Alþýðublaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 2
2 alþýðublaðið „Hvítu fcolIn“. í dag. I dag er kjörfundur um land alt. Aldréi fyr hefir isienzk al- f>ýða barist svo harðsnúinni bar- áttu sem nú. f flestuan kjördœ.m- um hafa verklýðssamtökin menn í kjöri, sem eiga að vinna ping- fulltrúaumboð frá hinum gömlu fuiltrúum íhaldsflokkanna. I dag gengur alpýðan fram urn land alt í einum hópi, sameinuð gegn plágum auðvaldsþjóðfélags- ins, atvinnuleysi, húsnæðisböli og fátækt. Hún gengur fram sam- einuð í einum Alþýðuflokki til stríðs gegn ranglátum sköttum og tollum, gegn kaupkúgunax- stefnu beggja íhaldanna, gegn rikislögreglu, vinnudómi, gegn konungdómi og ófrelsi. Hún berst gegn yfirdrottnun ábyrgðar- lausra manna, er ráða yfir at- vinnutækjum, gegn togarastöðv- un, dýrtíð, lyfjaokri og skoöana- kúgun. f dag gengur hún virðuleg og ákveðin til stríðs fyrir hugsjónum sínum: Meira lýðræði, sigri „hvítu kolanna'1, almennum jöfnum kosningarétti, skoðanafrelsi, lýð- veldisfyrirkomulagi, frelsi, jafn- rétti, bræðralagi. Hún sér dagsbrún hins nýja tíma og veit, að á komandi ár- um muni þróun þjóðfélagsins og þroskun stéttarinnar gefa henni sigra og frelsL Nú berst íslenzk alþýða fyrir þroskaskilyrðum flokks síns, fyr- ir því, að samtök hennar verði viðurkend. f dag velur hún á milli alþýðu- samtakanna og hinnia. Kfósenfiar! Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins er í dag í Góð- templarahúsinu. Bidji'ö um A-lisi- ajin (5 línur). Látió vita urn það fólk, sem þarf að sækja, á hvaða tíma eigi að vitja þess. Þar sem börn eru heima og enginn er til að gæta þeirra meðan móðir eða fóstra þeirra er að kjósa, þá sendir skrifstofa A-listans stúlku heim til þeirra ámeðan, ef óskað er. Sama er um sjúklinga, að stúlkur verða sendar heim til að vera hjá þeim, ef óskað er, á mieðan sá, sem annars er hjá þeim, er að kjósa. Kosningin byrjar á hádegi. Kjósid smmma dags, því að þá er ekki hætta á, að þér þurfið að bíða lengi eftir að komast að. Kvenfólki er miklu betra að geyma uppþvottinn, en kjósa fyrst, þvi að þá komast þær und- ir eins að, en eila er hætta á þvi, að þær verði fremur að bíða, og verða þær því fyrr búnar með hvorttveggja, kosninguna og upp- þvottinn, ef þær kjiósa fyrst. — Kjósid A-listann! Eftir að kosningaúrslitin urðu kunn árið 1927 og sýnt var að enginn leinn stjórnimálaflokitux hefði nægilegan þingstyrk til þess að mynda stjórn af eigin ramleik, ákváðu jafnaðarmenn að veita „Franisóknar“-fIokks-stjórn hlutleysi um óákveSinn tma. Höf- uðásitæðurnar fyrir hlutleysi við „Framsókn" voru þessar: Hér hafði áður ríkt íhaldsstjórn, sem á kostnað almennings í landimu hélt hlífiskildi yfir bröskurum og burgaisavaldi, Ailur ferill þeirrar stjórnar var þannig, að hann hlaut að vekja megnan óhug hjá þeim hluta þjóðarinnar, siem taldi það hlutverk sitt að ræikta og byggja upp iandið og bæia aðstöðu hinna vinnandi stétta gegn yfirgangi Fiiisteanna í þjóð- félaginu. Önnur höfuðástæðan fyrir hlutleysinu við „Framsókn" var sú, að blöð „Framsóiknar"- flokksins og foringjar hans létu það óspart í Ijós, að flokkurinn myndi fyigja ýmsum áliugamái- um jafnaðarmanna. Það er m. a. á allra vitorði, að „Framsóknar"- fiokkurinn og blöð hans þóttust viija lækka rajðsynjavö utoMa, en hækka í þesis stað beina skatta og koma á einkasölum á olíu, tóbaki o. fl., svo að gróðinn af þeirri verzlun rynni ekki í vasa örfárra brasJiara eða auðfélaga, heldur gerugi til þjöðarinnar a Iiar og væri varið til þess að lækka gjaldabyrðar verkalýðs og fá- tækra bænda. Öll þesisi Joforð „Framsóknar"- ílokksins um bætt lífsskiiyrði þjó'ðarinnar skópu hjá mörgum glæsilegar vonir um efndir þess- ara loforða, ef flokkurinn næði völdunum. I bókinni „Komandi ár“, isem Jónas Jónsson reit nokkrum árum áður en hann varð dómsmálaráðhierria, fer hann ó- mjúkum höndum um ýmislegt, sem honum finst miður fara í þessu landi. Hann vítir þar m. a. hina ranglátu kjördæ'maskipun, seim veldur þvi, að réttur manna til áhrifa á stjórn landsins er imismunandi eftir því, hvar þeir búa á landinu. í sömu bók tal- ar hann um „hvítu kolin", hið ó- beizlaða afl íslenzkra fallvatna, seiro bíði þess, að þjóðin taki það í þjónustu sína til þess að bæta lífsskilyrði sín. Þessi tvö áhugamál Jónasar áð- ur en hann varð ráðherra eru hér sérstaklega nefnd vegna þess, að það var óttinn við framkvœmd pessara mála, sem olli þvi, að „Framsóknar“-stjómin rauf síð- asita þing og gerði með því ónýtt tveggja mánaða starf 42 alþing- ismanna. Það er sannarlega káldhæðni öriaganna, að stjórmnáfaflokkur, siem búinn er um mörg ár að berjast fyrir tveim þjóðþrifamál- uim og vinna flokknum fylgi með þeim, skuli loks, þegar málin eru að öðiast viðurk-enningu meiri hluta löggjafarþingsins, verða þeirra höfuðbani og á þann háitt, siem ekki -er eftirbreytnisverður í siðuðu lýðræðislandi. Um þessi tvö mál auk rýmk- u ar ko ningiréttarins er nú deilt. Öll þesisi mál hafa verið og eru stefnumái Alþýðuflokksins. Sogsmálið er kunnugt úr sögu bæjarstjórnar ' Reykjavíkur. Um fjöldamörg ár hafa jafnaðarmenn barist einir fyrir því máii, sean er eitt hiö allra stærsta fram- fara- og hagsmuna-mál Suð- vestuiiiinds. Jafnaðarmenn hafa þannig sýnit það, að þeim er ai- vara með að láta „hvitu kolin“ verða almenningi tii hagsældar. Þeir hafa ekki látið sér nægja að skrafa um það eins og Jónas, heldur hafa þeir barist hlífðar- iausit fyrir því, að Sogsvirkjunin yrði framkvæmd, og þeim hefir orðið svo ágengt, að, ‘fólkið í Reykjavík og á fjöimörgum 'stöð- um öðrum á Iandinu ’heiimtar virkjun Sogsins, þrátt fyrir mót- spyrnu íhaldsins, sem var 'á mótj virkjun Sogsins áður, en er nú loks með því af ótta við kjós- endur. „Framsókn" og fhaiid eru íhaldsflokkar. Kemur skyldleiki þessara flokka ef til vill hvergi greinilegar fram en í afstöðu þeirra ,rtil Sogsvirkjunarinnar. íhaldsflokkurinn er nú með ’virkj- uninni af því, að hann er hrædd- ur við vilja kjósenda sunnanlanids og í Ríeykjavík. „Framsóikn" rer á imóti af því, að hún heidur að hún geti unnið sér fylgi annara landshluta og aiið á öfund þeirra kjósenda, sem þar búa, yfir því, að íbúum Suðurlands hefir tek- ist sakir betri aðstæðna að hag- nýta sér „hvítu kolin“, án þess þó að nokkrum öðrum eín notend- uttn rafmagnsins sé íþyngt með sköttum vegna þess. Það er ekki umhyggja „Framsóknar“ fyrir bændalýð landsins, s^em veldur fjandskap hennar við virkjun Sogsins. Verður það ijóst, þegar þess er gætt, að heppnist Sogs- virkjunin og verði að þeim not- um, sem telja má vist, þá styrk- ir hún vonir allra góÖra íslend- inga um það, að unt verði á næstu áratugum að hagnýta svo mikið af vatnsafli landsins, að nægi til suðu, ljósa og hita fyrir alla fsiendinga. Hér eftir verður baráttan fyrir virkjun Sogsins ekki langvinm. Ailar þær mörgu þúsundir af ís- lendingum, sem byggja vonir sín- ar um aukin lífsþægindi á þessari framkvæmd, láta ekki staðar numið fyr en fullum sigri er náð í þessu máli. f baráttunni fyrir þessu mikla þjóðþrifamáli hafa foringjar „Frainsóknar“-flokksins valið sér hina vonlausu aðstöðu. Og lítil- manniega ferst þeim, er þeir vilja hylja nekt sína xnieð þvi að biðla til lægstu hvata mannlegs eölis, öfundar og blinidrar sjálfselsku. Og lítilsvirðingin, sem hxnir svo nefndu bændaforingjar hafa á bændastétt landsins, lýsir sér bezt í því, er þeir trúa að lægstu hvatir mannlegs eölis séu svo mikils megandi í sveitum lamds- ins, að þær nægi til þess að veita þeim það brautargengi í kosn- lingunum, sem valdi því, að stærstu þjóðþrifa- og réttlœtis- máiiin, sem nú eru á dagskrá hjá þjóðinni, verði ekki leyst i næstu 4 ár. Árni Agústsson. Bnrt með svlkarasin. Einn af k íotni ngsmönn um Spörtumanna .sagði á fundi i barnaskóJaportinu, að kommún- ista væri ekki hægt að skamima af því að þeir væru nýr flokk- ur. Þeir bæru enga ábyrgð af því að þeir hefðu aldrei komið nærri löggjafarstarfinu. Þetta er alveg rétt. Ærslabelg- ir Guðjóns nnirara hafa aldrei svo lengi, sem ég hefi fylgst með málefnum fátækara fóifes, lagt þar hönd að verki. Þeir hafa ekki komið á togaravökulögum, þeir hafa ekki bætt slysatrygg- ingarlögin, þeir hafa ekki stutt. baráttu Alþýðuflokksins fyrir af- námi sveitarfiutnings, ekki hjálp- að honum til að vinna að við- gangi máiefna verkalýðsins, Þeir hafa ekki hækkað kaup verka- manna eins og við með aðstoð Ólafs og Héðins gerðum í fyrra. sumar og þeir hafa ekki stytt vinnutímann. Gegn þessu hafa þeir staðið með heimskulegum hrópum ög óheppilegum aðför- um. Þeir hafa fælt fjölda alþýðu- manna frá alþýðusamtökunum, þeir hafa sekmt Dagsbrúnarfund- ina. Þeir hafa logið á jafnaðar- stefnuna óhróðri og gert þessa göfugustu stcfnu, sem mannkynáð hefir átt, að eins konar yfirgangs- og blóð-stefnu í hugum fjölda manna. Þetta hafa þessir óhappa- menn gert — og það er gott að við erum iaus við þá. Ég skora á alla verkamenn og sjómenn og konur þeirra, systur og rnæður, að sparka þessum mönnum út í yztu myrkur og láta það aldrei spyrjast, að Spartverjarnir nái nokkimm áhrif- um í félögum alþýðunnar. . Ég skora á alt gott fólk að kjósa okkar lista — A-listann. Alpýdumdður. Jafcob Mðller ætlnði a® selfa sig „Framsókn**, el hann heíði náð fcosningit 1927. Pess vegna fcans Jónas Jónsson og alt hans lið Jakob við pað tæklfæri. Kjósið ebki braskaranaf KJósið lista aihýðnnnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.