Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 „VILKtkópO EE>A TRcSpiCANASAFA?" ást er... ... að taka dreng- ina sína með í göngutúr TM Reg US Pat Oft all nghts reserved ® 1979 Los Angeles Times Syndicate Ertu harður á því að þú ok hann fra'ndi þinn sáluKÍ hafið aAoins vcrið ósammála um eitt minniháttar atriði? „ Mú þjarrts no jfrjn t/r>/o xúu od/a/i//? r?.. " „Varla líður sú vika að síminn sé ekki meira og minna bilaður44 Til Velvakanda. V.A. skrifar: í Morgunblaðinu 28. ágúst sl. birtist frétt undir fyrirsögninni „Landeyjar og Eyjafjöll; Sjálf- virkur sími fyrir jól“. Mig langar til að leiðrétta þessa frétt. Sannleikurinn er sá að verið er að leggja jarðlínur fyrir sjálf- virkan síma í Landeyjar og fjóra bæi vestan Markarfljóts, sem til- heyra Vestur-Eyjafjöllum. Aðrir sveitabæir undir Eyjafjöllum fá ekki sjálfvirkan síma í náinni framtíð að sögn ráðamanna Pósts og síma við Austurvöll. Um leið og ég samgleðst Land- eyingum og Hólmbæingum, hlýt ég að harma að Póstur og sími sjái sér ekki fært að byggja nokkura fermetra kofa yfir stöð hjá Stein- um, sem keyptur var til landsins í fyrra, ef mark er takandi á orðum ráðamanna þess fyrirtækis, en Eyfellingar taka orðið öllu með miklum fyrirvara sem úr þeim búðum heyrist, svo margar eru þversagnirnar þaðan orðnar. Ófremdarástand hefur ríkt í símamálum undir Eyjafjöllum síðan símstöðvarnar í Skarðshlíð, Varmahlíð og Seljalandi voru lagðar niður og „þjónustan" flutt í símstöðina á Hvolsvelli, 60 km frá Skarðshlíð. Varla líður sú vika að síminn sé ekki meira og minna bilaður, viðgerðarþjónusta í lágmarki og flest í óiestri í símamálum hér í sveit. Litið verk er að ljúka við línulagnir hér, sjálfvirkur sími er kominn í Skógaskóla og Búnaðar- bankann Skógum — en þar þjónar ríkið sjálfu sér augljóslega og án sérstakrar fjárveitingar á fjárlög- um. Einnig er kominn sjálfvirkur sími í útibú hf. Þór í Skarðshlíð, kannski fyrir tilviljun? Krafa sveitafólksins er bætt þjónusta með sjálfvirkum síma en ekki Ioforð án efnda og undan- færslur ráðamanna ár eftir ár, eða misskilningur í fréttaflutningi. Ef til vill liggur leiðin til bættrar þjónustu til handa Eyfellingum gegnum útvarpsþáttinn „Um dag- inn og veginn" eins og Landey- inga? Eyfellingur.“ Þessir hringdu . . . Indriðatorg — ætla borgaryfirvöld ein- hvern tíma að koma því upp? Hjörtur Hjartarson hringdi: „Mig langar að koma smá fyrir- spurn á framfæri varðandi svo- nefnt Indriðatorg, sem eitt sinn stóð til að komið yrði upp hér í borginni. Þannig er mál með vexti að þegar Þjóðleikhúsið var tekið í notkun 20. apríl 1950, að því er mig minnir, var mikið um það rætt að gera torg fyrir framan leikhúsið. Eins og allir Reykvík- ingar vita er stórt autt svæði þarna fyrir framan Þjóðleikhúsið sem nú er notað sem bilastæði. Ekki man ég hver átti uppruna- lega hugmyndina að því, en þarna skyldi ryðja torg til virðingarauka leikhússins og til að setja meiri svip á umhverfi þess. Átti torgið að heita Indriðatorg eftir leikhús- frömuðinum Indriða Einarssyni, sem einnig var leikritaskáld. En nú um langt skeið hefur verið alveg hljótt um þetta mál, það hefur varla heyrst nokkur rödd um þetta — hvort hætt hafi verið við að gera þetta eða hvort það stendur til einhvern tíma í framtíðinni. Ég og eflaust fleiri, hefðu gaman af því að vita hvort þetta væri enn á áætlun hjá borginni." Skattamál — kirkjuyfirvöld eru máski á varðbergi Skattgreiðandi hringdi: „Þegar álagningu opinberra gjalda er nú lokið og litið er yfir útreikninginn þykir mér sem málshátturinn „að margur sníði breiðan þveng af annars skinni", sannist á yfirvöldum í skattamál- um. Eitt atriði er ámælisvert og skylt að leiðrétta, en það er: mismunað er um fastan frádrátt frá útsvari af launum, því hjónum í vígðri sambúð eru ætluð 10 prósent hvoru í fastan frádrátt, ef ekki er tekinn D- og E-frádráttur, en sambúðarfólki er veittur ein- staklingsfrádráttur, gkr. 797.500.00 hvoru. Eftir að tekið var upp skatt- framtal fyrir hvern einstakling virðist það tímaskekkja að tala um hjónaafslátt. Ef skattyfirvöld mismuna gift- um hjónum, gæti sú stefna ýtt undir óvígða sambúð frekar en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.