Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
„Enn ein kraftsins ör hefur
verið lögð á íslenzka fossa“
„Nú hefur enn ein kraftsins
ör verið lögð á íslenska fossa. og
það er óskandi að hún verði til
þess að bæta kjör lands og lýðs,“
sagði Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra að Hrauneyja-
fossi í gær, eftir að forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
hafði lagt hornstein orkuvers-
ins að Ilrauneyjafossi. Horn-
steinninn var lagður við hátið-
lega athöfn að Hrauneyjafossi,
þar sem saman voru komnir
ráðherrar, þingmenn, borgar-
fulitrúar, sveitarstjórnarmenn,
fulltrúar verktaka á virkjunar-
staðnum og starfsmenn við
virkjunarframkvæmdirnar.
Innan fárra vikna mun fyrsta
aflvél virkjunarinnar taka að
snúast, sú næsta á árinu 1982 og
sú þriðja árla árs 1983. Samtals
verður afl þessara véla 210
megawött.
I ávarpi sínu minntist dr.
Gunnar Thoroddsen þess er Ein-
ar Benediktsson skáld stofnaði
fossafélagið Titan, en hann hafði
m.a. mikinn áhuga á að virkja
stórt á vatnasvæði Þjórsár.
„Hugsýnir hans og draumsýnir í
virkjunarmálum koma fram í
kvæðum skáldsins," sagði dr.
Gunnar og vitnaði í kvæðið um
Dettifoss, vísupart, er var fyrir-
mynd þeirra orða forsætisráð-
herra, sem vitnað er til í upphafi.
Jóhannes Nordal stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar flutti
ávarp áður en Vigdís Finnboga-
dóttir lagði hornstein að orku-
verinu. Jóhannes sagði að þar
sem öllum meginþáttum verksins
væri að verða lokið, væri þess
skammt að bíða, að máttugur
flaumur jökulfljótsins yrði beizl-
aður til þess að knýja aflvélar
virkjunarinnar, og að hann veitti
aukinni orku um allar landsins
byggðir. Allt útlit væri fyrir að
fyrsta aflvél virkjunarinnar yrði
tekin til starfa fyrir 1. nóvember
nk.
Jóhannes minntist þess, að í
sumar hefðu verið liðin 15 ár
síðan hafizt var handa við virkj-
un Þjórsár við Búrfell, fyrstu
virkjun hinnar gífurlegu orku,
sem fólgin væri í jökulám ís-
lands. Nú væri senn lokið þriðju
stórvirkjuninni á vatnasvæði
Tungnaár og Þjórsár, og að
Hrauneyjafossvirkjun fullgerðri,
myndu þessar þrjár stórvirkjanir
framleiða þrjá fjórðu hluta all-
rar raforku, sem notuð væri í
landinu. Erfitt væri að gera sér í
hugarlund, hvar íslendingar
væru á vegi staddir í orku- og
atvinnumálum, ef ekki hefði ver-
ið hafizt handa við virkjun Þjórs-
ár, áður en landsmenn sigldu inn
í öldurót orkukreppu og alþjóð-
legrar verðbólgu.
Ef litið væri til framtíðarinn-
ar, sagði Jóhannes Nordal, væri
um margar leiðir að velja til að
nýta hinar miklu óbeizluðu
orkulindir íslendinga. Eftir þá
uppbyggingu, sem orðið hefði á
Þjórsársvæðinu, væri æskilegt
vegna öryggis og jafnvægis í
orkumálum, að ráðizt yrði í
stórvirkjanir í öðrum landshlut-
um. Yrði hins vegar þróun
orkufreks iðnaðar hér á landi
með þeim hraða, sem flestir
virtust nú vilja stefna að, ætti
jafnframt að vera hagkvæmt að
halda áfram samfelldum fram-
kvæmdum á Tungnaár- og Þjórs-
Frá virkjunarsvæðinu að Hrauneyjafossi. Stöðvarhúsið í forgrunni. Ljósm. Mbi. KrístjAn. ársvæðinu.