «g segir. að málflutningur þcirra á fundinum. sem haldinn var á dögunum til þess að kynna vanda Sambandsverksmiðjanna. hafi verið „varhugaverður". Enníremur segir menntamála- ráðherra. sem er jafnframt þing- maður Framsóknarflokksins í Norðui landskjördæmi eystra. að fundurinn hafi verið til þess fallinn að „vekja rangar hug- myndir“ hjá starfsfólki verk- smiðjanna og öðrum um ástandið í atvinnumálum. í viðtalinu við Dag segir Ingvar Gíslason m.a.: „Ég tel að sú sviðssetning sem fundurinn í Sambandsverksmiðj- unum var hafi verið til þess fallin að vekja rangar hugmyndir um það hjá starfsfólki verksmiðjanna og óðrum hvert ástandið raun- verulega er í atvinnumálum og hvaða möguleika íslenzkt atvinnu- líf hefur til vaxtar og þroska. Það sem fram kom á fundinum og ekki var gefinn kostur á að andmæla gaf mjög ranga hugmynd um afstöðu ríkisstjórnarinnar til vandamála iðnaðarins." Ingvar (íislason mcnntamálaráðhcrra „Mér finnst að málflutningur forystumanna Sambandsins á þessum fundi hafi verið varhuga- verður. Ég sé ekki að stóryrði séu til framdráttar hagsmunum sam- vinnumanna. Mér fannst þessi fundur minna á aðferðir formanns Félags ísL iðnrekenda. Ég vona að þetta sé ekki upphafið á því að forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar gangi til liðs við þau öfl sem þar ráða í áróðrinum gegn ríkisstjórninni og því sem hún er að gera. Öflug umræða um atvinnumál á íslandi er nú mikið nauðsynjamál og nauðsynlegt er að leita margra leiða. í þeirri umræðu verða menn að gera upp hug sinn um það, hvað þeir vilja. Ríkisstjórnin vill styrkja stöðu núverandi atvinnu- vega landsmanna þar á meðal útflutningsiðnaðinn." r Kaup SIS á Freyju á Suðureyri: Banaslys á Keflavíkurflugvelli BANASLYS varð í gærkvöldi á Keílavíkurflugvelli, þar sem unnið var að fram- kvæmdum við flugstöðvar- bygginguna. Karfa, sem not- uð var til að hífa tjöru upp á þak byggingarinnar, féll niður, og lenti á einum starís- mannanna við verkið, og lést hann samstundis. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli sagði í gærkvöldi, að málið væri í rannsókn og ekki væri unnt að skýra nánar frá slysinu að svo stöddu. Hinn látni var maður á fimmtugsaldri, búsettur í Njarð- vík. „Málflutningur forystumanna Sambandsins varhugaverður 35% fækkun á hjóna- vígslum á sex árum Á ÁRINU 1974 voru hjóna- vígslur í hámarki á timabili 20 sl. ára. eða 8.8 hjónavigslur á hverja 1000 íbúa. Á árinu 1980 eru hjónavígslur aðeins 5,7 á hverja 1000 íbúa og hefur því orðið 35% fækkun á hjóna- vigslum á þessu timabili. að sögn Guðna Baldurssonar hjá Hagstofunni. í Hagtíðindum, sem gefin voru út í ágústmánuði, var gefin upp 20 ára þróun, meðal annars hvað varðar fæðingar- tíðni, hjónavígslur, hjónaskiln- aði og svo tala brottfluttra umfram aðflutta. Á tímabilinu 1961—1980 hef- ur tala lögskilnaða aftur á móti rúmlega tvöfaldast, eða úr 0,8 á hverja 1000 íbúa í 1,9 á hverja 1000 íbúa. Tala lifandi fæddra á þessu tuttugu ára tímabili hefur verið tiltölulega stöðug, að sögn Guðna. Ef miðað er við íbúa- fjöida hefur fæðingum fækkað. A árunum 1961—1965 var fæð- ingartíðni sem svarar til þess að hver kona ætti 2,015 dætur á ævinni, en árið 1980 er þessi tala komin niður í 1,212. Ef fæðingartíðni fer niður fyrir 1, þá er ekki um neina fjölgun að ræða og er svo komið í flestum Evrópulöndum, að sögn Guðna. í tölum um aðflutta og brottflutta, þá eru á árunum 1976—1977 rúmlega þúsund manns sem eru brottfluttir fram yfir aðflutta. Á árunum 1979—1980 þá eru brottfluttir fram yfir aðflutta 500 manns, þannig að á þessu tímabili hefur orðið um helmings fækk- un á brottfluttum fram yfir aðflutta. Kaupverð og skuldbindingar hálfur þriðji milljarður gkr. SKULDIR þær sem hvíla á Fisk- iðjunni Freyju hf. á Suðureyri nema 2 milljörðum 284 milljón- um gkr. skv. eignastöðu fyrirtæk- isins 31. 12. 1980. llluiur SÍS í skuldunum miðað vjð kaup 91% hlutafjár, verður því 2 milljarðar 78 milljónir gkr. Eignamyndun verður aftur á móti 3 milljarðar 339 milljónir gkr. Kaupverð er Eignin metin á 3,3 milljarða gkr. samkva'mt heimildum Mbl. 500 millj. gkr. Væntanlega verður gengið frá kaupunum i dag eða næstu daga. Fastafjármunir Freyju 31. des. sl. voru 2 milljarðar 160 millj. gkr., þ.e. frystihús og fiskimjöls- verksmiðja. 91% hlutur í því er 1 milljarður 965 millj. gkr. Mat togarans stóð þá í 2,3 milljörðum og verður hlutur SÍS 54,6% eða 1 milljarður 256 millj. kr. Þá fylgir með í kaupunum báturinn Sigur- von, sem var metinn á 130 millj. kr. um áramót og er hlutur SÍS í honum 91%, eða 118 millj. kr. SIS mun semja um greiðslur á þessum 500 millj. kr. til þriggja ára. Vitað er að talsverður halla- rekstur hefur verið á fyrirtækinu á þessu ári, en ekki tókst að afla neinna talna þar um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.