Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 83 Þrjár léttar Laugarásbíó: Nakta sprengjan Leikstjóri: Clive Donner. Kvikmyndataka: Harry I. Wolf. Handrit: Arne Sukt- an o.fl. Tónlist: Lalo Schifr- in. Aðalhlutverk: Dan Adams, Sylvia Kristel, Rhonda Fleming. Banda- rísk frá Universal. Á upphafsárum sjón- varpsins voru þættirnir um Smart spaejara með vinsæl- asta efni þess. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar, kröfur áhorfandans gjörbreyst. Að þessu sinni er Smart karlinn að fást við að bjarga heiminum frá afleið- ingum „nektarsprengju", sem fataefnaframleiðandi nokkur hyggst ausa yfir jarðríki. En áður en til alls- herjarstripls kemur, tekst Maxwell að grípa í taum- ana, (því miður), eftir ólík- legustu hrakfarir. Hug- mynd sem lúnkinn klám- myndaframleiðandi hefði örugglega getað gert sér mun meiri mat úr! Nakta sprengjan höfðar fyrst og fremst til aðdáenda Smart spæjara frá því á ár- um áður og hér geta þeir stytt sér stundir yfir einum þættinum í viðbót. Eini munurinn á þessum og þeim gömlu er að Nakta sprengjan er hálfur annar tími á lengd og er sýndur á breiðtjaldi. lláskólabíó: Svikamylla („Rough Cut“) Leikstjóri: Don Siegel. Handrit e. Francis Burns, byggt á sögunni Touch the Lion's Paw e. Deker Lam- bert. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Lesley-Ann Down, David Niven, Tim- othy West, Patrick Magee. Bresk/bandarísk frá Par- amount. 112 mín. Burt Reynolds reyndi mikið til að breyta ímynd sinni, úr harðjaxlinum í myndum eins og Gator, Smokey and the Bandit og Hooper, í yfirborðsfágaðan David Niven og Lesley-Ann Down prýða myndina Svika- mylla i Iláskólabiói. Gamla sjónvarpsstjarnan Maxwell Smart og félagar i Nektarsprengjunni. skúrk og glæsimann — a la Cary Grant — í Starting Over og Rough Cut. Þetta gekk ekki, því þessar mynd- ir gerðu ekki líkt eins mikla lukku og fyrri myndir hins vinsæla hjartaknúsara. Er hann nú farinn að halda sig við gamla heygarðshornið á ný, sbr. Cannonball Run. Svikamyllan segir frá síðustu tilraun rauna- mædds aðalvarðstjóra hjá Scotland Yard, (David Niv- en), til að hafa hendur í hári snjallasta demanta- ræningja veraldar, Burt Reynolds. Sér til aðstoðar beitir varðstjórinn ægifag- urri, stelsjúkri ráðherra- dóttur (Lesley-Ann Down.) Burt bítur á agnið, enda kvenhollur í meira lagi. Og nú skal hremma þjófinn og upp er sett illsnúin gildra, en enginn sér við Ásláki ... Það er laglegur stíll yfir Svikamyllunni, enda gerð af Don Siegel. Stendur hún þó all langt að baki næstu myndar hans á undan, Esc- ape From Alcatraz. Nokk- uð eru persónur myndar- innar grunnt dregnar og efnisþráður hnökróttur, full mikið látið reyna á trúgirni og einfaldleika áhorfand- ans. Svo virðist sem ætlun- in hafi verið að gera fágaða gamanmynd í anda To Catch a Thief, en þolir illa þann samanburð. Það vant- ar glæsibraginn og virðing- una sem einkenndi þessa gerð mynda og mikillar hylli nutu á árunum í kringum 1960. Reynolds er ekki í essinu sínu, það er eins og smók- ingurinn sé að rifna utan af honum. Lesley-Ann Down hefur af litlu að státa öðru en snoppufríðleika, verður sjálfsagt flestum gleymd í lok þessa áratugs. Gamli Niven (hver einasti kvik- myndaunnandi ætti að lesa hinar bráðskemmtilegu æviminningar hans, The Moon is a Balloon og Bring on the Empty Horses — hvort tveggja til að kynnast þessum eldhressa og gam- ansama heimsborgara nán- ar og fá fyndna, fróðlega og vel skrifaða innsýn í marg- slungna veröld kvikmynd- anna) reynir að moða sem best hann kann úr glomp- óttum efnivið. Það sem gerir Svika- myllu þess virði að berja hana augun, er laglegt handbragð Siegels, áheyri- leg notkun lagasmíða Duke Ellingtons og all nokkur hnyttin tilsvör. Regnboginn: The Cannonball Run Leikstjóri: Hal Needham. Handrit: Breck Yates. Kvikmyndataka: Michael Butler. Tónlist: Snuff Garr- ett. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Dom Delouise, Roger Moore, Farrah Faw- cett. Bandarísk frá 20th Century Fox/Golden Har- vest (Hong Kong.) Óneitanlega ergði það undirr. og aðra kvikmynda- Roger Moore spaugar að sjálfum sér í The Cannon- ball Run. unnendur mikið, að um það leyti sem hann hóf að skrifa um kvikmyndir í blaðið, fyrir hartnær fjórtán árum, þá voru þær næstum undantekningarlaust tveggja til þriggja ára gamlar er þær voru frum- sýndar hérlendis, og oft eldri. En tímarnir breytast og með nýjum mönnum koma nýir siðir. Samkeppn- in við sjónvarpið hefur haft mjög jákvæð áhrif í þá átt að yngja meðalaldur mynd- anna, þá hefur og fjölgað sýningarsölum og minnk- andi aðsókn krefst fleiri og betri mynda. Nú er svo blessunarlega komið að okkur er oftlega boðið upp á glænýjar mynd- ir. Á þessu ári höfum við t.d. fengið tækifæri til að sjá all margar bandarískar myndir, fyrstir Evrópu- þjóða. Enn er verið að sýna í Regnboganum Upp á líf og dauða. með þeim kemp- um Lee Marwin og Charles Bronson. Þá má nefna Eye- witness í Nýja Bíó, en sú yngsta er The Cannonball Run, ein vinsælasta mynd- in vestan hafs í ár. Hér er Burt Reynolds kominn á gamalkunnar slóðir; í kappakstri á hraðbrautunum og virðist honum líka það vel sem að- dáendum hans. Cannonball Run er all óvenjulegur kappakstur. Hann snýst um það hver verður fyrstur á milli vestur- og austur- strandar Bandaríkjanna. Keppt er á ólíklegustu far- kostum og keppendurnir hið litskrúðugasta saman- safn. Beitt er öllum hugsan- legum bellibrögðum og allt í trássi við lögguna. Vel flestir kvikmynda- húsgestir kannast við þessa formúlu, enda gamalkunn- ug. Tæplega verður sagt að leikstjórinn, Hal Needham, (Hooper, Smokey and the Bandit), brjóti hér upp á nýjungum, útkoman er ein af þessum stjörnufans- myndum sem eiga að vera drepfyndnar endanna á milli en eru það bara alls ekki. Ekki svo að skilja að T.C.R. eigi ekki góða punkta. Japanirnir eru glúrnir og þeir harla ógæfu- legu guðs útvöldu þjónar, Sammy Davis jr. og Dean Martin. Roger Moore gerir laglega góðlátlegt grín að sjálfum sér og Burt Reyn- olds er Burt Reynolds. En það er samt Jack gamli Elam sem stelur senunni í hlutverki læknis sem jafn- vel engum dauðvona manni fýsi að leita til! Og á meðan ökutækin þeysa stranda á milli lenda þátttakendur í furðulegustu uppákomum og fyrir augun bregður ólíklegustu persón- um eins og Peter Fonda, Biöncu Jagger, kántrí- söngvaranum Mel Tillis o.fl. Meinlaust rútínugaman. DÚNDURLÖG Við vorum að taka upp geysilegt úrval af litlum plötum og allt eru þetta bresk topplög. Viö erum númer 1. Simple Minds — Love Song Adam & the Ants — Prince Charm- ing. Þetta lag er i toppnum í dag. ALVIN STARDUST PRETEND Alvin Stardust — Pretend nwer ninuw Huma League — Love Action Auk þess eigum við til topplögin Souvenir með Orchestral Manouvres In the Dark, So This is Romance með Lynx, Thin Wall með Ultravox, Green Door með Shakin’ Stev- ens og ýmis fleiri lög. Kannadu úrvalid. Heildsöludreifing StaifMfhf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.