Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 33

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 33 .. en við erum öll jafnmikils virði“ HIN SÍÐARI ár hcfur það færst æ meira í vöxt að fræðsluyfir- völd hafa viðurkennt þörf og rétt fatlaðra harna til náms og menntunar ei«i síður en heil- brigðra. Um leið hefur verið farið inn á þá braut að hafa sérdeildir hreyfihamlaðra barna í hinum almennu skólum, þar sem börnunum er einnix Kert kieift að sækja einstaka tíma hjá heilbrÍKðum börnum i hóp og er reynt að haga þeim tímum sem mest til góðs ok þroska fyrir báða aðila. Hér á landi er það Hlíðaskól- inn í Reykjavík, sem hefur tals- verða reynslu í þessum efnum, en hann hefur undanfarin ár rækt sérdeildir fyrir fötluð börn þótt aðstæður séu þar vægast mjög erfiðar. Þó held ég að þær tilraunir sem þar hafa verið gerðar séu allar mjög jákvæðar og er þar mikið fyrir að þakka ágætu fólki sem að vinnur ásamt auknum skilningi yfirvalda á erfiðu vandamáli sem þarf að leysa í menntuðu þjóðfélagi. Við Tovshojskole sem er al- mennur skóli í einu af úthverf- um Arósa í Danmörku hafa um árabil verð starfræktar sérdeild- ir fyrir hreyfihömluð börn. Upp- haflega var skólinn byggður méð tilliti til hreyfihamlaðra. Ut frá aðalbyggingu skólans eru lítil hús, sem öll tengjast henni, en innan hennar er fyrir hendi sameiginleg aðstaða litlu húsanna, þar er matstofa, eld- hús, bókasafn, kennarastofur, leikfimissalur, sundlaug og heil- brigðisþjónusta. I hverju af litlu skólahúsunum eru fimm kennslustofur, þar sem fjórar stofur eru fyrir heilbrigð þörn, en ein fyrir fötluð börn. Við hvert húsanna er sér leik- svæði. Á síðastliðnu skólaári lagði Tovshojskole mikla áherslu á að auka skilning heilbrigðra nem- enda á hinum miklu vandamál- um fjölfatlaðra jafnaldra þeirra. Öllum 6. bekkjadeildum skólan svar falið að vinna sameiginlega að verkefni, sem bar heitið „Við erum ekki eins, en við erum öll jafnmikils virði". Fyrst heimsóttu sérdeilda- nemendur, ásamt kennurum sín- um og iðjuþjálfum, 6. bekkjar nemendur. Þar fór fram fræðsla um hinar ýmsu tegundir fötlun- ar barnanna úr sérdeildinni. Ræddar voru orsakir fötlunar hvers og eins og afleiðingar þær sem fötlunin hafði í för með sér fyrir hvern einstakling. Þá var hinum heilbrigðu nemendum kynnt notkun á hinu svonefnda „bliss-merkjakerfi" sem er notað til tjáskipta fyrir þann sem ekki getur tjáð sig í tali. Nemendum var einnig gefinn kostur á að reyna þau hjálpartæki sem fötl- uð börn nota daglega, eins og hjólastóla, hækjur, hjól, o.m.fl. Nemendur kynntust því, að þótt fatlaðir geti ekki notað hendurnar til að skrifa, er þeim gert kleift að nota ritvélar marg- víslega útbúnar, þar sem þau nota tærnar, ennispinna, eða sérstakan tækniútbúnað til skrifta. Og sannarlega komust nemendur í kynni við, að það kostar mikla þrautseigju og ein- beitni að geta skrifað á þennan máta. Eftir fyrstu kynningardagana var samvinna aukin á þann veg að einn dag í viku eyddu heil- brigðu nemendurnir öllum kennslustundum sínum í sér- deildarstofum (3 í einu). Þeir tóku virkan þátt í kennslunni þar og aðstoðuðu hina fötluðu nemendur eftir þörfum. Aðra daga vikunnar komu þeir í hverjum frimínútum til hjálp- ar og voru þannig daglega sam- vistum við hina fötluðu skólafé- laga. Virðist þessi samvera til gleði og ánægju fyrir alla aðila. Þrátt fyrir góð áform hafa tilraunir í þá átt að hafa fötluð börn og ófötluð saman í deildum ekki gefist eins vel og skyldi. Félags- Ieg einangrun hinna fötluðu hef- ur ekki rofnað. En Tovshojskole tókst ótrú- lega vel að rjúfa þessa einangrun með verkefni því er lagt var fyrir 6. bekkjar nemendur. Myndaðist þar með varanlegt samband milli barnanna. Þau heilbrigðu fundu að þörf var fyrir hjálp þeirra í skólanum — þeim var treyst og margir góðir eiginleikar nemenda, sem áður nutu sín engan veginn, komu í ljós og sköpuðu á allan hátt skilningsríkara og hlýrra and- rúmsloft innan skólans. (Heimild: Skólablað Tovshoskól- ans, Árósum.) Fjallaskáli Austur- leiðar í Þórsmörk AUSTURLEIÐ byggði i sumar fallegan bjálkabyggðan fjalla- skála með skemmtilegu svefnlofti i mynni Húsadals á Þórsmörk, þar blasir Markarfljótsdalurinn og Grænaf jall við augum. I haust verður haldið uppi ferðum inn á Þórsmörk á laugar- dögum. Mörgum þykja Merkur- ferðirnar einna skemmtilegastar á þeim árstíma þegar vel viðrar og landið ljómar í litadýrð. Upplýsingar um Þórsmerkur- ferðirnar og aðrar ferðir Austur- leiðar eru veittar í Umferðarmið- stöðinni við Hringbraut. Um eitt þúsund manns hafa farið á vegum Austurleiðar inn í Þórsmörk nú í sumar. Ejsig nr. 220, bæsaöur askur. Lengd 255 cm hæö, 178 cm, dýpt á neöri skáp 49 cm, á efri skáp 29 sm. Sendum um allt land yöur aö kostnaöarlausu á vöruflutningastöö. Sendum myndalista. Bústoð h/f Keflavík sími 92-3377.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.