Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Tómas M. Tómasson bassaleikari l'iirsafli)kksins varð á vegi Poka- hornsins. Við Kripnm tækifærið og neyddum hann til að eiga við okkur viðtal. Það er óþarfi að kynna Tóm- as neitt frekar, allir sem fylg.st hafa með tónlist hér á landi ættu að kannast við manninn. Þið Þursar voruð á hljómleika- ferðalagi núna seinast í sumar, byrj- um við á að spyrja hann. Hvernig gengur fyrir hljómsveit að fá inni í húsum úti á landsbyggðinni fyrir hljómleika? Það er engum vandkvæöum bund- ið að komast inn í félagsheimilin. Hinsvegar erum við ekki sáttir við að það skuli ekki vera samræmt verð á leigu félagsheimila. Eitt félags- heimilið tekur kannski fimm hundr- uð krónur fyrir kvöldið meðan annað lætur okkur borga þúsund krónur. Þá vilja enn önnur fá upp í fimmtán til tuttugu prósent af innkomunni, sem okkur finnst í það mesta. Er það rétt að fólki sé meinað að dansa á hljómleikum? Tja, segir Tómas. Máliö er nú að ríkið felldi niður söluskatt af hljóm- leikum fyrir um það bil einu og hálfu ári, minnir mig. Annars væri enginn grundvöllur fyrir þessari starfsemi. Ég skal ekki segja hvort það sé bannað að dansa, en væru þá hljóm- leikar ekki orðnir að dansleik? Ann- ars vona ég að hugtakið hljómleikar fari að fá víðari merkingu en þá að fólk sitji hlið við hlið og glápi á svið- ið rétt eins og við værum í sjónvarpi. Hljómleikar ættu að leysa sveita- skröllin af hólmi. Á almennilegum rokktónleikum getur fólk gert það sem það lystir. Þetta ætti ekki að vera svona fastmótað eins og nú er. Hér er engin þátttaka af hlustand- ans hálfu, þeir gætu rétt eins farið á bíó. Þið gerðuð lukku í NEPS um dag- inn. Fenguð rúmlega húsfylli á tón- leikana ykkar. Er einhverra breyt- inga að vænta í tónlist Þursanna? Okkur heyrðist að þið væruð mikils til búnir að gefa þjóðlögin upp á bát- inn. Við erum alltaf leitandi í okkar músík. En það er of snemmt að segja til um hvaða endanleg stefna verður ofan á. Við vinnum venjulegast mús- íkina á þann veg að prófa okkur fram með tónleikahaldi. Við setj- umst ekki niður og einangrum okkur í tvo til þrjá mánuði til að pæla og koma svo með tónlistina fullskapaða á sviðiö. En látið þið þá viðtðkur áheyrenda ráða einhverju um hvernig tónlistin verður svo á endanum? Nei, það get ég ekki sagt. Nei, viðbrögð áheyrenda ráða ekki hvern- ig tónlistin þróast heldur það hvern- ig við upplifum hana sjálfir á svið- inu. Hverjir semja helst hjá ykkur Þursum? Asgeir og Egill eru duglegastir við það að koma með tilbúin lög. En það er að verða algengara að lögin verði til úr samkrulli okkar allra, fæðist í djammi. Til dæmis eru mörg okkar laga opin í endann, látum það ráðast hverju sinni hvernig niðurlagið verð- ur. Er þá ekki einhver einn sem leið- ir? Nei, við sem erum núna í Þursun- um höfum spilað svo lengi saman. Við gerum okkur nokkurn veginn grein fyrir hvenær tími er til að hætta. Er það? Stjórnar þú ekki eða rétt- ara sagt bassinn þinn? Nei, ekki vil ég kalla það stjórn en stundum tel ég fyrir lögin. Eigið þið ekki í neinni innbyrðis togstreitu í Þursunum? Um stefnur til dæmis? Að sjálfsogðu erum við ekki alltaf sammála og reynum ýmsar leiðir. Við verðum fyrir áhrifum af um- hverfinu og þeirri tónlist sem í kringum okkur er. Við erum ófeimn- Tómas tekinn tali ir við að prófa eitthvað nýtt. Við fylgjum engri sérstakri línu og erum heldur ekki að stæla neinar ákveðn- ar hljómsveitir, enda væri það alveg vonlaust. Hinsvegar er margt gott að gerast núna í músíkinni, má segja að það hafi verið hrært hressilega upp í tónlistinni nú síðustu árin. Er ekki væntanleg plata bráðum? Við verðum ekki með í jólagjafa- markaðinum. Við ætlum að spila þeim mun meira á næstunni. Aðal- lega hér í bænum, þó kemur til greina að við spilum í skólum úti á landi. Annars er meiningin að byrja upptökur á nýju efni í nóvember. Þursarnir koma og Þursarnir fara. Hvers vegna þessi hlé alltaf? Við viljum ekki ofbjóða fólki, svo eru menn líka uppteknir við annað, stundum. Það er ekki hægt með góðu móti að halda bandi gangandi allt árið, markaðurinn er of lítill. Ann- ars ætlum við að staldra lengur við í þessari lotu en við höfum oft gert áður. Það er svo mikið mál að byrja upp á nýtt þegar meðlimirnir hafa haldið hver í sína áttina. Tómas, nú ert þú mikill session- maður. Getur þao ekki haft slæm áhrif á þína eigin sköpun að vera að spila fyrir aðra inn á plötur? Til hins verra, meinið þið? Veit ekki. Session-vinnan er ekki alltaf skemmtileg en það kemur annað á móti. Til dæmis heldur sú vinna í mér lífinu og það er betri kostur að geta þó samt unnið við tónlist en vera í byggingarvinnu á milli. Og session-vinna gefur manni ákveðna reynslu sem hægt er að miðla öðrum af. Vel á minnst. Þú hefur starfað sem upptökustjóri fyrir yngri grúpp- ur. Hefurðu þá ekki áhrif á útkom- una hjá þeim? Manni finnst stund- um vera Tommabragð hjá þeim? Ja, ég reyni nú aö halda mig í skugganum og hafa eins lit.il áhrif og ég get. Hlutverk upptökustjóra er að mínu áliti að skapa artistunum sem best vinnuskilyrði, ekki að reyna að breyta músíkinni hjá hljómsveitun- um eftir sínu hðfði. Það er áberandi hversu bassinn er orðinn mikilsvert hljóðfæri í allri nýrri tóniist. Getur verið að diskóið hafi haft einhver áhrif í þá átt að gera hlut bassans meiri en hann var? Þú veist, með taktfastari tón- list. Nei, þessi breyting varð ekki endi- lega vegna diskósins en hún varð fyrst áberandi þar. Menn tóku að setja bassann framar í hljóðblönd- uninni, aðallega í svðrtu diskómúsík- inni. Bassinn er að komast framar og framar og verður varla lækkaður úr þessu, samanber nýbylgjuna. En það hafði sitt að segja í gamla daga, áður en fjölrásaupptökur komu til sögunnar, að bassinn og trommurn- ar voru alltaf spilaðar inn fyrst. Svokallað „sound on sound" eins og kerfið var kallað, og þegar ofan á bættist söngur og öll önnur hljóð- færi, var varla komist hjá því að bassinn og trommurnar drukknuðu. Hljóðið varð mattara og óskýrara en nú gerist. Það voru góðar viðtökur sem þið fenguð í NEFS, hljómsveitir hafa gleymst á styttri tíma en fjórtán mánuðum, en þið dragið að ykkur Hljomleikar vikunnar Sunnud. 4/10 Purrkur Pillnikk. Tónabær. Jazzkvintett Viðars Alfreðs. Stúdentakj. Þursaflokkurinn. Menntask./Kópavogi. Fræbbblarnir. Ársel. Þursaflokkurinn. Menntask./Sund. Kvartett Kristjáns Magnússonar. Djúpið. Fræbbblarnir. Hótel Borg. Þursaflokkurinn. Fjölbraut/Breiðholti. Spilafífl + Þrumuvagninn. NEFS. Kvartett Kristjáns Magnússonar. Djúpið. Mezzoforte + ónafngreind jazzgrúppa. NEFS. Við minnum á símanúmer okkar (91)26668. Mánud. 5/10 Þriðjud. 6/10 Miðv. 7/10 Fimmtud. 8/10 Föstud. 9/10 Laugard. 10/10 lýðinn eftir þetta langt hlé. Hverju viltu þakka? Hvað ætli maður velti því fyrir sér. En auðvitað erum við ánægðir að hafa ekki gleymst eftir allan þennan tíma. Gott að fólk nennir að hlusta á okkur og gefa okkur „feed- back" á það sem við erum að gera. Á kannski að halda utan eftir þetta? Já, við hefðum áhuga á því en það yrði að vera á öðrum grundvelli en síðast. Það verður að vera betri fyrirvari ef vel á að takast. Auðvitað verður aldrei um gróðamöguleika að ræða með svona flakki. En ef við færum, þá yrði Skandinavía fyrir valinu, hún liggur okkur næst. Svo höfum við líka fengið boð um að spila í Færeyjum. Það yrði ágætis stökkpallur að taka þar niðri á leið- inni. Færeyingar reyndust okkur mjög vel í síðustu ferð því það voru þeir sem greiddu fyrir okkur farið til Danmerkur og gerðu okkur þannig kleift að komast áfram. Hinsvegar þurftum við að labba okkur inn á skrifstofu Flugleiða og slá hjá þeim víxla til að komast aftur heim. Á ekkert að bæta við fleiri hljóð- færaleikurum? Haldið þið áfram fjórir? (+ Ásgeir, Þórður og Egill). Það má eiginlega segja að við sé- um fimm en ekki fjórir. Hljóðmað- urinn, Júlíus Agnarsson, er okkur mjög mikilvægur og hann verður fastur hjá okkur áfram en það er ekki vilji, held ég, að bæta við hljóð- færaleikurum. Við sem núna spilum saman erum eiginlega hinn harði kjarni Þursanna. Auk þess hefur okkur ekki haldist of vel á mönnum. Kannski ná þeir ekki inn í okkur, kjarnann. Svo er óneitanlega hag- kvæmara að vera bara fjórir en ekki sex. Við erum líka svo samhentir, til dæmis erum við ekki með rótara með okkur. Gerum allt sjálfir, setjum upp tækin og svo framvegis. Að lokum Tómas, áður en við sleppum þér. Hvað er þetta skalla- poppari eiginlega? Þreytulegt bros færist yfir Tómas. Það hlýtur að vera poppari sem er að verða sköllóttur. Veit ekki hver er höfundur þessa orðs. Hversvegna ekki að tala við þá í Orðabókar- nefnd? Endir. mr a^_ _____ „mm, - Vinsælda- listarnir BANDARIKIN Stórar plötur 1. (1)TATT00Y0U- Rolling Stones 2. (4) FOUR - Foreigner 3. (3) ESCAPE - Journey 4. (2) BELLA DONNA - Stevie Nicks 5. (5) PIRATES — Rickie Lee Jones 6. (19) NINETONIGHT 7. (20) THEINNOCENT AGE - Dan Fogelberg 8. (6) PRECIOUS TIME - Pat Benatar 9. (9) ENDLESS LOVE - Ýmsir 10. (11) BREAKIN' AWAY - Al Jarreau Litlar plötur 1. (1) ENDLESS LOVE - Diana Ross og Lionel Richie 2. (7) ARTHUR'S THEME - Christopher Cross 3. (3) STOP DRAGGIN' MY HEART AROUND - Stevie Nicks og Tom Petty (6) WHO'S CRYING NOW - Journey (5) NO GETTIN' OVER ME - Ronnie Milsap (2) QUEEN OF HEARTS - Juice Newton (8) STEP BY STEP - Eddie Rabbitt (4) URGENT - Foreigner 9. (10) START ME UP - Rolling Stones 10. (10) HOLD ON TIGHT - ELO ENGLAND Stórar plötur 1. (-) ABACAB - Genesis 2. (1) DEAD RINGER - Meat Loaf 3. (2) TATTOO YOU - Rolling Stones 4. (4) RAGEIN EDEN - Ultravox 5. (15) SUPER HITS 1&2 - Ýmsir 6. (-) WIRED FOR SOUND - Cliff Richard 7. (77) HOOKED ON CLASSICS - Louis Clark/Royal Philharmonic Orchestra 8. (8) SHAKY - Shakin' Stevens 9. (16) CELEBRATION - Johnny Mathis 10. (6) WALK UNDER THE LADDERS — Joan Armatrading 4. 5 8 Lítlar plötur (1) PRINCE CHARMING - Adam and The Ants (2) TAINTED LOVE - Soft Cell (4) HANDS UP - Ottawan (3) SOUVENIR - Orchestral Manoeuvres in the Dark 5. (8) PRETEND - Alvin Slardust 6. (5) WIRED FOR SOUND - Clifl Richard 7. (13) ENDLESS LOVE - Diana Ross og Lionel Richie 8. (25) BIRDIE SONG - Tweets 9. (-) INVISIBLE SUN - Police 10. (11)SL0WHAND- Pointer Sisters Þessa vikuna ætlum við til gamans að birta lista yfir 10 vinsælustu þunga- rokkslögin í London þessa vikuna: 1. SHOOT OUT THE LIGHTS - Diamond Heads 2. BRUCE FORCE ANDIGNORANCE — Rory Gallagher 3. TAKEIT ALL AWAY - Girlschool 4. DEVIL'S ANSWER - Atomic Rooster 5. DIRTY WHITE BOY - Foreigner 6. HEARTBREAKER - Prisoner 7. LET IT GO - Def Leppard 8. THE POWER OF ROCK'N'ROLL - Frank Marino 9. LOCK UP YOUR DAUGHTERS - Slade 10. READY TO ROCK - Michael Schenker Group Umsjón: BJÖRN VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.