Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 23 Ágústa Arngríms- dóttir Minningarorð J»ú leitartir hvorki íjár né íræKðar, en fannst. aA betra var athofn þorf. I»ú harðist sem hetja. haAst ei vætfðar. hrosandi. hójfvær. en stillt ok djórf. Lof eóa hrós var ei þér til þa*jfóar. en þolKóú vitund um háleit stórf.** Þegar mig langar að rita ör- stutta grein um tengdamóður mína, sem lést 13. þ.m. aðeins 48 ára að aldri, vitna ég í fallegt ljóð eftir skáldið Þórodd Guðmunds- son frá Sandi. Enda þótt samfylgd okkar Ágústu í lífinu væri ekki löng, aðeins tæplega fjögur ár, hrannast upp hlýjar minningar í hug mér þegar ég hugsa til þess tíma, sem við áttum saman. Frá því ég sá hana fyrst var hún mér einstaklega góð. Fráfall hennar nú er mér mikið harmsefni. Ágústa Arngrímsdóttir var fædd 29. september 1932 að Ár- gilsstöðum í Rangárvallasýslu, dóttir hjónanna Arngríms Jóns- sonar frá Ægissíðu og Stefaníu Marteinsdóttur frá Hafnarfirði. Hún ólst upp við ástríki góðra foreldra í hópi fjögurra systkina. Móðir hennar iést fyrir þrem árum en faðir hennar lifir dóttur sína. Hinn 20. nóvember 1952 giftist hún Sæmundi Óskarssyni, nú prófessor við Háskóla íslands, en þau höfðu laðast hvort að öðru strax á unglingsárum og heit- bundist ung. Þau eignuðust 5 börn en þau eru í aldursröð: Óskar, Stefán, Örn, Steinunn og Ása Hrönn. Starfsvettvangur Ágústu var uppeldi barnanna sinna og margvísleg störf á stóru heimili. Auk barnanna fimm hefur um langt skeið verið á heimilinu Steinunn, móðursystir Sæmundar, nú á níræðisaldri. Hún hefur á síðari árum átt við vanheilsu að stríða. Hafa þau hjónin reynst henni einstaklega vel. Steina hef- ur endurgoldið þá umhyggju með því að sýna öllum á heimilinu mikið ástríki og tryggð, ekki síst börnunum. Mér er minnisstætt þegar þau hjónin komu í heimsóknir á heim- ili okkar Óskars og leiddu Steinu á milli sín. Það verður mér ógleym- anlegt. Það lýsir e.t.v. betur en mörg orð, hve innileg og góð sambúðin á heimilinu var að Ágústa og Sæmundur buðu Steinu með sér í sumarleyfisferð til Spánar í fyrrasumar. Það skein sól í heiði á þessum sumardögum í lífi Ágústu. Hún naut þess í ríkum mæli að gleðja aðra, að láta öðrum líða vel í návist sinni og, ef því var að skipta, að bera annara byrðar. Þess vegna syrgja þeir hana mest sem þekktu hana best. Öllu öðru fremur gladdist Ág- ústa yfir velgengni barna sinna en hún átti barnaláni að fagna. Kærleikur hennar í þeirra gerð þekkti ekki takmörk. Þrjú þeirra urðu afreksfólk í íþróttum og hún fylgdist vel með árangri þeirra í keppni. Til þess að komast í nána snertingu við íþróttirnar, sem börnin hennar stunduðu, iðkaði hún sjálf skíðaferðir og golf. Hún var meira að segja óþreytandi að taka mig, skussann, með og örva mig til átaka. Eg hef áður lítillega minnst á, að tengdamóðir mín sýndi mér á okkar alltof stuttu samfylgd ein- staka umhyggju og ástúð. Og dóttir mín, nú tveggja ára, sem ber nafn hennar, fór ekki varhluta af að njóta mannkosta ömmu sinnar. Þær nöfnurnar voru hvor annari miklir gleðigjafar, vandséð hvor gladdi hina meira. Það er erfitt að sætta sig við þau örlög, að litla Ágústa fái ekki að njóta ömmu sinnar nema þennan ör- stutta tíma. Við foreldrar hennar munum leitast við, þegar hún öðlast meiri þroska, að hún fái að vita hvað hún átti góða ömmu. Tengdamóðir mín var glaðlynd, fínleg og aðlaðandi. Og nú á síðasta skeiði ævinnar sýndi hún, að hún var hugrökk andspænis sjúkdómi sem reyndist óviðráðan- legur. Þá eins og endranær hugs- aði hún meira um aðra en sjálfa sig. Við fráfall hennar nú, þegar við vonuðum öll að hún ætti í vændum mörg hamingjusöm ár í sambýli við ástríkan eiginmann og afkomendur, finnst mér sem dreg- ið hafi ský fyrir sólu. Ég bið algóðan Guð að styrkja tengdafað- ir minn í hans miklu sorg svo og börnin þeirra. Einnig aldurhnig- inn faðir Ágústu, tengdamóður og Steinu okkar. í upphafi þessara fáu orða vitnaði ég í ljóð, sem skáldið Þóroddur frá Sandi orti um móður sína, og vil gera orð hans að mínum þegar ég hugleiði ævi og störf elskulegrar tengdamóður minnar. Hann segir m.a. í ljóði sínu: _Pin KoAvild. samúrt ok línfujílyndi Klcymist ci ncinum. scm kynntist þcr. í sólhlavarbyt <>k vctrarvindi vunKloó ok oruKK bú rcyndist mcr. í Krcipum dauúars — við draumsins yndi jafn-dýrlcK alltaf b>n návist cr." Ég finn vel að Ágústa tengda- móðir mín lifir með mér alla mína ævidaga, eins og ég þekkti hana. Þess vegna er ég þakklát. Guð blessi hana alla tíma. Arnheiður Erla Sigurðardóttir í dag er til moldar borin Ágústa Arngrímsdóttir, Hvassaleiti 95, Reykjavík. Við félagar hennar í Skíðadeild Ármanns vottum fjölskyldu henn- ar dýpstu samúð okkar og þökkun öll árin sem við áttum með henni i leik og starfi. Félagar í Skiðadeild Ármanns Einar Garðar Guð- mundsson - Minning Einar Garðar Guðmundsson fæddur 16. nóvember 1923 að Görðum við Önundarfjörð. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Júlíus Jónsson útvegsbóndi, fæddur 1. júlí 1870, dáinn 19. febrúar 1939 og Salóme Jónsdótt- ir, fædd 29. desember 1885, dáin 26. ágúst 1970. Eftir lát föður síns, fer hann með móður sinni austur á Norðfjörð til hálfsystur sinnar, Soffíu Jónsdóttur og manns henn- ar, Adólfs Albertssonar. En 1941 fiytja þau mæðgin til Reykjavík- ur. Ég man svo vel eftir honum frænda mínum þá, léttum og kátum. Búinn að ráða sig á togara, sem kyndara, því á sjóinn vildi hann fara. Hann leigði íbúð á Grundarstíg 2 og bjó þar með móður sinni, einnig eftir að hann kvæntist. Það var alltaf ákaflega kært milli móður og sonar, ást og virðing. enda var ekki farið að nota orðið „kynslóðabil", eins mikið og nú. Þann 12. júlí 1945 kvænist Einar Margréti Magnúsdóttur frá Akra- nesi, yndislegri og prúðri stúlku. Ekki voru ungu hjónin búin að vera gift í nema nokkra mánuði þegar Einar var lagður inn á Landakotsspítala með brákað bak, en þár varð hann að liggja mikið af vetrinum. Iðjulaus var hann aldrei, á spítalanum las hann fyrsta bekk Stýrimannaskólans. Veturinn eftir fór Einar í annan bekk, og útskrifaðist um vorið 1946. Þau hjón eignuðust fimm mann- vænleg börn sem eru þessi, talin eftir aldri: Guðmundur Júlíus, verzlunarm., f. 5. ágúst 1946, kvæntur og býr í Ameríku. Magn- ús, skrifstofum., f. 26. maí 1947, kvæntur og búsettur á Húsavík. Garðar Þröstur, verkstj., f. 23. mars 1953, kvæntur og búsettur á Norðfirði. Sverrir, sjóm., f. 13. nóvember 1955, ókvæntur, býr í Reykjavík. Guðrún Margrét, nemi, f. 11. maí 1962, heitbundin. Einn son átti Einar fyrir hjónaband, Sigurjón. Einar var sérstakur heimilis- faðir, barngóður og hugulsamur. Á þessu heimili var oft gest- kvæmt, og glatt á hjalla enda eiga vinir og frændfólk margar góðar minningar þaðan. Seinustu árin sem Einar lifði, gekk hann aldrei heill til skógar Og spítalavistin hans orðin löng. Svo bið ég Guð að varðveita hann og blessa. Jónina Finnsdóttir Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að herast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hef opnað nýtt stillingar- verkstæði Fullkomin tölvu mótor stillitæki. ' Ljósastillingar. Ljósaviögeröir. Opiö á laugardögum. Bílastilling Birgis, Skeifan 11, sími 37888. Geymið auglýsinguna, er ekki í símaskrá. ■ UÓSA snuMo Maxda eigendur athugió opió um helgina laudardag og sunnudag frá 9 — 16. Sparió tíma og fyrirhöfn og látió okkur stilla Ijósin. BÍLABORG HF Smiðshöfda 23 verkstæðið sími 81225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.