Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 55 Hundleið á gömlu skemmtistöðunum? Hér er sá nýjasti MANHA3TAN MANHATTAN heitir nýr skemmtistaður á St&r-Reykjavík- ursvæöinu. Nánar tiltekið: Hann er i hjarta Kópavogs, Auðbrekku 55, umkringdur leigubílum og strætis- vögnum. Kópavogsbúar þurfa auðvitað ekk- ertfrekar á þessum leigubílum og strætisvögnum að halda. Þeir labba bara i Manhattan sér til heilsubótar, ángœju og sparnaðar. Breiðhyltingar, Garðbæingar og Hafnfirðingar spara svo sem líka með því að skemmta sér í Manhatt- an. Það er nefnilega mun styttra fyrir þá að fara i Manhattan en á reykvisku skemmtistaðina. Það er óþarfi aðfara langt yfir skammt, ekki satt? Hvað Reykvikingum viðkemur, þá er litið sem ekkert lengra fyrir flesta þeirra að bregða sér til Manhattan, heldur en til annarra skemmtistaða á Stór-Reykjavikursvæðinu. MANHA TTAN býður upp á tvo stóra og myndarlega sali með þægi- legum, stórglæsilegum innrétting- um: stólum, borðum og börum. í öðrum salnum er rúmgott dansgólf og diskótek sem yiðurkenndir plötu- snúðar stjórna. í hinum salnum er eingöngu spiluð lágvær, róandi bakgrunnsmúsik (engan æsingl). Þar eru þægilegir básar, saltstengur á borðum og dúnmjúkir sófar. Þarna geta menn spjallað saman i rólegu ogfögru umhverfi, borið saman rauðvinsbækur eða spáð i lófa. Þessi salur er einnig leigður undir ráðstefnur og hátiðaveislur. MANHA TTAN hefur á að skipa þrautþjálfuðu og löngu viðurkenndu starfsfólki. Sem sagt: Allt eins og best verður á kosið. MANHATTAN opnar kl. 21.00 i kvöld. Þú kemur, er það ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.