Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Nú erum við KOMNIR miðsvæðis FLGTTCIM AÐ SKIPHOLTI7 • • STONDCJM PAR ELDHRESSIR OG TILBÚNIR AÐ TAKA Á MÓTIYKKUR SIMRAD Siglinga- og fiskileitartæki FRIDRIK A. •lOVSSOV HF. Skipholti 7 SIMAR 14135 - 14340 ITT sjónvörp, hljómflutningstæki, video, heimilistæki o.fl. Skipholti 7 símar 20080 — 26800 Misjafnt verð milli stórborga Tókýó 28. september. AP. ÍBÚAR Tókýó borga fimm sinnum hærra verð fyrir nautakjöt en íbúar New York borgar, en meðal- stærð af bíl kostar þó að- eins þrjá fjórðu þess í Jap- an sem hann kostar í Bandaríkjunum, sam- kvæmt könnun japanskra útflytjenda á framfærslu kostnaði í 23 stórborgum. Nautakjötskílóið kostar 31 dollara í Tókýó, miðað við 5,70 dollara í New York, 13,50 dollara í Lundúnum, 6,80 dollara í Syd- ney, 11 dollara í Mexíkóborg, 4,90 dollara í Buenos Aires, 14,60 dollara í Mílanó, 5,50 dollara í Kairó og 6,60 dollara í Hong Kong. Viðmiðunarbifreiðin kostar 5.800 dollara í Japan, miðað við 8.000 dollara í Bandaríkjunum, 9.120 dollara í Sydeny, 8.040 doll- ara í Dússeldorf, 11.150 dollara í Mexíkóborg, 21.000 dollara í Bu- enos Aires, 10.750 dollara i Míl- anó, 19.580 dollara í Kairó og 9.140 dollara í Hong Kong. Þá kom fram í könnuninni, að karlmannsföt kosta 259 dollara í Tókýó, 242 dollara í New York, 301 í London, 254 í Brussel, 692 dollara í Buenos Aires, 321 í Mexíkó og 772 dollara í Sao Paulo. Flaska af viskí kostaði sam- kvæmt könnuninni, 14,30 dollara í Tókýó, 12 dollara í New York, 13,50 í London, 14,46 í Mexíkó- borg, 35 dollara í Buenos Aires, 9,40 í Dússeldorf, 21,80 í Kairó, 7,70 í Hong Kong og 16 dollara í Sydney. Njósnari tekinn höndum í Sviss Bcrn. föstudaK. SVISSNESKA stjórnin sagði í dag eftir rúmlega tveggja mán- aða þögn að meintur sovézkur út- sendari og austur-þýsk kona hans hefðu verið handtekin. gefið að sök að nota Sviss fyrir bækistöð til njósnastarfscmi. Formleg mót- mæli hafa verið send sendiráðum Sovétríkjanna og Austur-Þýzka- lands. Hjónin, sem eru rúmlega fertug, voru handtekin í júlí á Zúrich- flugvelli þegar þau ætluðu „til út- landa, þar sem þau áttu að sækja leynifund", að því er segir í til- kynningu stjórnarinnar. Þar segir að þau hafi bæði játað. Svissneskur talsmaður sagði að starfsemi hjónanna hefði beinzt gegn „landi utan Evrópu, þar sem Sovétríkin hafa sérstakra hags- muna að gæta vegna þróunarinnar þar“. Hann neitaði að staðfesta óopinberar fréttir um að þetta land væri íran. Njósnirnar hófust 1978. Maðurinn var sagður yfirmaður í KGB, „þjálfaður í Moskvu og Austur-Berlín". Hann kvæntist konu sinni, starfskonu austur- þýzku ríkisöryggisþjónustunnar, 1974, skömmu áður en þau fengu hið sameiginlega verkefni sitt. Sagt er að þau hafi gifzt aftur und- ir fölsuðum nöfnum í Danmörku. I tilkynningunni segir að þau hafi haft skipanir um að skýra frá pólitískum atburðum (í landinu sem var skotmark þeirra) og hlut- verki hersins. Þau fengu fé til að- gerðanna af reikningi sem þau opnuðu í banka í Zúrieh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.