Morgunblaðið - 18.09.1981, Page 14

Morgunblaðið - 18.09.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 Healey og Foot á fundi með Brezhnev Denis Healey, varaformaður breska Verkamannaflokksins, og Michael Foot, formaður flokksins, áttu fund með Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, og Boris Ponomaryov, aukafulltrúa í stjórnmálaráði Kommúnistaflokksins, í dag. Foot sagði að viðræðurnar gætu leitt til framvindu í samningaviðræðum um takmörkun meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. □ □□□□ RAFGEYMAR Tudor rafgeymar — med 9 líf. Já í dag opnum við TUDOR rafgeymaþjónustu okkarað Laugavegi 180 (gamla bónstöðin). Við bjóðum viðskiptavinum okkar stórbætta þjónustu, rýmra húsnæði og jafnvel kaffi meðan við skiptum um rafgeyminn. Laugaveg 180, simi 84160. Haig talar máli sölu AWACS-véla W ashington. 17. Heptember. AP. ALEXANDER Haig, utanrikisráðherra Bandaríkjanna. sagði að neikvæð afstaða handaríska þingsins til sölu ratsjárflugvéla. eða AWACS-véla, til Saudi-Arabiu myndi stofna „örygífi okkar. öryggi ísraels og friði i heiminum1* i hættu «k draga úr árangri Ronald Reagans, forseta, við yfirheyrslur hjá utanrikismálanefnd Öldunga- deildar handaríska þingsins i da«- „Ég tel það undirstöðuatriði að bandaríska þingið styðji stefnu forsetans i utanríkismálum." sagði IlaÍK. Haig fullvissaði nefndina um að Bandaríkjastjórn myndi gera ýmsar ráðstafanir til að „létta áhyggjum af þinginu". Hann sagði að eignaskipti gætu ekki orðið á vélunum og gögnin sem þær safna færu ekki í hendur þriðja aðila. Bandaríkin myndu hafa aðgang að gögnunum og ráðstafanir yrðu gerðar til að tryggja öryggi vél- anna. Haig mun greina nefndinni frá smáatriðum í sambandi við söluna fyrir luktum dyrum. Nefndar- menn munu fá tækifæri til að skoða vélarnar innan skamms. Haig sagði Charles Percy, for- manni nefndarinnar, að samband Bandaríkjanna við Saudi-Arabíu væri mjög mikilvægt friði í Mið- austurlöndum. Hann sagðist álíta að Saudi-Arabíu væri ekki eins umhugað um að fá AWACS-vél- arnar fimm eins og að reyna áreiðanleika utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þrautar. Andstæðingar sölunnar í þing- inu hafa tíma fram til 30. október til að koma í veg fyrir hana. Hún þykir stofna öryggi ísraels í hættu. Báðar deildir þingsins þyrftu að fella tillöguna en þingið hefur aldrei fellt tillögu forseta um utanrikismál. Robert H. Micher, leiðtogi repú- blikana í Fulltrúadeildinni og einn af hörðustu stuðningsmönnum Reagans, sagði í dag að Fulltrúa- deildin myndi ekki samþykkja sölu vélanna til Saudi-Arabíu. Thomas P. O’Neill, demókrati og forseti deildarinnar, sagði forset- anum í dag að hann myndi aldrei veita sölunni atkvæði sitt ef Bandaríkin fengju engu ráðið um hvernig vélarnar yrðu notaðar. „Venjulega styð ég forsetann í utanríkismálum," sagði O’Neill, „en þetta eru ein fullkomnustu og mikilvægustu hernaðartækin sem við eigum ...“ Hvað ef þau hefðu verið í höndum írana þegar keis- aradæmið féll?“ Sovétríkin hef na sín Moskvu, 17. septemher. AP. SOVÉTRÍKIN svöruðu Anwar Sadat, forseta Egyptalands, í sömu mynt í dag og vísuðu egypskum hermálafulltrúum úr landi. „Sovétríkin halda rétti sínum til að grípa til frekari aðgerða,“ sagði í frétt Tass-fréttastofunnar. Fulltrúarnir eiga að fara úr landi innan 7 daga. Sjö erindrekar Sovétríkjanna og 100 fulltrúar, sem Sadat vísaði frá Egyptalandi fyrir tveimur dögum, flugu frá Kairó í dag. Sadat greindi einnig frá lokun hermálaskrifstofunnar í Moskvu á þriðjudag svo ákvörð- un Sovétríkjanna í dag hefur lítið að segja. Sendiráðsritari Egyptalands í Moskvu var kallaður í utanríkis- ráðuneytið til að taka við mót- mælum sovésku ríkisstjórnar- innar vegna brottvísunar sendi- herrans og starfsmanna hans úr Kairó. í mótmælum stjórnar- innar sagði að Sadat „spillti viljandi fyrir sambandi Sovét- LEGUK0PAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf (írófinni 1. — Sími 26755. Pósthólf 193. Reykjavík. ríkjanna og Egyptalands" og að hann væri kominn í samkrull með „heimsvaldasinnum og zíonistum". Ásakanir Sadats um afskipti Sovétríkjanna af innanríkisirál- um Egyptalands voru kallaðar „augljós lygi“ í mótmælaskjal- inu og sagt að Sadat hefði þurft þetta „klunnalega bragð“ til að beina athygli frá „augljósri óánægju" almennings í Egypta- landi. Varnarmálaráðherra Sýr- lands, Mustafa Tlass, hershöfð- ingi, hefur hafið viðræður í Moskvu um nánara hernaðar- samstarf Sovétríkjanna og Sýr- lands vegna aukins hernaðar- sambands Bandaríkjanna, ísra- els og Egyptalands. Tlass átti fund á miðvikudag með varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, Dmitri Ustinov, samkvæmt fréttum Rauðu stjörnunnar, málgagns sovéska hersins. Nefdropar í stað pillunnar? Boston. 17. scptemhcr. AP. NEFDROPAR fyrir karlmcnn er það nýjasta í getnaðarvarnatil- raunum í Bandarikjunum. Lakna tímaritið New England Journal greindi frá tilraunum í Vanderbilt- háskólanum að undanförnu sem þykja hafa tekist vel. Gallinn er sá að kynorka karlmanna getur minnkað ef þcir nota dropana. En vísindamenn eru vongóðir um að það verði hægt að finna ráð við því. Vísindamenn í Toronto í Kanada hafa fundið út að kynorkuhormónar karlmanna stytti einnig lífdaga þeirra. Á geðveikrahæli kom í Ijós að meðalaldur vanaðra karlmanna var 70 ár en annarra ekki nema 56 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.