Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 79 Þar verpir hvítur örn ... Sæll, Guðmundur Hagalín, þetta er Mor- gunblaðið. Já. Hann Ólafur K. Magnússon tók ágæta mynd af þér hér í góða veðrinu um daginn ... Nú, já, hvar er hún tekin? I Pósthússtrætinu, sýnist mér. Já, ég hef verið á leiðinni á fund í Almenna bókafélaginu. Hann Guðmundur Pálsson er með þér. Já, ekki óprýðir það. Hvernig er heilsan, Guðmundur? Hún er bærileg, mér líður vel til þess að gera og er sæmilega hress í bragði, og það er nú það sem skiptir mestu. Þú ert enn að skrifa? Ég er að skrifa, já, eins og ég er vanur. Meðan höfuðið er í lagi, þá er ég ánægður. Er bók á leiðinni? Já, hún er svo að segja tilbúin og kemur út núna í haust. Það er skáldsaga og heitir „Þar verpir hvítur örn“ og titillinn er þannig fram- hald af „Þeir vita það fyrir vestan" — úr Hornbjargi Jónasar, eins og þú veist. Ég er langt kominn með aðra skáldsögu, en hún kemur ekki út fyrr en næsta ár. Svo fer nú haustið í ritdómana. Nýja sagan? Ja, það má vera ýmsir hlæi þegar þeir lesa hana, ég bregð stundum á leik í henni, þó gamall sé. Annars erum við hjón á leiðinni útúr dyrunum, að sækja okkur nýjan hund. Við misstum þann gamla í vetur, hann var fimmtán vetra og spakvitur. Hann fékk eitur í nýrun og sonur Guðmundar þess, sem kall- aður er Jaki“, og er nú Vestfirðingur og Arn- firðingur eins og ég, sprautaði hundinn svo hann fór kvalalaust blessaður inní eilífðina. En þú ert bæði hress og kátur? Ég hef nú sjaldan verið ókátur og ég er ánægður með lífið eins og það er, eftir aldri. En ég er ekki eins mikil hetja og hún konan mín ... Sálmur til íslands ALLS staðar eru íslendingar. í frönskum blöðum er nýverið greint frá sýningum listakon- unnar Margrétar Nielsen og er hún þar sögð dönsk-íslensk. Margrét var boðin til Frakk- lands með verk sín frá Dan- mörku. þar sem hún á heimili, og hefur sýnt na*r allan septem- bermánuð í listasal Ferðamála- stofnunarinnar í Paris. En nú hefur hún fært sig í „Galerie Genevieve Rolde" í Saint Germain-hverfinu í sömu borg og mun sýna í þeim húsa- kynnum fram í miðjan október. Við opnun sýningar Margrétar í byrjun september flutti maður að nafni Balestra ávarp sem E.Pá. sneri og stytti fyrir síðuna úr frönsku: „Verk Margrétar Nielsen — fígúratívar landslagsmyndir frá Islandi — spegla stórkostlegan Gáfu land í ÁGÚST sl. var tekin skóflu- stunga að kirkju Seltirninga á Valhúsahæð í landi Pálsbæjar, en þau Sigurðar börn úr Pálsbæ höfðu gefið landið undir kirk- juna. Kristín Friðbjarnardót- tir, formaður sóknarnefndar sagði Seltirninga ákveðna i að koma kirkjunni upp á sem skemmstum tíma og er í gangi söfnun meðal bæjarbúa til kirk- jubyggingarinnar. Pétur Sigurðsson, fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar er eitt systkinanna sem gáfu landið. — Málin stóðu svo, sagði hann, að þessir ágætu menn voru í vandræðum með land un- dir kirkjuna og við systkin ák- váðum þá að gefa landið. Við erum þrjú eftirlifandi systkinin, ég, Guðlaug og Ólafur, sem er úti í Svíþjóð, og við vonum sannar- lega að kirkjan eigi eftir að taka sig vel út á þessum stað. Nei, segir Pétur og hlær, ég hef nóg að sýsla. Maður sest nú ekki strax í helgan stein, þó heim. Með djúpri tilfinningu fyrir náttúrunni túlkar hún í glæsilegri myndbyggingu sál síns kæra lands." — I máli hans kemur einnig fram að verk Margrétar séu ekki undir áhrif- um annarra og heildarsvipur þeirra sýni festu þess sem vinni af nákvæmni og alvöru. Litir listamannsins séu mildir, lista- konan ráði yfir svo fjölbreyttum litaskala að henni takist að ná jafnt þunga og víðáttu lands- lagsins sem mismunandi ljós- brigðum. Þar sé á ferð reglu- legur sálmur til náttúrunnar. Pétur Sigurðsson með konu sinni, Ebbu, og systur, Guð- laugu. i landi Pálsbæjar þar sem kirkja Seltirninga mun standa. maður láti af opinberu vafstri. Það er líka svo, að eftir langan tíma hjá einni stofnun, þá eru margir lausir endarnir og ýmis- legt sem þarf að ganga frá. Þá hef ég ekki sinnt ættarjörðum hér útá Nesi, eins og ég hefði viljað og fer nú eitthvað að va- sast í því. Það er engin hætta á að ég hafi ekki nóg fyrir stafni, sagði Pétur Sigurðsson. „og bækurnar þekkja sína“ INGVAR Þorkelsson er með b<)kfróðustu mönnum landsins. Það líður ekki svo vikan meðal Is'ikasafnara. að þeir liti ekki við hjá Ingvari — áður í Bók- ina, en nú á Laufásveginum. Það er hlýlegt að koma inn í hús full af bókum og i norðan- garranum á dögunum leit tið- indamaður Mbl. inn hjá Ingv- ari. Eitthvað hefur hann borið sig vesallega. því Ingvar sagði: Já, það er kalt, en við erum ekki svo óhressir með það, forn- bókasalar, þá næftir um þessi gömlu hús en í hitum-er það oft æði þungt loftið hérna. Það vill setjast ryk á bækurnar. Er það í ættinni, Ingvar, að safna bókum? Það má segja það, já. Pabbi var veill fyrir bókum, þó hann hefði ekki aðstæður til að safna framan af ævi. Honum þótti vænt um bækur. Það er svo skrítið með mannskepnuna, að það er sama hversu menn eru annars dyggðugir, það verður einhvers staðar að vera los. Pabbi var mjög sparsamur maður, en aldrei fannst honum of mikið keypt af bókunum eða band of dýrt. Það var eins og í sveitinni, bændum fannst vænt fé aldrei of dýrt. Ingvar er úr Gaulverjabæj- arhreppi og ættaður úr Arnes- og Rangárþingi. Hann var við- loðandi sveitina allt til 1948, að faðir hans brá búi, en kom fyrst til Reykjavíkur 1936 og hefur búið þar síðan og starfað, mest í byggingarvinnu. Árið 1970 byrj- aði hann svo störf í Bókinni á Skólavörðustíg og 1976 færði hann sig yfir á Laufásveginn, þegar Sigurður bóksali þar missti heilsuna. Ég stundaði bókasöfnunina af kappi í um tvo áratugi, segir Ingvar, frá 1951 til 1970. Én maður hefur slegið mikið af eft- ir að maður byrjaði að vinna við þetta. Ég reyni samt alltaf að fara á uppboðin, en er skiljan- lega ragur við að bjóða á móti fólki sem skiptir við mig, kannski fátækum náms- mönnum. Ég get það bara ekki. Ég keypti geysimikið af bókum á sínum tíma, ævisögur og þjóð- legan fróðleik og þess háttar, en lokaði mig nánast frá stóru tímaritunum og þýddu bókun- um — keypti þó aljtaf Stefán Zweig og las hann. Ég hef ekki lesið eins mikið og margir, en áhugi á bókum hefur alltaf ver- ið fyrir hendi. Jú, það hefur breyst mikið þessi ár. Þegar ég byrjaði að safna, voru svö mörg heimilin nær alveg bókalaus, fram yfir 1940, og þar var bókahungur í mönnum og safnarar keyptu allt þegar tækifærið gafst. Þeir lentu því margir útí ógöngum, ráku sig fljótt á fyrirferðina. Það er algjör fordæming fyrir bókasafnara að safna stóru tímaritunum — það er óviðráðanlegt á öllum heimil- um. Af öllum þínum bókum, Ingv- ar, hvað lestu helst? Ég er mikið fyrir ættfræði og uppsláttarrit. Það er sérstak- lega ánægjulegt að lesa stuttar og kjarnyrtar æviminningar fólks. Ég hef ævinlega viljað vita deili á fólki og hef kynnst mörgum skemmtilegum mönn- um um dagana. Það finnst mér merkilegt, hvað mikið er til af góðu fólki, ungu sem gömlu. Það eru til dæmis piltar, get ég sagt þér, sem líta hér við hjá mér á kvöldum, þegar þeir eru kannski að koma úr bíó, og at- huga hvort þeir geti ekki keyrt mig heim! Og ég hef stundum sagt við þá strákana á mennta- brautinni, að maður sér ekki orðið montinn strák. Þegar ég var að alast upp, voru allir montnir ef þeir klæddust góð- um fötum og áttu kost á skóla- göngu. Nú er regluleg ástæða fyrir stráka að monta sig, allir orðnir höfðingjar, komnir í há- skóla, en þá finnst ekki montinn maður. Þeir segja mér það sé ekki í tísku að vera montinn ... Ingvar á Laufásveginum. I.josm. Mbl.: Ólalur K. MaKDáaaon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.