Morgunblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
BORGARRÁÐ Reykjavikur hefur samþykkt að heimila Ilitaveitu Reykjavikur
að selja Kjalarneshreppi heitt vatn, sem nemur fimm lítrum á sekúndu. Verður
vatnið tekið úr aðalæð i Mosfellssveit, Reykjaæðinni gömlu, að sögn Gunnars
Kristinssonar, yfirverkfræðings Hitaveitunnar.
Gunnar sagði að þessi sala hefði ekki umráða væru á þessu svæði. Hefði því
áhrif á þá erfiðleika sem Hitaveitan ekki verið talin ástæða til að hafna
ætti nú í, aðeins væri verið að selja 5 beiðni um sölu vatns til Kjalarness.
sekúndulítra af um 1700, sem til
Star trek - f y rsta f lokks
vísindaskáldskapur
Sjónvarpsþættirnir
Kvikmyndin Star Trek, eða
Geimstríðið, eins og hún kallast
í íslenskri þýðingu, er sýnd um
þessar mundir í Háskólabíói.
Hún er byggð á samnefndum
geysivinsælum bandarískum
sjónvarpsþáttum er fjalla um
ævintýri áhafnar hins risastóra
geimskips, Enterprise, á ferð
þess til ókannaðra plánetna í
óravíddum geimsins á 23. öldinni
og er því sannkallaður vísinda-
skáldskapur.
Star Trek-þættirnir voru á
sínum tíma (1966—’68) eitt
mesta hættuspil sem bandaríska
sjónvarpsstöðin NBC hafði ráð-
ist í. Bæði var kostnaðurin
tröllhár vegna tæknibreilna og
svo hitt að óvissan um vinsældir
þáttanna var mikil. Til þessa
hafði verið litið svo á að vísinda-
skáldskapur væri léttmeti fyrir
börn. Á því varð nú breyting.
Fyrir tilstilli hins kappsama
framleiðanda og sköpuðar þátt-
anna, Gene Roddenberry, og
samstillts hóps leikstjóra og
leikara urðu þættirnir fastur
dagskrárliður í sjónvarpinu og
höfðuðu jafnt til yngri sem eldri,
átta ára sem áttræðra. Star Trek
reyndist ekki vera enn eitt
geimrusl sem gleymist.
Porsónurnar
Vinsældir þáttanna verða ekki
aðeins raktir til hraðrar at-
burðarásar og spennu eða nýst-
árlegs geimumhverfis með tölv-
um, geislabyssum og geimverum.
Boðskapurinn í Star Trek og skil
hinna ólíku manngerða í röðum
yfirmanna geimskipsins á hon-
um eiga sinn þátt í vinsældun-
um.
Boðskapurinn er í stuttu máli
sá að mannshuganum sé þekk-
ingarleitin eðlislæg og þekking
og góðmennska þurfi að fara
saman til að vel fari. Sú mann-
gerð sem hrífur hugi manna
mest er ekki Kirk skipstjóri,
fulltrúi dugnaðar og mannlegra
tilfinninga, eða aðrir jarðarbúar
í áhöfn hans heldur fyrsti stýri-
maðurinn, Mr. Spock, frá eld-
fjallaplánetunni Vúlkan, með
uppmjó eyru, ygglibrún og
grænt blóð. Hann er rökvísin og
þekkingin uppmáluð og hefur
lausn á hverjum vanda, en hefur
jafnframt megnustu fyrirlitn-
ingu á mannlegum tilfinningum.
Hvorugur getur þó án hins verið.
Aðdáendurnir
Eftir að búið var að sýna Star
Trek í sjónvarpinu í tvö ár
ætlaði NBC að hætta að fram-
leiða þættina vegna þess að
kannanir sýndu að áhorfendur
væru ekki eins margir og best
gerðist. En þá skeði undrið.
Tugþúsundir bréfa streymdu inn
til sjónvarpsstöðvarinnar, kröfu-
göngur voru farnar og greinar
skrifaðar í mótmælaskyni. Þetta
var fyrsta nasasjónin af hinum
stóra hópi Star Trek-aðdáenda
um heim allan. NBC neyddist til
að halda Star Trek lifandi og
framleiddi fleiri þætti en aðeins
í eitt ár. Þá héldu flestir að þeir
væru búnir að syngja sitt síð-
asta. En þá átti annað undur sér
stað. Byrjað var að gefa út
bækur um Star Trek, jafnt
vísindaskáldsögur sem heimilda-
bækur um þættina og hefur það
haldist til dagsins í dag. Að-
dáendaklúbbar voru stofnaðir og
hundruð Star Trek-tímarita
voru gefin út á vegum þeirra.
Reglubundnar endursýningar
þáttanna hafa magnað þessi
áhrif og fjölgað fylgismönnum.
Star Trek-þættirnir seldust
víða um heim, m.a. til flestra
Geimvera úr óvinahcrhúðum
Evrópulanda, og rak jafnvel á
strandir austantjalds. Sú spurn-
ing vaknar hvers vegna þættirn-
ir hafi ekki verið sýndir hér á
landi nema á myndböndum. Of
dýrir fyrir íslenska sjónvarpið
geta þeir varla verið því að þeir
elstu eru orðnir 15 ára gamlir.
Kvikmyndin
Frekari tilraunir til að fá
fleiri þætti gerða en þá 79 sem
nú voru til runnu út í sandinn en
Paramount-félagið sem hafði séð
um framkvæmd þeirra sam-
þykkti að síðustu að gera kvik-
mynd um sama efni. Þótt tíu ár
væri nú liðin frá gerð síðasta
þáttarins tókst Gene Rodden-
berry, manninum á bak við Star
Trek, að safna saman öllum
gömlu leikurunum og reka
smiðshöggið með kvikmyndinni
Star Trek (Star Trek — The
Motion Picture). Þeir sem
kynnst hafa sjónvarpsþáttunum
kunna auðvitað best að meta
hana. Það er þó óhætt-að mæla
með henni fyrir unga sem gamla,
því að hér er á ferðinni fyrsta
flokks vísindaskáldskapur.
Marteinn Þórisson
Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps:
Ekki eitt einasta dæmi
um pólitíska misnotkun
fréttamanna í starfi
MORGUNBLAÐINU barst í
gær cftiríarandi ályktun, sem
samþykkt var í fyrrakvöld á
sameiginlegum fundi starfs-
mannafélags útvarps og sjón-
varps:
„Fjórir útvarpsráðsmenn
hafa í hókun 11.9 '81 veist að
fréttamönnum Ríkisútvarpsins
með þeim hætti að ekki verður
flokkað undir málefnalcga
gagnrýni. I ályktun fjórmenn-
inganna segir að „trúnaðarbrot
fréttamanna og formleg tengsl
sumra þeirra við ákveðna
stjórnmálaflokka vcki tor-
tryggni og kalli á pólitiskar
deilur, eins og dæmin sanni.“
Enn einu sinni hafa útvarps-
ráðsmenn byggt afstöðu sína á
pólitík í staðreynda stað og má
ætla að annað hvort séu þessir
menn ekki starfi sínu vaxnir
eða þá að núverandi fyrirkomu-
lag útvarpsráðs sé ekki heppi-
legt til þess að tryggja hag
almennings og stofnunarinnar.
Það má heita hlálegt að
starfsmenn Rikiútvarpsins
þurfi að minna útvarpsráðs-
menn á að fréttamenn njé»ta
sömu mannréttinda og aðrir
þjóðfélagsþegnar. Þeir hafa
full leyfi til þcss að hafa
pólitíska skoðun og vera i
pólitiskum flokki svo framar-
lega sem það kemur ekki fram í
starfi þeirra. Eðlilegt er að þeir
sæti gagnrýni sé um slíkt að
ræða. Sé réttu máli hallað með
einhverjum hætti er vitaskuld
eðlilegt að gagnrýni sé sett fram
og leiðréttingu komið við.
Hvorki síendurteknar árásir
Vilmundar Gylfasonar alþing-
ismanns á fréttamenn ríkis-
fjölmiðlanna nú undanfarnar
'dkur, né bókun fjögurra út-
varpsráðsmanna síðastliðinn
föstudag getur flokkast undir
málefnalega gagnrýni heldur at-
vinnuróg af versta tagi.
Þeir útvarpsráðsmenn sem nú
hafa veist að fréttamönnum
Ríkisútvarpsins hafa ekki getað
bent á eitt einasta dæmi um að
fréttamenn hafi misnotað starf
sitt í pólitískum tilgangi. Starfs-
menn Ríkisútvarpsins fagna
traustsyfirlýsingu fram-
kvæmdastjórnar stofnunarinnar
og mótmælum hennar gegn þeim
órökstuddu dylgjum sem fram
hafa komið í útvarpsráði."
Kaupir 5 sek.l
af Hitaveitunni
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsnæöi
óskast
Ibúö óskast
Hjón með 2 börn, nýkomin úr
námi erlendis, óska eftir 3ja—5
herb. íbúð. Upplýsingar í síma
92-3465.
Tveggja herb. íbúö
Ungur verkfræðingur óskar eftir
aö leigja 2ja herb. íbúö í 1 ár.
Upplýsingar í sima 38590 á
skrifstofutíma eöa 25401 eftir
kl. 19.
Ljósprentun — Fjölritun
— Vélritun — Ljósritun
Ljósprentun húsateikninga, bréf
og plasttransparent. Frágangur
útboösgagna. Vönduö vinna,
fljót afgreiösla, bílastæöi.
Ljósborg hf., Laugavegi 168,
Ðrautarholtsmegin, s. 28844.
Ljósritun — Smækkun
Fljót afgreiðsla, bílastæði.
Ljósfell, Skipholtl 31, s. 27210.
Innflytjendur
Get tekið að mér að leysa úl
vörur. Umboö sendist Morgun-
blaöinu merkt: „T — 1994“.
IOOF 12 =16391881 =
IOOF 12 = 1639188V? =
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir:
18. -20. sept. kl. 20 Land-
mannalaugar.
19. -20. sept. kl. 08 Þórsmörk
— haustlitaferö.
Farmiöasala og allar upplýsingar
á skrifstofunni, Öldugötu 3.
Ferðafélag islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir sunnudag-
inn 20. sept.:
1. kl. 10 Hátindur Esju.
2. kl. 13 Hofsvik — Brimnes.
Verö kr . 40 -
Farið frá Umferðamiöstööinni,
austanmegin. Farmiöar viö bíl.
Ferðafélag íslands.
Fíladelfía
Bænavikan heldur áfram. Ðæna-
samkomur daglega þessa viku
kl. 16 og 20.30.
\l (il.YSINf, XSIMIVN Klí: ^
22480
JllorgunMntiiti
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Suðurnes —
Skrifstofustarf
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Dagvistun barna, Fornhaga 8.
Sími 27277.
Fyrirtæki á Suðurnesjum með vaxandi starf-
semi óskar að ráða starfsmann til ritara- og
almennra skrifstofustarfa.
Umsækjandi þarf aö hafa góða vélritunar-
kunnáttu og gott vald á íslenzku og ensku.
Umsóknir, með uppl. um aldur, menntun og
fyrri störf sendist Endurskoðun hf., Suður-
landsbraut 18, Reykjavík, fyrir 25. september
nk.
endurshoöun hf
Suöurlandsbraut 18, 105 Reykjavík, sími 86533
Starf for-
stööumanns
Grænuborgar
er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin.
Láun samkvæmt kjarasamningi borgar-
starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 4.
október.
Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistunar,
Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari
upplýsingar.
Starfsfólk
óskast strax
í skreiðar- og saltfisksverkun.
Uppl. í síma 92-1559 á morgun til kl. 16.00
og 92-1849 eftir kl. 8 annaö kvöld.
Lögmannsstofa
Lögmannsstofa óskar eftir að ráða starfs-
mann eftir hádegi, hálfan daginn. Góð
vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin.
Upplýsingar um fyrri störf, aldur og menntun,
sendist Morgunblaðinu fyrir 25. september
nk. merkt: „Lögmenn — 7586“.