Morgunblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 Framkvæmdastj. Alþjóðlegu endurhæfingasamtakanna: * Forseta Islands afhent stefnuyfirlýsing samtakanna NORMAN Acton. artalfram- kvæmdastjóri AiþjóólcKU endur- hæfinKarsamtakanna. er vamtan- lejjur hingaA til lands frá New York 16. sept. nk. Mun hann á fimmtudaK afhenda forseta Is- lands stefnuyfirlýsinKU samtak- anna í málcfnum fatlaAra fyrir 9. áratuííinn. Miövikudaginn 16. september mun Norman Acton halda opinn fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 20.30. I fyrirlestrinum mun hann fjalla um skipulag og starfssvið Alþjóðlegu endurhæfingarsam- takanna og svara fyrirspurnum. Ilafnarfjörður: Fresta heimild til hundahalds í bænum Skoðanakönnun um málið fer fram samhliða næstu bæjarstjórnarkosningum ÁRNI Grétar Finnsson. hæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í HafnarfirAi, flutti á fundi hæjar- stjórnar í fyrradag tillógu þcss efnis. að ba'jarstjórnin ^taki til endurskoðunar á nýján leik hvort leyfa heri hundahald i hamum, og sagði Árni Grétar í samtali viö Mbl., að þetta væri m.a. framkomið vegna tilmæla frá heilbrigðisráði. Tillaga Árna Grétars var felld með sjö atkvæðum gegn fjórum eftir nafnakail. Þeir sem greiddu tillögunni atkvæði auk Árna Grét- ars, voru Árni Gunnlaugsson, Brynjólfur Þorbjarnarson og Ein- ar Mathiesen. Á móti voru Stefán Jónsson, Guðmundur Guðmunds- son, Hörður Zophaníasson, Jón Bergsson, Markús Á. Einarsson, Rannveig Traustadóttir og Þor- björg Samúelsdóttir. Síðan var samþykkt með tíu atkvæðum gegn einu, að láta fara fram skoðanakönnun um afstöðu manna til hundahalds, við næstu bæjarstjórnarkosningar. Jafn- framt var samþykkt að fresta því, að ákvæði um heimild til hunda- halds komi til framkvæmda fyrr en að lokinni þessari skoðana- könnun, en heimildina átti að nota nú í haust. Frá setningu Nýja tónlistarskólans. Nýi tónlistarskól- inn í nýtt húsnæði NÝI tónlistarskólinn, Ár- múla 44, var settur 15. sept- ember. Þetta er 4. starfsár skólans, sem nú er starfrækt- ur í nýju húsnæði. Tónleika- salurinn rúmar 270 manns i sæti. Nemendur verða 240 í vetur í hljóðfæra- og söngnámi, auk forskóladeilda. Kennarar eru 20. Skólastjóri er Ragnar Björnsson en skólanefnd skipa: Garðar Ingvarsson hag- fræðingur, formaður, Árni Bergmann ritstjóri, Gylfi Þ. Gislason prófessor og Ólafur Skúlason dómprófastur. Ragnar Björnsson skólastjóri. Ótrúlegt en satt Mikið úrval af leðursófasettum Verð frá kr.: 14.500 húsgögn Langholtsvegi 111. Símar 37010 - 37144. íslenzk tón- verk flutt á NOR-VEST ’81 Á listahátíðinni NOR-VEST ’81 i Þrándheimi munu Manuela Wieslcr og Helga Ingólfsdóttir halda tónleika 24. og 25. október. Munu þær flytja eftirfarandi íslensk verk: Brck eftir Jón Þórarinsson, Stúlkan og vindur- inn eftir Pál P. Pálsson. Á efnisskránni verður einnig verk eftir norska tónskáldið Lasse Thoresen, sem hann samdi sér- staklega fyrir þær, svo og verk eftir Bach, Hándel, Mattheson o.fl. Þá mun Manuela leika með Sinfóníuhljómsveitinni í Þránd- heimi 22. okt. flautukonsertinn Evridís eftir Þorkel Sigurbjörns- son og Flautukonsert í G-dús eftir Mozart. Þá verður Kammersveit Reykja- víkur með tónleika á hátíðinni með eftirfarandi íslenskum verk- um: Hjálmar Ragnarsson: 6 söng- lög við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson fyrir alt-rödd, flautu, cello og píanó. Atli Heimir Sveinsson: Klif fyrir flautu, klarinett og cello. Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Tríó í a-moll. Þá verður Pierrot Lunaire eftir Arnold Schönberg, sem flutt var hér á Listahátið 1980 við fádæma mikla hrifningu. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.