Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Þessi mynd er tekin augnabliki eftir aö sprengjuflugvélin fórst vió Þjórsárgötu 5 og eldtungur upp úr húsinu og reykur stígur til himins. „Við höfðum ætlað okkur lengi að koma hingað og kíkja eftir leiði bróður okkar, en það er loksins nú, að tækifæri gefst til þess. Við fundum fljótt leiðið í Fossvogs- kirkjugarði, því kona ein sá strax af ljós- myndum, sem brezki herinn tók við útför- ina, hvar leiðið var að finna. Það gladdi okkur að sjá hvað því hefur verið vel við haldið í þessi hartnær 40 ár,“ sögðu bræð- urnir. Þeir létu vel af gestrisni Islendinga og báðu fyrir kveðjur til allra sem þeir höfðu hitt hér. Þeir sögðust fara héðan með meiri vitneskju og upplýsingar um afdrif bróður síns en þá hafði órað fyrir, sér- stakiega voru þeir ánægðir með að ná tali af sjónarvotti að slysinu. Urbain og Rodrigue Long höfðu í fórum sínum bréf frá yfirmanni brezku hersveit- anna á íslandi þar sem skýrt var frá láti bróður þeirra, og einnig ljósmyndir, sem ljósmyndari hersins tók við útförina. „Við vorum ellefu systkinin og eftir lifa sex. Það eina sem við vissum um afdrif bróður okkar er það sem í bréfinu stendur, en nú höfum við myndir af leiðinu, frá slysstað og lýsingar á slysinu, þannig að við vitum miklu meira og höfum frá mörgu að segja, þegar við snúum heim,“ bættu bræðurnir við. I bréfi C.P. Gabriels til Long-hjónanna i Clair í New Brunswick í Kanada, segir, að sonur þeirra hafi farist er flugvél lians hafi hlekkst á í lendingu. Segir í bréfinu, að þegar flugvélin hafi átt eftir 30 mín- útna flug til Reykjavíkur frá Gander, hafi annar hreyfill hennar stöðvast. Ekkert hefði þó verið að hinum hreyflinum og vél- in því komist klakklaust inn yfir Reykja- vík. Lending á öðrum hreyfli væri hins vegar vandaverk og trúlega hefði það tvennt, að vindur var byljóttur og flug- maðurinn þreyttur eftir langt flug, leitt til Frá Þjórsárgötu, séö til vesturs. Hægra megin á myndinni er Þjórsárgata 5, en þar hafnaði flugvélin upp vió vegg. Þjórsárgata 4 er handan götunnar, en þar varð vinstri vængur flugvéiarinnar eftir og sat fastur. Flugvélin rakst fyrst í þak hússins að Þjórsárgötu 2 en það er á bak við húsiö númer fjögur. Ljósm. ÓI.K.M. Sprengjuvélin hafnaði í húsagarði Ingibjörg Vilhjálmsdóttir og Sigurjón Andrésson skýra út fyrir bræðrunum hvað gerðist þegar Lockheed Hudson- sprengjuflugvélin fórst við Reykjavíkurflugvöll. Ingibjörg var sjónarvottur að slysinu og Sigurjón, þá sex mánaða gamall, var í hópi þeirra er sluppu naumlega úr eldsvoðanum að Þjórsárgötu 5. Ljósm. Mbl. ÓI.K M þess að lendingin mistókst. Segir í bréfinu, að annar vængur flugvélarinnar hafi rek- ist í húsþak rétt við flugvöllinn með þeim afleiðingum að flugvélin sveigði af leið og hrapaði niður á annað hús. Hefði hún rek- ist á húsið af miklu afli og orðið alelda. Læknar hefðu skýrt sér frá því, að sonur þeirra hefði látist samstundis og því ekki þurft að líða neinar þjáningar. Segir að lokum, að ekkert fólk hafi verið í húsunum tveimur og hafi það forðað enn meira manntjóni. Urbain Long kvaðst hafa hitt flugmann flugvélarinnar, Paul Zimmer, að máli og hefði sá sagt sér, að bróðir hans hefði klemmst illa inni í flugvélinni og hefðu þeir tveir, sem komust lífs af, reynt allt hvað þeir gátu til að losa hann úr flakinu, sem varð fljótt alelda. Hefði þeim tekist að losa hann, en hann hafi verið látinn þegar á sjúkrahús kom. Flugmaðurinn og sigl- ingafræðingurinn slösuðust talsvert. „Bróðir vor lifði brotlendinguna, en lézt á leið í sjúkrahús. Hann slasaðist það illa, sagði flugmaðurinn mér, en í bréfi yfir- manns hersveitanna segir, að hann hafi látizt samstundis," sagði Urbain. Ljóst er þó, samkvæmt frásögnum sjón- arvotta, að hvorki flugmaðurinn né yfir- maðurinn fara með alveg rétt mál. Léonide-Bart Long loftskeytamaður lifði brotlendinguna af, en klemmdist fastur inni í flakinu og til að lina þjáningar hans í eldhafinu skutu hermenn að honum skot- um, þar sem ljóst var að hann mundi ekki lifa slysið af. Lík hans var síðan fjarlægt eftir að tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. Eins og áður segir, höfðu Morgunblaðs- menn upp á konu, sem sá flugvélina koma inn til lendingar og rekast síðan á húsin við Þjórsárgötu. Ingibjörg Hjálmarsdóttir heitir konan, en hún var 15 ára gömul þegar atburðurinn átti sér stað. Hún sagði, að blíðskaparveður hefði verið þetta sunnudagskvöld, en yfirmaður hersins tek- ur öðruvísi til orða í bréfi sínu. Staðfesta ljósmyndir, sem blaðamaður hefur séð af brunanum, að blíðskaparveður hefur verið, því reykur stígur beint til lofts. Er því ljóst, að frásögn yfirmannsins er í ýmsum atriðum röng. Þegar Ingibjörg kom til fundar við Ur- bain og Rodrigue Long, var einnig við- staddur Sigurjón Andrésson, sonur And- résar heitins klæðskera, en Sigurjón var í húsinu ásamt foreldrum sínum, ömmu og bróður, þegar slysið varð. Hann var þá aðeins sex mánaða gamall og mundi að sjálfsögðu ekki eftir atburðinum, en oft var um slysið talað á heimili hans síðar og honum því allir málavextir kunnir. Eins og áður segir, sakaði engan sem í húsinu var, en engum fjármunum tókst að bjarga, því eldurinn blossaði skyndilega upp. En gef- um annars Ingibjörgu orðið: „Ég stóð við stofugluggann á heimili mínu að Þjórsárgötu 6. Glugginn snýr til suðvesturs og ég sé flugvélina koma inn til lendingar. En þegar hún á skammt ófarið niður á flugbrautina tekur flugvélin allt í einu að vagga til hliðanna, fyrst til vinstri, þá til hægri, og svo loks til vinstri og stefnir á húsin við Þjórsárgötuna. Ég hélt, að flugvélin mundi rekast á húsið okkar og varð þrumu lostin, en allt gerðist þetta frekar hratt. En svo gerist það, að flugvélin rekur vinstri vænginn í húsið að Þjórsárgötu 2 og verða á því talsverðar skemmdir. Vængurinn rifnar hálfpartinn af flugvél- inni og verður alveg viðskila við hana er hún rekst í burst hússins að Þjórsárgötu 4. Hékk vængurinn fastur í húsinu. Við þann árekstur steyptist flugvélin niður á olíubíl, sem stóð fyrir framan húsið að Þjórsár- götu 5 og hafnaði þar upp við húsvegg. Tók flugvélin olíubílinn með sér, en það var til happs, að lítil olía mun hafa verið í tank bílsins. Kom strax upp mikill eldur og fljótlega dreif að hermenn og slökkvilið." Húsið að Þjórsárgötu 5 brann til kaldra kola, en það var tvílyft timburhús. Var annað tvílyft hús reist á grunni þess. Nán- ast allar eigur íbúanna glötuðust í eldsvoð- anum. Ekkert er vitað um hvað raunverulega olli slysinu og um það til engar skýrslur, eftir því sem bezt er vitað, en ein tilgáta er, að flugmaðurinn hafi um stundarsakir misst stjórn á vélinni við að reyna lend- ingu á einum hreyfli og ekki tekist að ná henni undir sitt vald aftur. Flugvélin átti skammt ófarið niður á flugbrautina þegar óhappið varð, og svigrúm flugmannsins því nánast ekkert. Flugmennirnir voru búnir að leggja að baki langt og erfitt flug, fljúga í um 10 klukkustundir, en um 1800 mílur eru milli Gander og Reykjavíkur. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.