Morgunblaðið - 18.09.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
19
Blóðhefnd í Nýja bíói
í NÝJA bíói verður í dag frum-
sýnd myndin Naked Fist eða i
íslenskri þýðingu Blóðhefnd. Er
hér um að ræða nýja bandariska
karate-mynd og er leikstjóri
hennar Cirio Santiago. framleið-
andi Syed Kechik, en með aðal-
hlutverk fara Jillian Kessner,
I)arby Hinton ok Ken Metcalfe.
Myndin fjallar um systur tvær
og er önnur ósigrandi karate-
meistari en hin hefur valið sér
rólegra starf, nefnilega frétta-
mennsku. Sú systirin týnist ein-
hversstaðar í Asíu og hin fer að
leita hennar. í Asíu lendir Su-
sanna, en það er nafnið á karate-
meistaranum, í hinum mestu
mannraunum sem óþarft er að
lýsa nánar hér, nema hvað hún
finnur út að systir hennar er látin
og það ekki af eðlilegum orsökum.
Hún afræður að finna morðingj-
ann og útrýma honum.
w \\ 1» *<
*
Bandítarnir í Laugarásbíói
LAUGARÁSBÍÓ hefur í dag sýn-
ingar á handarisku biómyndinni
The Bandits eða Banditarnir eins
og hún heitir á ísiensku. Leik-
stjórar eru tveir, Robert Conrad
og Alfredo Zacharias. Með aðai-
hlutverk fara Robert Conrad.
Jan Michael Vincent og Roy
Jensen.
Myndin gerist árið 1867 rétt
þegar Þrælastríðið í Bandaríkjun-
um er á enda. Alls kyns afbrota-
menn og glæpamenn vaða uppi
með hrópum og látum og herja á
bæjarbúa í vestrinu. Bæjarbúar
koma sér upp vökusveitum til
varnar fyrir óaldalýðnum og vill
þá oft til að teknir eru menn sem
eru saklausir. Þannig er um bá
félaga Chris, Boy og Jósúa og er
hengingarólin komin um háls
þeim, þegar þeim er bjargað af
Juan Valdez og félögum. Þeir slást
í hópinn með þeim og halda yfir í
Mexíkó að klekkja þar á Sanchez
kapteini. Ekki er rétt að segja
meira um það.
Purrkur Pillnikk
með tónleika
PURRKUR Pillnikk og Q4U verða
með tónleika á föstudaginn, (í
kvöld) í Félagsstofnun stúdenta og
hefjast þeir klukkan 21 og er
aðgangseyrir kr. 50. Húsið verður
opnað kl. 20.00.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starfsfólk óskast Óskum eftir aö ráöa starfsfólk til starfa í verksmiðju okkar aö Barónsstíg 2. Nánari uppl. gefur verksmiðjustjóri. Nói, Síríus hf., Barónsstíg 2. Stýrimaður — Beitingamaður Stýrimaður og beitingamaður óskast á MB Ólaf Inga KE, sem fer á útilegu með línu. Uppl. í síma 92-2814 og 92-1589, Keflavík. Kennarar Kennara vantar að héraðsskólanum Reykj- um. Kennslugreinar: stæröfræöi og íþróttir pilta. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 95-1001 eða 95-1000.
Verkamenn — trésmiðir Viljum bæta viö okkur nokkrum trésmiöum og verkamönnum í vetur, í innivinnu. Nánari uppl. í síma 83895. Byggingafélagið Ármannsfell hf. Funahöfða 19. Óskum eftir aö ráöa starfskrafta til starfa viö bifreiöa- setningu og fleiri starfa. Uppl. veitir framkvæmdastjóri bifreiöadeildar. Ravirkjar Óskum aö ráða rafvirkja vanan skipa- og frystihúsalögnum. Upplýsingar gefur Jón Frímannsson í síma 93-1811. Haraldur Böðvarsson og Co., Akranési.
IhIHEKLAHF J LAUGAVEGI 170-172 • 105 REYKJAVlK - SÍMI 21240