Morgunblaðið - 18.09.1981, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
Snillingarnir frá Bordeaux
lögðu Víking auóveldlega, 4:0
VÍKINGAR mættu svo sannar-
lega ofjórlum slnum er þeir léku
Kej;n frönsku snillingununi frá
Bordeaux í Evrópukeppninni í
knattspyrnu á LauKardalsvelli i
Karkvöldi. Leiknum lauk með
síkH Kordeaux 4 mörkum x<‘Kn
en«u eftir aö staðan i leikhléi
hafði verið 3:0. Leikni frönsku
leikmannanna var með ólikind-
um «k virtust þeir nánast Keta
Kert við boltann það sem þeir
vildu. Þeir yfirspiluðu VikinKana
nær allan leikinn ok skoruðu
fjöKur KulIfalleK mörk eftir jafn-
falleKan undirbúninK ok varla
leikur vafi á þvi að Kordeaux er
eitt allra bezta félaKslið. sem
hinKað hefur komið. Það er því
sárKrætiIeKt fyrir islenzka
knattspyrnuaðdáendur að þeir
skyldu ekki nota þetta einstaka
tækifæri betur. því aðeins 2.212
keyptu sík inn á völlinn.
Þrjú Rlæsimörk í fyrri
hálfleik
Leikmenn Bordeaux hófu leik-
inn þegar í upphafi með mikilli
pressu á Víkingsmarkið, léku vel
saman með stuttum, hnitmiðuðum
sendingum og snöggum sprettum
inn á milli. Víkingar reyndu eftir
mætti að verjast, en réðu þó ekki
við glæsilegt hörkuskot Fernandez
af 25 til 30 metra færi á 16.
Sverrir Herbertsson hefur komið boltanum framhjá Tresor, en það dugði
með að verja skot hans. Girard og Gunnar Gunnarsson fylgjast með.
■M_________________
skammt þvi Pantelic átti auðvelt
Ljósmynd Mbl. Kristján.
Leiðrétting
ÁSTÆÐA er til að koma
leiðréttingum hér á framfæri.
Eru þær úr lokaniðurstöðu
einkunnagjafarinnar, sem
birt var í Mbl. fyrir skömmu.
Þar var Lárus Guðmundsson
úr Víkingi sagður vera með
118 stig. 18 leiki og 6.50 i
meðaleinkunn. En meðalein-
kunnin átti auðvitað að vera
6.55 og það vippar piltinum
úr 3.-4. sæti upp í 2. sætið.
Þá skal þess getið, að loka-
staðan hjá ólafi Björnssyni
var rétt. Hins vegar misritað-
ist einkunn hans úr siðasta
leik UBK. Var hann sagður
þar fá 7, en fékk í raun 6.
Eftir stendur samt sem áður.
að Sigurður Lárusson var
hæstur, fékk meðaleinkunn-
ina 6.61. — gg.
mínútu. Það rataði í gegn um
varnarmúr Víkinga og yzt í mark-
hornið og hafði Diðrik enga mögu-
leika á að verja. Rétt á eftir
sluppu Víkingar með skrekkinn er
Giresse átti hörkuskot rétt yfir
markið eftir glæsilegan samleik.
Víkingar reyndu þó að sækja
aðeins og á 23. mínútu fengu þeir
fyrsta hornið eftir að Lárus hafði
brotizt upp hægri kantinn og upp
úr hornspyrnunni skallaði Heimir
yfir markið. Augnabliki síðar
skapaðist nokkur hætta við mark
Bordeaux, er markvörður þeirra
missti boltann frá sér, en varn-
armenn liðsins sendu boltann
sallarólegir inn í þvöguna aftur og
beint í hendur markmannsins.
Skömmu síðar gerði hinn heims-
frægi varnarmaður Marius Tresor
sig sekan um einu ónákvæmu
sendinguna sína í leiknum, en hún
hafði nærri kostað mark. Ætlaði
hann að senda aftur til mark-
manns, boltinn fór framhjá hon-
um og sleikti stöngina utanverða.
Á 33. minútu kom svo eitt falleg-
asta mark, sem sézt hefur í
Laugardalnum. Frakkarnir léku
þá saman með þríhyrningssend-
ingum frá eigin vallar-
helmingi með Tresor í broddi
fylkingar og batt hann endahnút-
inn á sóknina með gífurlegu
þrumuskoti frá vítateig og sáu
menn varla boltann fyrr en hann
staðnæmdist í netinu út við stöng.
Enn pressaði Bordeaux og á 40.
mínútu kom enn eitt glæsimarkið.
Eftir frábæran samleik sendi Lac-
ombe hnitmiðaða sendingu þvert
yfir teiginn til Gemmerich, sem
skoraði með viðstöðulausu þrum-
uskoti án þess að Diðrik ætti
möguleika.
Rólegri síðari hálfleikur.
Leikmenn Bordeaux slökuðu
nokkuð á í seinni hálfleik og náðu
Víkingar þá þokkalegum sóknum
af og til, en þær runnu alltaf út í
sandinn áður en veruleg tækifæri
sköpuðust. Á 54. mínútu komst
Sverrir inn fyrir vörn Bordeaux
eftir sendingu frá Lárusi, en
missti boltann frá sér. Litlu síðar
munaði litlu að Lárus og Ómar
næðu að prjóna sig í gegn; en
Frakkarnir björguðu í horn. Á 63.
mínútu varði Diðrik laglega
lúmskt skot frá Gemmerich. Á 65.
mínútu brutust Víkingar laglega
upp að marki Bordeaux. Jóhann
fór með boltann upp að enda-
mörkum, sendi aftur fyrir sig á
Lárus, sem sendi á Aðalstein inni
í vítateignum, en skot hans var
varið. Eina mark seinni hálfleiks-
ins kom svo á 71. mínútu er
Lacombe skoraði með föstu skoti
úr vítateignum eftir talsverðan
barning þar og enn átti Diðrik
ekki möguleika á að verja.
Skömmu síðar hitti Ómar ekki
boltann í ákjósanlegu færi á
markteig eftir aukaspyrnu Helga.
Á lokamínútu leiksins Irtmist Soler
einn inn fyrir vörn Víkings, en nú
bjargaði Diðrik með ágætu út-
hlaupi.
Bordeaux, félagslið á
heimsmælikvarða
Þrátt fyrir að mörkin yrðu ekki
fleiri er það ljóst að lið Bordeaux
er frábært félagslið og hefur á að
skipa mjög leiknum einstakling-
um, sem leika sem ein stór heild.
Allir leikmenn liðsins virðast
jafnvígir á vörn og sókn og hraði
þeirra og yfirferð er með eindæm-
um. Af einstökum leikmönnum
liðsins bar mest á Giresse, sem
stjórnaði leik liðsins, vinstri bak-
verðinum, Bracci og miðverðinum
Tresor.
Víkingar áttu við algjöra ofjarla
sína að stríða í þessum leik og
náðu því lítið að hafa sig í frammi.
Þó náðu þeir á köflum þokkalegum
upphlaupum og þrátt fyrir mörkin
4 stóðu varnarmenn liðsins sig vel.
Jóhannes Bárðarson var bezti
maður liðsins, barðist eins og ljón
í vörninni og hélt miðherjanum
Lacombe vel niðri mestan hluta
leiksins. Lárus átti góða spretti
frammi og Aðalsteinn lék eins og
sá sem valdið hefur eftir að hann
kom inn á í síðari hálfleik. Aðrir
leikmenn áttu þokkalegan leik.
IIG
Sanitas Open-flokkakeppnin í golfi var haldin á Hólmsvelli i Leiru,
dagana 5. og 6. september sl. Keppt var i meistaraflokki, 1.. 2.. og
3. flokki og voru keppendur 111 talsins. Mjög gott veður var báða
dagana og tókst mótið með afhrigðum vei. SÍKurvcgarar mótsins
urðu: Meistaraflokkur: BjörKvin Þorsteinsson GA 71 höKK — nýtt
vallarmet. 1. flokkur: Valur Ketilsson GS 76 högg. 2. flokkur:
Sveinn Gíslason GR 83 högg. 3. flokkur: jón Jóhannsson GS 90
högg. Björgvin Þorsteinsson, sigurvegari i meistaraflokki, fór
vollinn á höggi undir pari, sem er nýtt vallarmet. Á myndinni eru
sigurveKararnir.
Sagt eftir leikinn
Lacombe auðveldur
viðfanjí.s
„Mér fannst þetta vissulega
erfiður leikur, það var mikill
hraði í honum og yfirferð Frakk-
anna með eindæmum. Hins veg-
ar fannst mér léttara að gæta
Lacombes en ég hafði átt von á.
Það varð bara að liggja í honum,
þá hafði maður hann,“ sagði
Jóhannes Bárðarson.
„Það var einmitt það sem
vantaði í leikinn hjá okkur, þeir
fengu of mikinn frið. Annars
held ég að það hefði verið
nokkuð sama hvernig við spiluð-
um, gegn þessu liði áttum við
aldrei möguleika, það er tvi-
mælalaust bezta félagslið, sem
hingað hefur komið.“
Gott fyrir strákana aö
leika á móti svona liði
„Ég er alls ekki óánægður með
að Víkingur tapaði þessum leik.
Bordeaux er það gott lið, að það
er ánægjulegt fyrir þá að hafa
fengið tækifæri til að leika gegn
því. Þeir sjá muninn á atvinnu-
mennskunni og áhugamennsk-
unni og gera sér grein fyrir því
hvernig hinn harði heimur
knattspyrnunnar er. Það má
mikinn lærdóm af þessum leik
draga,“ sagði Youri Sedov, þjálf-
ari Víkings.
VíkingsliÖið verður
gott eftir 2 ár
„Þetta var fremur auðveldur
leikur fyrir okkur eins og við
mátti búast. Víkingur er ungt
lið, sem leikur fremur frum-
stæða knattspyrnu og marga
leikmanna liðsins skortir
reynslu. Þó tel ég að þetta lið
eiga góða framtíð fyrir sér og
geti orðið mun betra eftir 2 ár.
Þeir Lárus og Aðalsteinn fund-
ust mér beztu leikmennirnir,"
sagði miðvörðurinn Marius Tres-
Víkingar frá-
bærir gestgjafar
„Þetta var mikilvægur leikur
fyrir bæði liðin og sérlega mikil-
vægur fyrir okkur, sem ætlum
okkur að komast sem lengst
áfram í þessari keppni. Það var
eðlilegt að við ynnum þennan
leik, þar sem það er mikill
munur á áhugamennsku og at-
vinnumennsku, þar sem leikið er
alla daga ársins. Víkingsliðið er
gott áhugamannalið og Jóhann-
es, Lárus og Aðalsteinn báru af.
Þá hafa okkur fundizt móttökur
Víkinga hér hreint frábærar,"
sagði framkvæmdastjóri Bor-
deaux, D’Couecou.
Konumar utan til keppni
Þátttakendur í ferð kvenna-
landsliðs í handknattleik til
Þýzkalands og Bretlands dagana
17.9. til 24.9.1980.
Fararstjórn:
Þórður Sigurðsson
Jón Kr. Óskarsson
Elín Helgadóttir
Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari
Keppendur:
Jóhanna Pálsdóttir, markv. Val
Kristín Brandsdóttir, markv. ÍA
Katrín Danivalsdóttir FH
Kristjana Aradóttir FH
Margrét Theódórsdóttir FH
Auður Harðardóttir FH
Oddný Sigsteinsdóttir Fram
Erna Lúðvíksdóttir Val
Olga Garðarsdóttir KR
Laufey Sigurðardóttir ÍA
Ingunn Bernódusdóttir Víking
Erla Rafnsdóttir ÍR
Katrín Fredrikson ÍR
Guðný Guðjónsdóttir
Keppt verður í „Turneringu" í
Vestur-Þýskalandi þar sem keppa
A-og B-lið Vestur-Þýskalands og
landslið Svíþjóðar. Leikið er fyrst
við Svíþjóð 18.9. í íþróttahöll í
Neuenhaus kl. 18. Síðan við A-lið
V-Þjóðverja laugardaginn 19.9. í
Jahnsporthalleí Schuttorf kl.
19.00, og á sunnudag kl. 09.30 við
B-lið Vestur-Þjóðverja í Kreis
sporthalle í Nordhorn.
Meistaramót í
maraþonhlaupi
Na*síkomandi sunnudatí. 20. M*pl«*mh«T.
írr íram í fyrsta skipti Moi>taram«»t l»land>
i maraþonhlaupi ot; hoíst hlaupió kl. 10. í h
viA Melavollinn. Illaupnir vorAa '» hrincir
um Vcsturha*inn ok Sí'ltjarnarno** M*m h«*r
soKÍr: Suöurtíala. Starha»íi. K*ci^»i«Va. \«**»x«*k:
•ir. Skólahraut. Makka\«>r. \«*>hali. Sa*\
arKaróar. Noróurstrhnd. KtiWrandi «»\;
lirinKhraut. Skranintí for fram a »ta«>num
ok cru keppendur Inónir a«> mæta timanli'Ka.
l>átttokuKjald «*r 15. kr. K.inunxis «*r keppt >
karlaflokki. Illaupinu lykur kl. 12.10
13.00 viA Melavollinn.