Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR llór komur síðbúinn soinni hluti haustveizlunnar frá því fyrir hálfum mánuði. Upp- skriftirnar oru fyrir sex. Nú er það kjötiA ok eftirrétturinn og KÓða skemmtun! Kjötrétturinn er innbakað kindafilé. Ég hef áður minnzt á að innan matargerðarlistarinnar eru uppi ýmsar tízkustefnur rétt eins og innan annarra list- greina. Eitt af því sem stertiróf- ur matargerðarinnar flagga nú mjög eru ýmsrr réttir bakaðir í deigi, t.d. fisk- og kjötréttir. Brauð-, pæa- og smjördeig er þá gjarnan notað. Erlendis má víð- ast fá fryst smjördeig. Þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri til framtakssamra bakara. En annars er hægt að panta smjördeig víða í brauð- búðum hér. Deigið i uppskrift- inni hér er ekki eins matarmikið og t.d. smjördeig. Það hefur auk þess þann kost að halda vel inni öllum kjötsafanum. Galdurinn við svona kjötrétt er að fyrst er kjötið steikt að utan og þar með lokað, áður en það er sett í deigið og þá með eða án fyllingar. Stundum er fylling sett inn í kjötið en stundum að- eins utan um það. í fyllinguna kemur margt til greina. Græn- meti, kryddjurtir, kjöt og jafn- vel hnetur, ailt gefur þetta kjöt- inu gott bragð. Stundum eru egg notuð til að binda fyllinguna, ef hún er mjög laus í sér eða blaut. Þið hafið því úr ýmsu að moða ekki satt... Deig: 200 gr hvoiti. gjarnan óhvíttað 4 msk. olía. gjarnan ólífuolía. og svo viðb<)t þegar deigið er flatt út 1—1V2 dl heitt vatn. 1. Blandið olíunni í hveitið. Hellið 1 dl af heitu vatni yfir og hnoðjð. Bætið í vatni þar til þið hafið mjúkt deig, sem loðir vel saman. Pakkið því í plast, ef það þarf að bíða, og látið standa á eldhúsborðinu, þ.e. ekki í kulda. Deigið getið þið hæglega búið til daginn áður. Um að gera að létta undirbúninginn og dreifa honum á sem lengstan tíma. 2. Þá er það kjötið. Nú fæst loksins kindafilé, sem er af- bragðsmatur. Þið getið einnig notað bita úr innralæri, eða lær- issneiðar. Ef þið náið í filé, er nægilegt að nota um 1,2 kg eða 1 kg, ef þið eruð með margréttað. Hafið jafnmikið af innralæris- bitum. Af lærissneiðum reiknið þið 1—1'A sneið á mann, eftir því hvað annað er á borðum. 1 — 1,2 kg kindafilé (eða annað lamba- eða kindakjöt) Fylling: 1 litill laukur 1—2 hvítlauksrif 250 gr sveppir 200 gr kjúklingalifur eða önn- ur lifur 1 steinseljuknippi 1 tsk rósmarin 50 gr gróft saxaðar heslihnetur Haust- veizla II 3. Saxið laukinn og hvítlaukinn og látið hann malla á lágum hita í ofurlitlu smjöri í um 15 mín., eða þar til hann er mjúkur í gegn. A meðan hreinsið þið sveppina og skerið þá í litla bita. Bætið þeim á pönnuna og látið þá malla með. Þegar sveppasaf- inn hefur soðið niður, bætið þá smátt saxaðri lifrinni út í og lát- ið hana brúnast allt um kring. Nú sakar ekki að bragðbæta með ofurlitlu af þurru sérríi, þurru hvítvíni eða þurru vermúti ef þið búið vel. Látið allan safa á pönn- unni sjóða vel niður. Dragið pönnuna af hitanum, bætið kryddi og hnetum í og blandið vel. Látið fyllinguna kólna. 4. Skerið skurð eftir endilöng- um filéstykkjunum, þannig að þið gefið opnað þau eins og bók. Setjið fyllingu þar í og leggið þau aftur. Þá er að loka þeim tryggilega. Stingið tannstöngl- um þvert í gegnum brúnirnar, þannig að opið lokist. Síðan bregðið þið bandi í kross á stönglana og bindið þannig opið saman, rétt eins og þegar skór með krókum eru reimaðir. (Ef þið eruð með bita, sem þið setjið ekki fyllingu inn í, þá er ekkert annað en að smyrja fyllingunni utan á þá og leggja bitana síðan inn í deigið, eftir að hafa fyrst steikt þá. Þið getið þá búið til pakka jafn marga bitunum í stað þess að búa til aðeins einn. 5. Víkjum aftur að filéstykkjun- um. Eftir að hafa fyllt þau og bundið aftur, steikið þið þau á öllum hliðum, og látið kólna. 6. Setjið ofninn á 200°. Þegar þau eru orðin köld, vefjið þið þau inn í deigið. Það gerið þið með því að skipta deiginu í 4 hluta. Fletjið út 1. hlutann, smyrjið hann olíu, helzt ólífuolíu, fletjið svo út 2. hluta og leggið á þann fyrsta, þannig að tvö deiglög liggi saman. Setjið nú kjötrúll- urnar þar á, tvær hlið við hlið og setjið deigbarmana upp með þeim. Ef eitthvað er eftir af fyllingunni, getiö þið sett hana ofan á kjötið. Fletjið nú hina deighlutana eins út og leggið þá saman með olíu á milli. Leggið deigið ofan á kjötið og teygið það niður með, þannig að það sé tryggilega lokað inní deiginu. 7. Setjið nú kjötið á smurða plötu og inn í fullhitaðan ofninn. Þar á það nú að bakast í um 20 mín., eða þar til deigið er bakað að utan og orðið stökkt og fal- lega brúnt. Opnið ofninn til hálfs og látið kjötið standa í ofninum í um 10 mín. eftir að hafa slökkt á honum. Berið kjöt- ið fram og skerið það í sneiðar. Með þessum rétti fer bezt á að hafa hvorki kartöflur, pasta né hrísgrjón, því deigið fer ekkert sérlega vel með slíkum mat. Glóðarsteiktir tómatar eru af- bragð með kjötinu og einnig ým- islegt annað léttsoðið grænmeti. Þið munið, fáar tegundir og lítið soðnar. Púðapönnukökur Ég ætlaði upphaflega að bjóða upp á einhvern góðan eplarétt, en ég datt niður á svo skemmti- legan eftirrétt að ég breytti til. Það eru pönnukökur með souffléfyllingu, þ.e. léttPi og froðukenndri, heitri fyllingu. Og uppistaðan í fyllingunni er skyr. Já, það hljómar kannski ótrú- lega, en þetta er einkar ' skemmtilegur réttur og þið skul- uð alls ekki láta ykkur detta í hug að fyllingin sé súr. O nei, o nei, hún er frískandi og góð. I fyllinguna nota ég rifsber, en það er hægt að nota ýmislegt annað, t.d. bláber eða önnur ber, og ávexti. Ef þið notið niðursoð- in ber eða ávexti, er bezt að láta safann renna vel af, svo hann þynni ekki fyllinguna. Venjulega er uppistaðan í soufflé uppbökuð sósa, en hér er það skyrið. Fyrst er að baka pönnukökur. Ég birti ekki sérstaklega upp- skrift af þeim. Ég reikna með að þið komizt léttilega yfir slíka uppskrift. Það eina sem skiptir máli í sambandi við pönnukök- urnar er að þær séu sæmilega þunnar. 12 pönnukökur 200 gr skyr, aðeins óhrært skyr, en ekki dósaskyr 2 eggjarauður 2 dl rjómi V/z dl hrásykur. púðursykur eða venjulegur sykur 2—3 dl ber eða ávextir 4 eggjahvítur 1. Utbúið pönnukökur. Það getið þið gert daginn áður, eða jafnvel fyrr og geymt, annaðhvort í kæliskáp eða í frysti. 2. Hrærið saman skyri, rauðun- um, rjómanum og helmingnum af sykrinum, þannig að allir kekkir í skyrinu leysist vel upp og allt samlagist vel. Þetta getið þið gert fyrr um daginn. 3. Setjið ofninn á 225°. Hrærið berjunum saman við skyrblönd- una. 4. Þessi réttur þarf um 20 mín. í ofninum. Setjið hann því inn í ofn áður en þið berið aðalréttinn fram, nema þið viljið hafa hlé á milli eftirréttarins og næsta réttar á undan. Stífþeytið eggja- hvíturnar. Þegar þær freyða vel hellið þá sykrinum út í í mjórri bunu. Blandið nú stífþeyttum hvítunum saman við skyrblönd- una, notið gjarnan sleikju. Látið enn vera eftir hvítuhnoðra í blöndunni, þannig að hvítan hverfi ekki alveg í skyrblönduna. Setjið nú um 2 kúfaðar msk. á miðja hverja pönnuköku og brjótið þær saman eins og pakka. Setjið pönnukökurnar á smurt fat, gjarnan fremur þröngt, með samskeytin niður. Nú eiga þær að bakast í um 20 mín., þar til þær eru orðnar vel útblásnar og gullnar. Berið þær strax fram. Með pönnukökunum er gott að bera fram rjóma- bland, ískalt, en þær þurfa reyndar enga fylgd, ef ykkur sýnist svo. Góð reynsla af Sparkrite rafeindakveikjubúnaði Sparkrite, rafeindakveikjubún- aðurinn hefur á skömmum tíma náð festu á íslenskum bílamark- aði. Samdóma álit notenda er m.a.; örugg gangsetning, jafnarí gang- ur, minni bensínnotkun, aukinn kraftur. Við spurðum bræðuma Jón og Ómar um þeirra reynslu af Sparkrite: „Við fengum góða prófun á Sparkrite SX 2000 rafeindabún- aðinum í hinu erfiða Ljómarallý. Það reyndist okkur frábærlega vel. Mjög örugg gangsetning bíls- ins. frábær neisti og aukinn kraftur. Við mælum hiklaust með Spark- rite.“ Útsölustaðir eru: Bilanaust Síðumúla 7-9 R. Citroén viðgerðirSúðarvogi 54 R. Vélsmiðjan Þór ísafirði. Höldur s.f. Fjölnisgötu I Akur- eyri. Vélaverkstæðið Foss Húsavík. Kaupfélag Ámesinga Selfossi. Bifreiðaverkstæðið Berg Kefla- vík. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar- nesi. Bílaverkstæði Guðjóns. Patreks- firði. Vélsmiðjan Sindri, Ólafsvík. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðár- króki. Bifreiðaverkstæði Dalvíkur. Verslunin Kjarni. Vestmannaeyj- um. Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í Mýrdal. Bifreiðaverkstæðið Múlatindur, Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.