Alþýðublaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ i alby Sálnf élagapn&p í hanassBtínu. Ekki imyndi Jakob MölLer hafa tekið því nærri 1927 — í heyr- anda hljóði, að við næstu al- auennar kosningar yrðu þeir Magnús fyrruim dósent báðir á sama listanuni fyrir íhaldið. Þá brugðu þeir hvor öðrum um bitl- ingasýki, enda voru þeir vel kunnugir hvor öðrum og höíöu verið í makki þegar Magnús þóttist vera óskrifað blað og þeir léku báðir íhaldsandstæðinga. En kunnugt er um báða þá, að sanh- færingin hefir ekki orðið þeim tii trafala þegar þeir hafa talið sér ¦bag í að snúast. Árið 1927, 27. júní, lýstó Jakob þessum sálufélaga sínum syo i „Vísi", að þegar Magnús, hreykti sér á íhaldslistanum, — í sætinu. stem Jakob hefir nú krækt sér í undan honum, — þá minti hann sig átakanlega á hana, sem „þen- ur sig á i fjóshaugnum, baðar vængjunum og galar af öllum imætti". Tveimur dögum síðar oirti „Vísir" lýsingu á því þrennu, sem Magnúsi væri (einkum til lista lagt. Þvi fyrstu, að hann geti talað klukkustundum saman uim ekki neitt. Því öðru, að hann væri duglegri bitlingamaður en allir aðrir þingmenn til samans. Það var hið þriðja, að hann væri svo þægur við [íhalds]stjórnina, að frábært mætti teljast. Var því svo viðbætt, að greinarhöf., sem væntanlega hefir verið bankaeft- Mitsmaðurinn, skildi ekki í þvi tiltæki stjórnarinnar, að sietja Magnús efstan á lista hennar, þvi að ekki myndi álit manna á dós- entinum vera sérlega xnikið. Nú er Jakob fcoiminn upp fyrir Magnús á íhaldslistanum, Hann, bankaeftirlitsmaðurinn, sá hvorki né heyrði hvað fram fór meðan Islandsbanki sökk dýpra og dýpra og meira og meira draup frá gjaldþrota skuldunautum Jbankans í kosningasjáð íhaldsins. Nú er Möllier lika kominn í 'hana- sætið, sem lýst var í „Vísis"- greininni. Varla dregur hanu marga aö listanum ifremur en Magnús. Er líka mieira en nóg að annar þeirra sé á þingi. Og Magnús, sem lét það verða eitt af sínum síðustu verkum á þing- linu í vetur að mæla með niður- skurði verklegra framkvæmda, — hann á að falla, — og væri ,það smjkil þinghreinsun. Að falli hans styðja þeir, — Og þeir einir —, sem kjósa A- listann. KosningaraðíeiðÍD. Þegar Alþýðuflokkskjósqndi hefir kosið lítur kjörseðillinn þannig út: X A-listi B-lIsti C-listi D-listi Héðinn Valdimarsson Sigurjón Á. Ólafsson. Ólafur Friðriksson Jónina Jónatansdóttir Guðjón Benediktsson Ingólfur Jónsson Brynjólfur Bjarnason Rósinkranz ívarsson Helgi P, Briem Jónas Jónsson Björn Rögnvaldsson Pálmi Loftsson Jakob Möller Einar Arnórsson Magnús Jónsson Helgi H. Eiríksson A-listinn er listi alþýðuheimilanna. Blýantur til að merkja krossinn með verður á borðinu í kjörklefanum. Kjörseðilinn á að leggja saman í sama brot og hann- var áður. Merkið krossinn framan viö A. RíldsItSggFegiisboðsall biðlav til verkalýðsins. Flestir minnast þess, er Jójnas Jónsson reit um ríkislögreglu- frumvarp íhaldsins fyrir nokkr- u;m árum. Hanh réðist hastai- lega á það og skammaði íhald- ið blóðugum skömmunum fyrir það. Nú er það sannað, að Jónas hefir., ætlað að stofna til bar- smíðavalds hér á bak við alþingi, lœdast til áö stofna pdð» Það er siannað, að, hann svaraði fyrir- spurn þingmanna Alþýðuflokks- ins í vetur um hvort það væri harin, siem s&nt hefði lögregluna iinn í garnastöð, á þann veg, að hann teldi sjálfsagt „að nota lög- regluna við slík tækifæri", og par með auðvitað láta hana lemja það verkafölk niður með kylfura og öðrum bareflum, sem ekki vildi möglunarlaust þiggja það kaup, sem Sambandið (eða aðrir atvinnurekendur) vildu greiða. Þannig er þá Jónas Jónssoní Hann er illvígari ríkislög- regluforkólfur en íhaldið sjálft, Varið ykkur, verkamenn, á úlf- inum, sem kemur til ykkar í sauðargærunni. Niður með ríkislögreglulista í- haldanna beggja. Kjósum A-listann: Verkamaðitr. Bakarílsstúlkurnar. Tíminn hefir eftir mér 9. þ. mt, að ég hafi sagt á fundinum í barnaskólaportinu, að stúlkurn- ar í Alþýðubráuðgerðinni sæu um hreingerningu. En ekki mint- ist ég á það. Ég sagði að stúlkur í brauðsölubúðum yfirleitt hefðu fö til 85 kr., en í Alþýðubrauð- gerðinni 100 kr. á mánuði. En geta má þess, að sérstök stúlka, sem ekki er við afhend- ingu, sér um hreingerningu, sem mun taka 1% tíma á dag, og fypir það er borgað 60 kr. á anán- uði. Ó. Fridriksson. Frá fuudinum á sunim- dagiiiB. Helgi Briem sagði: Því komu jafnaðannenn ekki fram með til- lögur um tryggingar? Er Helgi svo ófróður, að hann viti ekki að jafnaðarmenn báru fram á hverju þingi tillögur um að stjórnin undirbyggi málið og legði síðan frumv. fyrir þingið? Tillögur þessar voru hundsaðar þar til á þinginu 1930, að samþ. var að istjórnin skipaði milli- ^þinganefnd í Tnálið. Sú nefnd eða meiri hluti hennar fann enga á- stæðu til að Ijúka störfum fyrir þingið í vetur. Minni hlutínn (Har. Guðm.) hafði sínar tillögur búnar til perntunar þegar stjðrnin rauf þingið. Frumvarp um at- vinnuleysistryggingar báru jafn- aðarmenn fram á þingi 1929, er mætti hinni megnustu andúð í- haldsflokkanna. „Framsókn" hefir sýnt tryggingarariáiunuim hina mestu andúð og tómlæti, þrátt fyrir háværar kröfur Alþýðu- flokksmanna. ~ Kyntu þér bet- ur málin, Helgi, áður en. þú hleypur af stað með svona fjar- stæður. Helgi sagði enn fremur: Ekki gátu jafnaðarmenn komið því fram, að innlima Skilchnganes i Reykjavik. Á öllum þeim þingum, sem málið hefir verið tekið upp hefir það að eins verið rætt í neðri deikL Þingmenn Reykjavík- ur hafa beitt sér fyrir málinu. Bændur íhalds og „Framsóknar" hafa snúist gegn því undir for- ustu Ólafs Thors og Bjarna á Reykjum. Við bæjarstjórnarkosn- ingamar siðustu lofaði !„Fram- sókn" að fylgja máli þessu fast fram á alþingi. En viti menn: Á síðasta þingi hafði forsætisráð- herra lofað Alþýðuflokknum fylgi mieð málinu. Framgangur mál«- ins átti að vera vís, þótt Bjarni á Reykjum skærist úr leik. En hvað skeður? Lárus í Klaustri er látinn svíkja ,svo málið féll með jöfnum atkvæðum í neðri deiid. Það valt á atkvæði „Framsokn- ar"-manns, að það næði fraim að ganga. Það er því þess flokks sök að Skildinganes hefir ekki enn þá fengist samieiriað Reykja- vík. —. Kyntu þér betur málin, Helgi, fyrir næsta fund. Helgi segir: Við „Framsóknar"- menn viljum koma á húsaleigu- lögum. Man Helgi það, að það voru „Framsóknar"-menn og í- haldsmenn, í satmeíningu, seiu af- t námu húsaleigulögin, er hér giltu, á þinginu 1926 eða 27. Jafnáðar- menn vilja því að eins húsaleigu- lög að hægt sé að framfylgja þeim, en til þess þarf að auka húsnæðið í bænum. Til þess þarf að hjálpa fátækásta fólkinu að koma upp ödýrum en hollum í- búðum, sem það ímeð sínum lág- tekjum getur staðið straum af. Til þess þarf að greiða f yrir þeim, er byggja vilja, með veð- deildarlánum, svo fólkið, sem í bænum býr, fáá einhvers staðar inni. „Framsókn" er á móti þessu. 1 þíngiok lætur „Framsákn" Jör- und bera fram frumvarp um hús- næði; úæg sönnun þess, að engin alvara er á bak við. Jörundur hefir það hlutverk hjá „Fram- sðkn", að bera þau frv. fram, sem hún meinar ekkert með. Mörg dæmi eru tjl að sanna það mál, frv. iandbunaðarnefnidar o- fl. o. fl. — Þetta á Helgi að vita. og ekki að vera að segja kjósend- um rangt frá staðreyndum. Helgi segir: Við ætlum nú að lækka dýrtiðina í bænum. Því hefir „Framsókn" ekkert gert í þessa átt í 4 ár, sem hún hefir setið að völdum? Vill flokkurinn ekki byrja á því að láta okkur fá ódýrara kjöt. Sambaniddð getur ráðið miklu vm það. Sláturfé- lagið einnig. Við viljum einrtig fá ódýrari mjólk. Mjólkurfélagið og kjósendur „Framsóknar" í ná- grenni Reykjavikur geta miklu ráðið um það. Man Helgi það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.